Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: edsel on August 08, 2007, 20:28:10

Title: kraftsía
Post by: edsel on August 08, 2007, 20:28:10
skiftir máli hvernig kraftsíu maður setur á hjól?[/b]
Title: kraftsía
Post by: Racer on August 09, 2007, 11:23:33
já það skiptir öllu máli , þú setur loftsíu en ekki kraftsíu.

svo er mismunandi útlit á þeim hvort þú vilt í box eða bara hangandi cone.

kaupir auðvita þá síu sem er framleidd fyrir hjólið ef þú ætlar að fá í loftsíuboxið
Title: kraftsía
Post by: edsel on August 09, 2007, 13:05:16
mér var sagt að þetta héti blöndungasía, getur það verið rétt?
Title: kraftsía
Post by: Gulag on August 09, 2007, 13:13:12
þetta er bara loftsía á hinu ylhýra..

"kraftsíur" eru bara loftsíur úr vírofnu neti, eldgömul uppfinning.

Kostur við vírsíur er að það er hægt að þrífa þær þegar þær verða skítugar, og geta því enst árum saman með góðu viðhaldi (þrifum).

Ókostur við vírsíur er að ef þær eru utanáliggjandi, þ.e. kónn sem er festur beint á blöndunginn er að þær mega ekki blotna, ef þær blotna þéttast þær og hleypa þá mun minna lofti í gegnum sig en þær eiga að gera, vægast sagt óþolandi þegar það gerist.
Best er að fá vírsíu beint í orginal loftsíuboxið, þær flæða eitthvað betur en pappasíur lofti, en ég hef samt séð test á vírsíum sem flæddu verr en pappasíurnar.. þannig að við erum ekkert að tala um neitt megadæmi..

aukning á flæði með vírsíu er misjafnt eftir hjóli,
Svona síur eru þrifnar með volgu vatni og sápu, svo eru þær þurrkaðar vel og vandlega og þar næst spreyjað á þær sérstakri olíu sem fylgir oftast með síunum..
Title: kraftsía
Post by: edsel on August 09, 2007, 16:22:00
það er nú bara svampur sem síar loftið á mínu hjóli, eru hinar betri?
Title: kraftsía
Post by: Gulag on August 21, 2007, 21:18:29
svampurinn er talinn fínn í enduro og crosshjól.. fljótlegra að þrífa og virkar fínt..