Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Daníel Már on September 06, 2007, 17:08:35

Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Daníel Már on September 06, 2007, 17:08:35
Hvað verður gert úr framhaldið síðustu keppni úr flokkum sem náðu ekki að klára.. ég er t.d kominn í úrslit í RS flokk og mig langar að vita hvað á að gera í þessum málum og hvenær ?  :wink:
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 06, 2007, 17:14:12
Þessi mál er verið að ræða í stjórn og verður tekinn ákvörðun um það mjög fljótlega. Veðurspáin er ekki mjög hentug þessa helgi og svo er Sandspyrna helgina þar á eftir. Vegna samkomulags hjá KK og BA þá höldum við ekki keppnir sömu helgi.
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: 3000gtvr4 on September 06, 2007, 17:15:19
Já mig langar líka að fá að vita með svör við þessu

Verð ekki sáttur ef þetta verður ekki klárað og sá sem á besta tíman í tímatökum vinnur þessa keppni á því. Og þá á ég ekki séns á að verða íslandsmeistari :evil:
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Daníel Már on September 06, 2007, 17:15:48
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Þessi mál er verið að ræða í stjórn og verður tekinn ákvörðun um það mjög fljótlega. Veðurspáin er ekki mjög hentug þessa helgi og svo er Sandspyrna helgina þar á eftir. Vegna samkomulags hjá KK og BA þá höldum við ekki keppnir sömu helgi.


Enn ef að hjólamílan verður er ekki hægt að klára þetta með því

spyr á forvitni  :wink:
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Nóni on September 06, 2007, 19:04:24
Quote from: "Daníel Már"
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Þessi mál er verið að ræða í stjórn og verður tekinn ákvörðun um það mjög fljótlega. Veðurspáin er ekki mjög hentug þessa helgi og svo er Sandspyrna helgina þar á eftir. Vegna samkomulags hjá KK og BA þá höldum við ekki keppnir sömu helgi.


Enn ef að hjólamílan verður er ekki hægt að klára þetta með því

spyr á forvitni  :wink:




Slappið nú af, það hlýtur að koma gott veður einn daginn :lol:



Nóni
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on September 07, 2007, 17:05:41
Amm það er nokkuð ljóst að það verður gott veður einn daginn :) eða við skulum vona það.

En það væri náttla voða þægilegt að vita það með smá fyrirvara hvort það verði keppt eða ekki.

Þó svo ég geri mér grein fyrir að það taki ekki langann tíma að klára þetta þá  þarf mar alltaf að geta planað aðeins.

kv
Guðmundur
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 07, 2007, 18:29:44
Það er voða erfitt að vera með einhvern langann fyrirvara á þessu.
Þar næsta helgi er sandspyrna þannig við gerum væntanlega ekkert fyrr en eftir það.
Stjórnin á samt eftir að ákveða þessa hluti saman.
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on September 08, 2007, 11:23:10
Það hefði verið gott að vita fyrr hvort þetta ætti mögulega að vera um þessa helgi eða ekki .. það er að segja ef að veður myndi leifa.
Einnig að þetta væri ekki næstu helgi.

Sem sagt ekki fyrr en í fyrsta lagi 22 sept.

Þá hefði mar geta planað aðra hluti í millitíðinni.

Eins t.d. hjá mér þá samdi ég um það heima hjá mér að fresta einmitt skírn þangað til 22 sept, sem hefði annaðhvort átt að vera þessa helgi eða næstu.

Mér hefði sem sagt fundist gott að fá af eða á svar aðeins fyrr .. en ekki svona líklega ekki en það er verið að ræða þetta í stjórn.

Ég geri mér grein fyrir að það getur verið erfitt að plana langt fram í tímann en það er samt nauðsynlegt upp að vissu marki.
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Nóni on September 08, 2007, 21:37:08
Quote from: "GummiPSI"
Það hefði verið gott að vita fyrr hvort þetta ætti mögulega að vera um þessa helgi eða ekki .. það er að segja ef að veður myndi leifa.
Einnig að þetta væri ekki næstu helgi.

Sem sagt ekki fyrr en í fyrsta lagi 22 sept.

Þá hefði mar geta planað aðra hluti í millitíðinni.

Eins t.d. hjá mér þá samdi ég um það heima hjá mér að fresta einmitt skírn þangað til 22 sept, sem hefði annaðhvort átt að vera þessa helgi eða næstu.

Mér hefði sem sagt fundist gott að fá af eða á svar aðeins fyrr .. en ekki svona líklega ekki en það er verið að ræða þetta í stjórn.

Ég geri mér grein fyrir að það getur verið erfitt að plana langt fram í tímann en það er samt nauðsynlegt upp að vissu marki.




Úúúúupssss.......... ég myndi flokka þetta undir verst óþverraskap af okkar hálfu, það er hins vegar ekkert í því að gera :cry:



Nóni
Title: jæja eina sem mig langaði er að fá svör
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on September 09, 2007, 21:58:30
Segi það nú ekki ..

Þetta var jú mín ákvörðun að fresta þessu.

En ég var bara að benda á að það væri í lagi að láta vita aðeins fyrr þegar að það er t.d. vitað að keppni verði ekki, þó svo það sé ekki alveg ljóst hvenær hún verður :)

kv
Guðmundur