Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: motors on September 18, 2007, 23:46:56

Title: Sunnansandur.
Post by: motors on September 18, 2007, 23:46:56
Verður nokkur sandur fyrir sunnan í bráð :?:
Title: Sunnansandur.
Post by: PalliP on September 20, 2007, 21:38:16
Eru engin svör við því að halda sunnan sand?
Miðað við að 50-60 keppendur keppa í sandi um daginn, er ekki stemning fyrir því að halda íslandsmót sem telur kanski 4-5 keppnir og hugsanlega eitthvað af þeim hér í höfuðstaðnum.
Má ekki halda sand á Kleifarvatninu eða í Ölfussi?

Kv
Palli
Title: Sunnansandur.
Post by: Nóni on September 20, 2007, 23:22:12
Við erum búnir að fá svo mörg nei frá lía að við erum búnir að gefast upp.


Kv. Nóni
Title: Sunnansandur.
Post by: 1965 Chevy II on September 20, 2007, 23:30:28
Hver er munurinn á Norðlenskum og Sunnlenskum sandi hjá LÍA?
Title: Sunnansandur.
Post by: Nóni on September 20, 2007, 23:32:28
Quote from: "Trans Am"
Hver er munurinn á Norðlenskum og Sunnlenskum sandi hjá LÍA?


Þetta er mjög góð spurning.



Kv. Nóni
Title: Sunnansandur.
Post by: 1965 Chevy II on September 20, 2007, 23:42:49
Er ekki hægt að fara með það til Lögreglunar eða í blöðin að það sé gefið leyfi fyrir sandi fyrir norðan en ekki hér?
Title: Sunnansandur.
Post by: Björgvin Ólafsson on September 20, 2007, 23:45:45
Quote from: "Trans Am"
Er ekki hægt að fara með það til Lögreglunar eða í blöðin að það sé gefið leyfi fyrir sandi fyrir norðan en ekki hér?


Er ekki bara betra að sækja um leyfi fyrir sandi?

kv
Björgvin
Title: Sunnansandur.
Post by: 1965 Chevy II on September 20, 2007, 23:48:00
Quote from: "Björgvin Ólafsson"
Quote from: "Trans Am"
Er ekki hægt að fara með það til Lögreglunar eða í blöðin að það sé gefið leyfi fyrir sandi fyrir norðan en ekki hér?


Er ekki bara betra að sækja um leyfi fyrir sandi?

kv
Björgvin

Quote from: "Nóni"
Við erum búnir að fá svo mörg nei frá lía að við erum búnir að gefast upp.


Kv. Nóni

Mér sýnist það ekki hafa gengið!
Title: Sunnansandur.
Post by: Björgvin Ólafsson on September 20, 2007, 23:51:54
Er búið að reyna það?

Það er kannski eitthvað í þessu sem ég veit ekki, enda þekki ég ekki ástæður þess að það hafi komið "nei" frá LÍA varðandi umsögn á ykkar keppnishald - en ég hefði haldið að sé raunverulegur áhugi fyrir því að halda sand sé fyrsta skrefið að sækja um og sjá svo til með framhaldið.

Þetta á ekki að þurfa að vera flókið!

kv
Björgvin
Title: Sunnansandur.
Post by: 1965 Chevy II on September 21, 2007, 00:07:56
Ég skil þetta svo að það sé búið að sækja um leyfi fyrir sandi oft og alltaf fengið nei.Kannski er það miskilningur hjá mér. :?
Title: Sunnansandur.
Post by: Nóni on September 21, 2007, 01:51:50
Sjáið til drengir, við erum búnir að fá formlegt bréf frá formanni lía í sumar um að þeir ætli ekki að gefa umsögn eða leyfi fyrir einu né neinu til okkar framar.  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út leyfi sem er byggt á umsögn sem gefin var út fyrr í sumar fyrir 2 daga, í óþökk þeirra hjá lía.


Haldið þið virkilega að við höfum verið að grína í allt sumar með allt þetta vesen?  Það er ekki lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem veitir leyfi fyrir sandspyrnu heldur á Selfossi að öllum líkindum og að fara í gegn um eitthvað margra daga símastand og uppskera ekkert nema leiðindi er bara fyrir aðra en mig.


Björgvin, þú hefur ekki enn sent mér afrit af leyfunum ykkar eins og við vorum búnir að ræða í síma. Ef þú vilt fá faxnúmerið aftur endilega hafðu þá samband.


Kv. Nóni
Title: Sunnansandur.
Post by: Robbi on September 21, 2007, 09:44:55
Hver er munurinn á msí og lía.
 Fær kk ekki inn hjá msí eða er það ekkert betra en lía.
Title: Sunnansandur.
Post by: 1965 Chevy II on September 21, 2007, 10:00:29
LÍA fer með umsögn á keppnishaldi á ökutækjum með 4 hjól ekki MSÍ.
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 21, 2007, 10:28:26
Við erum í góðu samstarfi við MSÍ. MSÍ sér um ökutæki á 3 hjólum eða færri.

Björgvin hvað er það sem þú ert ekki að skilja.
Endilega segðu okkur frá svo við getum frætt þig.
Title: Sunnansandur.
Post by: Björgvin Ólafsson on September 21, 2007, 17:03:06
Sælir félagar, ég held að Nóni sé búinn að svara því með sínum pósti - þar sem hann segist vera með bréf frá forseta LíA þess efnis að þeir gefi aldrei neina umsögn á það sem þið viljið gera!

Það eina sem ég var búinn að heyra var að þið hefðuð fengið athugasemd á brautina sem slíka, því þótti mér upplagt að senda inn leyfi fyrir sandi - þar sem önnur skilyrði hljóta að gilda þar.

Ef þetta er rauninn og ekki áhugi fyrir sandi fyrir sunnan, þá ybbi ég mig ekki meira yfir því :roll:  :lol:

Væri ekki annars gott fyrir okkur almúgann að fá þetta bréf á netið?

kv
Björgvin
Title: Sunnansandur.
Post by: Björgvin Ólafsson on September 21, 2007, 17:20:24
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Við erum í góðu samstarfi við MSÍ. MSÍ sér um ökutæki á 3 hjólum eða færri.

Björgvin hvað er það sem þú ert ekki að skilja.
Endilega segðu okkur frá svo við getum frætt þig.


Smá auka forvitni........, hvernig var með þessa keppni í Borgarholtsskóla - það fengust öll leyfi þar sagðir þú?

Ætti þá nokkuð að vera mikið mál að fá leyfi fyrir sandi?

kv
Björgvin
Title: Sunnansandur.
Post by: Nóni on September 21, 2007, 17:40:01
Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem veitir það og þeir eru búnir að sjá í gegn um lía og notast eins og ég sagði við umsögn frá því fyrr í sumar. Það er hins vegar ekki sú lögreglustofnun sem veitir leyfi fyrir sandi þannig að það þarf líklega umsögn, ekki satt?

Leyfi fékkst fyrir keppni Borgarholtsskóla án vandræða hjá lögreglunni.

Kvartmíluklúbburinn er einn af stofnendum MSÍ og fær vandræðalaust umsögn þar.

Hvað segirðu mér svo af þessu faxi?


Kv. Nóni
Title: Leyfi og braut!
Post by: 429Cobra on September 21, 2007, 17:49:32
Sælir félagar. :)

Sæll Björgvin.

Ég er sammála þér og mæli eindregið með því að öll bréfaskipti milli LÍA og Lögfræðings KK og þá líka KK verði birt hér á netinu.

Hins vegar langar mig líka að vita hver það er þarna fyrir norðan sem er með varirnar svona fast klemmdar á afturenda LÍA að þið fáið allt þaðan sem beðið er um. :?:  :?:  :evil:

Og hver er það svo innan LÍA sem hefur vit á spyrnubrautum :?:  :?:

Ég hef ekki rekist á þann einstakling ennþá.

Vissulega er skilgreining í reglum FIA um spyrnubrautir, en það verður að lesa alla klausuna.
Þar er verið að tala um brautir fyrir "heimsmeistarakeppni FIA" og þar eru "Top Fuel" bílar sem að eru að aka á 560km hraða.
Þá bíla höfum við ekki hér heima og þeir yrðu aldrei leyfðir á okkar braut.

Það er spyrnt á allskyns brautum úti um allan heim, en minnihluti þeirra er það góður að bílar eins og "Top Fuel" getir keyrt  á þeim.
Ég get nefnt eina braut sem Íslendingar þekkja vel og það er Orlando Speed World, hún er ekki notuð fyrir "Top Fuel" eða sambærileg tæki.

Það er til að mynda ENGIN spyrnubraut í USA það löng að þar geti "Top Fuel" bíll stöðvast án fallhlífa. :!:

Kvartmílubrautin er eins og hún er í nokkuð þokkalegu lagi fyrir þau tæki sem að á henni eru, en það má alltaf bæta úr og eru þær umbætur að mér skilst á næsta leiti ef ekki þegar hafnar.

Ég vona síðan að menn fari að hugsa til framtíðar og skilji LÍA eftir sem leiðinlegan daug í fortíðinni sem verður mokað yfir, og þá kannski með sandi :wink: .
Hver veit. :twisted:
Title: Sunnansandur.
Post by: Dodge on September 21, 2007, 18:43:41
Svo maður forvitnist nú aðeins líka...
Ef þetta leifis vesen strandar allt á brautinni.. Hvað hefur LÍA út
á ykkar sandspyrnubraut að setja?
Og því hefðu þeir þá ekki átt að veita okkur leifi fyrir sandspyrnu
án þess að nokkur endaþarmssuga komi máli við?
Title: Sunnansandur.
Post by: PalliP on September 21, 2007, 22:57:44
En ef KK heldur sand í samráði við annan klúbb innan LIA, er þá nokkuð hægt að setja út á verknaðinn?
Hvort sem menn eru utan LIA eða innan þá snýst þetta um að sameinast um að spóla og eyða bensíni, svo það hlýtur að vera hægt að lenda þessu.
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 21, 2007, 23:35:29
Þið verðið að afsaka en ég skil ekki hvað það er sem þið eruð ekki að fatta.
LÍA er búin að gefa okkur það skriflega að þeir ætli aldrei að gefa okkur umsögn aftur.
Þeir voru allir að vilja gerðir í byrjun sumars og báðu okkur um að ganga óformlega inn í LÍA og sú umsókn yrði bara sett undir stól og það þyrfti enginn að komast að því. Ef við myndum gera þetta þá væri ekkert mál að fá æfinga og keppnisleyfi frá þeim. Meira segja var sagt við okkur á þessum fundi að það yrði sýnt frá kvartmílukeppnum í sjónvarpi ef við myndum skrifa undir. Hvað er þetta annað en kúgun. Eftir að við neituðum þessari leyniaðild að LÍA hafa þeir heldur betur farið í fýlu við okkur.
Title: Sunnansandur.
Post by: Björgvin Ólafsson on September 22, 2007, 00:13:59
Er þá ekki í góðu að birta þetta bréf?

kv
Björgvin
Title: Sunnansandur.
Post by: Valli Djöfull on September 22, 2007, 00:38:38
sem og það sem Nóni bíður enn eftir að fá á faxi?  :lol:   eða var það kannski komið?
Title: Sunnansandur.
Post by: Halldór H. on September 22, 2007, 10:41:31
sælir
Er nokkuð annað en að sækja um leyfi hjá lögga á Selfossi, landeiganda osfv ef það er einhver áhugi fyrir því að halda sand í Ölfusi.
Sakar ekki að reyna.
Title: Áhugi
Post by: Gretar Franksson. on September 24, 2007, 23:10:14
Sælir félagar,
 það virðist vera töluverður áhugi hjá mörgum keppendum að haldin verði Sandspyrna fyrir sunnan (Ölfusi eða Akranesi) Nú eru jeppamenn að klára sisonið og mér sýnist margir 1/4 mílingar vera  til í slaginn.  Benni Eiriks og þeir fyrir austan eru eflaust til í að gera eitt og annað ef ákveðið verður að halda þetta á Ölfusi.

Hvað segir stjórnin um að sækja um leyfi fyrir Sandspyrnu? Er ekki rétt að láta á það reyna hvað LÍA getur gengið langt í að kúga Íþróttafélög til að fara að þeirra geðþótta. Þeir hljóta að missa þessa einokunarstöðu sem þeir hafa ef þeir geta ekki hagað sér eins og til er ætlast af þeim.

Það getur ekki verið að lögreglustjórinn, sem er eini aðilinn sem má gefa út keppnisleyfi, láti þetta viðgangast mikið lengur. Enda er þessi umsögn sem LÍA gefur út um okkur ekki byggð á vitrænum grunni. Við erum þeir einu sem höfum reynslu og þekkingu á spyrnukeppnum á Íslandi.
kv. GF
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 24, 2007, 23:36:33
Kæru félagsmenn formleg umsókn til LÍA um að fá að halda sandspyrnukeppni er lögð af stað til þeirra.
Title: Sunnansandur.
Post by: haddi on September 24, 2007, 23:44:37
Sælir.
Ekki virðist vanta áhuga hjá keppendum að taka þátt í sandspyrnu hér fyrir sunnan. Ég er allveg sammála mönnum um að láta reyna á að fá leyfi fyrir sandi. Ekki vantar áhugan á þessum bæ.
Kv. Hafliði Guðjónsson
Title: Sunnansandur.
Post by: cv 327 on September 24, 2007, 23:50:36
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Kæru félagsmenn formleg umsókn til LÍA um að fá að halda sandspyrnukeppni er lögð af stað til þeirra.

 Góðir strákar. :smt041
Ef þetta er að sranda á þessari umsögn trekk í trekk, en öll skilirði uppfyllt, sé ég ekki neitt annað en að leggja inn stjórnsýslu-kæru á hendur þeim sem ekki vilja gefa umsögn. Hefur það eithvað verið hugsað?
Baráttukveðja Gunnar B.
Title: Leyfi
Post by: Gretar Franksson. on September 25, 2007, 00:23:34
Sælir, eru málin í réttum farvegi? Á ekki að sækja um keppnisleyfi til Lögreglustjóra og greiða síðan til sýslumanns gjald.  Það er svo aftur Lögreglustjórans að fá þessa umsögn ef hann telur sig knúin til þess.  

Ég hef margoft sótt um keppnisleyfi fyrir K.K. bæði sand og milu. Alltaf til lögreglustjórans.  Mér sýnist að Hr. Sturla Böðvars fyrverandi ráðherra hafi bætt enn einni skrautfjöðrinni í sinn hatt og gefið út reglugerð handa LÍA sem stóðst ekki stjórnarskrá né annað boðlegt jafnræðisreglu líðveldissins. Enda var þetta rekið til baka af umboðsmanni Alþyngis.

Eftir það var klórað í bakkan og þetta látið heita umsögn sem LÍA á að gefa út. Lögregglustjórinn gefur alltaf út leyfið sjálft.  Bíst við að hann hafi þetta nokkuð í hendi sér hversu alvarlega eða nauðsinlega hann telur þessa umsögn vera frá LÍA.

Við vitum það allir sem höfum verið í þessu árum saman að LÍA hefur ekkert sérstakst vit á þessu.  Það vorum við sjálfir sem tókum út þessa svokölluðu LÍA skoðin hér á árum áður, þeir hirtu bara sitt LÍA gjald.

Hvaða vinnubrögð eru það að meina einu félagi að keppa vegna þess að viljum ekki láta kúga okkur undir LÍA. Þetta bara gengur ekki og hlítur að verða leiðrétt af þeim sem hafa valdið. (Lögreglustjóra og ráðherra)

Bara svona að skerpa á sögu málana.
kv.GF
Title: Sunnansandur.
Post by: Halldór H. on September 26, 2007, 10:34:26
Sælir

Er eitthvað að frétta af leyfismálum hjá ykkur?
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 26, 2007, 17:03:35
Quote from: "Halldór H 935"
Sælir

Er eitthvað að frétta af leyfismálum hjá ykkur?

Það tekur væntanlega einhvern tíma að fá leyfin.
Við látum ykkur vita strax og við höfum öll leyfin í höndunum.
Title: Sunnansandur.
Post by: Kristján Skjóldal on September 27, 2007, 09:44:44
eru men bjartsýnir á keppni :?:
Title: Sunnansandur.
Post by: Lindemann on September 28, 2007, 21:51:11
ég held bara að ég myndi skrá mig  :shock:
Title: Sunnansandur.
Post by: Kristján Skjóldal on October 02, 2007, 19:04:31
hér er einn sem biður eftir að spreita sig :lol:
Title: Sunnansandur.
Post by: Dodge on October 02, 2007, 20:53:07
fallegur er hann :) maður verður að elska framfelgurnar :)
Title: Sunnansandur.
Post by: PalliP on October 04, 2007, 19:53:01
Hvað er að gerast, verður eitthvað úr þessu þetta árið?
Eru menn ekki stemmdir fyrir heilu ísl móti í sandi næsta sumar, þá fleiri en tveim keppnum.
kv.
Palli
Title: Sunnansandur.
Post by: Dodge on October 04, 2007, 20:00:05
jú..

ég þykist vita að það standi til hjá BA að hafa 3-4 keppnir
á næsta ári, og hver veit nema einhverjar þeirra verði kannski
að sumri til :D
Title: Sunnansandur.
Post by: Nóni on October 04, 2007, 21:42:08
Ég sendi lía umsókn um daginn og þegar ég ekki fékk svar þá ítrekaði ég póstinn og þegar ég ekki fékk svar við því þá hringdi ég í Garðar sem hafði verið lasinn og ekki komist í tölvuna. Hann sagði mér það að ekkert mál væri að fá leyfi fyrir sandspyrnu. :roll:  :?  :o  :shock:  :shock:  :shock:

Jæja, ég er nú samt ekki búinn að fá svar frá honum en vænti þess fljótlega.


Þannig að, við stefnum á að halda sandspyrnu helgina 20.-21. október ef veður leyfir. Við auglýsum það um leið og við fáum leyfið í hendur.



Kv. Nóni
Title: Sunnansandur.
Post by: Kristján Skjóldal on October 04, 2007, 21:56:02
flott \:D/  en hvar á hún að vera og þarf það ekki að koma fram í leifis umsókn :?:  :?:
Title: Sunnansandur.
Post by: PalliP on October 04, 2007, 21:57:36
Quote from: "Nóni"
Ég sendi lía umsókn um daginn og þegar ég ekki fékk svar þá ítrekaði ég póstinn og þegar ég ekki fékk svar við því þá hringdi ég í Garðar sem hafði verið lasinn og ekki komist í tölvuna. Hann sagði mér það að ekkert mál væri að fá leyfi fyrir sandspyrnu. :roll:  :?  :o  :shock:  :shock:  :shock:

Jæja, ég er nú samt ekki búinn að fá svar frá honum en vænti þess fljótlega.


Þannig að, við stefnum á að halda sandspyrnu helgina 20.-21. október ef veður leyfir. Við auglýsum það um leið og við fáum leyfið í hendur.



Kv. Nóni


Ljómandi!  Bíðum og vonum.
Title: Sunnansandur.
Post by: Nóni on October 05, 2007, 21:51:49
Quote from: "Kristján Skjóldal"
flott \:D/  en hvar á hún að vera og þarf það ekki að koma fram í leifis umsókn :?:  :?:



Í Ölfusinu.


Kv. Nóni
Title: Sunnansandur.
Post by: Krissi Haflida on October 08, 2007, 23:59:31
Hvað er að frétta??
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on October 09, 2007, 17:36:59
Það er ekkert að frétta ennþá.
Þeir eru allir að vilja gerðir í orðum en yfirleitt gengur erfiðlega að fá þetta á pappír.  :(
Title: Sunnansandur.
Post by: Anton Ólafsson on October 11, 2007, 18:13:21
En núna??
Title: Sunnansandur.
Post by: 1965 Chevy II on October 11, 2007, 18:52:12
Are we there yet? :roll:  :roll:
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on October 11, 2007, 19:49:20
Leyfin eru komin og núna er bara að bíða eftir samþykki sýsla í Ölfusi.
Title: Sunnansandur.
Post by: Anton Ólafsson on October 11, 2007, 19:50:21
Magnað!!
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on October 15, 2007, 14:51:59
Jæja sýsli er búinn að fá sitt og erum við bara að bíða eftir að heyra frá honum. Stefnt er á að halda sandspyrnu næstu helgi eða laugardaginn 20. okt. Til vara er sunnudagurinn 21. okt.

ÉG VILL BARA TAKA ÞAÐ FRAM AÐ ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ HALDA SANDSPYRNU ÁN STARFSFÓLKS. ENDILEGA SENDIÐ MÉR EINKAPÓST EF ÞIÐ GETIÐ AÐSTOÐAÐ ÞESSA HELGI. TÍMASETNING Á MILLI 10:00 OG 17:00

Þetta verður auglýst betur fljótlega þegar öll leyfi eru komin í hús.
Title: Sunnansandur.
Post by: Jón Þór Bjarnason on October 16, 2007, 13:57:13
Við erum bara komnir með 3 starfsmenn þannig að þetta lítur ekki vel út. Ég sé ekki tilgang með því að vera eyða tíma og pening í þetta þegar það er enginn áhugi að aðstoða klúbbinn. :evil:  :evil:  :evil:
Title: Sunnansandur.
Post by: Anton Ólafsson on October 16, 2007, 15:47:21
Hvenar verður auglýst skráning? maður þarf nú að gera ýmsar ráðstafarnir ef keppninn verður!
Title: Sunnansandur.
Post by: Jói ÖK on October 16, 2007, 17:45:19
get ekki verið í staffi :cry:  vantar pening og þarf að vinna
Title: Sunnansandur.
Post by: Gilson on October 16, 2007, 22:20:39
ég mæti í staffið  :D, koma svo það þarf fleiri !
Title: Sunnansandur.
Post by: Kimii on October 16, 2007, 23:02:05
ég mæti líka, hvet alla sem eru ekki að keppa og komast að mæta í staffið, ekki bara horfa á, þetta væri ekki hægt ef aldrei væri neinn í staffinu:S
Title: Sunnansandur.
Post by: Valli Djöfull on October 16, 2007, 23:06:30
Ekki hefur borist ein einasta skráning ennþá  :shock:

En það er í lagi mín vegna, ég verð á Hungaroring (http://www.hungaroring.hu/en/) þessa helgi  :lol: