Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Moli on June 26, 2007, 00:43:42
-
Bílaklúbburinn Krúser heldur áfram að sýna nýinnflutta, eða bíla sem ekki hafa sést lengi á fimmtudagskvöldum sem fyrr að Bíldshöfða 18.
Næstkomandi fimmtudagskvöld eða þann 28. Júní kl: 20:00 mun Krúser sýna, nýskveraðan og glæsilegan
1979 Pontiac Trans Am með 1977 framenda[/u] beint úr smiðju undirritaðs!
Bílinn er nýbúið að taka í gegn og er hann að sögn þeirra sem séð hafa, gríðarfallegur, skora þess vegna á alla að mæta sem sjá sér það fært! :wink:
Um 21:30 verður síðan tekinn rúntur í bæinn, en það verður auglýst á staðnum, og fer að sjálfsögðu eftir veðri.
Spáð er mjög góðu veðri og er þetta því tilvalið tækifæri að sýna sig og sjá aðra! Sífellt er aukning á meðlimum í Krúser og telja þeir á sjötta hundraðið nú þegar! 8)
Glimrandi tónlist í anda sjöunda og áttunda áratugarins, og fyrir slikk er hægt að fá ískalt CocaCola og súkkulaði með til að seðja hungrið.
Sannir bílaáhugamenn láta sig ekki vanta á þetta! Hvar verður þú?? :smt066
Með kveðju,
Krúser-hópurinn
komnir til að vera.
Bíldshöfða 18.
-
Sannir bílaáhugamenn láta sig ekki vanta á þetta! Hvar verður þú?? :smt066 "
Moli,
Ég verð uppi á kvartmílubraut og bíð eftir að þið mætið með tryllitækin ykkar í MC!
Er með nokkra kassa af Prins Póló og gosi í skottinu ef ykkur svengir eða viljið þyngja bílana meira.
Annars: Til lukku með tækið. Þú varst ekki lengi að þessu!
Ragnar
-
sæll Raggi, já það er ekki hlaupið að því að fá menn til að keyra í MC.
Mjög margir sem mikið halda upp á bílana, hafa ekki áhuga á Kvartmílu og/eða vilja ekki slíta þeim upp á braut.
Finnst kannski meira varið í það að rúnta. :spol:
Ég veit hvar ég verð þegar ég fæ eitthvað betra undir húddið! 8)
-
meiri kellingarnar þessir Krúserar.... :lol:
-
Þetta eru ekki alvöru karlmenn þarna í krúsers, þora ekki einusinni að spyrna löglega. 8) 8) 8)
-
Sammála fullt af tækjum en ekkert tekið á því :(
-
:lol:
Ég ætla nú ekkert að svara fyrir allan hópinn og fullyrða að þeir þora því ekki.
Held að áhugin liggi bara í því að rúnta í góðu veðri heldur en að keyra brautina!
-
Ekki beint að ástæðulausu sem þetta heitir Krúsers :wink:
-
Svo held ég að það séu ekki margir bílar þarna sem eru að taka einhverja alminnilega tíma þó cylindrarnir séu í flestum tilfellum mátulega margir...
-
sæll Raggi, já það er ekki hlaupið að því að fá menn til að keyra í MC.
Mjög margir sem mikið halda upp á bílana, hafa ekki áhuga á Kvartmílu og/eða vilja ekki slíta þeim upp á braut.
Finnst kannski meira varið í það að rúnta. :spol:
Ég veit hvar ég verð þegar ég fæ eitthvað betra undir húddið! 8)
Það er nú ekkert hægt að nota þetta dót, þetta er bara gamalt og þreytt :lol:
Kv. Nóni
-
Bílarnir hjá Krúsers eru náttúrulega jafn misjafnir og þeir eru margir.
En það er akkúrat tilgangur krúserana, Bílaklúbbur fyrir Bílaáhugamenn, ekki akstursíþróttarklúbbur 8)
Hitt er svo annað mál að þarna eru margir bílar sem værir gaman að sjá uppi á braut.
Kv:
Þórir
Krúser # 74
-
Við þyrftum að hafa Krúser dag á brautinni það væri gaman að sjá.
-
Við þyrftum að hafa Krúser dag á brautinni það væri gaman að sjá.
meinaru ekki helgi fyrir þessa krúsera :lol:
-
Nonni Bjarna skrifar
Við þyrftum að hafa Krúser dag á brautinni það væri gaman að sjá.
Gæti ekki verið meira sammála. :D
Kv:
-
ALLIR Á RÚNTINN Í KVÖLD.... KLIKKAÐ VEÐUR OG BJART FRAMEFTIR ÖLLU!!! 8) 8)