Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Pababear on July 13, 2007, 09:41:56
-
Sælir forvitni mín á þessum bílum síðustu vikur hefur aukist til muna eftir að ég kynnti mér station Volare og 2 dyra bílinn á dögunum sem ég er að fjárfesta í til uppgerðar en forvitni mín er sú er hver er saga þeirra á Íslandi og hvort það séu einhverjir enn á götunni ásamt því að þá að finna varahluti og annað í þá.
Kveðja Heilagur.
-
Sælir forvitni mín á þessum bílum síðustu vikur hefur aukist til muna eftir að ég kynnti mér station Volare og 2 dyra bílinn á dögunum sem ég er að fjárfesta í til uppgerðar en forvitni mín er sú er hver er saga þeirra á Íslandi og hvort það séu einhverjir enn á götunni ásamt því að þá að finna varahluti og annað í þá.
Kveðja Heilagur.
Ég auglýsti 2door Volare '81 reyndar til sölu á 10 þús kall hér um daginn.. ekki eitt svar... Honum var fargað.. Ljósblár.. númerið var FZ-291 minnir mig..
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=18931
-
Synd ég hefði viljað að sjá hann og bjarga en ég er bara nýlega búinn að vera í þessu að redda þeim frá förgun og náði að bjarga þarna líklega 80-81 módel af station bílnum svo milli 76-80 2ja dyra en hringlaga ljósin eru á honum.
-
tveggja dyra bíllin er hann nokkuð matt svartur :D :D
-
Þessi sem ég er að fá er rauðleitur en lakkið er ónýtt á honum en undir er hann hvítur þannig að rauði er ekki orginal liturinn.
Endilega segjið mér frá ef þið hafið eitthvað um þessa bíla og svo einnig myndir en ég á myndir af þeim sem ég er að fá en veit ekki hvernig maður setur þá hérna inn:(
-
Kannski svona?
-
Akkúrat þessir 2:) ég er kannski orðinn vel bilaður að reyna að taka þessa í gegn en það sakar ekki að reyna:)
Hver er saga þessa tveggja? Þegar maður er að byrja á svona ævintýri þá verður bara að vita forsöguna á þeim og einnig annarra sem hafa verið hérna:)
-
Ég er ekki frá því að þessi eða mjög líkur bíll hafi verið á brautinni í fyrra..
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/roadrunner-76-360-rt-1992.jpg)
-
Átti svona station bíl, einmitt með ferköntuðu ljósunum, bara helv, fín kerra.
Gangi þér vel með verkefnið
-
vantar hásingu og grill af svona bíl ef þú ert til þá 869 3896 Márus Líndal
-
Það er/var einn svona steisjón á Búðardal.. Með ferköntuðum ljósum ef ég man rétt.. Stóð við eitt hús þar óhreyfður í svona 2 ár.. Má vel vera að hann sé þar ennþá.. Líklega best að hringja í Dalakjör og spyrja útí ameríska steisjon bílinn sem er næstum því beint á bakvið ríkið.. Það hlítur einhver þar að vita eitthvað um hann :lol:
-
eg átti einn svona einsog þennan rauða fyrir 2 árum eða svo hann var grár SE týpa með stólum og stokk en slant sex sem vél hann málaði ég mattsvartan og setti breið dekk undir hann og krómfelgur en seldi svo fljotlega ég sá hann á borganesi fyrir utan lögreglustöðina þar fyrir 4-5 mánuðum síðan hann ber eða bar fornplötur U 232 minnir mig tékkaðu á honum í safnið :wink:
-
Það er/var einn svona steisjón á Búðardal.. Með ferköntuðum ljósum ef ég man rétt.. Stóð við eitt hús þar óhreyfður í svona 2 ár.. Má vel vera að hann sé þar ennþá.. Líklega best að hringja í Dalakjör og spyrja útí ameríska steisjon bílinn sem er næstum því beint á bakvið ríkið.. Það hlítur einhver þar að vita eitthvað um hann :lol:
Hann stendur þar enn og hefur gert síðan að ég flutti í dalina 2001 :wink: Eigandi heitir Kristján Jóhannsson og er í símarskránni (já það er bara einn með þessu nafni í Búðardal). Dalakjör er nú orðið Samkaup Strax :wink: Og já hann er með parketi á hliðunum :lol:
-
Já sælir ég sé að það eru góð viðbrögð við þessum tækjum en ég ætla mér að gera þá upp þannig að ég get ekki selt neitt úr þeim meðan ég er að finna mér parta í þá til að gera við, eins og er en endilega ef einhverjir þekkja sögu þessa tveggja þá um að gera að deila því með öllum því það fylgir alltaf einhver saga með öllum bílum ;)
-
Ég fór suður að sækja stationinn með rafgeimi og fölsk númer í farteskinu, ók honum til akureyrar með bensínbrúsa á farþegagólfinu og slöngu fram í húdd, slantarinn malaði flott og vagninn leið fínt um, meiraðsegja virkuðu öll ljós og bremsur þrátt fyrir langa stöðu.
2doorinn keypti bróðir minn á sínum tíma fyrir 1 hamborgara í nætursölunni á fylleríi og keypti ég hann síðar af honum fyrir hálfann farm í innkaupakerru í nettó.
Svona svo þú hafir nú einhverjar sögur í safnið :)
-
Ef þú vilt svo bæta enn meiri skemmtilegheitum í söguna þá eignast ég þá svo báða og skipti svo á þeim og helvíti góðu hældrifi í díselbát 8)
kv
Björgvin
-
hehe gaman af þessu en hvað eru búnir að vera margir eigendur af þessum 2 síðustu árin en það virðist hafa verið að flakka mikið á milli hinngað til. :)
-
heit vara :)
-
Já þeir eru það en núna munu þeir fá að stoppa hjá mér og verða að einhverju á næstu mánuðum þannig að þeir séu ekki að vera verri og verri með tímanum eins og margir bílar eru að verða hinngað og þanngað :(
-
Sælt fyrir fólkið ég var á leiðinni frá norðan um helgina og sá hvítann 2dyra annað hvort Plymouth Volare eða Dodge Aspen á planinu hjá Hyrnunni á Borgarnesi sem var mjög glæsilegur að sjá þó ég náði ekki að stoppa til að skoðann nánar en vitiði eitthvað um þennann bíl????
-
Það er sá sami og Gummari átti. Hann er búinn að skipta oft um eigendur í Borgarnesi og það er búið mála hann hvítan.
-
:) Gaman af því en eiga menn myndir af honum? og vita menn um einhverja varahluti og vélar sem gætu passað í tækin sem ég er að fá?
kv Heilagur
-
einn svona við háaleitis braut í rvk
með sílsapústi
-
eitt 2 dyra volare hræ að grotna niður í vestmannaeyjum veit ég
-
:) Gaman af því en eiga menn myndir af honum? og vita menn um einhverja varahluti og vélar sem gætu passað í tækin sem ég er að fá?
kv Heilagur
360 smallblock´+ 727 skiftingu í bílinn,- ekki spurning.
Þetta ætti að passa beint í hann, það er að segja ef hann er með K- bita.
Annars ætti að vera hægt að fá í hann K-bita.
Það ætti að vera hægt að fá svona vél á þokkalegu verði því það er slatti til af þeim.
-
Frábært þar sem mig vantar nýtt í kramið þar sem gamla línu sexan í 2dyra bílum er öll föst og mun líklega ekki lifna aftur til lífsins nema að tæta í sundur og raða saman en maður nennir ekki að standa í því fyrir sexu þegar maður getur fengið áttu í vélarsalinn;)
-
Þetta er nú meira brasið en ég ætlaði að ná í stationinn um helgina þar sem ég hafði loksins almennilegt helgarfrí þá var búið að draga stationinn aftur innfyrir griðingu hjá aðstoð á akureyri en ég frétti að hann var þar fyrir utan vikuna áður sem er bara bögg þar sem ég var búinn að leysa hann út:( og svo voru allir á kvartmílunni fyrir sunnann þannig ekkert hægt að redda þessu á meðan......
-
Búðardalsbílinn sem var nefndu fyrr í þræðinum er búinn að standa í allavega 10-15ár. En gæti verið eitthvað nothæft í honum.[/quote]
-
Sælt fyrir fólkið ég var á leiðinni frá norðan um helgina og sá hvítann 2dyra annað hvort Plymouth Volare eða Dodge Aspen á planinu hjá Hyrnunni á Borgarnesi sem var mjög glæsilegur að sjá þó ég náði ekki að stoppa til að skoðann nánar en vitiði eitthvað um þennann bíl????
fórum i husafell um verslo og saum á leiðinni að uppi eithverji hliðinni a malarvegi stoð eithver hvitur gamall ákvaðum að tjekka a honum i bakarleiðinni þar var hvit rullaður dodge aspen a kromfelgum breiðum að aftan hrillilega töff var samt half þýfislegurbill hann stoð þarna opinn var með slantarai huddinu og sona spurning hvort að það se buið að sækja hann allaveganna þegar þu ert nybuinn að beygja afleggjarann til hægri áður en þukemur á brunna er hann hægra meginn uppi hliðinni rett hja sona jarn tánk :wink:
-
Já sælir bara snilld að heyra um þessa bíla hinngað og þanngað en ég væri mikið til að komast yfir fleirri svona hvort sem partabíla eða project en ég hef plássið til að geyma þá og svo losnar húsnæðið í vetur til að vinna í þeim en fjárhagurinn verður hins vegar ekki sterkur meðan ég er að koma þaki yfir mig og tækin....en ef menn vantar að losna við hin og þessi klassísku tæki þá væri mér sannur heiður að taka þau að mér þar sem safnara genið ræður ríkjum í mínu blóði:)
-
Bróðir minn á þenna í vestmaneyjum getur sjáfsagt fengið hann er með 318
svo á hann fult af vara hlutum búinn að rífa nokkra