Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on September 09, 2007, 13:37:16
-
Hvað finnst ykkur um þessa grein á mbl.is
http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1290033
Mér finnst þetta frábær lesning að fá það beint í æð að Jeep Wrangler með V8 vél, sé einn grænasti bíll sem til er.
-
þetta er svo mykil snilld :)
-
Ég hef margoft sagt það að það að aka um á gamlingja er umhverfisvænt, það þarf nefnilega ekki að smíða nýjan með ærnum tilkostnaði og orku.
Hins vegar eru stóru jepparnir sem eyða miklu líka mjög tæknivæddir í dag en voru það ekki fyrir nokkrum árum.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf að verða framþróun svo að eitthvað hreyfist fram á við og tvinnbílar eru liður í því. Mér finnst hins vegar lélegt að ekki sé hægt að aka þeim lengra á rafmagni og t.a.m. stinga þeim í samband á kveldin. Líka að ekki sé hægt að aka svona tvinnbíl á ethanóli eða á bíodísel er auðvitað hneysa.
Nóni, stórhneykslaður
-
Tja, ég reiknaði það nú út að orkan sem þessi 60kg af rafhlöðum sem eru í Prius hafa að geyma er samsvarandi hálfum lítra af bensíni þegar því er brennt í ottovél. Það tekur því ekki að vera að hlaða þetta upp með rafmagni.
Það eina sem að þessi hybrid tækni gerir er að nýta hemlaorkuna og að keyra bensínvélina ekki þegar álagið er lítið. Þetta er mjög sniðugt ef maður er fastur í umferð og er bara að keyra 10 metra í einu og situr stopp þess á milli. Þegar bíll er á stöðugri ferð og kominn á þjóðvegahraða þá er enginn ávinningur í þessari tækni lengur.
Helsti ávinningurinn er bara sá að bensínvélin gengur aldrei lausagang og að hún er ekki gangsett þegar verið er að keyra mjög hægt (fastur í umferð, leggja í stæði, etc) enda er nýtni bensínvélar mest þegar hún er undir miklu álagi á þeim snúningi þar sem hún skilar hámarks torki, þá verður mest afl úr hverjum bensíndropa.
-
Þetta á nú ekki einungis við um eiðingu og viðhald tvinnbílana, þetta á líka við um smíði þeirra.
http://clubs.ccsu.edu/Recorder/editorial/editorial_item.asp?NewsID=188
-
Góð Grein sem þú fannst þarna.
-
Gera bara eins og ég fá sér mórorhjól og menga minna en allir hinir :smt016 en fá samt ekki free parking skífuna hjá rvk-borg :smt017
og já það er bannað að minnast á jeppan minn :-#
-
Það ætti í raun að miða við eyðslu per mögulegan farþegafjölda :lol:
-
Það ætti í raun að miða við eyðslu per mögulegan farþegafjölda :lol:
:smt019 ég kæmi samt vel út :lol:
-
Er ekki eitthvað af þessum stóru jeppum búnir þannig búnaði að þeir slökkva á einhverjum strokkum ef ekki þarf á þeim að halda, t.d í langkeyrslu.
-
snillld !!!! og jamm marigir eru bunir þannig að á langkeyrslu slökva þeir a helmingi strokkana