Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on September 19, 2007, 12:40:01

Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Anton Ólafsson on September 19, 2007, 12:40:01
Var sem sagt að skanna myndir úr moparfélagshúsinu.

Hvað bíll er þetta?
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: edsel on September 19, 2007, 13:03:26
er þetta ekki Valiant?
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Ramcharger on September 19, 2007, 15:01:48
Er þetta ekki Dart :?:
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: 1966 Charger on September 19, 2007, 15:27:05
Sæll Sir Anton
Það er gaman að sjá mynd af þessum.  Þetta er 63 Dart sem við ætluðum nú aldeilis að gera að kvartmílutæki Moparkallarnir á Akureyri um 1980.  Við bjuggum til hlutafélag um þetta dæmi og átti ekkert að spara.  Rifum afturbotninn undan bílnum og svo var pöntuð Dana 60 race preppuð hásing hjá ÖS umboðinu.  Svo hófst lööönnnng bið eftir hásingunni og hún hækkaði og hækkaði og hækkaði í verði (þetta var á verðbólguárunum sem yngri kynslóðin þekkir sem betur fer ekki) og varð dýrasta hásing sem keypt hafði verið undir fólksbíl hérlendis fram að þessu. Loks þegar hún kom voru menn búnir að missa áhugann á þessu dæmi og ekkert varð úr.  Bíllinn endaði síðar niðri í Sindrahaug.  Ég á enþá samþykktir hlutafélagsins á blaði og innborganir félaganna ásamt úrklippu úr hinu virta tímariti Samúel þar sem gerð var úttekt á komandi kvartmílusumri þennan vetur.  Þar segir m.a. að Moparkallarnir á Akureyri séu að útbúa einhverja ægilega Moparbrellu til að koma með á míluna.
Ég held hinsvegar að hásingin góða hafi skreytt margan racevagninn hér heima allt fram á þennan dag.
 Myndin er tekinn á Moparstöðum þar sem Gunnar J. Eiríksson Kondrup réði ríkjum og hélt kvöldlangar ræður um gæði 340 vélarinnar.  Skemmtisögur frá Moparstöðum geta fyllt heila bók. Myndin sem þú sendir af GTS inum í gær er líka frá Moparstöðum. Þarna átti bílinn Ingimar Árnason sem núna er fjarkennslustjóri hjá VMA.
Mig minnir að næsta project á Moparstöðum hafi nú komist betur á legg. Það var 4 dyra 68 Dart sem var gerður að Pick up og uppnefndur Sandkassinn.  Keppti m.a. í sandi á Sauðárkróki.
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Anton Ólafsson on September 19, 2007, 15:31:43
Ég á nú fleiri myndir úr Moparhúsinu,,,,

Hérna er t.d sandkassinn...
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: 1966 Charger on September 19, 2007, 15:40:09
Þetta er æðislegt maður......
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Moli on September 19, 2007, 16:45:11
önnur til...! 8)

Nema í þessu tilviki er það ´73 Duster. Hvað gekk að Moparköllum á þessum tíma? :lol:
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Anton Ólafsson on September 19, 2007, 17:20:30
Ein í viðbót frá Moparstöðum,
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: edsel on September 19, 2007, 17:29:17
er sandkassinn eða Dusterinn til enþá?
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Bannaður on September 19, 2007, 20:24:50
Þetta var nú kofi sem maður kom iðulega í sem polli :P
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Moli on September 19, 2007, 21:44:00
Raggi, hvaða Charger er þetta? (A-7113) 8)
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Einar Birgisson on September 19, 2007, 21:50:47
Þetta er Chargerinn sem Denni bróðir Sigga Öfur-mý á, þar áður Maggi Einars og ...................... Snobbi, Einar Gylfa, slappur 413
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Hilió on September 19, 2007, 22:00:08
Denni á hann ekki lengur, Monsi á hann.
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: 1966 Charger on September 19, 2007, 22:05:40
Viðbót við þetta.
Þessi bill er original túrkísblár með hvíta innréttingu og 383.  Kristján Stórsöngvari Jóhannsson var með fyrstu eigendum hans á Akureyri.  Það er rétt að 413 rellan sem sett var í hann síðar virkaði ekki rassgat.  Ég held að skýringin hafi verið svakalega lágt þjöppuhlutfall.
Það eru nokkrar myndir af þessum bíl á Bílavef Mola, sú nýjasta tekin af afturhluta bílsins, hvar hann stóð upp við hús á Austfjörðum.
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Anton Ólafsson on September 19, 2007, 22:08:03
Nokkrar
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Einar Birgisson on September 19, 2007, 22:25:18
Hver er Monsi ?
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Moli on September 19, 2007, 22:27:13
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/charger_68_70/normal_dscf0032.jpg)

ahhh... jújú, er vitað í hvernig standi hann er í dag?

Ég heyrði draugasögu um svartan Charger á leið suður að austan á kerru í sumar?
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Gummari on September 19, 2007, 22:30:42
þessi bill  er í fornbíla skemmunni esjumel  8)
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Moli on September 19, 2007, 22:58:17
Quote from: "Gummari"
þessi bill  er í fornbíla skemmunni esjumel  8)


:shock:

núh? jæja, ok, er langt síðan hann kom suður? og nýr eigandi væntanlega?
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Kiddicamaro on September 19, 2007, 23:29:48
Quote from: "Einar Birgisson"
Hver er Monsi ?
er ekki bróðir hanns Kalla málara kallaður Monsi :?:
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 20, 2007, 00:54:29
Quote from: "Kiddicamaro"
Quote from: "Einar Birgisson"
Hver er Monsi ?
er ekki bróðir hanns Kalla málara kallaður Monsi :?:

Það mun vera rétt.
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: 1966 Charger on September 20, 2007, 14:04:35
Aðeins meira um túrkísbláa (síðar svarta) 68 Chargerinn:

VIN: XP29G8B237217. Fast númer AA808.  Smíðaður í  samsetningarverksmiðju Chrysler í Hamtramck í Michigan fylki í janúar 1968.  Upphaflega túrkísblár m. hvítu þaki.  383 2-ja hólfa. A-727.  Ingvi Ö. Stefánsson þá síðar eigandi Tommahamborgara átti bílinn.  Hann er sennilega klessukeyrður eftir götuspyrnu við Mustang á Akureyri.  Í kringum 1974 er eigandi stórtenórinn Kristján Jóhannsson.  Árið 1977 er eigandi Þorsteinn Ingólfsson  10" (STÓRI bróðir Gunnþórs) og hann sprautar bílinn svartan (sjá mynd hér að ofan A-5050).  Næstu eigendur eru Gunnar Hallgrímsson sem lætur mála þakið svart, og plussklæðir hann að innan í rauðu og gulgrænu, og Snorri Jóhannsson, um 1982, sem setur 413 vél í hann. Síðasti eigandi á Akureyri er Einar Gylfason.  Frá Akureyri virðist bíllinn fara til Þingeyjarsýslu (Þ-1507), og þaðan til Hafnar í Hornafirði þar sem Jón Árni Jónsson Bogaslóð 18 átti hann.  Þaðan fer hann til Egilsstaða þar sem Sigurður Ágústsson Superbee kaupir bílinn og flytur til Akureyrar.  Svo eingaðist Maggi Einarss bílinn og svo fór hann aftur á Austfirði uns hann er núna að því er virðist á Esjumel. Vonandi er þessum drætti á milli landshluta þar með lokið og að bíllinn verði sómasamlega endurreistur.

Err
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Skúri on September 23, 2007, 16:02:57
Ertu að tala um þessa blaðagrein eftir JAK?
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Skúri on September 23, 2007, 16:09:33
Þetta er svo hin blaðsíðan með sömu grein.

Kv. Kristján Kolbeinsson
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Skúri on September 23, 2007, 16:13:35
Ef ég er að brjót einhver lög með þessari birtingu þá biðst ég afsökunar og þá verður þetta fjarlægt. Kv. Kristján K
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: baldur on September 23, 2007, 18:43:43
Þetta er bara skemmtileg lesning :lol:
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Racer on September 23, 2007, 19:37:54
skúri á greinilega samúel blað :D

annars er gaman að flétta þessum blöðum enda bílar og kvenfólk oftast fjalla um :)
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Robbi on September 23, 2007, 21:11:48
Snilldar lesning :D
Title: Gaggi??? Hvaða mopar er þetta?
Post by: Anton Ólafsson on September 28, 2007, 21:52:25
Já aðeins meira um túrkísbláa (síðar svarta) 68 Chargerinn:

Hérna eru myndir af honum frá því 77