Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on October 19, 2007, 22:27:38
-
Þessi er víst farinn yfir móðuna miklu.
-
Hvaða bíll var þetta Anton ?
-
Þetta er A3474.
Hann var víst original 6cyl. Rúnar Vestmann flutti inn 302 í hann í gegnum ÖSumboðið og var víst í rólegheitunum að breyta honum í Mach1, hann seldi svo bílinn til Húsavíkur, þar sem hann valt fyrstu helgina einhverjar 8veltur, smyglaður vodki slettist út um allt og mussinn var allur,
Annars væri nú best ef Rúnar sjálfur myndi tjá sig um málið og segja sögu þessa ágætabíls.
-
Er enginn Húsvíkingur hérna sem kannast við þennan eða söguna af honum?
-
Jæja. Rúnar Vestmann sendi mér sögu þessa bíls. Hún er svona,
Sælir, smá fróðleikur til gamans í sambandi við Þennann bíl þá keypti ég hann 16 ára gamall ´76 þá ekinn 79 þús. mílur á kr. 750 þúsund af Halldóri Olgeirssyni Ysta Hvammi Þingeyjarsýslu.Hann var með númerið þ-2663 Siðan um vorið ´77 er sett 8 cyl 302 ´vél í bílinn, fékk Bjössa Skírnis í Skarði til að græja vélina í bílinn síðan var hann sprautaður á Þórshamri og svo kom Arthúr Boga til mín og vildi endilega selja mér vökvastýrið úr Shelbyinum og hann vildi fá stýrisdótið úr mínum í staðinn + 30 þús.í peningum, það var sett vökvastýri í bílinn á BSA verkstæðinu, bíllinn varð rosa léttur í stýri á eftir, jæja eftir að hafa spólað og spólað þá brotnaði drifið, fékk hásingu úr Galaxy hjá Sigga Hlöðvers og eftir það var bíllinn svo lágt gíraður að maður lék ´ser að spóla í þriðja gír. Seldi bílinn 27. maí ´78 þá ekinn tæpleg 100 þús mílur ( 20 þús á vél ) Simma brjál á 2 milljónir á borðið. Hann var svo á fylliríi og lét einhvern keyra sig og sá velti bílnum 8 veltur og smyglaður vodki þeyttist um alla móa. Það var lengi vel til mynd af bílnum eftir velturnar á löggustöðinni á Húsavík. Kveðja Rúnar ;)
-
Hvernig er með þennan hund... er vitað um afdrif hans? :lol:
-
já hann var upprunalega mjög sprækur í góðu formi.. en um það leyti sem myndin var tekin hafði hann hlaupið dáldið í spik greyjið og var frekar máttlaus,
hann var svo keyptur af öðrum manni sem tók hann í gegn og kom honum í form..
hann er hinsvegar komin yfir móðuna miklu..
það var líka mikið riðvandamál í honum á tímabili.. en það var klipt og skorið af fagmönnum og hann var allur mikið meira traustvekjandi á eftir
-
Flott hvernig fjaðrahengslið kemur niður með aftursvuntunni.
-
Þetta er svunta fyrir tvöfalt púst.?
-
humm fjagra hólfa mússar komu með svona svuntu, en mér sýnist þetta nú vera venjuleg sem er búið að skera upp í........
-
Þetta lýtur nú út fyrir að vera home-made, en það voru ekkert endilega 4hólfa sem komu svona, þetta er tittlað sem GT svunata og kom svo með gullfallegum stútum í þessu.
(http://www.mustangsplus.com/xcart/images/P/02057lg.jpg)
(http://www.mustangsplus.com/xcart/images/P/00447lg.jpg)
-
Fyrst spjallað er svona mikið um Mustangin. Kannast unhvur hér við 69 bíl að mig minnir. Blár var hann með 351C. Afturgluggin var dálítið spez. Svona eins og ~steindur~ Líkt og nettur sætur gluggi í kirkju.......
-
Þetta lýtur nú út fyrir að vera home-made, en það voru ekkert endilega 4hólfa sem komu svona, þetta er tittlað sem GT svunata og kom svo með gullfallegum stútum í þessu.
(http://www.mustangsplus.com/xcart/images/P/02057lg.jpg)
(http://www.mustangsplus.com/xcart/images/P/00447lg.jpg)
Humm my bad..............einhvern veginn rámaði mig nú í að þetta hefði með 4 hólfa að gera............en ekki í fyrsta sinn sem ég tala með rassgatinu :lol: :lol:
Kv,
Jonni
-
69 og 70 mach 1 komu með skorið úr svuntunni og króm stúta ef þeir voru 4 hólfa en 67 68 var þetta tengt gt pakka þú ert alveg með á nótunum Jonni :wink:
-
Þessi hérna er original 2v, hann er samt með GT svuntu
(http://img152.imageshack.us/img152/6646/rvscan001kutxr1.jpg)
-
Þetta er bara Original 2v svunta sem er búið að fara með klippurnar á.
-
Afhverju ætti að vera búið að fara með klippurnar á hann, hann er með sílsapúst, það fór undir hann rétt eftir að hann kom á klakann
-
hann er ekki nýr á myndinni og búið að mála hann eitthvað svo að það eru alveg eins líkur á því að þessi svunta sé ekki einu sinni orginal :wink:
-
heyrðu Gummari.......hvað varð af Boss 1970?
Já eitt enn láttu þá heyra það
Kv,
Jonni
-
var að selja Leon bílinn :) þannig að hann er í góðum höndum mig langar alltaf meira í 69 8)
-
ok.
Þar er ég sammála.........
Ertu búinn að finna 69 bíl??
Kv,
Jonni
-
nei en er alltaf að fylgjast með, mátt alveg hafa augun opin í USA :wink:
-
bara vaka yfir craigslistanum.........................
engin ebay verð þar...............bara soldið af hillbillies... :lol: :lol:
ekki málið
-
Bíllinn sem spurt er um hér fyrr,þessi með steinda glugganum er það ekki 70 bíll.Var með númerið Ö-706.Bíllinn sem sumir kalla mystery mach.
-
alveg örugglega hann eini sem maður hefur heyrt um svona glugga eyfi og krummi áttu einmitt þennan og hann á samkvæmt sögunni að hafa endað daga sína á hornafirði sem bryggju drusla :roll: