Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on August 27, 2007, 20:23:08

Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Moli on August 27, 2007, 20:23:08
...ausið nú úr viskubrunni ykkar! 8)

1. Getið hver þessi rauði er, hann er til í dag! 8)
2. Eitt stk. Mustang Fastback, en hvaða bíll. :wink:
3. ´70 Mach 1, veit reyndar ekki hvaða bíll þetta er en grunar Smára bíl
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: JONNI on August 27, 2007, 20:29:39
Þessi svarti fastback, er það ekki bíllinn sem Óli P átti, voru ekki bara til 3 Fastback bílar heima?

Veit ekki með hina tvo.

Til lukku með flottan bíl Moli...................þú hefðir nú kannski átt að selja Mola nafnið með Sódómu Klónunni........ :wink:

Kv, Jonni
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Gummari on August 27, 2007, 21:56:39
svarti bíllinn er bíll sem Bjarni í bílanaust á grænn ,svona var hann þegar hann keypti hann af Ragga í kef sem er núna að gera upp 67 fastback sem hann flutti inn fyrir nokkrum árum.rauði veit ég hver er en ég vil leyfa öðrum að spreyta sig en já ég hallast að þvi að blái sé Jón Trausta bíll en ef ekki þá er Eyfi Bón og síðar Hrafn líklegur
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Gummari on August 27, 2007, 21:58:22
'Ojá Leon ætti að kannast við húddið og felgurnar Góðu  :roll:á svarta
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: 427W on August 27, 2007, 22:07:01
Þetta gæti mjög líklega verið bíllinn minn,  hann var akkurat svona á litinn orginal, ég sá botninn á honum,   Smári
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Leon on August 28, 2007, 00:06:08
Quote from: "Gummari"
'Ojá Leon ætti að kannast við húddið og felgurnar Góðu  :roll:á svarta

já þetta er mjög flott :D
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_67_68/midhus_mustang_1.jpg)
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Maverick70 on August 28, 2007, 17:22:51
eg veit!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Ford Racing on August 28, 2007, 17:59:47
(http://img.photobucket.com/albums/v303/Giggs113/DSCN0088.jpg)

Hann er flottur núna  8)
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: motors on August 28, 2007, 18:03:29
Flottur sá græni, hvað er oní þessu?
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Ford Racing on August 28, 2007, 18:16:15
351 Windsor, held ég alveg örugglega  :)
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Kristján Skjóldal on August 28, 2007, 18:18:32
er þetta þessi svarti :?:
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Ford Racing on August 28, 2007, 18:20:33
Já svo er víst  :)
Title: Jæja mustang kallar
Post by: Þórður Ó Traustason on August 28, 2007, 19:25:32
1. R11377 bíllinn hans Himma Saleen. 2. Eins og kom fram bíllinn hans Bjarna.3.Þennann bíl flutti Egill Jacobsen(bróðir Himma Saleen) einhvern tíma 7?.Þetta er sennilega ekki bíllinn hans Smára en gætu verið partar úr honum í Smára bíl.Held að hann hafi verið urðaður á Höfn þar sem hann var síðast.Númerið á honum var sem sjá má R 22455 er fór síðan á Ö 706.
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Moli on August 28, 2007, 19:34:34
Óli með þetta á hreinu! 8)

En ´68 bíllinn hjá Bjarna er með 408 stroker!
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Ford Racing on August 28, 2007, 19:40:36
Ennþá betra  :lol:
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Gummari on August 28, 2007, 20:06:36
já þá passar það Eyfi Bón var alltaf með Ö 706 hann seldi krumma og hann á að hafa endað á Höfn bíllinn þeirra :wink:
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Anton Ólafsson on August 28, 2007, 20:13:22
Þetta er þá sami bíllinn.
tekið á bílasýningu BA 1976
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Belair on August 28, 2007, 20:34:49
Quote from: "Anton Ólafsson"
Þetta er þá sami bíllinn.
tekið á bílasýningu BA 1976


sko verið að gera við ford þarna  :D
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Kristján Skjóldal on August 28, 2007, 20:36:05
nei það var bara ekki hægt að hækka hann meira upp :lol:
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Anton Ólafsson on August 28, 2007, 20:36:10
Hvað meinar þú eiginlega.
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: JHP on August 29, 2007, 00:23:05
:lol:

Þetta er ekkert smá pro að nota jeppa breytinguna til að klifra upp á þessa steina  :lol:
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Moli on August 31, 2007, 17:03:20
Meira... 8)

1. ´70 Mustang Fastback (Mach1?) Kannski bíllinn að norðan BP-523 --> http://www.kvartmila.is/spjall/files/bp523-2.jpg

2. ´69 Mustang (Mach1?)

3. Þessi hvíti var síðan rifinn stuttu eftir að myndin er tekinn. Þekkir einhver sögu hans?

4. Þessi mynd af ´70 Mustang Fastback er tekin í Djúpavík á Vestfjörðum 1991. Þekkir einhver sögu hans? Veit að Valli (Mach1) hér á spjallinu var að tala um hann um daginn og þá seldi hann 1984 þá á Djúpavog, en þessi mynd af honum er eins og áður segir tekinn í DjúpaVÍK!

5. ´69 Mustang, fór seinna meir til Svíþjóðar?!

6. Hin margfrægi ´69 Cobra Jet bíll. Nú í eigu Bjargmundar kenndur við Glófaxa. Er ennþá í hans eigu og í pörtum.
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: R 69 on August 31, 2007, 20:27:08
Þessi fyrrsti er betur þektur sem þessi
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Moli on August 31, 2007, 20:46:12
Einmitt það sem ég hélt!
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: R 69 on August 31, 2007, 21:24:04
NO 2  Veit ég ekkert um.

NO 3  Hvíti 69 bíllinn, eitthver sagði að þetta hefði sennilega verið bíll af vellinum sem var rifinn beint.

NO 4  Djúpavíkurbíllinn, veit ekki neitt

NO 5 Svíþjóðarbíllinn er víst en í eigu sama Íslendings og flutti hann út á sínum tíma. Ég hitti hann fyrir nokkrum árum og þá var hann sennilega að flytja heim aftur en bíllinn var en óuppgerður í Svíþjóð.
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: edsel on August 31, 2007, 21:39:37
hvar er þessi rauði með 4falda pústinu?
Title: Jæja Mustang kallar....
Post by: Moli on August 31, 2007, 22:10:33
Quote from: "edsel"
hvar er þessi rauði með 4falda pústinu?


Hjá eiganda í pörtum, ekki til sölu en stendur til að gera upp. Búið að sandblása ofl.
Title: no.4
Post by: hebbi on August 31, 2007, 23:13:48
endaði á haugunum á Djúpavogi fyrir 10 árum ca með öllu nema mach 1 listum sem eru falir hjá fyrrum mustang eiganda  :lol:
Title: Jæja Mustang kallar
Post by: Þórður Ó Traustason on September 01, 2007, 08:15:23
Þessi hvíti 69 bíll stóð á svæði sem tilheyrði BM-Vallá. Þá var ef minnið svíkur ekki 289 vél í honum, sú var held ég síðar sett í Willys.Best gæti ég trúað að honum hafi verið hent.Sennilega verið keyrt utan í hann á vinnuvél. Hann var orðinn illa farinn,vantaði klæðingu og mig minnir hjólastell.
Title: Re: Jæja Mustang kallar
Post by: Moli on September 01, 2007, 08:50:07
Quote from: "Þórður Ó Traustason"
Þessi hvíti 69 bíll stóð á svæði sem tilheyrði BM-Vallá. Þá var ef minnið svíkur ekki 289 vél í honum, sú var held ég síðar sett í Willys.Best gæti ég trúað að honum hafi verið hent.Sennilega verið keyrt utan í hann á vinnuvél. Hann var orðinn illa farinn,vantaði klæðingu og mig minnir hjólastell.


:cry:

(http://www.mustang.is/album_1/69-70/images/album1_34.jpg)
(http://www.mustang.is/album_1/69-70/images/album1_33.jpg)