Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Steinn on June 14, 2007, 00:14:40
-
Keypti sem krakki einu sinni sem oftar bíl úr sölunefndinni. Í það skipti Pl Road Runner með 383 og 4 gíra beinskiptan. Bíllinn var orginal orange litaður og hef ég þá trú að ekki hafi verið framleiddir margir. Þessi bíll hafði fengið mjög slæma meðferð á vellinum og mikið notaður í spyrnur á flugvellinum.
Samt var eitthvað eftir af honum og áttum við saman þó nokkuð margar góðar stundir. Hann var síðar gerður upp af manni sem heitir Viggó og var með eitthvað viðurnefni. Bíllinn var þá sprautaður hvítur.
Gaman ef einhver vissi um sögu hans síðan.
Ps gírstöngin var mögnuð.
-
gst
-
´70 RoadRunner með Pistol Grip, sem Viggó Sprengikjaftur átti?
-
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=19232&view=previous&sid=cbbd920caefc7ee7cf82c12de9631532
Hann er inni í bílskúrnum mínum sundurtekinn
Stefnt er að því að hann verið svona þegar ég verð orðin stór hvenær sem það nú verður.
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/dd_3.jpg)
-
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=19232&view=previous&sid=cbbd920caefc7ee7cf82c12de9631532
Hann er inni í bílskúrnum mínum sundurtekinn
Stefnt er að því að hann verið svona þegar ég verð orðin stór hvenær sem það nú verður.
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/dd_3.jpg)
Þetta er Challenger!
Hann er að leia að ´70 RoadRunner, ég þekki ekki frekari deili á honum!
-
var of fjóltur á mer :oops: en viggo hefur att þá nokkar eða 2 góða bila :lol:
-
Það passar það er þessi sami Viggó. Ég keypti bílinn 1976 og þá var hann búin að gera garðinn frægan lengi á vellinum kaninn hafði hirt út bílnum 4 hólfa blöndunginn og sett á hann lítinn 2 hólfa þannig að bíllinn dó um leið og hann kom upp á snúning. Gunni Þórarinns sem var lengi með smurstöðina í Hraunbæ skaffaði síðan á hann alvöru 4 hólfa klósett og þá var gaman að vera til. Svipaður bíll á ebay en 440.
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/440-6-4-Speed-Real-V-code_W0QQitemZ230141737021QQihZ013QQcategoryZ43921QQrdZ1QQcmdZViewItem.
-
Ég man eftir þessum,átti kost á að versla hann um 1980,en þá var hann orðinn frekar dapur,383 rellan búinn á því og 361 RB í komin í staðinn.Sá sem átti hann þá bjó í Krummahólum 2.
Halldór
-
Halldór hvaða litur var á bílnum á þessum tíma.
-
Þessi bíll sem þú ert að leita að var rifinn fyrir 20+ árum síðan í þennan Satellite sem myndin er af og honum breytt í Roadrunner.
kv Jói
-
og hvar er þessi í dag Y 1970?
-
og hvar er þessi í dag Y 1970?
Í uppgerð. Held það sé einhver sem er skildur Sigurjóni Andersen sem á hann og er að taka hann í gegn.
-
Þakka svörin. Þeir urðu ekki allir langlífir þessir öflugu bílar og þannig virðist vera ótrúlega mikið um að það sé verið að breyta bílum í týpur sem þeir eru ekki samkvæmt skráningu, Sem aftur gæti rýrt gildi þeirra.
-
Sælir,bíllinn var hvítur ,þegar ég skoðaði hann
Kv.Halldór