Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on October 24, 2007, 21:50:17
-
(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/malibu1.jpg)
(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/malibu2.jpg)
-
Ég man eftir þessum neðri.Þetta er ´72 Malibu og var þessi sá eini tveggja dyra sem kom nýr í gegnum umboðið.Var sérlega flottur og vel búinn.M.a með stólum frammí og gólfskiptur og með 350 CID vélinni.Pabbi minn átti svona ´71 bíl en sá var með 307 CID eins og flestir aðrir svona 2 dyra Chevellur voru með.
Sagan segir að þessi bíll hafi verið pantaður fyrir einhvern háttsettan hjá SÍS en honum hafi fundist hann of dýr þegar til kom.Magnús Brynjólfsson kaupmaður keypti hann svo og átti til 1977 er hann keypti nýjan Caprice Classic.Hjá honum var bíllinn með R-1746.Ég sá þennan bíl síðast á bílasölu Guðmundar um 1982.Spurning hvort einhver viti meira
-
Það er rétt hjá Packard,þetta var sérlega fallegur og vel búinn bíll:350,stokkur,stólar og ef ég man rétt þá var hann með SS mælaborði sem var mög sjalgæft.
1981 var hann í Álfheimunum alltaf vel hirtur og komin á krómfelgur sem fóru honum vel.
Sumarið 1984 sá ég hann á Laugarvatni og virtist í góðu standi og jafn heillandi vagn,þarna var hann á X númeri.
Einn sunnudag 1986 var löngun mín í að eignast Chevelle að buga mig og þar sem brúni bíllinn var þar efstur á blaði og hann var á X númeri þegar ég sá hann síðast ákvað ég að fara austur fyrir fjall að leita að honum.
Þegar ég fór framhjá partasölu sem var rétt vestan við Ölfusárbrúna
skaut því niður í höfuðið á mér að það væri svekkjandi að eyða tíma í að leita ef hann væri þar.
Þrátt fyrir að ástand bifreiðarinnar virtist vera nokkuð gott þegar ég sá hann 2. árum áður þá snéri ég við og viti menn,þar lá brúni bíllinn látinn: Allt farið undan, framan af og innanúr honum.
Hvernig stóð á þessu snögga andláti veit ég ekki .
Kveðja.
Þröstur.