Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: edsel on September 23, 2007, 18:48:28
-
er eitthvað eftir af þeim gripum?
-
þú spyrð eins og það sé bara fjöldaframleidd vara..
-
Man ekki eftir neinum svoleiðis,- semsagt turbo.
Það var vinsælt að setja 2000 vél og sætin úr Fiat 132, passaði nokkurnveginn í.
Enda þegar maður ber saman myndir af Fiat 127 og Lada Sport sérst að þetta er nánast sama teikningin.
-
var búinn að frétta að það kæmi alveg þrusu kraftur í löduna af því að setja fiat vél, fannst ég heyra fiat turbo, hef líklega heyrt vitlaust, er til einhverjar lödur sport með fiat 2000 vél?
-
Er eittvað eftir af Lödu Sport yfirleitt??
Held varla, þetta ryðgaði hrikalega.
En það er rétt, þetta svínvirkaði með Fiatvélinni og leit bara þokkalega út þegar það var búið að setja þær á 15" Bronko felgur.
-
Svínvirkaði er mesti misskilningur,
ég átti nokkra sorpara með 2000 Fiat twin cam.
Þetta var skömminni skárra en orginalið en engu að síður
grút máttlaust :)
-
Eimmitt, sammála. "Svínvirkar" í samanburði við hrygluna sem var í þessu fyrir :lol:
-
þannig að þetta virkaði ekkert voða vel, frétti að einhverjum sem hafði sett lödu 1600 vél í lödu 1200 og sama hvernig maður tók af stað hann spólaði alltaf
-
Var hann ekki bara á ónýtum dekkjum? :lol:
-
frétti að einhverjum sem hafði sett lödu 1600 vél í lödu 1200 og sama hvernig maður tók af stað hann spólaði alltaf
Lygilegt hvað sumir geta gert með 18 auka hestöflum :lol:
-
frétti að einhverjum sem hafði sett lödu 1600 vél í lödu 1200 og sama hvernig maður tók af stað hann spólaði alltaf
Lygilegt hvað sumir geta gert með 18 auka hestöflum :lol:
Og það rússneskum :lol:
En 2000 Fiat var til með blásara
-
Daginn
Það var ein til fyrir norðan og það var faðir min sem átti hann 1800 fiat með turbo 35" dekk það var helv"$#%&& gaman að stinga toyotu corola gti af á leiðinni suður veit ekki hvað varð um hana en þetta var rugl kraftur í henni
Gunnar C
-
Við skulum ekki vanmeta rússnesk hestöfl..
Það er hægt að ralla þvílíkt á þessum græjum.
Berum saman japanskann og rússneskann bíl í kringum 80 model,
hver sigrar það reis?
-
Japan :lol: :lol:
-
NJET!! :D
-
Ég efast stórlega að LADA SPORT hafi einhverja aksturs eiginleika
til að stinga af GTI kind. Það er lítið mál að pína svona kind í 200 km,h
en EKKI sorpara, þó það sé í honum 1600, 1800 eða 2000 turbo.
-
það var eitt stykki Lada Sport til hérna í mörg ár með Fiat Uno Turbo vél.. vantaði bara alltaf eitthvað eitt stykki til að klára hana.
en það er löngu búið að pressa hana núna.