Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Harry þór on October 05, 2007, 23:12:19

Title: Landfylling
Post by: Harry þór on October 05, 2007, 23:12:19
Sæl öll .

Eru þessir moldarflutningar og og annað góðgæti sem fylgir með upp á braut undir control einhvers?

Eru einhverjir sem fylgjast með því hvort þessir trukkar séu ekki að keyra brautina okkar?

Mér er bara spurn. :?:

kv Harry
Title: Landfylling
Post by: Jón Þór Bjarnason on October 06, 2007, 09:03:12
Þeir hafa fengið fyrirmæli um að keyra ekki á brautinni. Okkur hefur sýnst þeir standa við það hingað til. Veist þú eitthvað sem við vitum ekki  :?:
Title: Landfylling
Post by: Tiundin on October 06, 2007, 15:57:18
Sælir. Ég er einn af þeim hafa verið að keyra þangað í liðinni viku. Eins og í öllum hópum eru svartir sauðir inn á milli. Ég hef staðið af einstaka leigubíl við að stelast til að keyra brautina til baka tóma. Þar sem ég hef aðalega séð för, er í kringum 1/8 mílu markið, á hægri braut.

Ég vil taka það fram að ég er ekki einn þeirra sem hafa keyrt á brautinni, því ég ber virðingu fyrir brautinni og KK.

Kveðja Andri
Title: Landfylling
Post by: Jón Þór Bjarnason on October 06, 2007, 21:08:18
Andskotans og við erum með hjólamílu á morgun. Það kostar morð fjár að láta þrífa brautina.  :twisted:  :twisted:  :twisted:
Title: Landfylling
Post by: Valli Djöfull on October 08, 2007, 00:22:40
Mikið ryk á brautinni en þegar maður skoðaði 1/8 sá maður að þetta hafa bara verið 2-3 svartir sauðir sem hafa stytt sér leið..   Af ég veit ekki hvað mörgum, allavega MJÖG MÖRGUM!   Svo þetta var kannski ekki eins slæmt og maður hélt að þetta yrði þó gripið á vinstri braut hafi verið eitthvað verra en í þeirri hægri..  Eins og sást þegar Axel spólaði langt útfyrir 1/8 :)