Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: snipalip on August 30, 2007, 22:04:14

Title: Fyrsti bíllinn
Post by: snipalip on August 30, 2007, 22:04:14
Sælir. Ég veit ekki hvort ég er að gera eitthvað sem hefur verið gert áður hérna (ef svo þá bara benda mér á það, hef ekki orðið var við það ) en ég er búin að vera fylgjast með spjallinu hérna síðustu 2-3 árin og það væri gaman að vita hver var fyrsti bíllin ykkar og hvenar þið eignuðust hann. Gaman að sjá myndir af þeim.

Hvort sem það eru GM menn eða FORD menn eða hinir...

 :)

(Set mitt inn ef það er áhugi fyrir þessu)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Gulag on August 30, 2007, 23:20:03
Plymouth Valiant 1967 módelið, eignaðist hann 1983.
eðal 4 dyra sukk-kerra.. 6 strokka með bekk frammí  :lol:
skipti á honum og orgeli... :)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Guðbjartur on August 30, 2007, 23:55:14
MMC Galant 1990.
Fínn fyrsti bíll og bilaði svo sem ekkert.

Kv Bjartur
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Valli Djöfull on August 31, 2007, 00:01:14
ómerkilegt apparat
MMC Lancer 1500..  við erum að tala um heil 75 hö  8)
'89 árgerð... BLEIKUR!  :lol:

Það bilaði ALLT í honum.. alltaf eitthvað að detta úr honum..  í eitt skiptið kom rafgeymaljós.. ég kláraði ferðina heim.. og þá kom í ljós að það bara var enginn alternator í honum lengur.. hann datt úr á leiðinni   :lol:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: snipalip on August 31, 2007, 00:05:12
Fyrsti bíllinn minn var 1979  :oops: mustang giha 2.8 v6 með rauðum vínyl 8)

ég set svo mynd inn sem eg á. eru ekki til myndir af bilunum ykkar, eða sambærilegar
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Dodge on August 31, 2007, 00:06:42
'75 Dodge Coronet SE Brougham - 318/727
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: snipalip on August 31, 2007, 00:07:56
Quote from: "ValliFudd"
ómerkilegt apparat
MMC Lancer 1500..  við erum að tala um heil 75 hö  8)
'89 árgerð... BLEIKUR!  :lol:

Það bilaði ALLT í honum.. alltaf eitthvað að detta úr honum..  í eitt skiptið kom rafgeymaljós.. ég kláraði ferðina heim.. og þá kom í ljós að það bara var enginn alternator í honum lengur.. hann datt úr á leiðinni   :lol:


flottur...gott í þessu  :smt043
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: íbbiM on August 31, 2007, 00:29:57
ég var byrjaður að kaupa eitthvað eitthvað af gömlum beyglum þegar ég var 11 ára.. fæst af því tekur að telja upp...

þegar ég var 14 ára kom ég svo með 87 Mustang í skúrinn.. 2.3l fúll fjarki og sjálfskiptur, vann helling í honumn, allt kramið úr, vann niður boddýið, slakaði C6 og 351w ofan í..

svo einn daginn sat ég þakinn þungum þönkum og spurði mig hvað ég væri eiginlega að spá.. losaði mig við fordinn og fékk mér 3rd gen trans am..  svo fylgdi á eftir 2nd gen camaro.. og svo seinna fékk ég mér annan camaro og á hann ennþá..  átti eina corvette líka þarna einhverntíman.. ætla eignast nokkrar soleðis í viðbót líka..

 svo náttúrulega endalaust helvítis hellingur af slkonar öðrum bílum sem ég nenni ekki að telja upp..
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: snipalip on August 31, 2007, 00:37:52
Quote from: "íbbiM"
ég var byrjaður að kaupa eitthvað eitthvað af gömlum beyglum þegar ég var 11 ára.. fæst af því tekur að telja upp...

þegar ég var 14 ára kom ég svo með 87 Mustang í skúrinn.. 2.3l fúll fjarki og sjálfskiptur, vann helling í honumn, allt kramið úr, vann niður boddýið, slakaði C6 og 351w ofan í..

svo einn daginn sat ég þakinn þungum þönkum og spurði mig hvað ég væri eiginlega að spá.. losaði mig við fordinn og fékk mér 3rd gen trans am..  svo fylgdi á eftir 2nd gen camaro.. og svo seinna fékk ég mér annan camaro og á hann ennþá..  átti eina corvette líka þarna einhverntíman.. ætla eignast nokkrar soleðis í viðbót líka..

 svo náttúrulega endalaust helvítis hellingur af slkonar öðrum bílum sem ég nenni ekki að telja upp..


hahaha þetta er min saga i hnotskurn, átti 2 ´79 mustanga og einn 87, það átti aldeilis að gera garðinn frægann á þessu . leit svo í kringum mig einn daginn og bíddu... ´79 mustang... grítti öllu út og fékk mér trans am og bmw 8)  :wink:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: íbbiM on August 31, 2007, 00:38:41
hmm BMW og F boddý eru einmitt mín.. aðal áhugamál í þessu 8)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: snipalip on August 31, 2007, 00:43:11
8)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Tóti on August 31, 2007, 06:09:51
Fyrsti götuhæfi bíllinn minn var '79 Mustang með 302/C4 sem ég átti í ca ár, en var búinn að vera heilar 2 vikur á götunni þegar einhver hálfviti tók u-beygju í veg fyrir mig á vesturlands veginum...fór beint í hliðina á honum á 90km hraða

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_79_93/toti_mustang.jpg)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Ramcharger on August 31, 2007, 09:07:41
Minn fyrsti var Nova "70 2ja dyra
sem ég eignaðist 16 ára "81 :smt083
Var með sexu (230) og Powerglide.´
Setti svo í hana 307 og TH350
því 2 gíra hraðabreytirinn dó
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Gummari on August 31, 2007, 09:24:37
mustang mach 1 1969 351W C4 rauðorange á litinn keypti hann 16 ára 8)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Einar K. Möller on August 31, 2007, 09:28:29
1969 AMC Rambler American, Rauður.
4-Dyra, 258cid Línu Sexa og 3-Spd beinaður í stýri.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Kristján Skjóldal on August 31, 2007, 09:39:19
1973 Mazda 616 þá ver ég 15 ára og gerði hana upp og siðan eru komnir hátt í 500 bilar og er en að bæta í en fyrsti Gm trans am 1974- 455 ef mig minnir rétt :lol:
Title: The car...
Post by: chewyllys on August 31, 2007, 10:11:03
Fyrsti bíllin var, SAAB 96 árg. 1973,beinaður í stýri,allveg eðal græja. 8)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: MoparFan on August 31, 2007, 10:28:04
Fyrsti bíllinn var ´68 Jeepster, rauður með hvítum toppi, 38" með 305 SBC og Turbo 350 sjálfbíttara,stólar úr 86 Twin Cam. Algjör draumur í Þórsmörkina  :D
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Klaufi on August 31, 2007, 11:56:14
'74 Bjalla sem ég keypti 14 ára að aldri og reif, (breytti í blæjubíl í leiðinni  :lol: )

Fyrsta götulöglega dollan er græjan sem ég er á leiðinni að sækja í tollinn núna! Benþinn..


Einhvernveginn finnst mér sögurnar ykkar mikið meira spennandi, menn sem voru að kaupa sér 69 Mach1 og þ.h. þessi æska sem ég er partur af er farinn til andskotans!
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Anton Ólafsson on August 31, 2007, 12:27:46
Fyrsti bíllinn minn er 67 Mustang.
Það kemur að því að ég komi honum á götuna :oops:

(http://www.mustang.is/anton/images/ao_01.jpg)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Anton Ólafsson on August 31, 2007, 12:31:48
Fyrsti bíllinn minn á númmerum er hinsvega Corsair-inn minn
Endurskráði hann daginn sem ég var 17, Afi keypti hann nýjan og er hann ekinn um 70þús km. Allur original.

(http://www.fordcorsair.com/images/IcelandCorsair1500.jpg)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Jói ÖK on August 31, 2007, 13:24:00
´88 módel af Volvo 240, 2.3 4cyl og 5 gíra beinskiptur, er að setja saman mótor sem er á leiðinni í hann er 2.1 Turbo
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Ford Racing on August 31, 2007, 13:25:50
Fyrsti Ameríski sem ég á ennþá og sel seint  :oops:

1987 Ford Mustang GT, bsk, 5.0 HO

(http://img.photobucket.com/albums/v303/Giggs113/P6280179.jpg)

Búið að vera ágætt að vera spóla á þessu og ef einhver veit um T-5 gírkassa þá má hann alveg benda mér á einn  :P
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: JONNI on August 31, 2007, 15:52:13
Humm.



16 ára átti ég Jeep Wrangler Hvítur 350 38 tommur.

Hef haldið mig frá Jeppamennskunni síðan...... :shock:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Sigtryggur on August 31, 2007, 17:15:44
Fyrsti bíllinn minn var Ford LTD ´69.Sá var 2ja dyra hardtop með 390 cid 2v.Keypti hann 15 ára og átti í nokkur ár.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Moli on August 31, 2007, 17:29:03
Quote from: "Sigtryggur"
Fyrsti bíllinn minn var Ford LTD ´69.Sá var 2ja dyra hardtop með 390 cid 2v.Keypti hann 15 ára og átti í nokkur ár.


Flottur! 8)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/ford/normal_Ford_LTD-390_1969.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/ford/normal_Ford_LTD-390_1969-2.jpg)

Fyrsti bíllinn minn var nú bara Corolla 1993 :oops:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Krissi Haflida on August 31, 2007, 17:51:09
Minn fyrsti bíll var honda prelude 2,0 87 model afmælisúdgáfa með leðri, kaupi hann 16ára með ónýta vél, finn annan ónýtan en með vél í lagi og svappa vélunum og var komin með þennan eðal prumpu púst bíl þegar ég fékk bílprófið. Átti hann ekki lengi því ég skipti honum á Malibu 79 2dyra með 350 og th350 skiptingu, var ekki búin að eiga hann lengi þegar ég þrumaði honum á staur í hálku og þá byrjaði mikið ævintýri með þann bíl. Hann var lagaður að framan, þá var farið að skipta um vélar í honum eins og sokka, en á endanum seldi ég hann fyrir eitthvað klink og keypti mér camaroinn sem ég á ennþá í dag, og er búin að vera að breyta honum jafnt og þétt frá 17ára aldri
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: AlliBird on August 31, 2007, 19:02:51
Minn fyrsti var Volvo Amason 1963. Plussklæddur að innan og ótrúlega skemmtilegur rúntari. Endaði daga sína með að fá Moska í hliðina á Kópavogshálsinum.

(http://www.amazonklubben.se/medlemsida_objekt/5_amazon3.jpg)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Racer on August 31, 2007, 19:32:29
Fiat 127 minnir mig að var sá fyrsti og svo fiat 128... allanvega fékk þá á svipuðum tíma 12 ára gamall.

gróf þá í fyrir hvað 2-3 árum báða ásamt bjöllu sem ég átti.

hef átt 68 bíla síðan ég var 12 ára.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: valurcaprice on August 31, 2007, 20:53:40
minn fyrsti var jeep cherokee árgerð 93 4.0 HO sem ég skipti svo seinna fyrir caprice

það mun vera þessi litli á myndinni
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Svenni Devil Racing on August 31, 2007, 21:21:13
minn fyrsti alvöru bíll var chevrolet camaro berlinette árg 1982 sem ég keyfti þegar ég var 14-15 ára og var byrgjaður að gera upp en hætti við að gera hann upp vegna riðs
 
keyfti mér síðan þá annan camaro árg 1985 iroc-z sem var úrbræddur og gerði upp motorin og var á honnum þegar ég fékk bílbrófið.

 að vísu eignaðist ég 13 ára chevrolet novu custom árg 78 4dyra með 250 6cyl og 350 kassa ættli það hafi ekki verið svona fyrsti alvöru bíllin sem ég eingaðist og á en þá dag í dag fyrir utan allar löduna sem ég var búin að eiga
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Chevy Bel Air on August 31, 2007, 22:10:57
Minn fyrsti bíll er 56 chevy sem ég keypti þegar að ég var 14 ára gamall.
  Fyrsti bíllinn sem ég var með á götunni var 2 dyra chevy nova 74.
Það var mjög skemmtilegur bíll.  :wink:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: JHP on September 01, 2007, 00:21:56
Quote from: "MoparFan"
Fyrsti bíllinn var ´68 Jeepster, rauður með hvítum toppi, 38" með 305 SBC og Turbo 350 sjálfbíttara,stólar úr 86 Twin Cam. Algjör draumur í Þórsmörkina  :D
Það er væntanlega bíllinn sem bróðir minn smíðaði,Veistu um hann í dag?
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: MoparFan on September 01, 2007, 01:44:11
Ég keypti Jeepsterinn (fastanúmer DG122) í Hafnarfirði 1994 af gaur sem heitir Hafsteinn held ég.  Svo keypti félagi minn hann og hann fór nokkuð illa hjá honum og svo keypti Ragnar Galdragulur torfærukall hann cirka 1997. Allavega hefur hann ekki verið á götunni síðan.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: JHP on September 01, 2007, 01:49:45
Quote from: "MoparFan"
Ég keypti Jeepsterinn (fastanúmer DG122) í Hafnarfirði 1994 af gaur sem heitir Hafsteinn held ég.  Svo keypti félagi minn hann og hann fór nokkuð illa hjá honum og svo keypti Ragnar Galdragulur torfærukall hann cirka 1997. Allavega hefur hann ekki verið á götunni síðan.
Hafsteinn er það.
Þetta var flottur bíll.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Chevy_Rat on September 01, 2007, 02:51:17
minn fyrsti bíll var svona man ekki betur.kv-TRW
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: ÁmK Racing on September 01, 2007, 09:38:35
Minn firsti bíll var Camaro Z28 árg 1984 350cid 5 gíra röraður á hann enþá og siðan eru kominn 11 ár.Kv Árni Kjartans
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Kristján Skjóldal on September 01, 2007, 09:41:54
og á ekkert að fara að nota hann :?:  :wink:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Skúri on September 01, 2007, 12:02:26
Fyrsti bíllinn minn var Willys ´54 sem ég fékk í 17 ára afmælisgjöf. Svo keypti ég og pabbi annan Willys hálfum mánuði seinna sem við eigum ennþá, 17 árum seinna
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Skúri on September 01, 2007, 12:05:18
Svona leit gamli út
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Beisó on September 01, 2007, 12:22:16
lada lux 1980 1,6l 4 gíra komst í 175km hraða
og var alltaf með Nóna fullan á rúntinum og gátum rúntað helling fyrir 500 kall
þetta var árið 1990-1991
þetta var áður en nóni var kvæntur

hehe

kv
beisó
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: ÁmK Racing on September 01, 2007, 14:09:48
Jú það er nú planið að fara að níðast á kvikindinu það verður að liðka þetta dót annars lagið er það ekki :D Kv Árni Kjartans
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Ingi Hrólfs on September 02, 2007, 20:34:41
Fyrsti bíllinn minn var annaðhvort Nova 69, 6 cyl með Powerglide eða Bronco 66 og í honum sat víst 302 úr 68 eða 69 Mustang.
K.v.
Ingi Hrólfs.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Bc3 on September 02, 2007, 20:43:39
Honda Civic 97 1,6 Vti  8)  8)  hefði rústað ykkur öllum miðað við hvað þetta var mikið tæki þegar ég fékk provið  :lol:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: KiddiJeep on September 02, 2007, 21:06:03
Quote from: "nonnivett"
Quote from: "MoparFan"
Ég keypti Jeepsterinn (fastanúmer DG122) í Hafnarfirði 1994 af gaur sem heitir Hafsteinn held ég.  Svo keypti félagi minn hann og hann fór nokkuð illa hjá honum og svo keypti Ragnar Galdragulur torfærukall hann cirka 1997. Allavega hefur hann ekki verið á götunni síðan.
Hafsteinn er það.
Þetta var flottur bíll.

Það er einn Jeepster við hliðina á Sorpu í Breiðholtinu, minnir að hann hafi verið með hvítan topp. Síðast þegar ég sá hann sem var nú bara fyrir nokkrum vikum þá var búið að rífa hann í spað og leit út fyrir að ætti að taka hann í gegn :) en hvort það sé sá sami er ég ekki viss um
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: fannarp on September 03, 2007, 14:08:00
2ja dyra 77 malibu landau blásanseraður á lit, væri reyndar til í að eignast hann aftur, held samt að hann hafi endað hjá vöku
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: bjoggi87 on September 04, 2007, 14:16:30
Quote from: "Sigtryggur"
Fyrsti bíllinn minn var Ford LTD ´69.Sá var 2ja dyra hardtop með 390 cid 2v.Keypti hann 15 ára og átti í nokkur ár.

veit einhver hvar þessi bíll er í dag og hvrt hann er til sölu??? en fyrsti bíllinn minn var nú corolla 93 árgerð en fyrsti amersíski er 1978 árgerð af ford ltd
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Dodge on September 04, 2007, 16:45:02
þetta hlítur að vera þinn.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: bjoggi87 on September 04, 2007, 17:08:53
þetta er minn en ég er að spurja um 69 bílinn sem lætur minn lita út fyrir að vera lítill
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Sigtryggur on September 04, 2007, 20:04:32
Quote from: "bjoggi87"
þetta er minn en ég er að spurja um 69 bílinn sem lætur minn lita út fyrir að vera lítill


Því miður var þessi bíll ílla farinn af ryði þegar ég fékk hann,og ekki batnaði hann þegar á leið.Hann var rifinn fyrir 10-12 árum og hent.
Hvað þinn bíl varðar,þá er hann að öllum líkindum álíka stór,ef ekki stærri en minn gamli!Ég man eftir einum 77-8 bíl,tvílitum grænum,2ja dyra með stólum,stokk milli sæta ofl.Síðan var dökkblár 4ra dyra"loaded"bíll lengi á Blönduósi.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: bjoggi87 on September 04, 2007, 21:43:22
veist þú um þennan 2 dyra í dag vantar helst svona varahluta bíl eða einhvern svona bíl
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: GunniCamaro on September 05, 2007, 11:06:15
Strákar mínir, þið eruð ekkert frumlegir, ég skal sko sýna ykkur hvernig minn fyrsti bíll leit út það var 1972 árg af þessu : http://www.abc.se/~m9805/eastcars/showcar.php?car=1089&lang=en
ég keypti hann, klesstan, af bróður mínum og lagaði hann og það sem ég djöflaðist á honum t. d. spyrnandi við VW bjöllur og Cortinur niðri í bæ og það var ekki hægt að spóla á honum áfram þannig að ég bakkaði upp í brekku, setti í bakkgír, smá olíu og tók burnout, þangað til "PING" og enginn bakkgír lengur :(
Það var t.d. veikir A-klafar að framan sem áttu til að brotna við slæma meðferð (2 brotnuðu hjá mér) og þá datt bíllinn niður að framan með miklu neistaflugi, ég fékk vin min á Willys til að koma og við tjökkuðum bílinn upp og bundum hann fastann við Willysinn og svo var skrölt í lága drifinu um Reykjavík niður á verkstæðið hans pabba þar sem ég lagaði hann í 100. sinn, svona sparaði maður kranabílakostnað.
Þetta var á þeim árum þegar ég var eins og þið, ungur og vitlaus, núna er ég bara vitlaus :)

P.S. ég setti inn link af því að ég kann ekki að setja inn myndir hér (er það hægt og má það?) þið getið kannski skýrt það út fyrir mér í örfáum orðum eða vísað á link hérna á spjallinu um þetta ef hann er til
5.sept kl 21:34 Ég setti inn myndina fyrir þig NONNI BJARNA
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Kiddi J on September 05, 2007, 13:17:09
Dodge Challenger 1970, orginal 318 plum crazy minnir mig, var með 440, sem nú er í Dartinum.
Keyptur úr Vestmanneyjum árið 2000, seldur árið 2001 í ´´geymslu´´ á flúðum þangað til að skólinn verður kláraður.  :lol:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Ztebbsterinn on September 05, 2007, 19:20:22
Fyrsti bíllinn minn á númerum eftir bílprófið var Citoen BX ~"87 1,6
Sá var vínrauður með 2x 15" MTX keilur í skottinu og var lang flottastur í Pizza akstrinum hjá Hróa Hetti  8)  :P
(http://www.delest.nl/media/img/DCP_7204.JPG)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Ravenwing on September 11, 2007, 17:42:14
Átti þá nokkra áður en ég fékk prófið, var alltaf að rúntast um á túnunum þegar maður bjó í sveitinni, svo þegar ég fékk prófið þá vann ég á vellinum og verslaði ég mér eitt stykki BMW 530 1976 módel. Kanabíll með sjálfskiptingu og alles...hörku rúntari var annar íslendingurinn sem átti hann.  Seldi hann svo kana eftir einhvern tíma og veit ekki hvað varð um hann.

(http://www.unofficialbmw.com/images/e12/medium/e12_front_left.gif)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Tiundin on September 12, 2007, 00:14:48
Minn fyrsti bíll var Suzuki Swift '87 1000cc og líka sá annar. En minn fyrsti
 alvöru bíll var og er Pontiac GP '85. Svo í millitíðinni átti ég
 einhverntímann sjúskaðan '84 twincam.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Siggi H on September 12, 2007, 01:40:35
Toyota Corolla GTi AE92 '88 og svo önnur Toyota Corolla GT '86-87 að mig minnir..

allavegna svipaðir þessum

(http://www.4age.net/gallery/ae92/086.jpg)

(http://www.toyotaoldies.de/k2-ae82.jpg)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: JHP on September 14, 2007, 01:21:38
Quote from: "MoparFan"
Ég keypti Jeepsterinn (fastanúmer DG122) í Hafnarfirði 1994 af gaur sem heitir Hafsteinn held ég.  Svo keypti félagi minn hann og hann fór nokkuð illa hjá honum og svo keypti Ragnar Galdragulur torfærukall hann cirka 1997. Allavega hefur hann ekki verið á götunni síðan.

Glittir í hann þarna á bakvið Ford hauginn.

(http://s3.frontur.com/img/11240/20070914011903_0.jpg)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: maxel on September 14, 2007, 01:38:37
eh.. ég er ekki kominn með próf en ég á þessa þrjá bíla í undirskriftinni..
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Damage on September 14, 2007, 20:05:50
þetta er minn fyrsti og er búinn að vera í minni eigu í 3 ár
hann er btw til sölu
(http://www.123.is/mr.boom/albums/-1786542291/Jpg/137.jpg)
(http://www.123.is/mr.boom/albums/-1786542291/Jpg/138.jpg)
Title: bíll
Post by: psm on September 15, 2007, 11:43:42
hér er minn fyrsti alvöru við áttum góðar stundir saman þetta er 78 malibu með 350 mótor braut 3 hásingar og eina skiftingu á einu sumri geri aðrir betur 8)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Viddi G on September 15, 2007, 12:12:35
svona leit fyrsti bíllinn minn út, keypti hann þegar eg var ny orðin 16 ára og svo gat maður ekki beðið eftir að fá prófið :D

(http://explicitspeedperformance.net/myPictures/crx1.JPG)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Elvar F on September 17, 2007, 05:04:47
Honda prelude '90
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: dilbert on September 17, 2007, 09:13:07
Toyota Tercel ´86  :lol:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Jói on September 18, 2007, 16:21:59
Toyota Corolla gli '93 með heila 1.6l í húddinu  :lol:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Brynjar Nova on September 18, 2007, 20:05:59
bill 1 Chevrolet nova 1970 ,bill 2 ford cortina 1974, bill 3 mazda 626 1980, bill 4 BMW 320 1976, bill 5 chevrolet nova 1978, bill 6 BMW 320 1978 bill 7 Galant 1980, bill 8 lancer 1980:wink: Þetta eru fyrstu bilarnir minir \:D/ flottir vagnar :smt045
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: juddi on January 11, 2008, 21:59:36
Quote from: "fannarp"
2ja dyra 77 malibu landau blásanseraður á lit, væri reyndar til í að eignast hann aftur, held samt að hann hafi endað hjá vöku
ER það ekki bíllinn sem Jónsi í Sigurós átti væri hægt að setja hann á Ebay
Title: 1947 Chevrolet Fleetmaster
Post by: Vettlingur on January 11, 2008, 23:07:23
svona bíl átti ég ásamt nokkrum félögum árið 1973. Bíllinn var svartur, með sex sílindra
Ausumótor og í fínu lagi, meira að segja orginal útvarpið virkaði. Helvíti góður sukkvagn. :lol:
Maggi
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Packard on January 11, 2008, 23:28:26
Mjög fróðlegt að lesa þessi innlegg ykkar.Eignaðist fyrsta bílinn sem var Skoda Felicia árg 1959 þegar ég var 14 ára.Sá fór aldrei á götuna og endaði í Vöku.

Fyrsti skráði bíllinn var 1955 Packard og er hann enn í minni eigu 27 árum seinna.
Title: minn var og er
Post by: valdi comet gasgas on January 12, 2008, 00:15:01
minn var og er comet 73 4dyra og var 250linu en í dag er hann með 302
og þetta var lika fyrsti billinn sem ég keyrði og var bara 8-9ára og ég á hann í dag
Title: Re: 1947 Chevrolet Fleetmaster
Post by: johann sæmundsson on January 12, 2008, 04:03:02
Quote from: "Camaro67"
svona bíl átti ég ásamt nokkrum félögum árið 1973. Bíllinn var svartur, með sex sílindra
Ausumótor og í fínu lagi, meira að segja orginal útvarpið virkaði. Helvíti góður sukkvagn. :lol:
Maggi


Æ, aumingja þú Maggi að þola allan reykinn þegar hann var notaður
sem Pit stopp búlla á Hvefisgötunni.

kv joi
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Belair on January 12, 2008, 08:10:28
Minn var 1980 Oldsmobile Omega keyptur með 3.0L v5.1/2 115hp með 3 gira sjálfskiptingu seti í hann Buick 4 linu 2.4L 98hp

RIP
(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/Scan10013.jpg)
Title: GM bílar
Post by: Guðmundur Björnsson on January 12, 2008, 15:03:57
Gaman af þessu!!!!!!!!!! :D

Minn fyrsti var:Chevrolet Chevelle Malibu 1970 árg 307cid,
og átti í eitt ár, skifti honum uppí:
Chevrolet Camaro Rally Sport árg 1970  350cid.sjálfskiftur.
Upphaflegur litur sennilegast Classic Copper með svörtum viniltop,
svartur með hvítum sætum að innan. 8)
Þessi bíll ger-eyðilagðist í tjón.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Packard on January 12, 2008, 17:08:49
Já,þetta er skemmtilegt umræðuefni.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Zaper on January 12, 2008, 18:31:12
belvedere "66 sem ég keypti 16 ára.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/mopar/normal_1730.jpg)

og saab 99 "84 sem ég á enn

(http://[img]http://i234.photobucket.com/albums/ee161/datty_2007/Picture035.jpg)[/img]
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Kristófer#99 on January 12, 2008, 21:58:56
Fékk minn fyrsta bíl að eg held núna nóvember og er 13 ára strák skratti :twisted:

en hann er mitsubitshi lancer 87
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Camaro-Girl on January 13, 2008, 03:16:26
Fyrsti bílinn minn var camaro 84 og honda civi 92
Title: fyrsti bíllinn
Post by: Gaubbi on January 13, 2008, 19:30:41
minn var 1987 módel af Mazda 929.. keypti hann á 30 þús. og var alltaf að bila =)
Title: Opel
Post by: trommarinn on January 14, 2008, 17:09:57
fyrsti bíllinn minn var opel senator 1982 afturdrifinn og 180hp fékk hann árið 2000 7 ára afmælisgjöf og á hann enn og á líka lancer 1995 bsk., 100hp og þeir virka helvíti vel :twisted:
Title: DB..
Post by: Guðmundur Björnsson on January 14, 2008, 17:40:01
Trommari!!
Djöf...lýst mér vel á David Brown-inn þarna bakvið,
4cyl,68 model er það ekki?
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: trommarinn on January 14, 2008, 18:07:00
david brown 880 47hp 3cyl. og 1967 árgerð og eigum 2 þannig og svo stóri brown 990 4cyl, 54hp og 1967 árgerð og alir gangfærir og notaðir á hverju sumri
ps. einnig eigum við john deer 1949 árgerðin í uppgerð  :D
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Contarinn on January 14, 2008, 18:49:47
Ég eignaðist ´87 1300 sjálfgíraða Corollu DX þegar ég var 16 og já það er er máttlaust, fyrsti ameríski var 91 Ford Ranger og er ég eigandi að tvem 4gra dyra 1984 Lincoln Continental. Og einum 1986 Fiat Uno45. :)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Kristján Skjóldal on January 14, 2008, 19:37:31
Ingimar Skjóldal heiti ég og fékk minn fyrsta bíl í skírnargjöf frá Dillu Frænku  :lol:  og þá var ég 3 mánaða gamall. Fékk skráningarskirteyni og allt :D það er Willis og er hann geimndur í ystafelli þangað til að ég get farið að nota hann 8)en á meðan nota ég þennan :lol:
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Kobbi219 on January 14, 2008, 20:06:39
Snemma beygist krókurinn !

Fyrsti hjá mér var Corolla ´86
Þá Mazda 323 ´85
Síðan Bronco ´68
Þá Pontiac Tempest ´69
Blazer Tahoe ´87
og loks BMW 318 ´88
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Súkkulaði on January 14, 2008, 20:24:32
ég er stoltur hluthafi í nokkrum súkku(suzuki) jeppum og ég held ð ég hafi séð einhvað sem liktist jeepster í rofabæ nálægt elliheimilinu
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: firebird400 on January 14, 2008, 20:31:35
Quote from: "Zaper"
belvedere "66 sem ég keypti 16 ára.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/mopar/normal_1730.jpg)

og saab 99 "84 sem ég á enn

(http://[img]http://i234.photobucket.com/albums/ee161/datty_2007/Picture035.jpg)[/img]



Er þetta Plymminn sem hvarf ofan í grasið út í sandgerði
Title: Fyrsti bíll
Post by: Emil Hafsteins on January 14, 2008, 20:58:39
Ég keypti minn fyrsta bíl 15 ára. Porsche 924 rauðan en hann  hafði séð betri daga þegar ég fékk hann,eyddi svo hellings tíma í að gera hann upp.
Sprautaði hann gulan en í dag er hann bleikur og er á sandspyrnunni var mér sagt.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Adam on January 16, 2008, 17:38:01
peugeot 309 GR var minn fyrsti tók og sprautaði hann alla innréttinguna gula voða happy bíll svo fékk ég nokkra 309 í viðbót og síðan 309 1900GT slíkt góð kerra
Title: Re: Opel
Post by: ingvarp on January 16, 2008, 23:35:38
Quote from: "trommarinn"
fyrsti bíllinn minn var opel senator 1982 afturdrifinn og 180hp fékk hann árið 2000 7 ára afmælisgjöf og á hann enn og á líka lancer 1995 bsk., 100hp og þeir virka helvíti vel :twisted:


naunau ekki vissi ég að þú værir hérna, alltaf kemurðu mér á óvart drengur, fyrst kemst ég að því að þú ert trommari eins og ég og síðan að þú ert skráður hérna eins og ég.

shit sko  :smt040
Title: Tommarinn
Post by: trommarinn on January 17, 2008, 12:43:30
ég hef verið skráður í svolítinn tíma hef bara ekki verið að kommenta :)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: stedal on January 17, 2008, 12:58:59
Fyrsti bíllinn sem ég keypti var Willys CJ5 ´64. 350 Pontiac, TH400, 36"Mudder, NoSpin að aftan og soðinn að framan. Alveg hreint besti byrjendabíllinn fyrir 16 ára gutta  :lol:
(http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/2392/15522.jpg)
(http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/2973/19417.jpg)
Var meira að segja með æfingarakstur á þessu 8)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: JF smiðjan on January 22, 2008, 00:10:13
Minn fyrsti vagn var og er 85" Dodge Ram Charger 318/727sem ég fékk í jólagjöf þegar eg var 15 ára.Sá vagn bíður í dag eftir að úðað verði yfir hann málningu.[/list]
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Dodge on January 23, 2008, 12:25:36
er hann ekki að verða búinn að bíða nógu lengi..?

spurning um að fara að skifta um sprautara :)
Title: Re: Fyrsti bíll
Post by: F2 on January 24, 2008, 19:34:19
Quote from: "Emil Hafsteins"
Ég keypti minn fyrsta bíl 15 ára. Porsche 924 rauðan en hann  hafði séð betri daga þegar ég fékk hann,eyddi svo hellings tíma í að gera hann upp.
Sprautaði hann gulan en í dag er hann bleikur og er á sandspyrnunni var mér sagt.


Here Ya Go,,,, Er búinn að eiga mynd af þessum bíl í Mörg ár 8)

(http://pic20.picturetrail.com/VOL1477/5631844/16359490/300391543.jpg)
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: JF smiðjan on January 25, 2008, 21:42:59
Það er alltaf spurning með þennan sprautara. :?
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: ElliOfur on January 26, 2008, 21:18:13
Minn fyrsti var toy corolla 1300 árgerð '76, afturdrifinn og fínerí. Gaman að hringsnúa honum.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Zaper on January 30, 2008, 20:45:03
Quote from: "firebird400"
Quote from: "Zaper"
belvedere "66 sem ég keypti 16 ára.
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/mopar/normal_1730.jpg)

og saab 99 "84 sem ég á enn

(http://[img]http://i234.photobucket.com/albums/ee161/datty_2007/Picture035.jpg)[/img]



Er þetta Plymminn sem hvarf ofan í grasið út í sandgerði


já. það hurfu allavega einhver grömm af honum í sandgerðskan jarðveg, hann er kominn í uppgerð í Njarðvík.  hvort sem hún er hafin eða ekki.
mjög góður efniviður.
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: sindrib on January 30, 2008, 22:29:13
Ég átti nú ekki merkilegan bíl fyrst, en ég fékk hann þegar ég var 15, allann klesstan frá systur minni.

en það var þessi forkunnarfagri hyundai Scoupe 1,5l Ls módel ár 1992
ég pimpaði hann aðeins upp eins og var í tísku á þessum tíma,
sprautaði ýmist í innréttinguni eins á litinn og bíllinn, keypti mér rautt og hamrað blátt Hammerite og málaði ventla lokið svona flott.

en hins vegar var ekkert mikið verið að vanda vinnubrögðin eins og sést á þessum myndum :lol:  þessar myndir eru hins vegar teknar á seinustu æfidögum þessarar bifreiðar, og þess má til gamans geta að þetta var fyrsti bíllinn á BD.is sem var félag áhugamanna um breyttar druslur.

(http://memimage.cardomain.net/member_images/7/web/307000-307999/307851_1_full.jpg)
(http://memimage.cardomain.net/member_images/7/web/307000-307999/307851_2_full.jpg)
(http://memimage.cardomain.net/member_images/7/web/307000-307999/307851_3_full.jpg)
(http://memimage.cardomain.net/member_images/7/web/307000-307999/307851_4_full.jpg)


eftir þennann keypti ég svo colt turbo árg 1987 en ég átti ekki usa bíl fyrr en 18 bíla eftir þennann og það var Dodge ram partý van
Title: Fyrsti bíllinn
Post by: Frikki... on January 31, 2008, 19:29:58
Minn fyrsti bíll er núna ekkert spennandi bíll en samt bíll

(http://pic20.picturetrail.com/VOL92/9368742/17134606/299145023.jpg)
Nissan Sunny

er samt að fara skipta honum út fyrir Jeppa