Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: motors on July 18, 2007, 00:03:34
-
Hvar næ ég í myndina í skúr drekans? 8)
-
Mopar klúbburinn var með hana til sölu, en held pottþétt að öll eintök hafi klárast! Veit ekki hvort það standi til að gera fleiri, vona það þó samt.
Mynd sem enginn bílaáhugamaður ætti að láta framhjá sér fara! 8)
-
Núna er ég mikill bílaáhugamaður en aldrei heyrt á þetta minnst....... ?
-
Sælir piltar
Það hefur komið til tals að gera fleiri eintök. Ef af því verður þá verður það örugglega tilkynnt/auglýst á þessari síðu. Við höfum alveg skilning á að menn eins og Moli, sem hafa með heiðarlegum hætti eignast eintak geti orðið sér út um annað eins og hann biður um, í stað þess sem guttinn bónaði gólfið með.
En að biðja um að fjölfalda svona disk sem höfundarréttur er á bara af því maður hefur ekki eignast hann, er brot á höfundarrétti, og í raun ekkert öðruvísi en að ganga að bílum sem aðrir eiga og rífa úr þeim dót. Þetta heitir hvortveggja AÐ STELA og þeir sem verða uppvísir af ólöglegri fjölföldun á Í Skúr drekans fá six pack stimpilstöng þversum upp í ................ á sér.
eg hef ekki seð Í skúr drekans og get verði sammál um þegar kemur að íslensku nefi því að það kosrt að taka svona upp og 3000 hátt verð með við annað, En mínn skoðun er sú að þegar höfunda retthafar hætta að dreifa efni rennur sá rettur út
Nú spyr ég eru menn hættir að gefa hana út ?
-
Myndin var gerð í tilefni af 20 ára afmæli Mopar klúbbsins og var hún sýnd á sýningu klúbbsins í Vetrargarði Smáralindar haustið 2005.
Vegna mikillar eftirspurnar voru gerð nokkur eintök og þau seld og þau væntanlega klárast.
Stórskemmtileg mynd sem mætti komast aftur í sölu.
Kannski að Raggi (66Charger) geti svarað okkur betur með þetta allt saman! 8)
-
Það hefur ekki verið rætt um að framleiða fleiri eintök en ekkert er þó útilokað í þeim efnum.
Ég held að við höfum bara búið til ein 50 eintök eða svo. Við gerðum þetta fyrir okkur sjálfa svo við gætum horft á eitthvað bitastætt ef við lendum einhverntíma á elliheimili.
Sá félagi okkar sem vann mest að gerð myndarinnar (myndataka og klipping) fer með höfundarréttinn.
Six pack stimpilstöngin verður notuð ef menn verða uppvísir af fjölföldun.
Það er tómt bull að höfundarréttur falli niður þegar vara er ekki á boðstólum.
Reyndar sýnist mér að BelAir geti notað peningana sína á skynsamari hátt en að kaupa þennan disk.
Ragnar
-
bull jú en minn skoðun.
3000 er ekki stór penningur maður fyllir ekki einu sini tánkinn með honum.
-
Samt kannski að þú gætir fyllt tankinn með því :)
-
endilega bua til fleirri diska... diskurinn minn rispaðist :oops:
-
Ég leg til það þeir Mopar seti in póst sem verður opin i X tíma þar sem þeir sem langar að í mynda skrá sig.
Ef um nógu margir skrá sig (þá ég við þá sem er 100% vissir um að kaupa hana) þá verður endalega hægt ap seta verð og tima og banknumer til að greiða mynda.
þetta er ekki karfa bara ósk til Mopar.
-
Hef Aldrei áður heyrt minnst á þessa mynd og væri alveg til í að eignast eitt stk fyrir 3000 k
-
Þessi mynd er alveg 3k virði :)
-
Þessi mynd er alveg 3k virði :)
og vel það... gaman ad sja myndir ur skúrum landsins