Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: gardar on October 06, 2007, 17:32:10
-
Sælir
hvernig eru flokkar og reglur hjá ykkur fyrir sand?
-
Sælir
hvernig eru flokkar og reglur hjá ykkur fyrir sand?
Sömu og hjá BA, enda telur þessi keppni til Íslandsmeistara - ef hún er haldin og bætist við mótin hjá okkur.
kv
Björgvin
-
Fólksbílaflokkur:
1. Ökutæki skal vera skráð sem fólksbíll.
2. Aðeins ein drifhásing. Fjórhjóladrifin ökutæki fara í jeppaflokk.
3. Hæðarmunur fremst og aftast á síls má ekki vera meiri en 10 cm.
4. Hámarks hæð hjólbarða skal mælast 33".
5. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða með plast húsi skal vera veltibogi.
6. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 sek. skulu hafa veltibúr.
7. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
8. Fjarlægja má innréttingu úr ökutækjum sem eru með veltibúr.
9. Óheimilt er að fjarlægja boddýhluti af eða úr ökutækjum, hvorki fyrir eða á meðan keppni stendur yfir, þar með talið vélarhlíf, hurðir og önnur lok.
10. Hjólbarðar skulu vera viðurkenndir af löggildri skoðunarstöð, óskornir og standi ekki út fyrir óbreytta brettabrún.
má nota nitro í þessum flokk?
þarf bíllinn að vera á númerum?
og er alveg bannað að vera með smá brettakanta að aftan?
vona að ég komist í þennan flokk frekar en útbúinn fólksbílaflokk
-
nítro er leift í öllum flokkum.
Númer eru alldrei skylda.
Engir brettakantar leifðir, þó sleppuru sennilega ef dekkið
stendur ekki utar en þar sem upprunalegt hefði verið.
Hvernig bíl ertu með?
-
Fólksbílaflokkur:
1. Ökutæki skal vera skráð sem fólksbíll.
Ég skil þetta nú þannig að bíllinn þurfi að vera skráður (á númerum!)
-
nítro er leift í öllum flokkum.
Númer eru alldrei skylda.
Engir brettakantar leifðir, þó sleppuru sennilega ef dekkið
stendur ekki utar en þar sem upprunalegt hefði verið.
Hvernig bíl ertu með?
okay flott.
ég er með eld gamla mözdu með 350 sbc, en hann er bara svo mjór að ég kæmi aldrei neinum dekkjum undir hann með viti nema setja smá kanta á hann, er það alveg bannað? :oops:
-
ferð bara í útbúin fólksbilar :wink:
-
já ætli maður endi ekki á því :D ætti bara kanski meiri séns í einhverja í hinum flokknum :wink:
-
skráning kemur númerum ekkert við.
-
Þetta eru skráningarnúmer...
-
Sammála Baldri.
-
Skráður sem fólksbíll kemur númmerum ekkert við!
-
bíllinn þinn er ennþá skráður þó þú leggir inn númerin.
-
tækið þarf að vera skráð sem fólksbíll.... ekki sem jeppi eða vörubifreið.
þetta er í raun og veru bara skilgreining á tækinu sem slíku og get ég ekki séð að tækið sem er skráð sem fólksbíll þurfi að vera á númerum.
-
ok flott, þá stefni ég bara á fólksbíla flokk :D
-
Reyndar hálf heimskuleg regla þar sem jeppar eru skráðir fólksbifreiðar.
en 4x4 reglan reddar því.
-
Er þá sandurinn 20 okt?og Sunnudagurinn til vara? 8)