Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: KiddiJeep on August 11, 2007, 00:19:25
-
Hvar fæ ég svona cam break-in sull? Mér skilst að það sé algjört skilyrði að nota svoleiðis þegar maður er að tilkeyra nýjan flat-tappet knastás?
En hverju eru menn annars að mæla með þegar nýskveraður mótor er tilkeyrður, ég veit að Crane (mótorinn er með knast frá þeim) segja að maður eigi að láta vélina rokka á milli 1500 og 2000 snúninga fyrstu 15-20 mínúturnar. En hvað svo? Hvað á ég að rúlla marga kílómetra áður en ég treð gleðipedalanum í gegnum gólfið? og olíuskipti?
þetta er Jeep línusexa strókuð í 4.7 lítra :P
-
t.d. Kistufell,Vélaland
Já flat tapper ása verður að nota lubið og halda snúningnum á bilinu 1500-2500 til að fá olíu á raockerana og til að skemma ekki lobe-ana(knastana)
Eftri það á að skipta um olíu og síu,ef þú hefur tök og nennir að þjöppumæla og lekamæla þá er það gott til að vita hvenær hringirnir eru að þéttast(skrifa það niður til samanburðar)
Keyra svo rólega næstu 500 Km en nota mótorinn til að bremsa sig niður til að láta hringina setjast almenilega í hringlandið(tékka á olíumagni öðru hverju),tékka á þjöppu og lekamæla(tékka á því sem þú fékkst út fyrst,það ætti að vera munur á mælingunum)
Skipta um olíu og síu,keyra næstu 500Km gróft,gefa í og halda því steady í smá tíma og gíra niður til að láta mótorinn bremsa sig niður,alltaf að stig auka snúninginn en ekki yfir 75% af snúningssviðinu fyrr en allt er orðið nokkuð þétt(hringirnir),3x30mín session eru ágæt og tékka á olíu magni eftir hvert session,eftri þetta að skipta um olíu
þetta er svona "ágætis" aðferð við að tilkeyra mótor almennilega en ekkert nauðsinlegt á svona venjulegum vélum sem eru ekki "keppnis græjur"
þetta snýst allt um að láta hringina setjast og þéttast sem fyrst sem fer að mestu eftir gerð hringja og fínleika hónunarinnar á veggjunum
t.d. er ráðlagt að nota 440grit með chromemoly hringi til að fá þá sem fyrst þéttasta
-
Lestu þetta líka áður en þú byrjar, mjög góðar upplýsingar hér.
http://www.hotrod.com/techarticles/engine/flat_tappet_cam_tech/index.html
-
úff... keira þúsund km áður en maður má standa nýju vélina sína sem maður er búinn að moka bankareikningnum í og meira til.
það er ekki hægt. :)
-
úff... keira þúsund km áður en maður má standa nýju vélina sína sem maður er búinn að moka bankareikningnum í og meira til.
það er ekki hægt. :)
ég er alltaf að verða meir og meir sammála þessu :shock: :evil:
-
það er mjöööög skiptar skoðanir á því hvernig á að tilkeyra mótor, oft er sagt "break it in fast, and it will be fast"..
veltið aðeins fyrir ykkur, hringir eiga að slípast við cylinder og setjast vel í raufarnar á stimplum.
hvað skyldi taka langan tíma fyrir hringina að slípast til? því það hljóta að vera aðeins þeir sem slípist því varla vill maður að cylinderinn fari að "slípast" eitthvað,,,
nú og að hringirnir "setjist" í raufarnar, ef þeir gera það ekki við ísetningu þá er eitthvað að, annaðhvort samsetningu eða framleiðslu að mínu áliti.
það eina sem slípast eitthvað eru hringirnir, og að mínu áliti (og fleiri) tekur það örfáar mínútur að gerast, ef maður tekur mótor með stroke upp á t.d. 100mm, lætur hann ganga í 1 mínútu á 1000rpm þá eru stimpilhringirnir búnir að nuddast 200 metra uppvið cylindrana,, 10 mínútur = 2 kílómetra.. ef það dugar ekki þá slípast þeir aldrei.
-
Hversu hratt þeir setjast fer algjörlega eftir áferð/grófleika veggs og efni hringja og verður að vera rétt áferð á vegg við hringi til það taki sem minstan tíma
Vél snýst um fleira en bara að láta hringina setjast t.d Legur og ventlasystem svo verður járn að fá að losa um spennu með nokkrum hita hringrásum
Já hraðar því betra = styttri tími en líka t.d ef rocker losnar er betra að vera á 1000 en 5000 snúningum
-
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=26879
2000 kall
Sull eins og þú kallaðir það :wink:
-
:lol: ætli það sé ekki of seint núna, það var tekið allverulega á honum á Langjökli í gær :twisted:
Var samt búinn að taka því rólega nokkur hundruð km og skipta um olíu :)