Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Valli Djöfull on June 05, 2007, 14:36:25

Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Valli Djöfull on June 05, 2007, 14:36:25
Jæja, önnur tilraun, eins og það lítur út í dag spáir flottu um helgina..8)

Keppt verður laugardaginn 9. Júní en varadagur er sunnudagurinn 10. Júní..

Hægt er að skrá sig í hana á netfang vallifudd@msn.com , einkapósti hér á kvartmila.is spjallinu eða síma 8997110 á milli 20 og 22 miðvikudagskvöldið 6. Júní og fimmtudagskvöldið 7. Júní.
Reynið eftir fremsta megni að senda mail með nafni, kennitölu, heimilisfangi, tæki, símanúmeri, flokki sem keppa skal í. Mail og einkapóstur er mikið þægilegra en sími.
Keppnisgjald er 2500-kr.

Skráningu líkur á föstudagskvöld kl. 22:00, semsagt hægt að skrá sig á æfingunni 8)

Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.

Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.

Þeir keppendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.

(http://www.kvartmila.is/images/brautin1.jpg)
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar K. Möller on June 05, 2007, 14:58:05
Af weather.com

Fri Jun 8  
Showers 53°/45° 60%  53°F

Sat Jun 9  
Showers 52°/45° 60%  52°F
 
Sun Jun 10
Showers 55°/45° 60%  55°F

Lítur ekkert sérstaklega vel út. 7,9,13
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Valli Djöfull on June 05, 2007, 15:37:30
Quote from: "Einar K. Möller"
Af weather.com

Fri Jun 8  
Showers 53°/45° 60%  53°F

Sat Jun 9  
Showers 52°/45° 60%  52°F
 
Sun Jun 10
Showers 55°/45° 60%  55°F

Lítur ekkert sérstaklega vel út. 7,9,13

Lítur vel út á www.belgingur.is  :)
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar K. Möller on June 05, 2007, 15:46:01
Lítur eins út á mbl.is og á weather.com, spáin hefur staðist 100% samkvæmt þessu alla þessa viku :)
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar Birgisson on June 05, 2007, 16:10:49
Og eins á Veður.is nema að Sunnudagurinn gæti sloppið.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Valli Djöfull on June 05, 2007, 17:25:51
á belgingur.is lítur sunnudagur mjög vel út..
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Valli Djöfull on June 07, 2007, 00:57:18
Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma. Bráðabirgða leyfisveiting hefur verið dregin til baka.

Hér með er boðað til almenns félagsfundar um hvernig leyfismál hafa þróast.
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 8. Júní í klúbbhúsi okkar við kvartmílubrautina og byrjar kl. 20:00 og ALLIR hvattir til að mæta!

kv.
Stjórnin
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Óli Ingi on June 07, 2007, 01:01:29
What the hell!!! :evil:
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar K. Möller on June 07, 2007, 02:14:58
Þetta er útí eitt kjánalegt !

Nú skal eitthvað fara að gerast !
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 05:41:45
Hummmmmm

Suðurnesja Rally 2007[/size]

Bara 1 mót um helgi
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar Birgisson on June 07, 2007, 07:17:48
Nei heitasta helvíti..................
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: 1966 Charger on June 07, 2007, 08:31:02
Verið nú svo vænir að upplýsa hver dró þetta til baka og hvaða rök voru notuð.  Það hlýtur að vera til bréf um það einhversstaðar vegna þess að munnlegar ákvarðanir um svona lagað duga ekki í nútíma stjórnsýslu.  Fáið svo þennan aðila til að koma á föstudagsfundinn til að standa fyrir máli sínu.  

Kurteislega orðað dettur manni fyrst í hug að þarna sé einhver að misnota vald sitt herfilega og á skammarlegan hátt.

Ragnar
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: motors on June 07, 2007, 08:43:54
Verður æfing föstudag ef viðrar?Eða er komin frestun á það líka? :x
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 09:31:59
Quote from: "motors"
Verður æfing föstudag ef viðrar?Eða er komin frestun á það líka? :x


humm þarf ekki Lía að leyfa það líka  :smt003

en segir ValliFudd um það ef menn koma með tækið með ser á fundi má takk run  :?:
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: ÁmK Racing on June 07, 2007, 09:46:54
Hvað er málið með þessa menn sem ráða þessu leyfisdóti?Ég var búin að heyra að það væri verið að reyna að þvinga okkur til að ganga í LIA?Ef það satt ef satt sé er það svipað og vera með nauðgun í beinniútsendingu.Þetta er auðvitað bara skítlegt og manni finnst þetta bara kjánaleg að þessir undirmáls einstaklingar sem þessu ráði geti leyft sér þetta í landi sem á að vera frjálst en er alveg greinilega ekki.Vona nú samt að þessi grey sem eru þarna í kóngaleik fari nú að þroskast og hætti að reyna eðileggja sportið fyrir helvíti mörgum og á meðan þeir haga sér svona þá er ekkert lokað svæði undi kappakstur opið.Jæja best að hætta að röfla barráttukveðja Árni Kjartans
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: gstuning on June 07, 2007, 10:36:28
Það sem er að gerast eru dauðakippirnir innan LÍA hjá þeim sem eru að falla frá stjórnun á því batterýi.

Ég legg til að sem flestir mæti á föstudaginn og sýni samstöðu okkar sem vilja stunda mótorsport og bjallað verði í fréttamenn til að koma
fylgjast með, mér skilst að málið verði "opinberað" og líður þá ekki
langt þangað til að þeir sem hafa verið að hindra þetta mál detti útúr mótorsporti því að enginn vill svona menn með puttanna í málum
sem þeir augljóslega geta ekki valdið og eru að nota sín embætti
sér til framdráttar þótt það séu ekki endilega peningatengt.

Einnig finnst mér hneysklanlegt hvernig menn sem eru í einum af mótorsport klúbbunum sem eru innan vébanda LÍA geti sofið á kvöldin vitandi að það sé verið að rífa niður íslenska mótorsport uppbyggingu og það séu menn sem þeir treysta fyrir sínu öryggi og fylgi lögum til að halda sanngjarnar keppnir,
Nóg þykir mér að benda á þetta
http://live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?t=56016&postdays=0&postorder=asc&highlight=n%FAmer&start=15

Þar sem klárlega er farið framhjá lögum um rauð númer,
Virðist vera að þau félög innan LíA hafi eitthvað léttari reglur enn önnur félög.

Svo maður bendi á eitt annað sem ég hreinlega næ ekki og það er.
Þegar var haldinn drift æfinga dagur á keflavíkurflugvelli þá voru ófáir sem keyrðu án þess að nota hjálma,
Það voru einhverjir bílar frá umboðunum sem keyrðu mjög nálægt hvor öðrum á hraða sem ekki er hægt að kalla annað enn hratt , allir hjálmalausir og ofan í hvor öðrum. Sama með Pace bílinn, þar var ökumaður(þekktur F1 dómari) að keyra hjálmalaus.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Páll Sigurjónsson on June 07, 2007, 11:06:17
Drengir og Stúlkur
Nú er ég búinn að missa góminn . ER FÓLK EKKI BÚIÐ AÐ FÁ NÓG AF ÞESSUM DJÖFULSINS HÁLFVITUM. Ég fæ æluna upp í kok þegar ég sé hvernig menn tala við þessa fífl .Það er alltaf tala við þá eins og þeir séu einhverjir engla sem megi ekki snerta . Hvenær á að taka á þessu af hörku og mæta þessum mönnum augliti til auglitis með lögfræðingum og fá þá til að svara fyrir svona helvítis rug .


Palli
Just?????????????????????????
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Sparky on June 07, 2007, 11:14:46
Ég hugsa að LIA hafi engan áhuga á að stoppa kvartmíluna. Þeir vilja örugglega að allir séu sáttir og að kvartmílingar geti keyrt í allt sumar. Þeir hafa enga ástæðu til annars... Mér skilst að stjórn lía sé alveg til í að gefa leyfi. Á meðan engar breytingar eru á reglugerðum og þess háttar þá ætti þetta að keyrast bara eins og síðasta sumar. Ég sé ekki betur en að þeirra hlutur í þessu máli sé bara jákvæður. Annað mál er með yfirvöld. Það þarf bara að sækja um hlutina með réttum hætti.

Ég hef það eftir formanni LIA að síðasta samtal hanns og Nóna hafi verið á þann veg að LIA gefi fullt leyfi til keyrslu. Og það er óbreytt.

Kv. Kristján Þorgils Guðjónsson
Óháður
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: cv 327 on June 07, 2007, 11:15:10
Sælir.

Hvernig væri að útskýra þetta mál allt saman fyrir okkur félagsmönnum svo maður geti áttað sig á hvað er að gerast hér.
Er ekki hægt að taka saman í stuttan pistil samskifti stórnar og LÍA í málinu og sýna okkur, eða standa einhverjir aðrir í vegi fyrir þessu?
Takk fyrir.
Kv Gunnar B.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 11:44:55
ég var að leita mér upplisyngar um Landsamband Íslenskra Akstursíþróttamanna (Lía) annað en það sem er á Lia.is og
fann ég þetta

Quote
Þó miklar deilur hafi sett mark sitt á íslenskt mótorsport undanfarin misseri, dylst engum að sátt og samstaða eru sameiginlegir hagsmunir íslenskra aksturíþróttamanna.
hafa borist ályktanir og fundargerð opins fundar áhugamnna um framtíð aksturíþrótta á Íslandi, sem hadin var föstudaginn 2. mars síðastliðinn.
öll fundargerð her á link
http://www.rally.is/fullfrett.php3?uid=1467

2001 penningar og sjónvarpsréttindi

og þetta á http://www.lia.is/spjall/viewtopic.php?t=340
Ágú 05, 2006
Quote from: "firebird400"
KK er í ÍSÍ


Kv. Agnar


Er KK i ISI og ef svo geta þeir gefið leyfis til keppnishald?.

KK er Í Lia ?

er Lia í ISI ?

eg held að ég mætti á fundinn  eg er :smt017
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 13:08:35
Quote
Kvartmíluklúbburinn, eitt af aðildarfélögum ÍBH http://www.hafnarfj.is/hafnarfjordur/modules/100/print.aspx?id=5954&ownertype=1&ownerid=1199&position=0&pf=true


ÍBH er Íþróttahérað í ÍSÍ
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Dodge on June 07, 2007, 14:03:40
KK er ekki í LÍA.
KK er í ÍSÍ
LÍA er ekki í ÍSÍ.. allavega ekki fullgildur meðlimur.
ÍSÍ veitti LÍA, GUÐ MÁ VITA HVERSVEGNA, fullt vald yfir keppnis haldi
ökutækja á 4 hjólum.

Í raun eru krimmarnir í þessu máli ÍSÍ fyrir að hafa tekið þetta helv
batterí inn og í þessa stöðu í vanþökk allra gildra meðlima ÍSÍ sem
hafa með þetta að gera.
Það sem þeir áttu að gera samkvæmt lögum ÍSÍ var að stofna sérsamband
um akstursíþróttir sem væri kosið í af þáverandi meðlimum sem voru
eingöngu KK og BA.

Ef það eru einhverjar staðreindarvillur í þessu endilega leiðréttið.
Title: Frá aðalfundi LÍA 1979: Sjá aðra ....
Post by: C-code on June 07, 2007, 14:34:10
SJá aðra krækju á síðunni. :::::::::::::::::::
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar K. Möller on June 07, 2007, 14:37:06
Mér vitanlega veitti ÍSÍ LÍA ekkert leyfi fyrir neinu heldur var það Samgöngumálaráðuneytið sem gerði það.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 14:46:00
Samgöngumálaráðuneytið :smt017

humm seta upp skipurit til að sá hver er á toppnum
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar K. Möller on June 07, 2007, 14:48:27
Samgöngumálaráðherra er Kristján L. Möller (já hann er frændi minn)
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 14:55:20
Quote
ALMENNAR REGLUR.

1. gr.

[Aksturskeppni má ekki halda hér á landi nema með leyfi lögreglustjóra.]1
Án samþykkis vegamálastjóra má eigi heimila aksturskeppni á þjóðvegi. Keppni utan vega er
eigi heimil án samþykkis sveitarstjórnar.

2. gr.

[Lögreglustjóri skal veita eftirtöldum aðilum heimild til að halda aksturskeppni:
a) Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ vegna keppni ökutækja með þrjú hjól eða færri.
b) Landssambandi íslenskra akstursfélaga (LÍA) vegna keppni ökutækja með fjögur hjól eða fleiri.
Í heimild lögreglustjóra til samtaka skv. 1. mgr. felst heimild fyrir þau til að veita öðrum
félögum sem hafa akstursíþróttir á stefnuskrá sinni leyfi til keppnishalds í greininni. Slík leyfi skulu
veitt til eins árs í senn og skal þar getið um öryggisfulltrúa keppna og hvaða reglum skuli framfylgja
við keppnishald. Leyfishafi samkvæmt ákvæði þessu telst keppnishaldari samkvæmt reglugerð
þessari.]2



ok er þetta sem málið er um  :?:

Quote
Í heimild lögreglustjóra til samtaka skv. 1. mgr. felst heimild fyrir þau til að veita öðrum
félögum sem hafa akstursíþróttir á stefnuskrá sinni leyfi til keppnishalds í greininni. Slík leyfi skulu
veitt til eins árs í senn og skal þar getið um öryggisfulltrúa keppna og hvaða reglum skuli framfylgja
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 15:52:27
Quote from: "Einar K. Möller"
Samgöngumálaráðherra er Kristján L. Möller (já hann er frændi minn)


jæja  Einar nú ferð þú til Frænd og færð hann til að lega fram breytingtillögu við Reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni, nr. 257/2000 gr 2



Quote
2. gr.
[Lögreglustjóri skal veita eftirtöldum aðilum heimild til að halda aksturskeppni:
a) Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ vegna keppni ökutækja með þrjú hjól eða færri.
b) Landssambandi íslenskra akstursfélaga (LÍA) vegna keppni ökutækja með fjögur hjól eða fleiri.
Í heimild lögreglustjóra til samtaka skv. 1. mgr. felst heimild fyrir þau til að veita öðrum
félögum sem hafa akstursíþróttir á stefnuskrá sinni leyfi til keppnishalds í greininni. Slík leyfi skulu
veitt til eins árs í senn og skal þar getið um öryggisfulltrúa keppna og hvaða reglum skuli framfylgja
við keppnishald. Leyfishafi samkvæmt ákvæði þessu telst keppnishaldari samkvæmt reglugerð
þessari.]2


í 2. gr.
[Lögreglustjóri skal veita eftirtöldum aðilum heimild til að halda aksturskeppni:
a) Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ vegna keppni ökutækja með þrjú hjól eða færri.
b) Kvartmíluklúbburinn (KK) vegna keppni í Kvartmílu hér á landi.
c) Landssambandi íslenskra akstursfélaga (LÍA) vegna keppni ökutækja með fjögur hjól eða fleiri.
Í heimild lögreglustjóra til samtaka skv. 1. mgr. felst heimild fyrir þau til að veita öðrum
félögum sem hafa akstursíþróttir á stefnuskrá sinni leyfi til keppnishalds í greininni. Slík leyfi skulu
veitt til eins árs í senn og skal þar getið um öryggisfulltrúa keppna og hvaða reglum skuli framfylgja
við keppnishald. Leyfishafi samkvæmt ákvæði þessu telst keppnishaldari samkvæmt reglugerð þessari.]2

þá er vandamálið úr söguni. :spol:
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Gunnar_H_G on June 07, 2007, 15:58:50
Quote
[Lögreglustjóri skal veita eftirtöldum aðilum heimild til að halda aksturskeppni:
a) Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ vegna keppni ökutækja með þrjú hjól eða færri.
b) Kvartmíluklúbburinn (KK) vegna keppni í Kvartmílu hér á landi.
c) Landssambandi íslenskra akstursfélaga (LÍA) vegna keppni ökutækja með fjögur hjól eða fleiri.
Í heimild lögreglustjóra til samtaka skv. 1. mgr. felst heimild fyrir þau til að veita öðrum
félögum sem hafa akstursíþróttir á stefnuskrá sinni leyfi til keppnishalds í greininni. Slík leyfi skulu
veitt til eins árs í senn og skal þar getið um öryggisfulltrúa keppna og hvaða reglum skuli framfylgja
við keppnishald. Leyfishafi samkvæmt ákvæði þessu telst keppnishaldari samkvæmt reglugerð þessari.]2

þá er vandamálið úr söguni. :spol:


LÍA hefur örugglega ekkert á móti því ef af þessari breytingu yrði, þá þurfa þeir ekki að pæla meira í þessu. Hinsvegar þá efast ég stórlega um að ríkisvaldið leyfi klúbb, einstakling eða samtökum að hafa eftirlit með sjálfum sér.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 16:16:52
Quote from: "Gunnar_H_G"
[Lögreglustjóri skal veita eftirtöldum aðilum heimild til að halda aksturskeppni:
a) Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ vegna keppni ökutækja með þrjú hjól eða færri.
b) Kvartmíluklúbburinn (KK) vegna keppni í Kvartmílu hér á landi.
c) Landssambandi íslenskra akstursfélaga (LÍA) vegna keppni ökutækja með fjögur hjól eða fleiri.
Í heimild lögreglustjóra til samtaka skv. 1. mgr. felst heimild fyrir þau til að veita öðrum
félögum sem hafa akstursíþróttir á stefnuskrá sinni leyfi til keppnishalds í greininni. Slík leyfi skulu
veitt til eins árs í senn og skal þar getið um öryggisfulltrúa keppna og hvaða reglum skuli framfylgja
við keppnishald. Leyfishafi samkvæmt ákvæði þessu telst keppnishaldari samkvæmt reglugerð þessari.]2

þá er vandamálið úr söguni. :spol:


LÍA hefur örugglega ekkert á móti því ef af þessari breytingu yrði. Hinsvegar þá efast ég stórlega um að ríkisvaldið leyfi klúbb, einstakling eða samtökum að hafa eftirlit með sjálfum sér.[/quote]

Quote
3. gr.
[Aksturskeppni skal fara fram í samræmi við keppnisreglur samtaka skv. 1. mgr. 2. gr. Og skal
leggja þær reglur fyrir lögreglustjóra. Jafnframt skulu keppnir fara fram undir yfirstjórn fulltrúa
samtakanna sem lögreglustjóri samþykkir.]3
Keppnisreglur allar, þ. á m. skilmála keppnisleyfis, skal keppnisstjórn kynna keppendum áður
en keppni fer fram. Ákveða má að ökumanni skuli eigi heimil þátttaka í keppni ef hann hefur brotið
keppnisreglur eða gerst sekur um alvarleg eða ítrekuð brot á umferðarlögum. Verði eigi farið eftir
reglum sem settar eru um keppni getur lögreglan hvenær sem er stöðvað keppni, hvort heldur er
einstakra keppenda eða þeirra allra, að fullu eða þar til úr hefur verið bætt.
[/b][/color]

 
jú rétt hjá þér að Klúbburinn mundi hafa eftirlit með sjáfum sér að hluta en lögreglan getur hvenær sem er stöðvað keppni að fullu eða þar til úr hefur verið bætt ef allt er ekki eftir setum reglum .
og ég hugsa stjórn KK um hafa sömu reglur hér og gilda í alþjóðamótum
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Gunnar_H_G on June 07, 2007, 16:41:50
Flott ef að lögreglan hefur mannskap í þesslags eftirlit. Leyfi mér samt að efast um það, enda ekki þeirra kunnáttu eða verkahring að sjá um beint eftirlit á aksturskeppnum.

En KK hefur ekki leyfi til að nota FIA reglur, það eitt veit ég.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Einar K. Möller on June 07, 2007, 17:15:10
Enda er keyrt eftir reglum NHRA/IHRA með þeirra leyfi síðast þegar ég vissi en ekki FIA.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: gstuning on June 07, 2007, 17:22:08
Quote from: "Gunnar_H_G"
Flott ef að lögreglan hefur mannskap í þesslags eftirlit. Leyfi mér samt að efast um það, enda ekki þeirra kunnáttu eða verkahring að sjá um beint eftirlit á aksturskeppnum.

En KK hefur ekki leyfi til að nota FIA reglur, það eitt veit ég.


Það þarf engin leyfi til þess.
Allir geta lesið reglur FIA og ef þeim svo kýst farið eftir þeim.

Þau eru hérna FIA Reglur  (http://www.fia.com/sport/Regulations/dragregs.html)

Svo einfalt er það
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Belair on June 07, 2007, 17:40:31
Quote from: "Gunnar_H_G"
Flott ef að lögreglan hefur mannskap í þesslags eftirlit. Leyfi mér samt að efast um það, enda ekki þeirra kunnáttu eða verkahring að sjá um beint eftirlit á aksturskeppnum.

En KK hefur ekki leyfi til að nota FIA reglur, það eitt veit ég.


eftirlit á keppni ætti að vera höndum mann (3 t.d) með viðurkennt dómarskirtni, og ef reglum yrði breytt þá kæmi það skirtnið frá ÍSÍ,

Quote
enda ekki þeirra kunnáttu eða verkahring að sjá um beint eftirlit á aksturskeppnum.


Quote
6. gr.

Greiða skal kostnað vegna sérstakrar löggæslu og öryggisráðstafana sem nauðsynlegar eru að
mati lögreglustjóra. Getur lögreglustjóri krafist tryggingar fyrir greiðslu væntanlegs kostnaðar.

7. gr.

Ríkislögreglustjóri getur sett almennar leiðbeiningar í sambandi við útgáfu leyfa samkvæmt
reglugerð þessari, um nauðsynlegt eftirlit o.þ.h.


 
ef um vantraust við keppnishaldar eða Dómar þá getur ÍSÍ í samráði Ríkislögreglustjóri stoppað næstu mót og gert nýja leiðbeiningar í sambandi við útgáfu leyfa og keppnishaldar .
og ég held að maður frá lía sé ekkert meiri maður en KK maður , og þarf bara mann sem allir treysta.

og ef Reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni, nr . 257/2000 1 gr er farði eftir, þá ætti við að geta haldið mót, án þessa að Lia komi að málum.

en ég er ekki löglærður maður og er þetta bara mín skoðun.

p.s  orð keppnishaldar ekki rétt skirfað
Title: LÍA=KLÍA=FLÍA
Post by: 429Cobra on June 07, 2007, 17:46:48
Sælir félagar. :smt093

Ekki datt mér í hug að það ætti fyrir mér að liggja að fara að skipta mér af þessum málum aftur, en svona er lífið.
Það er ekki gaman þegar einstaklingar og/eða félagasamtök fara að reyna að leika guði, en hér virðast vera einhverjir sem að eru að reyna það, og ekki gengur betur í þeirri umræðu en að þeir þurfa aðfá sína fjölskyldu, frændgarð og samverkamenn til að skrifa fyrir sig.
Kannski ættum við að segja  moka yfir skítinn eftir sig þegar allt er komið í óefni.

LÍA hefur reynt að kúga akstursíþróttafélög á Íslandi til hlýðni við sig svo lengi sem ég man eftir, og ég var nú að vinna fyrir þá í nokkur ár þannig að ég ætti að vita þetta.
Það var ekki fyrr en árið 2000 að þetta komst í nokkuð eðlilegt horf, en þá var reglugerð um akstursíþróttir breytt til samræmis við stjórnarskrá og stjórnsýslulög.

LÍA linnti ekki látum fyrr en þeir höfðu fengið einkaleyfi á úthlutun keppnisleyfa aftur í sínar hendur og þá var byrjað að kúga aftur.
Umboðsmaður Alþingis hefur nú snúið þessu við og skikkað ráðneitið til að breyta reglugerðinni til samræmis við lög

Alltaf var vitnað í reglur FIA ef eitthvað  var verið að segja en það verður að setja þær reglur fram á réttan og heiðarlegan hátt.
LÍA hefur meðal annars "lekið" því í lögreglu að Kvartmílubrautin standist ekki FIA staðla.
Það er rétt að brautin stenst ekki FIA staðla fyrir ALÞJÓÐLEGA KEPPNI Í FLOKKUM ATVINNUMANNA!  Um slíkt er ekki að ræða hér heima og þá eiga þessar reglur ekki við.
Og Já ég veit um hvað ég er að tala þar sem ég þýddi kvartmílureglurnar löngu áður en LÍA hafði nokkurn aðgang að þeim, þar sem Bandaríkin gengu ekki í FIA fyrr en Max Mosley var orðinn forseti FIA og það var 1991!
Allar reglur FIA yfir kvartmílu eru komnar frá Bandaríkjunum, sem sagt þaðan sem KK hefur tekið sínar reglur.
En við skulum fara aðeins inn á heimasíðu FIA “FIA.com” og lesa það sem stendur í krækjunni hér að neðan:
(Ég hef þýtt aðra hverja línu í því rauðletraða)

http://www.fia.com/resources/documents/206658873__Drag_Strip_Approval_a.pdf
1:   OBJECT
These Procedures, drawn up by the FIA Drag Racing
Commission and the FIA Circuits Commission, shall be
referred to by the FIA motor racing course inspectors when
deciding whether events held on the courses concerned may
be entered on the FIA International Calendar. To this end, they
may be used for initial guidance by course designers and
operators.
The specifi c requirements made of a course by the FIA
inspectors will be based on the study of the strip dossier by
the FIA and the adaptation of recommendations to each case
individually, in particular in consideration of past experience
gained in the case of an existing strip, or other special
circumstances in the case of a new strip.
These procedures apply to any drag strip used for an event
Þessar aðferðir gilda um allar spyrnubrautir sem notaðar eru í atburði
entered on the International Sporting calendar or within the
sem eru settir inn á alþjóða “Sporting” dagatalið eða innan ramma
framework of an FIA Championship, Cup or Trophy. Any drag
FIA meistarakeppna, bikar eða verðlauna.  Allar spyrnubrautir
strip used for a national event must be inspected and approved
sem notaðar eru í landkeppni/móti verða að vera skoðaðar og samþykktar
by the ASN concerned or its authorised sanctioning body in
af viðkomandi landssambandi eða viðurkenndum leyfishafa
accordance with its national regulations and under its own
í samræmi við viðkomandi reglugerðir viðkomandi lands
responsibility.
og skulu vera á þeirra ábyrgð.


Nú skal hver dæma fyrir sig en hjá mér er það klárt að LÍA/FIA er ekki eini aðilinn sem má viðurkenna brautir, og það viðurkenna þeir sjálfir með þessu.
Einnig viðurkenna þeir með þessu að þeir séu ekki eini aðilinn sem má standa að keppnum.
Enda þurfti FIA að láta af einokun sinni að kröfu Evrópusambandsins.
Þetta er það sem forráðamenn LÍA hafa ekki viljað að fólk og þar með löggjafinn vissi.

Svo ég noti nú orð forseta Íslands þegar hann sat á þingi, þar sem mér finnst LÍA hafa opinberað sitt “skítlega eðli” með þessum gjörningum sínum, og ættu að láta af því sem fyrst.

Já og til að svara því að KK megi ekki nota FIA reglur:
Gunnar hættu þessu gaspri og kynntu þér staðreyndirnar.
KK notar reglur:  NHRA/IHRA/NMRA/NMCA og fleiri........
FIA notar þessar reglur líka með leyfi ofangreindra þar sem FIA hefur aldrei átt sínar eigin reglur um spyrnu.

FIA ræður ekki yfir neinu nema því mótorsporti sem þeir sjá sjálfir um að halda meistarakeppnir/landskeppnir í.

Tökum til að mynda Drift.
Hvernig er hægt að vera með FIA viðurkennda driftbraut þegar Drift er ekki til innan FIA?

Ég skora á alla að fara á:  http://www.fia.com
fara í leitarvélina þeirra og skrifa inn “drift” eða “drifting” og sjá hvað kemur upp.

Fróðlegt ekki satt!
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: gstuning on June 07, 2007, 18:04:36
Ég var akkúrat að lesa þetta sama áðann,
Good stuff,

EDIT.
Þetta er það sem FIA hefur um drift að segja.


Quote from: "FIA Vefsetrið"
Does anybody have any further comment on that?
RD: I think actually it reflects also in the timing of the issuing of the document, if you get my drift.


Quote from: "FIA Vefsetrið"
Lap 10: Montoya leads by 4.1s. Räikkönen is 1.9s adrift of Alonso in third. Fisichella is drifting and the rest of the order remains unchanged.


Quote from: "FIA Vefsetrið"
Lap 3: Räikkönen closes again: 0.7s. Trulli and the others are drifting slowly.


Quote from: "FIA Vefsetrið"
Lap 6: …and 1m34.581s. His lead is now 6.9s. The McLarens continue to be frustrated by Fisichella. Button is drifting slightly in fifth but easing away from Barrichello. The rest remain as they were.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 07, 2007, 18:05:22
http://www.fia.com/gate?action=search&search_type=simple&range=10&attr_keywords=drift&Submit.x=16&Submit.y=11&Submit=Search
http://www.fia.com/gate?action=search&search_type=advanced&range=5&attr_all_words=drifting&attr_at_least_words=&attr_exact_phrase=&attr_without_words=
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Kristján Skjóldal on June 07, 2007, 18:37:22
þetta er frábært að eyða þessum 2-3 mán sem að við höfum í þetta sport á ári ef ekki rignir, þá er leyfis vesen sem maður skilur ekkert í  :evil: það er mjög skritið að td Einar Gunnlaugs geti keppt í torfæru hjá BA en ég ekki í kvartmilu hjá KK :? er þetta ekki bara brot á manréttindum :?: er ég eitthvað minni iþrótamaður en þeir sem keppa í rallý, torfæru eða go cart :?: það er allavega frekar fúlt að vera búinn að fjárfesta í græju fyrir fullt af $$$$$$$$ og geta ekki notað hana útaf einhverri leyfis þvælu endalaust  :evil:  :evil:  :evil:
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Sparky on June 07, 2007, 18:41:42
Að ég best veit græðir LIA ekkert á því að fólk og yfirvöld viti ekki af þessu...

Ef að yfirvöld viðurkenndu KK sem viðurkenndan leyfishafa þá væri það bara frábært mál, þá kæmi kvartmílan LIA ekkert við. Ég held að þeim sé líka alveg sama þó það væri þannig.

Að öðru leiti hugsa ég að það væri sannur heiður fyrir LIA að fá klúbb eins og kk í raðir aðildafélagana.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: b-2bw on June 07, 2007, 19:10:50
Quote from: "Sparky"
Að ég best veit græðir LIA ekkert á því að fólk og yfirvöld viti ekki af þessu...

Ef að yfirvöld viðurkenndu KK sem viðurkenndan leyfishafa þá væri það bara frábært mál, þá kæmi kvartmílan LIA ekkert við. Ég held að þeim sé líka alveg sama þó það væri þannig.

Að öðru leiti hugsa ég að það væri sannur heiður fyrir LIA að fá klúbb eins og kk í raðir aðildafélagana.


ég held að það sé bara ekki öll sagan sem þú ert að heyra
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Sparky on June 07, 2007, 19:18:39
Quote from: "b-2bw"
Quote from: "Sparky"
Að ég best veit græðir LIA ekkert á því að fólk og yfirvöld viti ekki af þessu...

Ef að yfirvöld viðurkenndu KK sem viðurkenndan leyfishafa þá væri það bara frábært mál, þá kæmi kvartmílan LIA ekkert við. Ég held að þeim sé líka alveg sama þó það væri þannig.

Að öðru leiti hugsa ég að það væri sannur heiður fyrir LIA að fá klúbb eins og kk í raðir aðildafélagana.


ég held að það sé bara ekki öll sagan sem þú ert að heyra


Ég veit það vel að þetta er ekki svona einfalt. Það sem ég hef sagt hér inni eru að ég held staðreyndir, og með því að tjá mig hérna vonast ég líka til að heyra hin hluta sögunar.

Ég er líka að reyna að vera eins jákvæður og rökvís eins og hægt er, öðruvísi ganga hlutirnir erfiðlega. Félagsmenn eiga rétt á því að heyra allar hliðar málsins
Title: Allir að lesa.
Post by: 429Cobra on June 07, 2007, 19:58:49
Sælir félagar. :smt011

Ég var inni á heimasíðu L2C og sá þar þráð sem Gunnar H G hefur haft sig töluvert í frammi á.

http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?p=901596#901596

Það væri gaman að vita hvort þú færð þínar upplýsingar bara frá einum stað Gunnar.

Það kemur mér þarna margt spanskt fyrir sjónir og er ég þó búinn að vera í þessu í 27ár og þekki mjög stóran hluta af þessari sögu allri!

Ég hvet alla til að lesa þennan þráð og sjá þau svör sem LÍA virðist leggja blessun sína yfir.

Já og Gunnar þegar men eru að saka aðra um rógburð  þá er nú það minnsta að menn geti bent á eitthvað máli sínu til stuðnings.

En eins og aftur virðist það ekki vera stórt mál hjá sumum.

Og hvað varðar KK að ganga í LÍA, þá var KK einn af stofnendum LÍA og var síðan fyrsti klúbburinn til að ganga úr LÍA.
Þannig að ég ætla að leyfa fólki að spá í hvort félagar í KK eru til í að ganga aftur í LÍA. :roll:
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: firebird400 on June 07, 2007, 21:53:00
Jæja klukkan er að verða tíu og ég var að koma heim, ég á eftir að lesa allann þennann aragrúa af póstum á hinum ýmsu spjallrásum áður en ég segi nokkuð

Kv. Einn þreyttur á þvælunni
Title: Re: Allir að lesa.
Post by: Gunnar_H_G on June 07, 2007, 23:20:22
Blessaður...

Varðandi þráðinn á live2cruize sem þú vísar á þá vona ég að lesir svarið mitt og meðtakir. Og afsakið hvað ég var afskaplega lengi að svara fyrir mig varðandi rógburðinn...ég hélt bara í alvörunni að einhver mundi fatta hvað ég væri að tala um. Þessi rógburður varð nú einmitt til þess að þú hófst að skrifa hér inn...ekki satt?

Hinsvegar ef að stjórn kvartmíluklúbbsins og aðrir kvartmílingar hafa sömu ofsafengu skoðanir á LÍA og þú....þá held ég satt að segja að lítið verði um samstarf.

Og svo er nú er margt hérna fyrir ofan í þýðingunni sem þér misferst...viltu að ég svari því?
Title: Rógburður!
Post by: 429Cobra on June 07, 2007, 23:28:46
Sælir félagar. :x

Blessaður Gunnar.

Þú ert ekki ennþá búinn að svara þessu með rógburðinn.

Ég setti hér inn staðreyndir ásamt spurningum, og eins og ég sagði þá þekki ég nokkuð svo vel til mála og veit meira að segja hvernig þetta allt byrjaði.
En það verður ekki sett hér inn á spjallið þar sem það er ekki rétt að vera að ráðast a fólki í orðum eða á annan hátt og geta ekki sannað sitt mál nema orð á móti orði.
Title: samstarf
Post by: Harry þór on June 07, 2007, 23:33:08
Sæll Gunnar,þessi var góður ,samstarf ,það verður aldrei á meðan Ólafur Guðmundsson er þarna með puttana og hans fylgisveinar.
Kvartmíluklúbburinn á ekki að þurfa að vera undir LÍA ef hann ekki vill það.Það er alveg merkilegt að LÍA skuli ekki fatta það eftir áralanga baráttu.Ef KK hefði ekki sagt sig  úr LÍA á sínum tíma væri búið að selja brautina á uppboði til þess að borga sukkið sem LÍA kom sér í.

kv Harry
Title: Re: Rógburður!
Post by: Gunnar_H_G on June 07, 2007, 23:34:34
Jés, ég svara þá á morgun. Rall annaðkvöld.....og ég þarf að sofa, einn af mörgum leiðinda göllum sem við eigum sameiginlegt fyrir utan mótorsportið.

Og ég svaraði víst um rógburðinn, ræður hvernig þú skilur það.
Title: Rógburður!
Post by: 429Cobra on June 07, 2007, 23:41:26
Sælir félagar :shock:

Sæll aftur Gunnar.
Sem sagt rógburðurinn byrjar og endar hjá LÍA skil það vel.

Ekki góð blaðamennska í þessu hjá ykkur enda ekki við öðru að búast þar sem önnur hliðin er aðeins til staðar.

Gangi ykkur annars vel með rallið, vona að enginn slys verði og allir verði með beltin vel fest :wink:
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: cv 327 on June 08, 2007, 00:02:32
Sælir

Er ekki betra að upplýsa okkur félaga, hver dró bráðabirgðaleyfið til baka, svo menn séu ekki að deila á kanski ranga aðila.
Eru leyfin gefin út fyrir 1 ár í senn?? Ef svo, af hverju var síðasta leyfi bráðabirgða?? og af hveju er ekki búið að fá þetta leyfi strax um áramót??
Væri gott að fá svör við þessu fyrir fundinn annað kvöld.
Takk.
Kv. Gunnar B.
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: Kristján F on June 08, 2007, 00:56:12
Quote from: "cv 327"
Sælir

Er ekki betra að upplýsa okkur félaga, hver dró bráðabirgðaleyfið til baka, svo menn séu ekki að deila á kanski ranga aðila.
Eru leyfin gefin út fyrir 1 ár í senn?? Ef svo, af hverju var síðasta leyfi bráðabirgða?? og af hveju er ekki búið að fá þetta leyfi strax um áramót??
Væri gott að fá svör við þessu fyrir fundinn annað kvöld.
Takk.
Kv. Gunnar B.


Sæll Gunnar

Fundurinn er haldinn til þess að upplýsa ykkur félagsmenn um stöðu mála.Það er ekki ætlun stjórnar Kvartmíluklúbbsins að vera í einhverju karpi hér á netinu þó að það sé búið að eigna okkur annara manna skoðanir. Á þessum fundi þurfum við að ræða þá erfiðu stöðu sem KK er í sem íþróttafélag.Félagar klúbbsins geta ekki stundað sína íþrótt á því svæði sem klúbburinn hefur til umráða. Það er að okkar mati löngu tímabært að þetta svæði og sú starfsemi sem þarna er stunduð fáist viðurkennd af tryggingafélögum og yfirvöldum en því miður þá er það nú ekki svo sem aftur þíðir það að hömlurnar eru orðnar það miklar að félagar KK geta ekki æft sína íþrótt.Þannig er staðan í þessu svona í grófum dráttum og hvet ég þig aðra félagsmenn klúbbsins að koma á þennan fund á morgun.

Kveðja Kristján Finnbjörnsson
Stjórnarmeðlimur KK
Title: Fresta verður öllu keppnishaldi um óákveðinn tíma!
Post by: cv 327 on June 08, 2007, 01:05:13
Sæll Kristján.

Takk fyrir svörin. Reyni að mæta á fundinn
Kv Gunnar B.