Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: Dart 68 on July 22, 2007, 23:02:52

Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Dart 68 on July 22, 2007, 23:02:52
Vitiði hvort að ég get einhversstaðar fundið skilgreiningu á lágmarkshlífðarfatnaði fyrir götuhjóli?

Er það kannski bara matsatriði hjá hverjum og einum??


Takk
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Gulag on July 22, 2007, 23:04:21
lagalega séð er sú skilgreining ekki til..

hvet þig bara að kaupa þér viðurkenndan leðurgalla frá merki sem þú þekkir.. og ekki spara þegar kemur að skóm.
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Kimii on July 31, 2007, 17:08:28
sammál þessu með skónna

og þó að þú sért bara að skjótast í næstu götu farðu í galla, ég fór á hjólinu mínu, datt  og sneri illa á mér öklan

kveðja Kimi
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Valli Djöfull on July 31, 2007, 23:21:22
Það er eitthvað talað um þetta hér..

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=21054
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Björgvin Ólafsson on July 31, 2007, 23:37:50
Alla vega ekki svona (http://myndasafn.bmwkraftur.is/d/40027-1/IMG_7377.jpg)

kv
Björgvin
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Valli Djöfull on July 31, 2007, 23:38:41
Hehe, það var checkað á þessum gaur, hann var í galla, bara í buxum utanyfir..  Fashionstatement  :wink:
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Anton Ólafsson on July 31, 2007, 23:41:26
Já einmitt
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 01, 2007, 14:39:00
Quote from: "Anton Ólafsson"
Já einmitt

Ert þú eitthvað að draga í efa að við pössum upp á þetta ?
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Ravenwing on August 01, 2007, 15:12:12
Eitt sem ég var að spá í...þurfa gallar ekki annaðhvort að vera heilir eða þá 2 piece galli þar sem jakkinn og buxurnar eru renndar saman?

Það að vera í stökum jakka er ekki besta vörnin þar sem líkur eru á að ef viðkomandi renni með lappirnar á undan að þá flettist jakkinn upp um hann ef eitthvað gefur sig.

Og eins að það er ekki að sjá á þessari mynd að hann sé í neinu innanundir buxunum, ættu að vera mikið strektari um hann en þær eru og formast öðruvísi en þær gera þarna, td um mittið og afturendann.

Og ef það er einhver vafi þá já ég er hjólari og JÁ ég veit um dæmi þar sem að maður keppti á brautinni í peysu en ekki leðurjakka, sagðist vera í jakka innanundir en hann var það ekki og það var ekki tékkað.
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Bragi_p on August 01, 2007, 23:32:16
Sælir þar sem að umræddur hjólamaður er ég sjálfur vill ég bara benda mönnum á að ég var í leðurbuxum innanundir og er nánast undantekningarlaust þegar ég hjóla í þeim innanundir......en ef ég er í leðurbuxum þá er ég UNDANTEKNINGARLAUST í öðrum buxum yfir. Svo þetta með að jakkin flettist upp þá sést það á þessari mynd að ég er með bakbrynju sem nær langt niðra rass sem ég myndi þá renna á í staðin..Vildi bara koma þessu á framfæri þar sem að þetta var að verða að eitthverju hitamáli...

Takk fyrir
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Ravenwing on August 02, 2007, 01:06:58
Þú semsagt munt bara renna á bakinu en ekki hlið eða maganum? Ekki það ég hef sjálfur oftast notað 2 piece galla, en þá með buxur sem ná innundir jakkann(smekkbuxur eða álíka) og aldrei í keppni.

Það er og hefur alltaf verið viðurkennt að heilir gallar með brynjum er það öruggasta sem við getum fengið. Og mér finnst bara engin ástæða til að slaka neitt með það.

Nota sjálfur svokallaða body armor jakka og buxur, undir leðrið þegar ég hjóla. Mæli með þannig græjum, eru framleiddar af nokkrum aðilum)

Öryggið á oddinn(og allstaðar annarstaðar líka).
Title: Skilgreining á lágmarkshlífðarfatnaði
Post by: Drullusokkur#6 on August 02, 2007, 01:19:34
(http://pic60.picturetrail.com/VOL1772/8129139/17093998/264866385.jpg)

td eins og svona gallar ;) í þessum göllum er bakbrynja, axlarhlífar, olboga, hné, mjaðmahlífar. krippa á hryggi og bónusinn 3 þykkara fyrir rófubeinið......
skilluru......[/img]