Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: baldur on August 09, 2007, 20:08:52
-
Nú verður haldin keppni á laugardaginn. Til þess að geta gert það þá vantar okkur sjálfboðaliða til að hjálpa til þannig að allir sem nenna því eru beðnir um að kom sér í samband við mig.
Það er einnig smá fyrirvari um leyfi, en það kemur í ljós síðdegis á morgun.
Svæðið opnar kl. 9:00
Mæting í síðasta lagi kl. 10:30
Skoðun hefst kl. 10:00 og er lokið kl. 11:00
Æfingaferðir hefjast kl. 11:00
Tímatökur hefjast kl. 11:30
Uppröðun kl. 12:30
Keppni hefst kl. 13:00
Verðlaunaafhending verður svo að lokinni keppni.
Hægt er að skrá sig til keppni á netfang baldur@foo.is , einkapósti á kvartmila.is spjallinu eða síma 8660134 nú eða bara á æfingunni á föstudag.
Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, ökutæki, símanúmer og flokkur sem á að keppa í.
Skráningu líkur á föstudagskvöld kl. 22:00
Bílar sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.
Þeir sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.
-
síðdegis á morgun......!!! það er nú fullseint fyrir menn utan að landi að bíða eftir svari við því...ekki það að ég kemst ekki, varahlutirnir mínir eru ekki komnir ennþá, ef leyfi fæst ekki verður þá bara keyrð æfing eða??
-
Já.
-
ok, og gildir þessi "keppni" til íslandsmeistara?
-
Já.
-
ok takk fyrir svörin Baldur
-
Þetta er náttúrulega erfið staða sem menn eru settir í.. Það er um tvennt að ræða.. Lokað svæði í sumar eða "æfingar"..
Maður er með þvílíkan móral yfir þessu ástandi sem stjórnarmeðlimur og EN það er lítið annað hægt að gera en að gera sitt besta og koma þessu rugli í lag í vetur.. Næsta sumar verður ekkert kjaftæði.. Ég ætla mér að geta verið í stjórn, staðið mig vel þar OG sinnt minni fjölskyldu.. Í sumar hefur ekki verið í boði að gera bæði.. Það er vinna (sem er erfitt að halda þegar maður er alltaf í símanum útaf þessu veseni sem hefur verið í gangi) og kvartmíluklúbburinn.. Einhverjir af eldri stjórnarmeðlimum hentu því fram á aðalfundi að þeir sem væru í stjórn ættu ekki að fá krónu fyrir vegna þess að þessi klúbbur gengi á sjálfboðastafi.. Maður fer að verða hálf efnis.. Það fer að fara meiri tími í klúbbinn en sjálfa vinnuna.. :shock:
En þessir sjálfboðaliðar eru kannski 5-10 manns alls.. af? 200-300 manns? Ég er ekki að dissa ykkur norðanmenn, erfitt að "kíkja suður" til að hjálpa til við að smíða einhvern helvítis pall hehe, en þeir sem eru hér í kring og á höfuðborgarsvæðinu eru líklegast yfir 200.. Og kannski 5% af þeim nenna að gera neitt nema borga meðlimagjöldin og finnst það nú jafnvel heldur mikið :lol:
En nóg af dissi.. Ég er bara að sötra öl á Spáni.. og á að vera í "fríi" :wink:
Bið alla að búast við keppni um helgina, þó það sé stutt í þann tíma, því það verður vonandi keyrt, við erum að fórna ýmsu líka.. Og p.s.. Það vantar pottþétt fleiri starfsmenn.. ENDILEGA bjóða sig fram.. Vont að hafa "næstumþví" nógu marga til að manna alla staði og enga til að skipta.. sami maður á sama stað í 7-8 tíma er heldur erfitt, væri gaman að geta skipt og farið í pásur stundum.. Maður dauðvorkennir þessum örfáu hræðum sem nennta að hjálpa til, þeir eru hetjur! 8)
Ok ok, ölið talar.. Ég er farinn að drekka meiri Mahou!
(http://www.beersofeurope.co.uk/acatalog/mahou.jpg)
SKÁL!
-
er þetta síðasta keppnin?
-
er þetta síðasta keppnin?
Fyrsta féll niður.. Svo ég býst við því að það verði auglýst ein í viðbót :wink: Varadagsetningar eru á dagatali.. fyrsta helgi Septembermánaðar er líkleg að mínu mati
-
Er ekki málið að slá af föstudags-æfingar, þær skila engu í kassan, sem er nú bara djók að það sé hægt að spyrna á kvartmílubraut með öllu staffi ljósum og öðrum búnað sem til þarf, allt sumarið fyrir krónur NÚLL nema 5þús í ársgjald..
Þær skil ekki keppendum.
Þær virðast ekki minnka hraðaakstur á götum.
EN ég held að þær séu að sliga þá fáu sem vinna við keppnishaldið.
þannig að annaðhvort á að rukka minnst 1000 fyrir æfingar þannig að hægt sé að borga staffi eitthvað smáræði eða hætta æfingum og hafa þá frekar velmannað og ósligað staff á keppnum.
ES, þeir sem hafa verið að vinna fyrir klúbbinn í sumar og önnur ár eiga alla mína virðingu fyrir að gera sitt besta.
Bara minn túkall.
-
Er ekki málið að slá af föstudags-æfingar, þær skila engu í kassan, sem er nú bara djók að það sé hægt að spyrna á kvartmílubraut með öllu staffi ljósum og öðrum búnað sem til þarf, allt sumarið fyrir krónur NÚLL nema 5þús í ársgjald..
Þær skil ekki keppendum.
Þær virðast ekki minnka hraðaakstur á götum.
EN ég held að þær séu að sliga þá fáu sem vinna við keppnishaldið.
þannig að annaðhvort á að rukka minnst 1000 fyrir æfingar þannig að hægt sé að borga staffi eitthvað smáræði eða hætta æfingum og hafa þá frekar velmannað og ósligað staff á keppnum.
ES, þeir sem hafa verið að vinna fyrir klúbbinn í sumar og önnur ár eiga alla mína virðingu fyrir að gera sitt besta.
Bara minn túkall.
ekkert að slá þær af...... það er bara bull.
en kannski 500-1000kr fyrir að fá að fara inn á brautina er í fínu lagi.
en æfingarnar eru mikið atriði, myndi ég segja, allavegana fyrir götubílana á nr. 8)
-
Ef ekki er greitt fyrir æfingar þá til hvers að standa í þessu fyrir KK.
Og er það stjórnarskrár-bundinn réttur eigenda bíla á númerum að hafa aðsöðu til æfinga ? held ekki.
-
keppnirnar eru það sem eru að gefa aur til klúbbsins þótt gjaldið sé ekki hátt, 2500kr en ekki er nu mikil inkoma af því þar sem það eru alveg skammarlega fáir keppendur, en inkoma þó, en nóg er til af bílum og græjum og fjöldi meðlima skráðir í klúbbinn, alltaf er haugur af bílum og hjólum á æfingum og ekki skila þær neinu til klúbbsins eða starfsfólksins, held að það sé ekki spurning að fara rukka fyrir æfingarnar, lámark 1000kr og reyna þá að borga staffinu eitthvert smáræði, þetta er bara ömurlegt hvernig keppnishaldið er búið að vera í sumar, en engu að síður tek ég ofan fyrir þeim sem eru að berjast í þessu og gera sitt besta, líka fáránlegt, eiginlega bara kjánalegt að sjá allan fjöldan sem kemur á æfingu og svo mætir nánast engin af þeim á keppni, þá kæmi það líka´í ljós ef það yrði farið að rukka fyrir æfingar hverjir eru true race driverar og hverjir væru nískupúkar, eða hreinlega þora bara ekki að keppa, kannski er það bara það, en þetta er allvega mín skoðun, og en og aftur fær þetta litla staff sem er að berjast í þessu hrós frá mér.
-
ok æfing og 500-1000 kall á bíl fyrir að keyra + (ársgjald) hugsa að það sé meira en hvað KK er að fá fyrir keppni þar sem það er alltaf mikklu mikklu fleyrri að keyra á föstudögum en laugardögum ss keppnum svona ef þú ert að spá i peningum síðan koma lika alveg fullt fullt fullt af fólki að horva á æfinganar og eru þarna i meir en 20 min eins og i keppnonum.. en ekki að mér sé sama ég stunda bæði :lol:
-
Klúbburinn hefur nú helling af meðlimum sem eru bara í klúbbnum fyrir æfingarnar. Meðlimafjöldi hefur svolítið að segja í málum klúbbsins út á við. Svo hefur selst eitthvað af nammi á æfingunum líka þannig að þetta er nú ekki hreinn kostnaður.
-
Klúbburinn hefur nú helling af meðlimum sem eru bara í klúbbnum fyrir æfingarnar. Meðlimafjöldi hefur svolítið að segja í málum klúbbsins út á við. Svo hefur selst eitthvað af nammi á æfingunum líka þannig að þetta er nú ekki hreinn kostnaður.
Rétt er það, það eru alveg hátt í 100-150 manns sem borga 5000 kall í klúbbinn BARA fyrir æfingar..
5000 x 100 = 500.000 :wink:
5000 x 150 = 750.000 :wink:
500-750 kall á ári plús sjoppan, sem er meira en það er kannski alveg ásættanlegt fyrir æfingar.. eða hvað? ég spyr :)
En jú verst að það skuli vera svona erfitt að manna þetta.. Væri alveg í lagi að hafa svona 10-15 starfsmenn í viðbót.. Það virðist þurfa að borga fólki fyrir að vinna því sjálfboðavinnan er ekki mjög aðlaðandi.. En jú ég ítreka þakkir mínar til þeirra sem nenna því! 8)
-
já og þeir sem vinna á keppnum sjá best og læra mest :smt045
-
Ég er allavega búinn að bjóða mig fram á Lau og mun mæta að sjálfsögðu og með eikkað af liði með mér, og stýri ykkur strákonum í burnout :D mitt uppáhald 8)
Kveðja og sjáumst á Laugardaginn
Dóri G. :twisted: :twisted: (geit) :roll: :lol: :lol:
-
ahhh er þú þarna ungi sköllótti með hökutoppin ef svo er bara bestur 8)
-
Dats me :lol: Þank jú. hehe :lol:
Kveðja:
Dóri G. :twisted: :twisted:
-
Félagsgjöldin telja auðvitað.
En ef við sem mætum á æfingar myndum borga 500 til 1000 kall þá erum við að tala um smápening í vasan fyrir þessar örfáu hræður sem nenna að vinna fyrir klúbbin, en samt að koma til móts við það.
Það eru ekki nema 18 föstudagar frá byrjun mai til loka Ágúst 9.000 til 18.000 er ekki svo mikið þeas ef einthver nennir að mæta alltaf.
Annars til ykkar sem vinnið vinnuna kærar þakkir!!!!!
Mæli með því að við sem erum að mæta á æfingar pikkum upp budduna í kvöld og látum verkin tala eins og staffið :wink:
-
Fullt leyfi hefur fengist til að halda kvartmílukeppni á morgun laugardag.
Kv. Nóni
-
Glæsilegt :D
-
frábært :D :D :D
-
Hvernig gengur svo skráningin ? Margir búnir að skrá sig ? Veeerða svipað margir og síðast ? Komm on ég er forvitinn :lol:
Kveðja:
Dóri G(eit) :twisted: :twisted: :roll:
-
24 skráðir núna.
-
Hve margir Í OF ? :D
-
fimm
-
Ok magnað, Stjáni Skjól, Einar B, Leifur, Stígur, Krissi H. Eða ? :oops:
-
Væri frábært ef hægt væri að senda hér inná keppanda lista :D
-
Ég get ekki verið með núna.
-
Djö :(
-
29 skráðir núna, skiptingin er svona:
Flokkur Nafn
13.90 1 Alfreð Fannar Björnsson
S Edda Guðnadóttir
S Ólafur H Sigþórsson
O/900 Steingrímur Ásgrímsson
N Ólafur F. Harðarson
N Sigurður Árni Tryggvason
N Björn Sigurbjörnsson
N 11 Axel Thorarensen Haundal
GT Grétar Óli Ingþórsson
GT 12 Bæring Jón Skarphéðinsson
GT Guðmundur Þór Jóhannsson
GT Tómas Hólmsteinsson
GT 14 Steindór Björn Sigurgeirsson
RS Birgir Kristjánsson
RS Ellert Hlíðberg
RS Daníel Már Alfreðsson
OF 1 Leifur Rósinbergsson
OF Kristján Hafliðason
OF 37 Kristján Skjóldal
OF 2 Stígur Andri Herlufssen
OF Stefán Þórsson
SE Friðrik Daníelsson
SE Rúdolf Jóhannsson
SE Gísli Sveinsson
T 1 Gunnar Grétarsson
T Sveinn B. Magnússon
T Jón Þór Karlsson
GF 21 Þórður Tómasson
GF 12 Finnbjörn Kristjánsson
-
elli sprelli búinn að laga bílinn 8)
-
fór bara kassi, hann átti annan sem þeir eru væntanlega búnir að skipta um