Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: gunni-boy on October 04, 2007, 03:19:13
-
Ætlaði aðeins að forvitnast hérna þar sem ég hef mikinn áhuga á svona bílum og búinn að vera skoða
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/skjoli_111.jpg)
Hver á þennan græna Challenger og er hann í lagi í dag?
-
D440 :?:
HR
-
Tók þessa mynd á ameríska deginum 2004 eða 5
-
Þetta er bíll sem Haukur Sveins gerði upp fyrir ekki mörgum árum.
síðast þegar ég sá hann var hann betri en nýr, og á ekki von á að
það hafi breyst mykið síðan.
-
hann var í keflavik fyrir nokkrum árum var með að eg held örugglega 440 fór svo í breiðholtið fretti að það hafi farið í hann 318 svo það væri hægt að rúnta eithvað á honum :) virkilega fallegur bíll sá voðalega lítið á honun þegar hann var her,smátterí sem var að byrja vart talandi um :)
-
var ekki 440 í honum, svo 383 og svo aftur 440?
-
Held það sé 440 í honum í dag. Sá sem á hann heitir Ingvar, rúntar oft með okkur í Krúser, mætir reglulega á honum uppeftir. Ávallt vel shænaður! 8)
-
Rakst einmitt á minn gamla í dag uppi á Skaga, ekki séð hann síðan 2004.
-
Damn!
Hann sem var orðinn hinn þokkalegasti!
-
hver á þennan gula í dag? er hann í þessu standi núna?
-
já, hann er í þessu standi þar sem ég tók myndina í dag! :lol: Þekki ekki eigandann en veit að hann er ekki til sölu.
-
Þetta er bíll sem Haukur Sveins gerði upp fyrir ekki mörgum árum.
síðast þegar ég sá hann var hann betri en nýr, og á ekki von á að
það hafi breyst mykið síðan.
Skilgreindu uppgerð ?
-
Nú er þetta eitthvað touchy subject?
Ég er nú ekki með það á hreinu hvort hann tók hann sjálfur frá
grunni, veit bara að hann var mykið í fíniseringum og smábreytingum
Gerði pabbi þinn hann upp?
Ég er ekkert á móti því að betur upplýstir menn leiðrétti mig. :)
-
hann gerði hann ekkert upp en lét laga ymislegt og mála og fékk hann til að virka :wink:
-
Nú er þetta eitthvað touchy subject?
Ég er nú ekki með það á hreinu hvort hann tók hann sjálfur frá
grunni, veit bara að hann var mykið í fíniseringum og smábreytingum
Gerði pabbi þinn hann upp?
Ég er ekkert á móti því að betur upplýstir menn leiðrétti mig. :)
Haha já hrikalega touchy, veit bara ekki betur en að Örvar bakari hafi gert hann upp, gamli málaði hann bara :wink: , en jú Haukur tók flotta tíma á honum og notaði hann almennilega. En núna sést bíllin varla. :cry:
Algjör óþarfi að kalla það uppgerð þótt menn sinni reglulegu viðhaldi.
Ég man allavegna ekki að bíllin hafi verið gerður upp aftur eftir að Örvar gerði það. :wink: þó svo meigi vel vera. 8)
-
Sælir eg skipti um allt í stírisgangnum á honum lét setja í hann nýtt rafkerfi lét sprauta báðar hurðirnar húdið og frammbrettin og skipta um áklæði og stífa upp stólana og bekkin, var orðið frekar slappt og svo setti ég í hann 440 aftur var með 383 þegar ég keipti hann,svo skiti ég um pakkningar á hurðum
húddi og skotti,lét svo stilla hjólabilið í tölvubekk þá var hann orðin sem nýr í akstri og umgengni.Það var búið að sulla rafkerfinu saman í 20 ár og mælarnir og klukkan virkuðu ekki og það voru viðgerðir í hurðonum sem voru farnar að bolgna upp,þetta var blásið og græjað (jónsi á BSA Akureyri)
hann er mjög góður í dag.
Haukur
-
já gott ef ég mætti honum ekki áðan