Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on September 04, 2007, 21:05:21

Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Moli on September 04, 2007, 21:05:21
Datt í hug að búa til svona, "Bíll Dagsins" þráð og starta þannig umræðu um gleymda og jafnvel löngu grafna jálka. Ég fékk í hendurnar um 1.200-1.400 myndir frá hinum mikla meistara, Eirík í Bílamálun BB og er ég að hefjast handa við að koma þeim á netið.

Ætlunin er að hafa einn bíl á dag í umræðu þangað til ég uppfæri vefinn. Þannig að þið gömlu jaxlar þarna hinum megin við skjáinn sem lesið spjallið og skrifið sjaldan, liðkið nú á ykkur puttana og farið að skrifa, og látið félaga ykkar vita. Reynum að ná af stað gömlu umræðunum sem einkenndu spjallið hérna í upphafi þess! 8)

1969 Chevrolet Camaro
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: edsel on September 04, 2007, 21:16:58
hvað kom fyrir þennan?
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: HK RACING2 on September 04, 2007, 21:29:06
Quote from: "edsel"
hvað kom fyrir þennan?
Feit kelling sem datt á hann.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Gummari on September 04, 2007, 21:34:01
þetta er góð hugmynd meira svona  :D
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Moli on September 04, 2007, 21:39:37
Quote from: "HK RACING2"
Quote from: "edsel"
hvað kom fyrir þennan?
Feit kelling sem datt á hann.


(http://www.live2cruize.com/phpBB2/images/smiles/rollinglaugh.gif)
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: AlliBird on September 04, 2007, 22:18:54
Chevrolet.... - hann keyrði á flugu...  :roll:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: JONNI on September 04, 2007, 23:25:01
Helvíti eru þetta nú kuldalegar myndir
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: GunniCamaro on September 05, 2007, 10:31:28
Ætli það sé ekki best að segja ykkur það sem ég veit um þennan bíl.
Þennan bíl sá ég ca. 1981 niður í Skeifunni hjá Dóra Úlfars, en hann er frægastur fyrir að hafa keppt á 68 camaro í rallý og gekk nokkuð vel þangað til rúðupissbaukurinn losnaði og fór í viftuspaðann.
Dóri hafði keypt þennan 69 bíl til að nota í varahluti í rallybílinn (sem endaði hjá Jóni Eyjólfs hjá Benna en "that´s another story")
Ég keypti af Dóra vatnskassann til að nota í 69 camaroinn sem ég átti þá en þessi blái var 6 syl. 3. gíra í gólfi.
Dóri seldi hann einhverjum og síðan kaupir Svavar vinur minn bílinn ca. 1981, þá er bíllinn orðinn framstæðu- véla- og kassalaus.  Svavar ætlaði að nota hann sem varahlutabíl fyrir 69 RS sinn en það var víst eitthvað lítið sem hann notaði.
Bíllinn var víst orðinn frekar ryðgaður en Svavar á enn bílstjórahurðina en restinni henti hann en hann hefur oft sagt að hann átti ýmislegt grams til að búa til nokkuð heillegan bíl en á þessum tíma var vesen að geyma bílinn og auk þess beið hinn bíllinn (RS) eftir uppgerð, en í dag er þetta allt annað með geymslupláss, aðföng og varahluti þannig að ég átti að skila afsökunarbeiðni frá Svavari fyrir að henda bílnum.
Þá vitið þið það, en svo þið fáið ekki einhverjar grillur um einhverja "týnda camaroa inni í hlöðu" að þá eru til 7 stk. af 69 árg. hér:
1. 69 RS hans Svavars
2. Yenco clone hans Harrýs
3. Racerinn hans Ara Jóhannes
4. Guli "Tómstundahús" camaroinn
5. Rauði sem er á Akureyri (sem er merkilegastur fyrir það að hafa verið stýrisskiptur
6. Pro streetinn hans Þórðar
7. Hunts racerinn
Sem dæmi um nokkra fallna "vini" : gamli minn, þessi blái, alvöru SS sem var rifinn eftir árekstur, rauður RS bíll sem var á Selfossi, einn svartur með RS/SS húdd og grill (clone), svo heyrði ég af einum RS á Astfjörðum sem var svo ryðgaður að honum var breytt í kerru á sveitabæ, en hvort það er satt eða ekki veit ég ekki.
Það eru myndir af sumum þessara bíla á síðunni hans Mola, nokkrir eru þarna í ýmsum litum í gegnum tíðina.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Moli on September 05, 2007, 16:49:15
Gaman að þessu Gunni, þú virðist þekkja þetta betur en nokkur annar þegar kemur að Camaro! 8)

Þrír í viðbót fyrir þig!
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: burgundy on September 05, 2007, 18:02:10
Það er gaman að þessu, meira svona :smt041
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: 1966 Charger on September 05, 2007, 19:59:49
Þetta er fín hugmynd Moli!

Þessi guli í miðmynd síðustu syrpu er líklega sami bíll og Ari á núna.  Var það ekki Harry Hólmgeirss sem gerði hann gulann (rendurnar eru þó ekki frá honum komnar)?
Annað; Ég á mynd af 69 Camaro sem ég tók á all frægri bílasýningu sem haldin var innandyra á Húsavík eina blauta helgi (í tvennum skilningi) c.a. 1980.  Umræddur Kammi er grár með svartri rönd efst á hliðum og svörtuum breiðum röndum á húddi.  Þarna var númerið Þ-3539.  Mig minnir (en það er farið að förlast) að hann hafi verið með 327 þá.
Því miður get ég ekki sett mynd af honum inn að svo stöddu en þætti þó gaman að vita hvaða bíll af þessum ofantöldum þetta er.

Góðar stundir

Ragnar
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Einar Birgisson on September 05, 2007, 20:23:20
þennan gráa með röndunum átti Kári Halldórs gröfukall um 78/80, var með línu sexu/auto minnir mig, kannski að Ívar Kára viti meira.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Anton Ólafsson on September 05, 2007, 20:28:12
Akureyrar Gulur
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Moli on September 05, 2007, 20:56:39
Datt svosem í hug að þetta væri gamli bíllinn hans Harrys (Ara í dag) en ég hafði bara aldrei séð hann með þessar strípur! :lol:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: 1965 Chevy II on September 05, 2007, 21:36:02
Quote from: "Anton Ólafsson"
Akureyrar Gulur

HOLY SHIT :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Moli on September 05, 2007, 22:01:45
Jæja, Frikki, það er greinilegt á hvað þú horfir þegar þú ert einmanna fyrir framan imbann! :lol:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Gummari on September 05, 2007, 22:31:33
geggjaðir bílar gaman að sjá rendurnar 80´s :smt055 flottur svarti
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: 1965 Chevy II on September 06, 2007, 00:18:53
Quote from: "Moli"
Jæja, Frikki, það er greinilegt á hvað þú horfir þegar þú ert einmanna fyrir framan imbann! :lol:
:oops:  :D
Title: Gunni
Post by: keb on September 06, 2007, 08:50:06
Quote from: "GunniCamaro"

Sem dæmi um nokkra fallna "vini" : gamli minn, þessi blái, alvöru SS sem var rifinn eftir árekstur, rauður RS bíll sem var á Selfossi, einn svartur með RS/SS húdd og grill (clone), svo heyrði ég af einum RS á Astfjörðum sem var svo ryðgaður að honum var breytt í kerru á sveitabæ, en hvort það er satt eða ekki veit ég ekki.
Það eru myndir af sumum þessara bíla á síðunni hans Mola, nokkrir eru þarna í ýmsum litum í gegnum tíðina.


Gunni ....  veistu eitthvað meira um þessa bíla og þá sérstaklega SS og RS bílana - hvar þeir enduðu lífdagana og hver átti þá á þeim tíma ???

Ég veit svo sem hvar þinn gamli og RS/SS apparatið enduðu
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: GunniCamaro on September 06, 2007, 13:24:35
Jájá ég veit eitthvað meira, Rauður SS (sem ég veit lítið um og hef ekki séð mynd af) fór í klessu upp í Árbæ, diskabremsurnar úr honum fóru í bílinn hans Svavars og toppurinn fór á 67 blæjubílinn sem var eini 1. kynslóðar blæjuCamaroinn hérna (sjá myndir hjá Mola, rykfallinn rauður með hvítar rendur) hvað varð um restina veit ég ekki.
Þessi RS var á Selfossi, rauður með rauða plussklædda innrétt. ég skoðaði hann þar ca. 1981-85?.
Hann lenti í árekstri (skrýtið) og framendinn skemmdist og Magnús Bergson torfærukappi á Selfossi eignaðist hann og lagaði hann þokkalega, það er þessi svarti á mynd.
Síðan dúkkaði hann upp fyrir utan verkstæði í Kópavogi og Hálfdán Mustangkall (af öllum mönnum) eignast hann (ca. 1990), selur hann strax, bíllinn gengur á milli manna án lagfæringar (var frekar ryðgaður), endaði upp á geymslusvæði og að sögn Hálfdáns var honum hent í einhverri tiltekt á svæðinu fyrir ca. 3-4 árum.
Þessi heilguli er gamli bíllinn hans Harrýs Yenko/Ari í dag, sem varð svo grænn áður en hann fór í uppgerð (myndir hjá Mola), þessi guli með röndunum er, held ég, ekki sá sami og Harrys vegna þess að Harrýs var með viniltopp og er á myndunum enn með vinillkrómistann en sá röndótti er ekki með hann.
Ég man eftir einum til viðbótar ca. 1980, sá var rauður með hvítum vínil 6sýl./glide
var lengi upp í Breiðholti við Raðhús við Norðurfell/Vesturberg, eig. kallaður Stjáni.
Sá bíll varð "frægastur" fyrir það að Stjáni reif hann og lækkaði toppinn á honum og ætlaði að gera svakalegan bíl úr honum, bíllinn stóð lengi úti þarna (man einhver eftir honum?) og síðan seldi hann bílinn einhverjum gæja í Sundunum sem var að reyna að gera hann upp, hvað varð um hann veit ég ekki.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Gummari on September 06, 2007, 13:51:08
það er meira svona 8 ár síðan tiltektin fór fram og camaro var hent ásamt fleiri bílum  :evil: á geymslusvæðinu. tíminn er bara svo fljotur að líða  :wink:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Klaufi on September 06, 2007, 18:50:40
Mikið hrikalega er þessi fallegur!
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/1446.jpg)[/img]
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Klaufi on September 06, 2007, 18:52:45
Mikið hrikalega er þessi fallegur!
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/1446.jpg)[/img]
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Kallicamaro on September 06, 2007, 19:28:55
þessi svarti er helvíti laglegt eintak!  :)
Title: camaro 69
Post by: Harry þór on September 06, 2007, 21:40:54
Sælir strákar. Ég held að þessi guli 69 með röndunum sé ekki gamli minn , ég þori svo sem ekki að sverja fyrir það, ég setti smá brettakanta að aftan og sparslaði yfir ristarnar fyrir fram afturdekkin , scoopið var öðruvísi. Minn gamli er sá sem Ari á í dag  þessi guli á A númerinu sem Páll Kristjánsson formaður BA fyrir 100 árum eða eitthvað keypti á sýningunni sem haldin var í Húsgagnahöllinni.Ég seldi vegna þess að mig langaði Mustanginn hans Barða sem Hálfdán á í dag en Barði hækkaði hann um helming þegar hann frétti hvað ég fékk fyrir minn. Það besta við það var að það vissi enginn hvað ég fékk fyrir bílinn - það var leyndarmál milli mín og Palla.En við í þessari dellu höfum alltaf gaman að koma sögum af stað  :roll:
Þessi camaro kom frá Eskifirði 1978 í skiftum fyrir 1970 Firebird  sem ég átti. Mig minnir að hann hafi verið með 327 sem Hlöðver Gunnars keypti og ég setti 454 í hann, reyndar átti það vera 427 en reyndist vera 454. Ég bræddi úr honum fljótlega vegna þess að við suðum ekki olíudælu pickupinn , vorum ungir og óreyndir.

kv harry
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: ljotikall on September 06, 2007, 21:55:53
o hell no frikki hann kobbi frændi er sko enginn ron jeremy!!!!
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: 57Chevy on September 06, 2007, 22:09:17
Quote from: "Klaufi"
Mikið hrikalega er þessi fallegur!
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/1446.jpg)[/img]



Held að þessi havi verið á Akranesi. Eigandinn var Grétar.
Er ekki E númer á bílnum á myndinni.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: 1965 Chevy II on September 06, 2007, 22:49:08
Quote from: "ljotikall"
o hell no frikki hann kobbi frændi er sko enginn ron jeremy!!!!
:P  :wink:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: 10,98 Nova on September 06, 2007, 23:05:48
69 Camaro.
Er ekki þessi dökki ekki bíllinn sem sem er á AK núna og er rauður.
Gulu bílarnir eru ekki þeir sömu því bíllinn með rendurnar var í Hafnrf. eftir að Harry seldi sinn bíl norður ,Ég held ég fari rétt með að hann hafi verið seldur eitthvað út til Færeyja eða eitthvað, það getur vel verið að ég sé að bulla með það.

Með kv Benni
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Moli on September 06, 2007, 23:14:47
Quote from: "57Chevy"
Quote from: "Klaufi"
Mikið hrikalega er þessi fallegur!
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/1446.jpg)[/img]



Held að þessi havi verið á Akranesi. Eigandinn var Grétar.
Er ekki E númer á bílnum á myndinni.


Þarna er hann á E-102. Grétar átti hann á Akranesi árin 1980-1984

Í dag er þetta ED-796, eða sá rauði sem er á Akureyri!
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: 10,98 Nova on September 06, 2007, 23:20:45
Er þetta ekki sami bíllinn.
Moli ert þú með óþrjótandi myndasafn.

Kv Benni
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: stigurh on September 07, 2007, 01:52:38
Hvernig er hægt að gleyma Camaroinum hans Ómars Norðdal ?
Alveg örugglega eini BBC Camaroinn sem hefur farið til Akureyrar á Bíladaga með krók og kerru undir bensín. Unnið í keppninni og keyrt suður aftur. Sá bíll er  staðsettur á Akureyri núna.
stigurh
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Anton Ólafsson on September 07, 2007, 02:07:14
Tja sá kamar er svona í dag
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Chevy_Rat on September 07, 2007, 02:11:47
já Anton og alltaf gott að hafa minniðí lagi!!!!!!!!!.i
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Kristján Skjóldal on September 07, 2007, 09:25:09
við verðum nú að gefa camaro eiganda pínu séns fyrsta sin að keppa og keira svona tæki  :wink:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: stigurh on September 07, 2007, 15:12:19
Þegar ég var búin að lesa allt saman áttaði ég mig á að Camaroinn þessi er alls ekki 69. úpps sorry, fljótfærni varð mér að falli

stigurh
Title: Guli með röndum
Post by: Camaro SS on September 10, 2007, 15:28:06
Blessaðir ,þessi guli 69 með röndunum var í Hafnarfirði ca 80-82 í eigu Arnars nokkurs og var 307 og glide ,ég tók að mér á sínum tíma að setja TH 350 ásamt nýjum BogM skipti,Arnar seldi hann svo eitthvað út á land ????Þetta er ekki græni Camminn :wink:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: AvuS on September 11, 2007, 14:31:42
Quote from: "Einar Birgisson"
þennan gráa með röndunum átti Kári Halldórs gröfukall um 78/80, var með línu sexu/auto minnir mig, kannski að Ívar Kára viti meira.


Ég spurði gamla út í bílinn áðan og hann skifti á honum og rússajeppa... síðan var bílinn seldur til siglufjarðar þar sem að hann heldur að hann hafi bara grotnaði niður.

Annars var bílinn víst beinskiftur.

Kv
Ívar Freyr Kárason
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Einar Birgisson on September 11, 2007, 18:58:00
OK fannst að hann hefði verið auto, skipti á rússa úffff.........
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Anton Ólafsson on September 25, 2007, 21:58:30
Quote from: "AvuS"
Quote from: "Einar Birgisson"
þennan gráa með röndunum átti Kári Halldórs gröfukall um 78/80, var með línu sexu/auto minnir mig, kannski að Ívar Kára viti meira.


Ég spurði gamla út í bílinn áðan og hann skifti á honum og rússajeppa... síðan var bílinn seldur til siglufjarðar þar sem að hann heldur að hann hafi bara grotnaði niður.

Annars var bílinn víst beinskiftur.

Kv
Ívar Freyr Kárason


Jæja, er kominn með myndirnar frá Kára, bæði af Kamarnum og svo af Rússanum sem hann fékk í staðinn,,
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Anton Ólafsson on September 26, 2007, 11:40:38
Ætlar ekkert Camaro séní að ausa úr viskubrunni sínum um þennan??
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: GunniCamaro on September 26, 2007, 21:36:23
Ég kannast ekki við þennan kamma enda virðist hann hafa alið aldur sinn mest úti á landi og ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985.
Og svo ég reyni að bjarga heiðri mínum sem "Camaro séní" að þá var 69 árg. alltaf beinskipt í gólfi en ekki stýrisskipt eins og Novan., og þegar ég rýni í myndirnar sé ég að þessi bíll hefur verið með "krómpakkann" (RPO Z21) sem var nokkuð algengur (brettabogalistar, rennulistar,krómristar á afturbretti)

P.S. ég skil vel að eigandinn hafi skipt á kammanum og rússajeppa, hann er alltaf út í móa á honum
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Einar Birgisson on September 26, 2007, 21:39:20
"ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985"

Landkönnuður dauðans he he
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Anton Ólafsson on September 26, 2007, 21:41:59
Góður rússi
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: GunniCamaro on September 26, 2007, 22:14:37
"ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985"

"Landkönnuður dauðans he he"

Ég fór ekki fyrr en ég var alveg búinn að læra dönsku, því eins og allir vita talið þið þarna á Akureyri bara dönsku, dæmi :  "punktera" = :?:  :?:  :?:  :?:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: cv 327 on September 26, 2007, 22:17:34
Quote from: "GunniCamaro"
"ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985"

"Landkönnuður dauðans he he"

Ég fór ekki fyrr en ég var alveg búinn að læra dönsku, því eins og allir vita talið þið þarna á Akureyri bara dönsku, dæmi :  "punktera" = :?:  :?:  :?:  :?:
:smt043  :smt043
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: kawi on September 26, 2007, 22:26:33
Quote from: "cv 327"
Quote from: "GunniCamaro"
"ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985"

"Landkönnuður dauðans he he"

Ég fór ekki fyrr en ég var alveg búinn að læra dönsku, því eins og allir vita talið þið þarna á Akureyri bara dönsku, dæmi :  "punktera" = :?:  :?:  :?:  :?:
:smt043  :smt043


 :lol:  mynnir mig á þegar teingdó bað mig að rétta sér skelluna(hjólsög) og brettaskífu (slípirokk)  :-s  :lol:
hann er að norðan :lol:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Anton Ólafsson on September 26, 2007, 22:28:59
Quote from: "kawi"
Quote from: "cv 327"
Quote from: "GunniCamaro"
"ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985"

"Landkönnuður dauðans he he"

Ég fór ekki fyrr en ég var alveg búinn að læra dönsku, því eins og allir vita talið þið þarna á Akureyri bara dönsku, dæmi :  "punktera" = :?:  :?:  :?:  :?:
:smt043  :smt043


 :lol:  mynnir mig á þegar teingdó bað mig að rétta sér skelluna(hjólsög) og brettaskífu (slípirokk)  :-s  :lol:
hann er að norðan :lol:


Er eitthvað óeðlilegt við það?
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: GunniCamaro on September 26, 2007, 22:34:24
Það er nú í lagi á venjulegum dögum á Akureyri en þegar maður fer þangað á 17. júní tala sko allir dönsku því þeir eru svo stoltir af uppruna sínum því Akureyri var í upphafi danskur bær  :D  :D  :D  :D  :D  :D  :D

En svo kemur í ljós að þetta eru fínir kallar þegar maður kemst að því að þeir hafa mikinn áhuga á amerískum bílum og eiga marga flotta.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: cv 327 on September 26, 2007, 22:41:10
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "kawi"
Quote from: "cv 327"
Quote from: "GunniCamaro"
"ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985"

"Landkönnuður dauðans he he"

Ég fór ekki fyrr en ég var alveg búinn að læra dönsku, því eins og allir vita talið þið þarna á Akureyri bara dönsku, dæmi :  "punktera" = :?:  :?:  :?:  :?:
:smt043  :smt043


 :lol:  mynnir mig á þegar teingdó bað mig að rétta sér skelluna(hjólsög) og brettaskífu (slípirokk)  :-s  :lol:
hann er að norðan :lol:


Er eitthvað óeðlilegt við það?

Neibb, bara krydd í tilveruna.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: kawi on September 26, 2007, 22:41:52
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "kawi"
Quote from: "cv 327"
Quote from: "GunniCamaro"
"ég fer ekki t. d. norður í land fyrr en 1985"

"Landkönnuður dauðans he he"

Ég fór ekki fyrr en ég var alveg búinn að læra dönsku, því eins og allir vita talið þið þarna á Akureyri bara dönsku, dæmi :  "punktera" = :?:  :?:  :?:  :?:
:smt043  :smt043


 :lol:  mynnir mig á þegar teingdó bað mig að rétta sér skelluna(hjólsög) og brettaskífu (slípirokk)  :-s  :lol:
hann er að norðan :lol:


Er eitthvað óeðlilegt við það?

stóð í korter og klóraði mér í hausnum . hafði ekki hugmynd um hvað hann var að biðja um.
þetta er kallað hjólsög fyrir sunnan ekki SKELLA og slipirokkur ekki BRETTASKIFA
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: edsel on September 26, 2007, 23:00:53
hef aldrey heirt að hjólsög væri kölluð skella, en hef heirt með brettaskífu,
er þetta Rússinn sem stendur útí þorpi?
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Damage on September 26, 2007, 23:24:29
mörg skrítin orð sem maður heyrir frá akureyri s.s sem maður heyrir ekki hérna í bænum
eins og t.d. Sperlar (veit ekki hvort að þetta orð er lengur notað)
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: cv 327 on September 26, 2007, 23:34:59
Quote from: "Damage"
mörg skrítin orð sem maður heyrir frá akureyri s.s sem maður heyrir ekki hérna í bænum
eins og t.d. Sperlar (veit ekki hvort að þetta orð er lengur notað)

Ertu að meina grjúbán. Sperla var algengt hér á sléttunni í denn.
Kv. Gunnar B.
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Damage on September 26, 2007, 23:50:31
þegar pabbi var lítill og var hjá frænd fólki sínu var hann sendur að kaupa bjúgu, og kallinn í kjötbúðinni vissi ekki hvað bjúgu væru og pabbi benti honum á bjúgun bakvið hann. þá sagði kaupmaðurin "þetta eru ekki bjúgu, þetta eru sperlar"
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Halldór H. on September 27, 2007, 00:31:50
það er varla verra að tala um sperla en PULSU :lol:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: GunniCamaro on September 27, 2007, 12:38:33
Jæja strákar eigum við ekki að enda þessa málfarsumræðu og fara að tala aftur um SPRENGIHVERFILKNÚNARSJÁLFRENNIREIÐAR :arrow:
Title: Bíll dagsins 04.09.07 - ´69 Chevrolet Camaro
Post by: Anton Ólafsson on November 19, 2007, 14:53:00
Jæja fann skráningarnúmmerið á þessum

    DÖ810     Verksmiðjunúmer:    123379X130953


03.02.1982     Sjóvátryggingarfélag Íslands hf    Suðurlandsbraut 4    
24.08.1981    Stefán S Arnbjörnsson    Melbraut 19    
20.08.1981    Jón Kristján Brynjarsson    Bjartahlíð 9    
05.07.1979    Sturlaugur Kristjánsson    Laugarvegur 7    
05.07.1979    Jóhann Konráð Sveinsson    Túngata 25    
10.04.1978    Kári Erik Halldórsson    Munkaþverárstræti 7    
25.11.1977    Pétur A Halldórsson    Bakkahlíð 10

01.01.1986     Afskráð -
01.01.1900    Nýskráð - Almenn

24.08.1981     Þ4062     Gamlar plötur
20.08.1981    A4048    Gamlar plötur
05.07.1979    F220    Gamlar plötur
25.11.1977    A5941    Gamlar plötur

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/kariscan_013.jpg)

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/kariscan_017.jpg)

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/kariscan_019.jpg)