Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: killuminati on June 25, 2007, 20:58:27

Title: gírkassi í golf '99
Post by: killuminati on June 25, 2007, 20:58:27
Ég veit ég ætti ekki að vera auglýsa eftir þessu hérna. En ég og brói erum í miklum vanda. Var að fara selja VW Golfinn hans í kvöld. Og hvað haldið þið að hafi komið fyrir í dag. Jám gírkassinn gaf sig. Og kaupandinn sem ætlaði að borga fyrir bílinn í kvöld frekar fúll (eins og við)

Á einhver svona notaðann kassa?

hafið samband í síma
s. 822-2594
kv.
Róbert
Title: gírkassi í golf '99
Post by: -Siggi- on June 26, 2007, 00:21:17
Þessir kassar eru gallaðir, þeir fara allir eins.
Hnoðin sem halda kambinum við keisinguna gefa sig og fara yfirleitt á milli kambs og pinjóns.

Þetta er kostnaður uppá 150-180þ ef að húsið er heilt
og er fyrir utan vinnuna við að taka kassan úr og í.

Bílhlutir í Hf. gætu átt kassa 555-4940.
Title: gírkassi í golf '99
Post by: killuminati on June 26, 2007, 00:26:28
Já ég hef heyrt það að þessi kassar séu gallaðir. Samt viðukenndi verkstæðið hjá Heklu það ekki.

Takk kærlega!
ég bjalla í Bílhluti á morgun.
Title: gírkassi í golf '99
Post by: íbbiM on June 26, 2007, 01:40:21
þessi kassar eru alveg.. handónýtir,

ég gæti samt haft áuga á bílnum kasslausum ef þetta verðue eitthvað vandamál hjá ykkur
Title: gírkassi í golf '99
Post by: killuminati on June 26, 2007, 20:53:53
já. Held að brói hafi ekki mikið efni á að kaupa nýjann eða notaðann kassa í hann. Hann er nýbúinn að blæða í tímarreim, vatnsdælu, bremsudiska og klossa og stýrisenda. Þetta er bíll í toppformi... nema kassinn  :roll:  ekki ekinn nema 97.000km

Það hvílir á honum pínu lán. Og ég held næstum örugglega að hann mundi vera bara feginn að losna við það.

bjallaðu í mig ef þú hefur enn áhuga. s. 822-2594 Róbert
Title: gírkassi í golf '99
Post by: Ziggi on June 27, 2007, 19:53:05
Kassinn í golfinum hjá mér hrundi síðasta sumar og ég tékkaði á honum í bílhlutum og þá voru 15 á biðlista eftir að fá kassa frá honum, þannig að ég tók bara upp kassann, lét áliðjuna í kópavogi sjóða í húsið og keypti svo nýtt í kassann það sem vantaði.


Ef þú ætlar að taka upp kassann keyptu þá viðgerðarbolta fyrir kambinn hjá Heklu.

Kv. Siggi
Title: gírkassi í golf '99
Post by: ElliOfur on June 27, 2007, 21:43:27
Vinur minn stendur í einhverju svipuðu, míglekur gírolíu útum kúplingshúsið.
Title: gírkassi í golf '99
Post by: Gunni gírlausi on June 27, 2007, 22:11:32
Þetta er kallað "Self-machining sindrom"  :D

Það gæti verið vit í að leyta út fyrir landssteinana að svona kassa.
Ég keipti einu sinni kassa frá Luxemburg í minn bíl :roll:


Gunni
Title: gírkassi í golf '99
Post by: killuminati on June 29, 2007, 10:19:43
jæja tókst að selja Golfinn í þessu ástandi. Upphaflegi kaupandi hafði enn áhuga. Eftir að snillingur héðan af spjallinu bauð mér kassa í hann.

Takk svörin piltar

 :D