Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Steinn on September 26, 2007, 22:31:11
-
Fékk þessa mynd "lánaða" hjá Mola. Þennan átti í denn Toggi í vélsm Héðni hafði keypt hann innfluttan en ég held að læknir í NY hafi átt hann í upphafi. Hann var 67 módel 327 beinsk. Það var unun á sjá bílinn meðan kallinn átti hann en eftir að hann seldi þá lét hann fljótt á sjá. Gaman að vita hvort þessi bíll er til í dag.
-
Já já, þessi er enn til í dag, hann var seldur núna um daginn á 500 kall af honum Magga sem bjó upp á Skaga þannig að ef þú hefðir langað í hann varstu rétt í þessu að missa af honum.
Hann var á uppgerðslustiginu enda hafði hann gengið a milli manna og var orðinn þreyttur en vonandi klárast hann núna.
Þú getur séð myndir af honum hjá Mola þar sem hann er ljósblár heima hjá Magga
-
ef þetta er sami bíll og ég held, þá átti Gilbert úrsmiður hann, fékk hann svona grænan en málaði hann dökkbláan.. (stór mistök að mínu áliti),
mér finnst þessi græni litur alveg megaflottur á þessum bíl.
-
Takk fyrir þetta það hefði verið gaman að versla þennan.
Toggi var svo ánægður með hve litlu Camaróin eyddi að menn tóku sig til og bættu alltaf á hann bensíni og fyrir rest var hann hættur að trúa sjálfur hve litlu hann eyddi.
Það væri gaman að sjá ferilinn á bílnum plöturnar þarna voru R-417