Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: maggifinn on October 17, 2007, 21:31:03

Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 17, 2007, 21:31:03
Á GF að vera efsta þrep götubíla í kvartmílu?

Er rétt að banna hjóltunnur úr áli þegar plastyfirbyggingar eru leyfðar?

Er réttlætanlegt að krefjast rúðuupphalara í bíl sem er þegar langt yfir þyngdarmörkum?

Er ekki betra að leifa lexanrúður þar sem þær eru öruggari en gler í krassi?

Umræður um að gera GT og RS flokkana hraðari gæti snúist um að gera þeim mönnum kleift að gera sína bíla samkeppnisfæra inní GF      
 
Ég vil sjá breytingar í GF flokki á þessa leið: (rautt væri tekið úr núverandi reglum en grænu væri bætt við)

Bílar þurfa að vera á númerum, skoðaðir af löggiltri skoðunarstöð,tryggðir og skulu standast skoðun ef krafist er (fyrir utan dekk og púst).

Lágmarksþyngdir: v8 1300kg  (6cyl 1150kg  4cyl 900kg með ökumanni (viðbætt)


BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál. Magnesíum bannað. ((tekið út)Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum.)

GÓLF:
 Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum.  ((tekið út)Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var)

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar,(og úr viðurkenndum efnum(viðbætt))   ((tekið út)og úr upprunalegum efnum.)

BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir. Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum. ((Tekið út), þó verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.)



YFIRBYGGING:
Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakant lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður. ((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)

-------------------------------------------------------------------------------------

Það sem ég legg til er að ef bíllinn er yfir þyngdartakmörkunum, á númerum og skoðaður þá átt þú að geta mætt í GF vegna þess að GF á að vera efsta stig götubíla sérútbúinna til spyrnuaksturs.
 
 Að senda götubíl í OF vegna þess að hann er með áltunnur eða það vantar einhverja rúðuupphalara er að mínu mati fáránlegt
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: baldur on October 18, 2007, 00:10:41
Ég er alveg sammála þessu, mér finnst flokkareglur í þessum götuflokkum í kvartmílunni vera óþarflega flóknar á meðan að sandreglurnar eru svo einfaldar.
Mér finnst ekki skipta máli úr hverju hjólskálarnar eru á meðan bíllinn er í löglegri þyngd, getur keyrt marga kílómetra með ljósin kveikt án þess að hlaða og kæla og stenst bifreiðaskoðun að öllu leiti nema kannski dekk og púst.
Hvaða máli skiptir að vélin heiti það sama og boddyið þegar að bíllinn er í löglegri þyngd og með löglega vélarstærð?
Í GT/RS eru nánast allar breytingar á fjöðrun bannaðar, það eina sem má gera er að skipta um gorma og dempara, má ekki breyta staðsetningu á stífum eða neitt slíkt þannig að ef bíllinn þinn kemur með vonlausa fjöðrun frá verksmiðju þá máttu ekki gera hann samkeppnishæfan við bíla sem koma ekki með jafn vonlausri fjöðrun frá verksmiðju.
Það er erfitt að gera öllum til geðs í flokkasmíði en mín skoðun er sú að það eigi bara að hafa einfaldar reglur sem er auðvelt að hafa eftirlit með.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Dodge on October 18, 2007, 09:46:45
Sammála þessari tillögu..
En afhverju er plexigler bannað?
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 18, 2007, 10:02:28
Quote from: "Dodge"
Sammála þessari tillögu..
En afhverju er plexigler bannað?


Plexi brotnar í fleyga
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: HK RACING2 on October 18, 2007, 17:16:06
Makrolon er líka fínt.nota það sjálfur mikið.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 18, 2007, 20:46:25
Quote from: "HK RACING2"
Makrolon er líka fínt.nota það sjálfur mikið.

 
 jú nokkuð til í því. þarna væri einfaldast að segja bara að allar rúður verða að vera úr viðurkenndum efnum.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 18, 2007, 21:17:51
Sammála þessu sem þú setur inn Maggi.

Lexan og Makron er það sem er leyft  erlendis.

Ég myndi vilja hafa þennan flokk númerslausan,nóg af flokkum til fyrir götubíla á númerum en aðeins einn fyrir númerslausa,OF.

Þannig væri hægt að lækka kostnað keppanda í GF töluvert og einnig losna við tryggingarviðauka bullið.

Þetta með að leyfa plastrúðurnar,álið og losna við númeraskylduna gerir það mun einfaldara að
kaupa bíl í flokkinn að utan.
Þá þarf ekki "title" og 90% eru með ál több við það lækkar kostnaðurinn mikið þar sem aðeins þarf að borga VSK af keppnistækjum.

Flame on.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 18, 2007, 22:07:03
hei Frikki
 
 Ef við tökum númerin úr GF þá er SE öflugasti númeraflokkurinn, eða sá flokkur sem leyfir réttar sagt mestar breytingar á númerabíl.

 Það er ekki alveg það sem ég vil sjá, þ.e að þeir götubílar sem eru aðeins of mikið smíðaðir til að fara í SE þurfi þá að fara í skráningarskerta rörabíla einsog Camaróinn hans Einars B.

 Hins vegar hefur vantað doorslammeraflokk alltof lengi, mér finnst slá skökku við alltaf þegar ég sé Ingó's Dragga fara í Camaró Krissa.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Krissi Haflida on October 18, 2007, 22:14:00
Þetta eru góðar tillögur hjá þér maggi ég stið þetta
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Valli Djöfull on October 19, 2007, 00:03:00
Quote
((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)


Færðu skoðun án þeirra?  Og þar af leiðandi númeraplötur?
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 00:34:29
Quote from: "maggifinn"
hei Frikki
 
 Ef við tökum númerin úr GF þá er SE öflugasti númeraflokkurinn, eða sá flokkur sem leyfir réttar sagt mestar breytingar á númerabíl.

 Það er ekki alveg það sem ég vil sjá, þ.e að þeir götubílar sem eru aðeins of mikið smíðaðir til að fara í SE þurfi þá að fara í skráningarskerta rörabíla einsog Camaróinn hans Einars B.

 Hins vegar hefur vantað doorslammeraflokk alltof lengi, mér finnst slá skökku við alltaf þegar ég sé Ingó's Dragga fara í Camaró Krissa.

Bíllinn hans Einsa á ansi langt í land með að komast í GF.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 19, 2007, 08:13:52
Quote from: "ValliFudd"
Quote
((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)


Færðu skoðun án þeirra?  Og þar af leiðandi númeraplötur?



 Mér sýnist rallíbílarnir ekki vera í vandræðum með að fá skoðun. hvort það er lítil lúga sem dugar eða að vera með rúðuna á löm verða menn eflaust að gera upp við þá skoðunarstöð sem tekur á móti bílnum þínum sem er með plastyfirbyggingu.

 Frikki: ef GF ætti að vera númerslaus boddýbílaflokkur þá ætti Einar B og Leifur auðvitað að vera þar en ekki í OF.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Kiddi J on October 19, 2007, 11:50:08
Quote from: "maggifinn"
hei Frikki
 
 Ef við tökum númerin úr GF þá er SE öflugasti númeraflokkurinn, eða sá flokkur sem leyfir réttar sagt mestar breytingar á númerabíl.

 Það er ekki alveg það sem ég vil sjá, þ.e að þeir götubílar sem eru aðeins of mikið smíðaðir til að fara í SE þurfi þá að fara í skráningarskerta rörabíla einsog Camaróinn hans Einars B.

 Hins vegar hefur vantað doorslammeraflokk alltof lengi, mér finnst slá skökku við alltaf þegar ég sé Ingó's Dragga fara í Camaró Krissa.


Sammála.
Ég keppti á Dartinum 2003-2004 í OF. Það var helvíti gaman að stilla upp á móti Ingó og fá hann frammúr sér á 250.
Dartinn var ekki á númerum, en trúlega löglegri heldur en margir bílar í GF flokknum sem voru að keppa þá, en gat ekki keppt vegna þess að ég var ekki með hann á númerum.

Svona doorslammer flokkur er möst.

p.s. Enginn þorði svo heldur í BRACKET!!!!
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Einar Birgisson on October 19, 2007, 12:59:44
" Skráningarskertur " flott innlegg í orðaforðan.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 14:14:04
Quote from: "maggifinn"
Quote from: "ValliFudd"
Quote
((tekið út)Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.)


Færðu skoðun án þeirra?  Og þar af leiðandi númeraplötur?



 Mér sýnist rallíbílarnir ekki vera í vandræðum með að fá skoðun. hvort það er lítil lúga sem dugar eða að vera með rúðuna á löm verða menn eflaust að gera upp við þá skoðunarstöð sem tekur á móti bílnum þínum sem er með plastyfirbyggingu.

 Frikki: ef GF ætti að vera númerslaus boddýbílaflokkur þá ætti Einar B og Leifur auðvitað að vera þar en ekki í OF.

Af hverju finnst þér það svona sjálfsagt?
Þeir eru langt utan reglu rammanns.
Title: GF
Post by: 69Camaro on October 19, 2007, 15:54:55
Sæll Maggi

Góðar tillögur hjá þér, en er þó sammála Frikka varðandi það að taka út númeraplötur.

Það hugtaka sem við erum að leita að er á ensku kallað " Backhalf " bílar.

"Back half bílar" eru með original grind að framan, hvalbak á original stað og klafa og annað hengt á upprunalegann stað, osfrv.

OF hurðabílar eru aftur á móti " full tube cars"  eða rörabílar alla leið, á þessu er stór munur. Síðan er alveg ljóst að á meðan viktin er 1300 kg. eða c.a. 2900 pund, þá passa " full tube " eða rörabílar þar ekki inn nema með því að þyngja þá upp úr öllu valdi, sem ég held að sé ekki vilji þeirra sem vikta t.d.  2000-2500 pund.
Title: Re: GF
Post by: Anton Ólafsson on October 19, 2007, 15:58:49
Quote from: "69Camaro"
.

"Back half bílar" eru með original grind að framan, hvalbak á original stað og klafa og annað hengt á upprunalegann stað, osfrv.



Hvað er túlkað sem hvalbakur?
Title: Re: GF
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 16:05:31
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "69Camaro"
.

"Back half bílar" eru með original grind að framan, hvalbak á original stað og klafa og annað hengt á upprunalegann stað, osfrv.



Hvað er túlkað sem hvalbakur?

Firewall=hvalbakur
(http://i31.photobucket.com/albums/c397/waynesworldc/1948%20fleetline/P1010012.jpg)
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Björgvin Ólafsson on October 19, 2007, 16:08:18
Þetta er "eldveggurinn" hvalbakurinn hlýtur að vera ofan við :?

kv
Björgvin
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 19, 2007, 16:08:45
sælir strákar og takk fyrir málefnalega umræðu.

 Mér finnst bara hálfkák að gera GF að flokki fyrir númerslausa bíla án þess að allir helstu doorslammerarnir geti passað þar inn.
 ég vil meina að þessir backhalf bílar einsog hjá Krissa Hafliða td,geti með litlum vandræðum farið bara á númer og keppt í GF hafi þeir á annað borð áhuga á því.

 að stofna doorslammerflokk úr GF með enga númeraskyldu og skilja Einar B Skjóldalinn og Leif eftir hjá Hemihunternum finnst mér ekki snjallt. það þarf sér flokk fyrir alla númerslausa boddýbíla og mér finnst ekki sniðugt að fórna númeraflokk einsog GF í það.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 16:17:33
Hvort sem við tækjum af númeraskyldu í GF eða ekki þá er það status quo fyrir rörabílana en það gæti auðveldað róðurinn fyrir þá sem keppa í GF eða vilja kaupa tæki í flokkinn.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Einar K. Möller on October 19, 2007, 16:18:11
Við höfum nú nokkrir hérna komið með flokkahugmynd þar sem slammerarnir geta leikið sér heads-up. Einhverra hluta vegna er reglulega þaggað niðrí því.

Bendi á t.d:

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=15206&highlight=heads

og það sem EB skaut inn hérna um daginn:

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=24720&highlight=heads
Title: GF
Post by: 69Camaro on October 19, 2007, 17:20:29
Sælir

Lámarksþyngd er sett 1300 kg. sé ekki hvaða máli skiptir hvort að tækið sé með númerum eða ekki. t.d. Krissi Hafliða, er ekki á númerum, sem mér finnst vera ekta GF bíll, en án númera þá er hann þvingaður í OF.

Þar engin að banna mönnum að vera á númerum, en ætti ekki að vera skilda, án númera þá losnar þú við tryggingaviðauka, pústkerfi með hljóðkútum, götudekk, osfrv. ........ bíll án rúðuþurkna fær heldur ekki skoðun, svo tekið sé dæmi. Margt sem stangast þarna á .

Er sammála Einari M. og Einari B. þarf að reyna að gera þetta skemmtilegrar með heads up keppni.

Endilega haldið áfram að " brain-storma" og láta hugmyndirnar flæða

kv.
Ari
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Kristján Skjóldal on October 19, 2007, 18:22:49
mér finnst nú frekar lélegt að breita svona miklu í GF :shock:  það er í lagi að taka út númera reglu :wink:  en í stórum dráttum er hann bara góður eins og hann er :?  svo eru menn búnir að setja gott met í flokknum sem reinist þrautin þinngri áð ná :lol:  og þá á bara að breita flokknum :?  það er þá frekar að búa til annan flokk til að skilja dragga frá bilum ekki satt ps volvo krippan er hvort sem er ólögleg í GF eins og er þar sem hún kemur ekki orginal með GM krami ekki rétt :roll:
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 18:28:22
Ekki bulla Kristján,þetta snýst ekki um einhver met.
Allir bílar í dag eru smíðaðir með ál tunnum,plasthurðar leyfðar í flokknum  en orginal gler verður að vera í þeim með upphölurum og tilheyrandi,það er bara bull sem þarf að lagfæra.

Lesa svo reglurnar fyrst,vél skal vera bílvél það er alveg sama hvaða hún kom.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Kristján Skjóldal on October 19, 2007, 18:31:53
var þvi breitt að vél skuli ekki þurfa að vera úr gm í gm bil og :?:
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Einar K. Möller on October 19, 2007, 18:33:59
Fyrir mitt leiti myndi ég vilja sjá: Heads Up, Pro Tree (.400), Ótakmörkuð vélastærð, bara einn poweradder og vigt eftir því en og kemur fram í þessum reglum sem hefur verið bent á.

Mér persónulega er alveg sama þó að til að mynda EB eða Ari, sem mjög augljóslega eru með öflugri bíl en ég eða Krissi Hafliða eða Leifur keppi á móti okkur á heads up grundvelli, það þarf ekki annað en ég lélegt start, spól, nítrósprenginu, brotinn gír, þjófstart o.gl til að maður geti unnið.

Sjáiði keppnirnar úti, oftast nær eru það sömu mennirnir sem verma 5 efstu sætin en hinir koma samt því að það er ALLTAF séns.

Ég myndi mun frekar vilja keppa við Ara, EB, Krissa, Leif, Stíg, Stjána o.fl og reyna að vinna á powerinu en ekki Index tíma, einhvern veginn finnst mér það MORE SATISFYING.

Just my 2 cents.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Dodge on October 19, 2007, 18:34:34
sammála númersleisi..
það er ekki nauðsynlegur hlekkur, allar þar að víkjandi hamlanir eru
í flokkareglunum.

Hinar breytingatillögurnar eru mjög góðar einmitt ef menn vilja
geta verslað klára bíla, t.d. bleika cudan hans Jóns Geirs.. allveg pjúra GF
bíll að sjá en afþví að smíðin er úr áli þá þarf hann upp um flokk.

Kaninn notar bara ál í þetta, því eru flestir bílar úti svoleiðis.

Stjáni er ekki fínt að fara að breyta reglunum.. EB er að eignast myndarlegt safn af metum í gömlum flokkum :)
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 18:35:27
Quote from: "Kristján Skjóldal"
var þvi breitt að vél skuli ekki þurfa að vera úr gm í gm bil og :?:

1. VÉL

VÉL:
Skal vera bílvél. Ótakmörkuð tjúnning leyfð, þar með talið nítró.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 18:38:02
Quote from: "Dodge"


Stjáni er ekki fínt að fara að breyta reglunum.. EB er að eignast myndarlegt safn af metum í gömlum flokkum :)

Hvaða met eru það GF og....... :smt102
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Kristján Skjóldal on October 19, 2007, 18:38:34
ok en það var svoleðis ekki satt :?:
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 18:40:08
Það var þá fyrir mína tíð.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Einar K. Möller on October 19, 2007, 18:52:10
EB er búnin að eiga met í 3 flokkum, SE 10.634 minnir mig, GF 9.142 og OF sem ég man ekki hvað var...
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 19, 2007, 18:52:24
Er snjallt að hægt sé að fá skoðun á bíl, nota hann í almennri umferð en þegar á að keppa á honum í kvartmílu þá verði hann að fara í flokk með númerslausum bílum?
 
Hvernig í ósköpunum getur KK verið að takmarka meira hvað er götubíll heldur en bifreiðaskoðun?
 
 Mér persónulega finnst það útí hött að hræra númerabílum saman við óskráð keppnistæki.

Mér finnst vanta að GF geti tekið við þeim númerabílum sem þegar eru í gangi. Benni á Vegunni er með áltunnur, Fribbi er með áltunnur í Valiantinum og einhverjir fleiri líka sem ég ekki kann að nefna. þessir gaurar eru utan flokka að utanskyldum indexflokkunum og geta því ekki ræst á jöfnu.

Ég er ekki að draga úr þörfinni á doorslammerflokk en vil bara benda á að þann flokk hlítur að vera hægt að opna ef tveir eða fleiri kjósa að keyra hann.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 19, 2007, 19:05:02
Quote from: "Einar K. Möller"
EB er búnin að eiga met í 3 flokkum, SE 10.634 minnir mig, GF 9.142 og OF sem ég man ekki hvað var...

Vissi það en fannst Stebbi gefa í skyn að hann ætti þau met enn.
My bad.
GF metið stendur þó enn.
Title: GF
Post by: Benni on October 20, 2007, 00:38:52
Sælir,
Gaman að þessu, bara svona fyrir recordið þá hefur ENGINN spurt mig né skoðað áltunnurnar í mínum bíl. Það er nefnilega eins og konan sagði, stundum spurningin hver er ofaná og hver undir.... Það er hægt að fara með segulstál alstaðar inn í hjólskálar og undir bílinn og “surprice” allt úr stáli  :D .......Annars finnst mér þessu umræða um áltunnur svona og svona. Mér finnst nauðsynlegt að geta skrúfað niður rúðurnar þegar ég fer á rúntinn á mínum götubíl. En svo fyndist mér menn mega velja um hvort þeir hafi númeraplöturnar á eða ekki, það er nóg vinna í þessum druslum þó að maður þyrfti ekki að gera þetta klárt í gegnum skoðun, frekar en menn vilja, bara til að taka nokkur rönn í sínum flokk.........

          Kveðja   Benni
Title: GF
Post by: Gretar Franksson. on October 20, 2007, 14:18:10
Sælir,
Það þarf ekki að breyta miklu í GF-flokk svo ég geti mætt með Veguna mína sem er öll úr stáli.(nema plast i samstæðu) Upprunalegur framhjólabúnaður og hvalbakur á upprunalegum stað úr upprunalegu efni (bodystál). Væri það til bóta? Myndi ég þá keppa einn í GF eða myndu t.d. Jenni og Benni mæta? Gaman? Varla.  Enn og aftur farið varlega í reglubreytingar.
kv.Gretar F.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 20, 2007, 16:15:41
Sæll Grétar,

Er orginal framgrind?"Breytingar eru aðeins leyfðar á aftur hluta grindar"

Fram og afturrúður úr gleri?

Mælaborð orginal?

Ljósabúnaður í lagi?

Stuðarar faman og aftan?

BIL MILLI HJÓLA:
Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2" (5,08cm).?

STAÐSETNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomandi ökutækis.?
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Dodge on October 20, 2007, 19:43:44
Quote
Hvaða met eru það GF og.......


Sandur, fólksbílaflokkur á 29" hjólum..
Title: GF
Post by: Gretar Franksson. on October 21, 2007, 20:22:01
Sæll,
Já grindin að framan er upprunaleg ásamt framhjólafestingum,

Mælaborð er eins útlítandi og upprunalegt úr plasti, eftirlíking.

Plastrúður, get sett gler í ef vill.

Sætið er á svipuðum stað og upprunalega, þau voru stillanleg á sleða svo það er á þeim stað, einhverstaðar,

Tengi ljósin, lítið mál.

Afturhjól eru á svipuðum stað og upprunalega, bara stytta bílinn aftur. Vel gerlegt.

Þannig að það er ekki svo mikið sem þarf að aðlaga svo þessi Vega komist í GF-flokk. Það er helst þessi numera skilda.

Ég mæti í flokkin ef reglunum verður breytt þannig plast má vera í frambrettum og númeraskilda fer út. Tek metið góða með glans :D
kv, GF
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: 1965 Chevy II on October 21, 2007, 20:39:23
:smt108  :smt104  :smt058
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 21, 2007, 21:02:16
Grétar ekki voga þér að fara að skemma Veguna.

Vertu frontmaður í stofnun  hurðaflokks sem sameinar þessa númerslausu boddýbíla. allt leift en einhver dekkjatakmörk kannski.... eða ekki.
 
 Eru menn þá á því að það þurfi ekki að vera til flokkur fyrir númerabíla sem leyfir meiri breitingar en SE?  SE sé þá ðí öltimet götuflokkur?

 ég vil benda mönnum jafnframt á að ég er að stinga uppá nýjum vigtartakmörkunum í flokkinn fyrir "litlu" strákana. Ég held að vélarafl einsog GT og RS hafa sýnt í sumar sómi sér vel í GF í svoleiðis vigtum. Þá geta þeir jafnframt notað alvöru bensín,alvöru fjöðrun og alvöru dekk.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Dodge on October 21, 2007, 22:56:11
Quote
Hvernig í ósköpunum getur KK verið að takmarka meira hvað er götubíll heldur en bifreiðaskoðun?


Svo er það annað mál.. held það sé betra að sami aðili skeri úr um
það fyrir alla bílana. en ekki mismunandi skoðunarstöðvar um allt land.

Það eru til allskonar kolólögleg tæki á þessu skeri sem fá alltaf skoðun,
hvort þeir bjóða skoðunarmanninum í kaffi í skúrnum eða hafa kellinguna
með sér fáklædda í skoðun til í allt, það veit ég ekki.
Svo er það harður slagur í frumherja á ak að koma Capricenum hans
Ragga í gegn, og það er bíll sem er orðabókarskilgreiningin á götubíl,
slétt eins og hver annar caprice bara með stóra vél.

Just my 2... Tel það sanngjarnast að allir sitji við sama borð.
Title: GF
Post by: Gretar Franksson. on October 22, 2007, 22:48:59
Sælir,
Var bara að koma með einn vinkil í umræðuna. Um leið og GF-flokkur verður opnaður meira þá koma hugsanlega öflugri bílar inn. Og þeir sem eru fyrir í þessum flokk finnst etv. að þeim vegið. (mæta jafnvel ekki).

Annars finnst mér þessar tillögur hjá Magga að mörgu leiti ágætar. Ef það er númeraskylda þá er það rosa hamlandi fyrir suma. Reglurnar voru þannig áður en númeraskyldan kom inn 2002 að mig minnir. "Ökutæki skal standast skoðum með lítilli fyrirhöfn" eithvað svona loðið. Þannig þetta þótti sumum ekki gott.

Annars er það etv bara nægilega hamlandi svona eins og þú stingur uppá Maggi og sleppa þessum skoðunarþætti og engin númer. Það er þarna 1300kg limit. Þetta eru þá Back-half bílar eins og Ari nefnir. Spurning??

Svo eiga rörabílar bara heima í OF og ekkert að því að þeir keppi við Dragstera.

kv.GF
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 22, 2007, 23:27:57
Hei Grétar
 
 Mér hefur alltaf fundist vanta  flokk fyrir númerslausa bíla frá því að númeraskilda var sett inní GF.

 En ég er líka á því að það var rétt ákvörðun á sínum tíma.
 
 Það þarf að laga GF, annaðhvort þarf að takmarka verulega plastnotkun í yfirbyggingu . Eða leyfa skynsamlegri smíði undir hana. Ég vil halda GF sem allout númeraflokk þarsem helst allt er leyft en það þurfi að vera bara á númerum og að því sé framfylgt að bílar séu hæfir til götuaksturs. þe öll ljós virki,handbremsa, og farþegasæti
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on October 23, 2007, 09:46:26
Ekki má gleyma heldur að flestir virðast vilja auka ýmist tjúnningar eða þær breytingar sem leyfðar eru á númerabílum í þeim flokkum sem fyrir eru.

Ef mínar tillögur ná í gegn þá gerir það mönnum kleyft að koma upp í GF úr mun fleiri flokkum en bara SE.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: otomas on November 22, 2007, 16:41:50
Quote from: "maggifinn"

 ég vil benda mönnum jafnframt á að ég er að stinga uppá nýjum vigtartakmörkunum í flokkinn fyrir "litlu" strákana. Ég held að vélarafl einsog GT og RS hafa sýnt í sumar sómi sér vel í GF í svoleiðis vigtum. Þá geta þeir jafnframt notað alvöru bensín,alvöru fjöðrun og alvöru dekk.


Ég er mjög áhugasamur um þessa vigtarbreytingu, v8 1300kg (6cyl 1150kg 4cyl 900kg með ökumanni (viðbætt)

Ég er með götuskráðan fwd 4 cyl bíl, 2,0 l vél sem er ekki original, blásari og nitró, 13" slikkar, 1000+ kg.

Ætti ég ekki að vera gjaldgengur í GF ef þessar vigtarbreytingar ná fram að ganga?
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: maggifinn on November 22, 2007, 19:45:56
Þú ert nú þegar gjaldgengur í GF. það eina sem gæti verið ólöglegt við þennan bíl er vigtin.
 
 hefurðu vigtað bílinn þinn? blásari, nítró og Teddagas setur þennan bíl fljótt í veltibúraendahraða.
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: otomas on November 22, 2007, 22:31:24
Ég hef ekki vigtað bílinn, er að raða honum saman. Hann mun líklega vera á bilinu 1000-1100 kg. Mun aldrei ná uppí 1300 kg með ökumanni eins og reglurnar segja til um núna. Þannig mér sýnist ég vera háður vigtarbreytingunum til að vera löglegur í flokkinn.

Það er veltibúr í bílnum, þannig hann fær eins mikið Teddagas og hann í sig getur látið  :wink:
Title: GF Breytingar (flame suit ON)
Post by: Gilson on November 22, 2007, 23:18:30
er það þá ekki bara Mc Donalds á hverjum degi fram að næsta sumri  :lol: