Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Biggzon on July 10, 2007, 23:59:27

Title: Nissan 300zx í breytingu takk fyrir mig!
Post by: Biggzon on July 10, 2007, 23:59:27
Jæja þá hefst niðurrifið á boddy og vél á bílnum mínum, byrjaður að rífa boddyhluti frá og var að klára að rífa gírkassa og púst undann rétt áðann, allt sem er farið af verður hent eða reynt að selja á ebay.

myndir á síðunni minni

http://www.cardomain.com/ride/2621568/3
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Valli Djöfull on July 11, 2007, 09:16:43
Líst vel á þetta hjá þér..
Verður gaman að sjá útkomuna.. 8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Bannaður on July 11, 2007, 09:34:29
Eitt hef ég aldrei getað skilið :roll:   Af hverju eru menn að skrifa á ensku á Cardomain og pósta svo alltaf linka hér :?:

já aftur að þráðnum. fínt hjá þér, en hvað felst í þessum 700hö hjá þér.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: fordfjarkinn on July 11, 2007, 09:48:26
Ég vona að þér gangi vel að hóa saman þessum 700 hestum og og raða þeim rétt í hesthúsið. það veitir ekki af eftir að það sást til þessarar toyotu þarna um daginn. þar eru nú nokkrir gæðingarnir.
K.V. teddi@racebensin.com
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on July 11, 2007, 10:55:47
Tjahh inní þessu er wiseco oversize stimplar og mun öflugri stimpilstangir, annað hvort jwt sport 700bb eða Z1 GT725r túrbínur. blokkin boruð út, stærri þrottlur, 800cc venom spíssar, Zemulator talva, HKS Hyper Cat Back pústkerfi, Underdrive pulley set, nýr gírkassi, carbon drifskaft, jwt dual pop charger, nýir ventlagormar og undirlyftur, ný bensíndæla, erebuni spoilerkit og wings west spoiler + heilsprautun svona til að sjæna boddýið með :) svo verður skipt um allar pakkdósir, restina af legunum ný vatns og olíudæla og sitthvað krómað í húddinu :D

Er  með fullt af dóti fyrir einsog stærri intercoolera létt kasthjól centerforce kúplingu og meira meðlæti.

en þetta er svona basic hugmyndinn af þessu og samkvæmt öllu þá á ég að fá amk 650-700 hross útúr þessu. um leið og ég hef efni á nýjum heddum með stærri ventlum get fengið meira útúr vélinni 8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: burgundy on July 11, 2007, 13:39:34
Quote from: "Biggzon"
Tjahh inní þessu er wiseco oversize stimplar og mun öflugri stimpilstangir, annað hvort jwt sport 700bb eða Z1 GT725r túrbínur. blokkin boruð út, stærri þrottlur, 800cc venom spíssar, sama talva og siggi er með í sínum, Underdrive pulley set, nýr gírkassi, carbon drifskaft, jwt dual pop charger, nýir ventlagormar og undirlyftur, ný bensíndæla, erebuni spoilerkit og wings west spoiler + heilsprautun svona til að sjæna boddýið með :) svo verður skipt um allar pakkdósir, restina af legunum ný vatns og olíudæla og sitthvað krómað í húddinu :D

Er  með fullt af dóti fyrir einsog stærri intercoolera létt kasthjól centerforce kúplingu og meira meðlæti.

en þetta er svona basic hugmyndinn af þessu og samkvæmt öllu þá á ég að fá amk 650-700 hross útúr þessu. um leið og ég hef efni á nýjum heddum með stærri ventlum get fengið meira útúr vélinni 8)


pretty nice :twisted:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: íbbiM on July 11, 2007, 15:31:01
gott, en 700hö?
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on July 11, 2007, 16:04:11
Já túrbínurnar hafa mest að segja og geta fætt allt að 8-900hp með réttri tjúningu skv framleiðanda þeirra. með þessum breytingum sem ég er að fara útí er hægt að áætla milli 650 til 700hp en ekkert er öruggt samt :) það kemur náttlega bara í ljós þegar bíllinn verður dyno mældur eftir allt baslið 8) en ég er nokk vongóður með þessa hp tölu
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: íbbiM on July 11, 2007, 17:24:31
já, ég kalla þig þá góðan
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: SupraTT on July 11, 2007, 21:43:35
Quote from: "fordfjarkinn"
Ég vona að þér gangi vel að hóa saman þessum 700 hestum og og raða þeim rétt í hesthúsið. það veitir ekki af eftir að það sást til þessarar toyotu þarna um daginn. þar eru nú nokkrir gæðingarnir.
K.V. teddi@racebensin.com


hehe , já eg var mjög ánægður með Sunoco Max NOS bensínið bíllinn var að virka mjög vel á 22.5 psi ,  nú á bara eftir að prufa að testa það og blása aðeins meira / 30+ psi, þegar kúpling og svona fer í   :P
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Racer on July 11, 2007, 21:48:07
good luck ef þú stefnir á þessar Z1 GT725r.. þarft allanvega í 32 psi til að ná þessum 700 hö-um útúr og trúlega þarf að dæla race bensíni í kaggann

annars er ég ekki þekktur fyrir að drepa áhuga manna svo DO IT :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Ó-ss-kar on July 11, 2007, 23:29:19
Quote from: "Bannaður"
Eitt hef ég aldrei getað skilið :roll:   Af hverju eru menn að skrifa á ensku á Cardomain og pósta svo alltaf linka hér :?:

já aftur að þráðnum. fínt hjá þér, en hvað felst í þessum 700hö hjá þér.


Hvernig stendur bíllinn þinn annars ?? og hvaða dótarí átti að fara í hann aftur ?

En já ON topic þá er svooo miiiiikið meira en að segja það að ná í 500+ rwhp

En gangi þér vel með þetta! Verður allavega áhugavert að fylgjast með  8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on July 16, 2007, 15:32:08
Þetta gengur þó að það sé ekki beint hratt, enn svona pæling vantar einhverjum Garrett T25 túrbínur, eknar um 3k kílómetra og barasta fínustu túrbínur :D kostuðu 100k en sel þær samann á 60k.

Sló til áðann og pantaði zemulator tölvu, JWT sport 700bb túrbínur og jwt dual pop charger og uss hvað manni svíður í visa kortið núna :?

Nýjustu myndir inná http://www.cardomain.com/id/biggzon
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on July 22, 2007, 16:04:11
Fyrsta sending frá z1 motorsports s.s Wiseco stimplar og eagle stimpilstangir. og myndir af túrbínum sem eru á leið til landsins, væntanlegar með fedex þann 25.júlý :twisted:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: gstuning on July 23, 2007, 10:32:23
Var ekki hægt að fá ceramic coataða stimpla?
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on July 23, 2007, 11:05:00
þetta er það sem þeir selja hjá Z1 motorsport í Californiu í massavís, það getur verið að Wiseco bjóði uppá ceramic coat-aða en þar sem ég verslaði ekki beint við þá svo að :)  en nokk ánægður með þessa en það verður bara koma í ljós hvernig þeir performa 8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: ingvarp on July 23, 2007, 11:26:21
hellvíti flott hjá þér :)

gangi þér sem best í að ná þessum 700 hestum  8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on July 31, 2007, 20:26:30
jæja alltaf bætist dótið í bílinn, spoilerkit og turbokit komið í hús. zem talvan kemur á föstudag og í gær festi ég kaup á fartölvu sem mun koma til með að vera alfarið í bílnum. pústkerfið kemur vonand á mánudaginn svo að þetta er allt að gerast :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Ibbi GTi on August 02, 2007, 13:09:54
Nissan 4 THE WIN...Verður gaman að sjá þennan reddý...
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on August 03, 2007, 18:52:02
Jæja myndir af JWT Sport 700bb og JWT dual pop charger 8)

Nýju túrbínurnar aðeins stærri :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: baldur on August 03, 2007, 19:00:37
Hver verður þjappan í mótornum, hve mikið á að blása og á hvaða eldsneyti?
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on August 03, 2007, 19:08:07
Þjappan verður sú sama 8,5:1 og reikna með að blása 30-32psi uppá braut. með bensín hmm hef reyndar ekki ákveðið en það verður einhverskonar race bensín. kanski þetta sunoco max nos eða eitthvað svipað. svo verður hann bara með sér stillingu í lappanum fyrir innanbæjar akstur og sér fyrir kvartmílu.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: einarak on August 04, 2007, 13:48:46
það er ekkert verið að spara það  :shock:  geggjað stöff  :!:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: gstuning on August 05, 2007, 10:49:21
Hvað er þvermálið á afgas spöðunum?
Áttu til compressor map af þessum túrbínum?

Hvað er A/R á þeim og hvað er compressor hjólið stórt í þvermáli?
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on August 05, 2007, 11:37:38
Þetta er það sem ég fékk á heimasíðu JWT
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on August 05, 2007, 11:42:41
http://www.jimwolftechnology.com/customer_part_detail.asp?PartID=447

Þetta er svo likurinn á bínurnar á heimasíðu JWT ef fólk vill lesa meira um þessar túrbínur :)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Gilson on August 06, 2007, 15:53:13
þetta lítur vel ut gangi þér vel  :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: gstuning on August 07, 2007, 22:07:55
Þessar túrbínur eiga eftir að gera góða hluti.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on August 09, 2007, 00:24:54
jæja kaminari spoilerinn kominn heim :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Valli Djöfull on August 09, 2007, 22:28:04
Gott að vera með svona stækkanlegt eldhúsborð til að geta geymt spoilerinn á því  :lol:

Líst vel á þetta project hjá þér!  8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on August 26, 2007, 19:44:04
Jæja þá eftir miiikla vinnu fór vélinn loksins uppúr og á stand en ég læt bara myndirnar tal sínu máli :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on August 27, 2007, 19:40:46
Kannski við hæfi að að koma á framfæri þökkum til félaga mínns sigga valla (sem sést á nokkrum myndum) fyrir ómetanlega hjálp með þetta project. sama hvað hann tekur sér fyrir hendur það er alltaf óaðfinnanlegt, gull af manni :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on September 02, 2007, 02:07:38
Jæja blokkin strípuð í frumeindir og tilbúinn í útborunn :D komst svo að því að höfuðlegurnar voru það illa farnar að sveifarásinn gekk til og frá! maður gat tínt flísar úr legunum. eitt run uppá braut í viðbót hefði getað gengið frá vélinni
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Orriboy on September 04, 2007, 21:13:44
8)

Er ekki kallinn bara flottur á því.  Gaman að sjá þetta verða að einhverju dýri.

Þarf að fara að kíkja í skúrinn á þig.

KV: Big Bro
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on November 14, 2007, 23:11:33
Jæja blokkin út boruð út stimpilkollurnar komnar á stangirnar og hringirnir. Svo dundaði ég mér við að lakka blokkina og fleiri vélarhluti svona til að sjæna smá  :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Gilson on November 14, 2007, 23:22:05
flott project   8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on January 22, 2008, 12:16:19
hmm ekki lumar einhver á nýrri olíudælu og pakkningasetti í nissan 300zx tt. er  frekar blankur einsog er og vantar þetta til að geta farið að púsla samann. kostar 41þúsund hjá z1 og það er of mikið þegar vsk bætist við hérna heima. er einhver þarna úti sem gæti átt svona:)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: -Siggi- on January 22, 2008, 17:11:23
Þetta er ekki til hérna heima.

Mér finnst þú vera svolítið að byrja á vitlausum enda.
Kaupir og kaupir fullt af fínu dóti og átt svo ekki fyrir basic stuffinu. :smt021
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on January 22, 2008, 17:25:19
hehe jú þetta átti að koma fyrst en shawn hjá z1 sagði að þetta hefði klárast þegar ég var að panta fyrst svo gleymdist þetta bara. er bömmed núna þar sem ég gæti sett vélina samann ef ég fengi þetta tvennt :roll:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on January 22, 2008, 17:26:12
en takk samt fyrir að leita, flott video af akstursbrautinni btw. gamann að sjá svona bíl í action hérna heima 8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Kiddi on January 22, 2008, 23:07:20
Þú þarft að balancera sveifarásinn sýnist mér... er þetta ekki miklu léttara dót þ.e.a.s. nýju stangirnar og stimplarnir.....

Persónulega hefði ég málað þetta svart..  :roll:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on January 23, 2008, 09:28:02
það er búið að því öllu samann bora út laga endaslagið ofl. fór með allt dótið í vélaland og það græja það :wink:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: gardara on January 23, 2008, 09:49:35
Fínar breytingar í vélarhlutanum... En að mínu mati mætti alveg sleppa einhverju bodykiti.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on January 23, 2008, 13:10:17
það verður að vera finnst mér kominn með spoiler-inn vantar bara rest. kittið sem ég átti að fá klikkaði og núna er ég bara leita að rétta kittinu og rétta aðilanum til að flytja það inn:)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Heddportun on January 23, 2008, 16:46:36
Rétta leiðin er að balancera stangir,stimpla,legur og hringi saman við Sveifarásinn

Þeir í vélalandi eru ekki með balancingarvél

En það er skárra að vera með yfirbalancerað en undirbalancerað assembly þ.e. stangir og stimpla léttari en oem

H beam eru þungar svo það er sennilegast þyngra en oem
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on January 23, 2008, 22:30:23
ég fór með allt til þeirra og sagði við sigga að ég vilda bara fá þetta lagað og borað og tilbúið beint í bílinn, hann sagði að þetta væri reddy meira veit ég ekki... :roll:  vona bara að þetta klikki ekki
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Heddportun on January 24, 2008, 00:04:26
Þetta hefur bara verið matchað og viktað saman,það er ekkert að því sem slíkt
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Kiddi on January 24, 2008, 00:23:11
Quote from: "BadBoy Racing"
Þetta hefur bara verið matchað og viktað saman


Heldur þú það  :?  :roll:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Heddportun on January 24, 2008, 16:22:47
Já Kristinn :smt006
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 04, 2008, 02:17:52
jæja eftir hálf vandræðalega vöntun :oops:  pantaði ég pakkningasettið og olíudæluna og kemur með fedex þann 5 feb. Stefnt verður á að prufa gangsetningu eftir 3-4 mánuði vonandi  [-o<
Title: 300zx
Post by: Dodge73" on February 04, 2008, 13:49:36
þetta er virkilega flott hja þer gangi þer bara vel með þetta það verður gaman ad sja þennan a brautinni
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 04, 2008, 14:34:05
ég þakka bara kærlega fyrir enda hlakkar mig endalaust til að fara byrja púsla \:D/  svo ef eitthvað verður af þesari sýningu getur vel verið að bíllinn og vélinn verði þar sé áhugi hjá stjónarmeðlimum :)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Daníel Már on February 04, 2008, 14:57:57
Mjög flott vonandi allt upp hjá þér og hlakka til að sjá þennan og jafnvel mæta þér uppá braut í sumar :)
Title: 300zx
Post by: Dodge73" on February 04, 2008, 17:38:06
ja mig langar lika ad fara með minn a syninguna ef þeir hafa ahuga a þvi
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 05, 2008, 00:46:07
jæja þetta er byrjunin loksins loksins eitthvað að gerast :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Bannaður on February 05, 2008, 01:59:41
Þessi blái litur er náttúrulega bara viðbjóður  :?
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: johann sæmundsson on February 05, 2008, 03:05:23
Quote from: "Biggzon"
jæja þetta er byrjunin loksins loksins eitthvað að gerast :D


Flott hjá þér Biggzon, en segðu mér eru þetta kælinipplar fyrir stimplana
þarna hægra meginn í blokkini.

kv. jói.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: johann sæmundsson on February 05, 2008, 03:10:49
þetta átti víst að fylgja með.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 05, 2008, 10:22:12
Sko ég er Chelsea maður útí gegn þannig að það kom ekkert annað til greina en að hafa bláan lit á vélinni svo að mér er sama hvað öðrum finnst með það :D  En er ekki allveg viss hvað þetta hægra megin er en var einmitt að pæla í því í gær, verð búinn að komast að því í kvöld :wink:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: -Siggi- on February 05, 2008, 19:17:35
Quote from: "johann sæmundsson"
Quote from: "Biggzon"
jæja þetta er byrjunin loksins loksins eitthvað að gerast :D


Flott hjá þér Biggzon, en segðu mér eru þetta kælinipplar fyrir stimplana
þarna hægra meginn í blokkini.

kv. jói.


Það eru bara öndunar göng upp í heddin þarna.

En það eru þrír spíssar sem kæla stimplana, þeir eru í miðri blokkinni en sjást ekki fyrir stöngunum.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 05, 2008, 19:46:56
einmitt! og var enda við að eyða klukkutíma að leita að þessum litlu spíssum. svona gerist þegar konur fá að raða í kassa :wink:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Belair on February 07, 2008, 22:19:11
hey Birgir er þetta framtíðin hja þer  :wink:

(http://img107.imageshack.us/img107/3953/copyofzhouse7hn.jpg)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 08, 2008, 00:54:21
:smt060  :drool:  :smt045  Þetta er bara draumurinn!!!!

En tók aðeins á því kvöld og setti pínu samann, ekkert merkilegt en allavega byrjunin :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Belair on February 08, 2008, 01:08:14
miðar vel áfram hja þer  :smt023
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Bannaður on February 08, 2008, 17:43:27
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/v_l_009__800x600_.jpg)

Passadu Tig a ad setja nyjar hosur ut ur heddunum ef taer eru ekki nylegar.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 08, 2008, 18:26:45
heh já heddin komu svona úr geymslu og beint á vél, það á eftir að vinna mikið meira með heddinn :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Frikki... on February 08, 2008, 19:36:21
flottur nissan biggzon 8)  hvenar ertu að stefna á að hafa hann ready?
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: 427Chevy on February 08, 2008, 22:46:09
helvíti flott hjá þér siggi gangi ykkur vel
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 09, 2008, 03:30:58
stefnan er sett á að vélinn verði tilbúinn þegar ég hef efni á tímareim, knock sensor og vatnsdælu. Sem verður fyrir Maí því bíllinn verður á bíladellu 2008 sem bíll í uppgerð. en bíllinn verður ekki settur á númer fyrr en í fyrsta lagi fyrir næsta sumar ss 2009. heyrðu takk fyrir grétar, einsog við báðir vitum þá munar um að hafa sigga til að hjálpa sér :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Frikki... on February 09, 2008, 10:42:49
hvenar verður bíladella 2008 birgir? ég ætla sko að mæta á hana þetta ár komst ekki á síðasta ári :(
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 09, 2008, 11:17:53
bíladella 2008 er sýning kvartmíluklúbbsins :wink:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: -Siggi- on February 09, 2008, 19:19:52
Quote from: "427Chevy"
helvíti flott hjá þér siggi gangi ykkur vel


Hann heitir Biggi sem á þennan bíl.
Ég á engan heiður að þessu en þakka þér fyrir samt. :wink:

Þeir eru tveir svona hvítir.

(http://memimage.cardomain.net/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_15_full.jpg)

(http://www.dragtimes.com/images/13154-1993-Nissan-300ZX.jpg)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Frikki... on February 09, 2008, 20:20:55
Quote from: "-Siggi-"
Quote from: "427Chevy"
helvíti flott hjá þér siggi gangi ykkur vel

(http://www.dragtimes.com/images/13154-1993-Nissan-300ZX.jpg)
geðveikur nissan hann er svona clean útlit ekkert ýkt bara töff :D  8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 09, 2008, 20:54:34
það vill svo skemmtilega til að strákurinn sem er að hjálpa mér hérna á akranesi heitir einmitt siggi, reyndar kallaður siggi valli. Eðlilegur misskilningur :D  en engu að síður gott samt að þekkja annan sigga sem á eins bíl til að forvitnast hjá þegar þarf:)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Frikki... on February 09, 2008, 21:21:29
Birgir hvernig litur á að vera á nissaninum? verður hann bara hvítur
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 09, 2008, 22:55:49
humm ekki allveg ákveðið, getur verið að ég hafi hann hvítan en það er líka pæling með cobalt eða midnight blue..... Ætlaði að biðja grétar hérna á akranesi að sprauta en þar var talað um 5-600k fyrir heilsprautun í sama lit svo að hann verður sjænaður af mér og sigga félaga mínum í staðinn :)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Frikki... on February 10, 2008, 13:27:26
já ok gangi þér vel með þetta Birgir 8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 13, 2008, 00:54:03
jæja jæja núna líst mér á. loooksins fóru nýju bínurnar á vél :smt038
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Belair on February 13, 2008, 01:06:23
flott  :D  en þarf ekki að þyngja afturendan fá afturdekkinn niður á jörðina  :lol:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Frikki... on February 13, 2008, 18:39:33
Quote from: "Belair"
flott  :D  en þarf ekki að þyngja afturendan fá afturdekkinn niður á jörðina  :lol:
HeHe já það þarf kannski...
en já þetta er orðið flott...
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 15, 2008, 13:32:20
vá þessar túrbínur eru of stórar fyrir þessa vél. djöfulsins basl að fá allt til að passa í kring, rör, hlífar og meiraðsegja mótorbitann :smt017 en þolinmæði borgar sig :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Dodge on February 15, 2008, 14:02:56
Það munar ekki um fyrirferðina á þessu sexu kríli :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 15, 2008, 15:27:34
já það fer pínu fyrir henni tala nú ekkii um þegar hún er kominn oní :smt021    :wink:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: hjalti_gto on February 26, 2008, 05:15:22
Flott project hjá þér, Vona samt að þú sért búin að hætta við að fá þér þetta kit.
(http://memimage.cardomain.net/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_18_full.jpg)

Alvveg hræðilegt sorry  :shock:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 26, 2008, 09:08:31
jamm þetta er kittið sem kom eikka gallað ætla versla stakt á hann, 99 jspec fram stuðara svo hef ég ekki ákveðið með sílsa eða síkkunina að aftan
(http://www.conceptzperformance.com/images/nismo/michaelhjspec.JPG)

Mynd af fram stuðaranum
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Frikki... on February 26, 2008, 12:45:33
Quote from: "Biggzon"
jamm þetta er kittið sem kom eikka gallað ætla versla stakt á hann, 99 jspec fram stuðara svo hef ég ekki ákveðið með sílsa eða síkkunina að aftan
(http://www.conceptzperformance.com/images/nismo/michaelhjspec.JPG)

Mynd af fram stuðaranum
hann væri miklu flottari með þennan stuðara 8)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 26, 2008, 14:51:08
já þeir á fairladyzx.com sögðu að þessi stuðari væri bestur fyrir bíla með side mount intercoolera og ekki skemmir það aða hann sé helnettur :twisted: bara gallinn er sá að ég veit ekki með síkkunina að aftan útaf því að hks hyper cat back kerfið er pínu cockeyd þar sem það kemur út og ekki vist að síkkunin komist fyrir..... :?

like so
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: -Siggi- on February 26, 2008, 22:44:36
Quote from: "Biggzon"
jamm þetta er kittið sem kom eikka gallað ætla versla stakt á hann, 99 jspec fram stuðara svo hef ég ekki ákveðið með sílsa eða síkkunina að aftan
(http://www.conceptzperformance.com/images/nismo/michaelhjspec.JPG)

Mynd af fram stuðaranum


Nú erum við að tala saman, þetta er langflottasti stuðarinn á þessa bíla.
Sleppa þessu viðbjóðslega kitti.
Þetta stefnir í hörku græju hjá þér.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on February 26, 2008, 23:16:30
Ég þakka það siggi, hvenar ætlar þú svo að fara stækka við þinn Z32?
Já er sammála með kittið feginn að hafa hætt við það, þessi stuðari er einfaldur, not over the top. Ferðu ekki með þinn á sýningu siggi :?:  :wink:
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Belair on February 26, 2008, 23:39:23
Quote from: "Biggzon"
jamm þetta er kittið sem kom eikka gallað ætla versla stakt á hann, 99 jspec fram stuðara svo hef ég ekki ákveðið með sílsa eða síkkunina að aftan
(http://www.conceptzperformance.com/images/nismo/michaelhjspec.JPG)

Mynd af fram stuðaranum


fannst hann fyst la la EN fór að skoða á google eftir það,
 þá er þessi góður með eða an kitt ,
en ég fann nokkar svona little bit special

þessi sem er útfærður á allar gerðir af billum
(http://www.nopinationals.com/2002/carshow/nissan/300ZX%20White%20with%20blue%20wiring.jpg)

wannabe Lambo
(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/jakari300zx_1.jpg)

0g svo þessi  :smt017
(http://www.arizonazcar.com/z32nose.jpg)


varstu búinn að afskár þennan aftur enda  :D

(http://www.streetconcept.com/prodimages/300ZX_COMBAT_WINGSWEST_REAR.JPG)

http://www.streetconcept.com/shopdisplayproducts.son?id=194&cat=300ZX%2090-96&prodtype=Body%20Kits
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: ljotikall on February 27, 2008, 12:17:44
mer finnst þeir lang flottastir svona... spoilers lausir og clean
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/21_06_06/normal_DSC00486.JPG)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on March 09, 2008, 02:53:10
jæja gerði reyndar slatta í kveld og afraksturinn er svona :D myndirnar reyndar teknar á síma svo gæðinn eftir því......... :wink:
Title: Nissan 300zx í breytingu(nýjar myndir bls 7)
Post by: Biggzon on March 18, 2008, 23:23:24
jæja þá er vélinn eilega reddy fyrir utan tímareim. Svo þarf reyndar að þrífa og bóna áður en skundað verður með á sýningu :) nokkrar myndir af kveldinu
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on March 19, 2008, 11:52:50
bara prófa :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on April 11, 2008, 22:07:45
jæja mótorinn er reddy eða svona hérumbil fyrir utan kúplings disk en samt klár og síðasta sem fór á í boði Z1, Greddy extreme timing belt :D
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: johann sæmundsson on April 12, 2008, 02:39:32
Þetta er glæsilegt hjá þér, ég hef alltaf gaman að svona "öðruvísi" verkefni. En segðu mér, hvernig breytist tíminn á inntaksásunum?

Einhverjar tímatöflur yfir það.

jói.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on April 12, 2008, 09:37:41
Takk fyrir það :D  Það eru solenoid valves  aftan á 2 ásum sem notar smurþrýsting til að breyta afstöðu ventla eftir þörfum :)
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: -Siggi- on April 12, 2008, 18:31:55
Quote from: "johann sæmundsson"
Þetta er glæsilegt hjá þér, ég hef alltaf gaman að svona "öðruvísi" verkefni. En segðu mér, hvernig breytist tíminn á inntaksásunum?

Einhverjar tímatöflur yfir það.

jói.


Tíminn er óbreyttur í hæga gangi svo flýtir hann honum um 10 gráður þegar hann fer upp á snúning en dettur svo aftur til baka á toppsnúningi.

Ég veit ekki nákvæmlega snúningstölurmar.
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: baldur on April 12, 2008, 19:18:33
Hefur hann bara svið til breytinga um 10 gráður?
Title: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: -Siggi- on April 12, 2008, 22:42:51
Já og það er bara on eða off.

Þetta er auðvitað gömul hönnun sem kom fyrst 89 í þessum bílum.
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Biggzon on April 22, 2008, 18:01:04
jæja ákvað áðann að panta mér smá bling dót í bílinn sem reyndar gerir nokk meira en að vera bling :lol:
(http://www.z1motorsports.com/imagemagic.php?img=images/pulleykit.JPG&w=800&h=616&page=popup)

Unorthodox Racing pulley for the 1990-1996 300ZX Twin Turbo/Non Turbo.
UR pulleys will add 22-24HP for a Twin Turbo, and 16-18HP for a Non Turbo.

The complete 4 piece pulley set comes with

    * Crank
    * Alternator
    * Water Pump
    * Power Steering Pulley.
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Dogma on April 25, 2008, 07:09:32
mer finnst þeir lang flottastir svona... spoilers lausir og clean
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/21_06_06/normal_DSC00486.JPG)

þetta þykir mer ekki flott :D
wings west kittið er bara vangefið á þessa bíla  :!:

(http://www.streetconcept.com/prodimages/300ZX_COMBAT_WINGSWEST_SIDE.JPG)
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 6
Post by: Biggzon on April 25, 2008, 14:20:13
Wings West kittið er ekkert slæmt en eftir að hafa rankað við mér þá finnst mér 99 jspec settið langflottast, ss stuðarinn, afturljósin clear corner lenses. Það er bara clean og er ekkert öskrandi á athygli þannig séð. En þessi rauði með wings west dótinu er mjög flottur :!:
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Spratz on April 25, 2008, 14:52:43

mer finnst þeir lang flottastir svona... spoilers lausir og clean
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/21_06_06/normal_DSC00486.JPG)

(quote/)þetta þykir mer ekki flott :D


Þetta er langflottast svona ekkert óþarfa drasl utan á bílnum  8-)
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 7
Post by: Dogma on April 27, 2008, 20:32:30

mer finnst þeir lang flottastir svona... spoilers lausir og clean
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/21_06_06/normal_DSC00486.JPG)

(quote/)þetta þykir mer ekki flott :D


Þetta er langflottast svona ekkert óþarfa drasl utan á bílnum  8-)
já ég reyndar tek þetta til baka þessi bíll er frekar nettur en held hann væri flottari ef hann væri með wingswest::D
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 6
Post by: Biggzon on April 29, 2008, 23:23:31
Jæja fékk og setti í underdrive pulley settið en ekki það sem mig langaði í. Settið frá UR var eikka faulty vegna þess að vatnsdæluhjólið var ekki að gera sig og annaði ekki sem skildi. fékk í staðinn AMS set sem er allveg jafn gott og kostar 105$ minna =D> og ein mynd af vagninum eftir vetrarsetuna, og ennþá flott bónhúð á honum(stóð úti btw) Zymöl gott bón :!: nokkrar myndir en þið sjáið þetta á sýningunni líka en svona smá sneak peak
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 6
Post by: Gilson on April 30, 2008, 11:53:13
flott project, en hvenar er gangsetning ?
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu Nýjar myndir á bls 6
Post by: Biggzon on April 30, 2008, 15:09:35
Gangsetning hummm, það fer bara eftir peningamálum. það á ennþá eftir að kaupa allt pústkerfið nýtt harness fyrir mótor gera upp gírkassa kúplingsdisk og 1piece drifskaft og einn mjög dýrann skynjara wideband 02 sensor. þannig að vonum bara að ég vinni í lottói eða fæ slatta í vaxtabætur í ágúst :D en o boy hvað verður gamann að keyra bílinn aftur eftir þetta svo gott sem nýjan
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu takk fyrir mig
Post by: Biggzon on May 13, 2008, 01:27:35
Ég vill bara þakka aðstandendum og fólkinu sem mætti fyrir frábæra sýningu og vona bara að einhverjir hafi haft gamann að sjá græjuna mína þrátt fyrir að vera ekki tilbúinn ](*,)
(http://memimage.cardomain.com/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_96.jpg)
(http://memimage.cardomain.com/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_97.jpg)
(http://memimage.cardomain.com/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_98.jpg)
(http://memimage.cardomain.com/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_99.jpg)
(http://memimage.cardomain.com/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_100.jpg)
(http://memimage.cardomain.com/member_images/5/web/2621000-2621999/2621568_101.jpg)
Title: Re: Nissan 300zx í breytingu takk fyrir mig!
Post by: Biggzon on July 06, 2008, 16:38:09
Jæja ekki mikið búið að ske undanfarið nema hvað að kreppan veldur því að maður á ekki efni á að reka sjálfan sig hvað þá að kaupa dót. síðustu vikur hafa farið í stíft prútt við Z1 og specialty Z vegna partana sem eftir eru. Fæ geggjað komplett pústkerfi frá SZ hannað af Greg dupree sem á heiðurinn af 9sec 300zx úti. er að vinna í að fótósjoppa hvernig kemur út að hafa bílinn hvítann með svörtu nose panel, húddi, t-topp, skotti og spoiler. held að það komi rosa flott út! en smá vid hvernig 3" sz pústið hljómar...... naaaaaaaammmm

http://www.youtube.com/v/hD4bEfMIWw4&hl=en&fs=1