Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on September 24, 2007, 19:30:06
-
Hvaða Coronet er þarna utan við sýninguna?
-
Sir Contiental
Þetta er 67 Coronet. Hann var með sennilega 383 og sjálfskiptur í stýri. Hann var á númerum úr einhverjum austursýslunum; S, U eða Þ. en aldrei á A númerum.
Það er ein önnur mynd líklega af honum á Molavefnum fína: http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=112&pos=15 þar sem hann af tómri Moparskri hógværð stillir sér upp á bakvið Camaroinn sem þar tranar sér fram. Það er því líklegt að hann hafi verið á höfuðborgarsvæðinu líka.
Upplýsingar um sögu og örlög þessa Coronet bíls væru mjög vel þegnar.
Err
-
Þessi á síðunni hans Mola er með tveimun húddskópum, sem er ekki að sjá bilnum sem ég setti inn.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_70_73/normal_20060430203146_1.jpg)
-
Þessi á síðunni hans Mola er með tveimun húddskópum, sem er ekki að sjá bilnum sem ég setti inn.
Það eru nú víst húddskóp á myndinni sem þú sendir inn fyrst, horfðu bara vel og þá sérðu þau.
-
Ég verð víst að sættast á það að það séu skóp á honum, ásamt þessari eðal rönd að aftan, var að fá fleiri myndir frá sýningunni 1976 á þá sést í hann frá betra sjónarhorni,
-
Þræðinum hafa borist meiri upplýsingar um þennan bláa:
Hann var um skamma hríð á Akureyri í eign Steina stúku segir Böddi Svanlaugss. Gulli Emilss bætir við að um 1980 hafi einhver Guðbrandur hirt bílinn úr Vökuportinu og ætlað að gera hann upp. Þá var búið að hirða af honum hurðir og fleira og skemma á honum toppinn að því er virðist í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að hann yrði lagaður aftur, enda fór svo að téður Guðbrandur skilaði bílnum aftur í Vökuportið og þar mun hann endað sína ævi (sko Coronettinn, Guðbrandur gengur sennilega enþá á öllum). Mögulegt er að hann hafi lent í tjóni á Highway One áður en hann hafnaði í fyrsta sinn í Vökuportinu.
Hurðirnar eru enþá til og skreyta núna afganginn af hvíta 67 Coronetinum.
Frekari upplýsingar um þennan flotta Coronet eru enþá vel þegnar.
Err
-
Ragnar þú segir afganginn af hvíta 67,er hann í pörtum eða heilu lagi?vantar mikið í hann? :)
-
Í heilu lagi en nokkuð kexaður neðan til. Búið að skera botninn úr farangursgeymslunni. Þar ætlaði fyrrv. eigandi að setja fuel cell.
Err
-
Þessi á síðunni hans Mola er með tveimun húddskópum, sem er ekki að sjá bilnum sem ég setti inn.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_70_73/normal_20060430203146_1.jpg)
Hvaða Öndvegis 71-73 Gt Vega (brún) er þetta til hægri?
:lol: :lol:
Kv,
Jonni
-
Þetta er sennilega Vegan sem bróðir Örvars Sigurðssonar átti í allnokkur ár.Já þetta var GT bíll
-
þessi Vega er inní Hafnarfirði hvít og í eigu Villa bróðir Nonnavett :wink:
-
Eru þið alveg vissir um það að þetta sé GT Vegan sem var máluð hvít? Mig minnir að hún hafi verið rauð þegar hún kom hingað, er þetta ekki örugglega hvíta GT Vegan. Myndinn er tekinn á sýningunni ´78
-
Sæl öll. þessa brúnu Vegu GT átti Guðmundur bróðir Örvars. Þessi rauða G 7510 með 350 sbc átti Pálmi Helga og seinna Villi svili Pálma.
kv harry
-
Fann þessa á bilavefur.net (reyndar var hún í Chevelle möppunnu.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/chevelle_malibu_64_72/1136.jpg)
-
Hver er þessi rauði, er þetta GTX
-
þessi Vega er inní Hafnarfirði hvít og í eigu Villa bróðir Nonnavett :wink:
Neibb
Eru þið alveg vissir um það að þetta sé GT Vegan sem var máluð hvít? Mig minnir að hún hafi verið rauð þegar hún kom hingað, er þetta ekki örugglega hvíta GT Vegan. Myndinn er tekinn á sýningunni ´78
Þessi rauða er hún og hún var máluð hvít og er svoleiðis í dag.
-
En þessi rauði, GTX eða Road Runner???
-
(http://s3.frontur.com/img/11240/20071114125337_0.jpg)
-
HVUR DJÖ!!!
Þetta er sennilega í 10 skifti sem ég álpast fullur áhuga inn á þennan
coronet þráð en alltaf er verið að tala um einhverjar vegur.. :D
Gleymi þessu alltaf...
-
Hahahaha ég fell líka í þessa sömu gryfju :lol:
En þessi víga Plymmi gæti nú bjargað því litla sem eftir er af þessum þræði.... hann er allavega ´68 módel, en ég þori ekki að segja hvort þetta sé GTX, Roadrunner eða Satellite.....
-
Mér skilst að gamall maður, í sömu hremmingum og þeir félagar, hafi eitt sinn kastað fram þessum vísukornum:
Er ligg ég mína banalegu
og læt mig dreyma um bíla.
Ég vil ekki sjá eina andskotans Vegu
bara Plymma og Mopar með fíla*
Ef eitthvert er himnaríki
þá held ég að það sé rétt.
Að minni mitt ekki svíki
að Guð ekur Coronet
* Vísnaskýring: "Fíla" vísar til 426 hemi, sem oft er kallaður fílamótor westur í hreppum til aðgreiningar frá öðrum óæðri bílvélum sem kenndar eru við nagdýr eins og rottur og mýs.
-
HVUR DJÖ!!!
Þetta er sennilega í 10 skifti sem ég álpast fullur inn á þennan
coronet þráð en alltaf er verið að tala um einhverjar vegur.. :D
Gleymi þessu alltaf...
:smt030 akureyringar :roll:
-
HEY MANNI!! skilaðu áhuganum mínum!! :D
-
:lol: