Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: stedal on August 19, 2007, 19:22:50

Title: Langar að vera með!
Post by: stedal on August 19, 2007, 19:22:50
Ég kíkti á æfingu upp á braut á föstudaginn og varð alveg veikur. Langar semsagt að fara að spreyta mig. Vandamálið er það að ég á ekki neina rosa spyrnu græju. Enn hinsvegar á ég Ford Aerostar með 4.0LV6. sjálfbíttara og 38" dekkjum.
(http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/1386/8724.jpg)
(http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/1386/8709.jpg)

Væri voðalega heimskulegt að skrá sig í klúbbinn og mæta svo með viðauka og hjálm á Trölla á brautina? Og ef ég myndi keppa, í hvaða flokki yrði það?

Bara að spá...
Title: Langar að vera með!
Post by: Valli Djöfull on August 19, 2007, 19:25:37
það fer nú bara eftir því hversu hratt þetta dót spítist..   Um að gera að prófa bara á æfingu og sjá svo hvernig það fer..:)
Title: Langar að vera með!
Post by: Daníel Már on August 19, 2007, 20:09:16
um að gera mæta á svona skrímsli uppá braut og vera með á æfingum!!! vantar alveg jeppana þetta árið lítið af þeim núna  :wink:
Title: Langar að vera með!
Post by: stedal on August 19, 2007, 20:46:57
Já reikna þá bara með því að mæta á næstu æfingu :D
Er ekki skráning á staðnum?
Title: Langar að vera með!
Post by: Valli Djöfull on August 19, 2007, 20:53:32
Quote from: "stedal"
Já reikna þá bara með því að mæta á næstu æfingu :D
Er ekki skráning á staðnum?

Júbbs... 8)
Title: Langar að vera með!
Post by: Nóni on August 19, 2007, 21:36:23
Við höfum takmarkað svona apparöt á brautinni enda ekki gerð til hraðaksturs.  Ákveðnar reglur gilda um hæð sveifaráss frá jörðu. Man ekki hvaða hæð það er. Kannski einhver annar muni það.



Nóni
Title: Langar að vera með!
Post by: Heddportun on August 19, 2007, 21:49:14
50 eða 60cm minnir mig

Fær hann ekki bara að keyra 1/8 í staðinn :)
Title: Langar að vera með!
Post by: motors on August 19, 2007, 21:57:45
Held að æfingarnar myndu bara dragast á langinn ef þetta yrði með,þetta er best geymt á fjöllum. :lol:
Title: Langar að vera með!
Post by: stedal on August 19, 2007, 22:11:11
Hvað með Econoine tröllin sem kepptu á 44" í forskots flokk eða eitthvað álíka í gamla daga? Voru eitthver slys á þeim?

Og hvernig er það ef ég set hann á 31"?

Þetta er bíll sem fær fulla skoðun á hverju ári og var breytt af fagmönnum. Allar nótur til.
Title: Langar að vera með!
Post by: baldur on August 19, 2007, 23:57:51
Ég man sjálfur ekki eftir neinum sem hefur verið bannað að keyra vegna þess að of hátt væri undir bílinn.
Title: Langar að vera með!
Post by: ElliOfur on August 20, 2007, 07:58:05
Ég ætlaði að koma með grindina mína en sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að hún mætti ekki vera með sökum hæðar uppí sveif
Title: Langar að vera með!
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 20, 2007, 09:29:07
Þetta passar með hæðina. Ég man ekki nákvæmlega hvursu hátt frá sveif og niður en það er eitthvað sem við verðum bara að finna út í snarhasti. Við höfum þurft að vísa jeppum frá vegna þessa. Eins og þið vitið flestir þá eru þessir bílar ekki eins stöðugir eins og fólksbílar og við viljum hafa öryggið ofar öllu.
Title: Langar að vera með!
Post by: stedal on August 20, 2007, 18:33:26
Þá verð ég að hætta við það.

En ég á Intruder 700 ´86. Er eitthvað til fyrirstöðu að mæta því?
Title: Langar að vera með!
Post by: baldur on August 20, 2007, 18:50:01
Reglan með þessa sveifaráss hæð er 61cm frá jörðu í miðlínu sveifaráss.
Title: Langar að vera með!
Post by: Anton Ólafsson on August 20, 2007, 18:51:19
Drífðu þig bara norður og kepptu í sandspyrnunni!
Þar  er þessi úrvalsflokkur sem heitir Jeppaflokkur.
Title: Langar að vera með!
Post by: ingvarp on August 23, 2007, 22:53:51
skelltu bara undir þetta nógu litlum dekkjum það hlýtur að hjálpa eitthvað til en ég veit það annars ekki  :lol:

ég verð allaveganna með videocameru á morgun á æfingunni og væri alveg til í að sjá þetta tryllitæki taka rönn   :twisted:
Title: Langar að vera með!
Post by: Nóni on August 24, 2007, 07:37:54
Quote from: "stedal"
Þá verð ég að hætta við það.

En ég á Intruder 700 ´86. Er eitthvað til fyrirstöðu að mæta því?



Sæll Stefán, ef þig langar bara til að koma á æfingar og prófa komdu þá endilega á Intruder og spyrntu, það er alveg örugglega hressandi að þeysa á svoleiðis fák út brautina. Ég skora á þig að mæta.


Kveðja, Nóni
Title: Langar að vera með!
Post by: Hera on August 24, 2007, 11:13:29
Koma á hjólinu maður ekki spurning  :!:  :!:  :!: