Kvartmílan => Muscle Car deildin og rúnturinn. => Topic started by: Moli on August 24, 2007, 00:15:54

Title: Krúser á Sandgerðishátíð
Post by: Moli on August 24, 2007, 00:15:54
Krúser á Sandgerðishátíð!

(http://245.is/FileLib/Myndir/sidur/sandgerdisdagar.jpg)

Félagsmönnum Krúser hefur sérstaklega verið boðið að taka þátt í Sandgerðisdögum sem fram fara 24-26 Ágúst nk. (næstu helgi).

Við munum sameinast í einn stórann rúnt Suðureftir til Sandgerðis frá Bíldshöfða á Laugardaginn næstkomandi (25. Ágúst)

Mæting á Bíldshöfða er kl. 13:30 og er brottför á slaginu 14:00.

Bílarnir verða síðan til sýnis fyrir gesti og gangandi fram eftir degi, á meðan meðlimir kíkja á mannlífið og gæða sér á góðgæti.

Nú fer sumarið að líða undir lok og hvetjum við ALLA til að mæta! 8)


Kær kveðja
Krúser!  8)