Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Moli on June 04, 2007, 12:58:16

Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Moli on June 04, 2007, 12:58:16
Í tilefni af eins árs afmæli Bílaklúbbsins Krúser, ætlar klúbburinn að halda veglega sýningu nk. helgi, eða dagana 9-10 Júní.

Sýningin verður haldin við Smábátahöfnina í Hafnarfirði í stóru 2000 m2 húsi að Fornubúðum 3 (við hliðina á húsnæði Mest)

Opnunartími sýningarinnar er sem segir:

Laugardagur frá 10:00-20:00
Sunnudagur frá 10:00-18:00.


Á sýningunni verða einnig nokkrir fornbílar til sölu.

Taka skal fram að aðgangur á sýninguna er ÓKEYPIS!

Takið nú góða skapið út úr skápnum, skiljið fýluna eftir heima og fjölmennið á glæsilega Bílasýningu nk. helgi!

VONUMST TIL AÐ SJÁ SEM FLESTA! 8)

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/fornubudir.jpg)

Kveðja
Krúser hópurinn
Bíldshöfða 18.
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: 383charger on June 04, 2007, 16:30:49
bara snilldin ein  8)

Kv:

Þórir
Krúser # 74
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: firebird400 on June 04, 2007, 18:29:59
Já maður lætur sig ekki vanta á hana

Kv. Agnar
Eini númerslausi Krúserinn
#?

 :wink:
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: AlliBird on June 04, 2007, 19:08:55
AAArrrrrrggggg.... :twisted:

þavarlægiðþetta...

Allir í spariskóna og mæta  8)




           
Alli Krúser nr 29
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: 1965 Chevy II on June 04, 2007, 19:12:32
Þetta verður snilld. 8)





Of hraðskreiður til að krúsa 8)
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: 383charger on June 04, 2007, 20:39:40
Var að kíkja á húsnæðið....  Menn eru vægast sagt búnir að taka á því !!!  8)  Alvöru húsnæði, fyrir alvöru sýningu.   :D

Þetta verður ekkert nema bara glæsilegt.

Nú er bara að fara að STÍF bóna.

_________________
Þórir

Krúser # 74
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: AlliBird on June 05, 2007, 15:36:43
Heyrist að þetta verði ein stærsta sýning sem hadin hefur verið hér...  :shock:

.... Og frítt inn.....  :D
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Ingsie on June 05, 2007, 21:44:36
KIKJI :D
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Moli on June 06, 2007, 00:43:48
Húsið er stóóóóóórt! 8) rúmlega 2300m2, búið að skrúbba þrífa, negla upp myndir, skilti og ég veit ekki hvað og hvað.....!!! Það ætti engin að vera svikin af þessari sýningu, FRÍTT INN!
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: AlliBird on June 06, 2007, 22:37:33
Glæsilegt húsnæði,- er það rétt sem ég hef heyrt að það verði þarna horn : Bílar Til Sölu ???
Hljómar mjög spennandi ef satt er... :o
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: 383charger on June 06, 2007, 23:39:53
skilst að minnsti salurinn af þremur verði tekin undir "bílar til sölu"

Þetta verður bara allt snildin ein.    8)

Kv:

Þórir

Krúser # 74
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Klaufi on June 07, 2007, 00:10:15
Lýst vel á! Ég mæti!
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: 383charger on June 08, 2007, 20:07:29
Verið að stilla upp  :D   Þetta verður SVO glæsileg sýning að hið hálfa væri nóg  8)

Kv:

Þórir
Krúser # 74
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Moli on June 09, 2007, 02:55:46
Bara minna á þetta! :smt006

Hefst kl. 10 í fyrramálið, það eru 82 bílar á svæðinu! 8)

Einnig verður þarna að leika listir fyrir utan, nýinnfluttur "lowrider" ´72 Oldsmobile Cutlass, hreint magnað tæki! :lol:

Video hérna --> http://www.youtube.com/watch?v=bjhqhBFYd4o

Að gefnu tilefni og fyrir hönd Krúser langar mig að biðja þá sem taka myndir af sýningunni að setja þær myndir inn á netið EFTIR að sýningunni er lokið! 8)
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Jói ÖK on June 09, 2007, 21:46:45
Lowriderinn er bíll sem ég hefði viljað sjá 8)
En ég hinsvegar mætti á sýninguna og var líka ekkert smá glæsileg 8)
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 09, 2007, 22:15:33
Moli það væri virkilega gaman að geta fengið einhverja tímasetningu hvenar lowrider er að sýna. Sá hann ekki í dag þegar ég var þarna. :D
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: ElliOfur on June 09, 2007, 22:16:30
Hvar var skopparinn ? Ég sá hann hvergi....
Title: Sýning
Post by: TONI on June 09, 2007, 23:30:24
Þetta er ein besta sýning sem ég hef farið á lengi, sýnist að það sé að verða kominn tími á STÓRA sýningu í höllinni, það er komið svo mikið af gullfallegum bílum á skerið. Bíladellan hefur sjaldan verið eins öflug og menn virðast sjá að þetta eru fyrirtaks fjárfestingar fyrir sál og líkama. Er mér að vaxa þetta eitthvað í augum eða erum við ekki að tala um að hér séu u.þ.b 100 vel sýningarhæfir bílar ef allt er talið, þá er ég líka að tala um alvöru bíla bíla frá Evrópu og Japan sem margir hafa líka gaman af.
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: 383charger on June 09, 2007, 23:46:53
Quote
Er mér að vaxa þetta eitthvað í augum eða erum við ekki að tala um að hér séu u.þ.b 100 vel sýningarhæfir bílar ef allt er talið


Toni, þetta er bara einn klúbbur, sýningarhæfir bílar eru orðnir vel fleirri en 100  8)
Title: Höllin
Post by: TONI on June 10, 2007, 00:08:32
Þá er bara að búa til eina RISA stóra næsta vor, gefa sér góðan tíma til þess að menn geti klárað þær lagfæringar sem liggja fyrir næsta vetur. Svo er það þessi stóra spurning, hvað er vel sýningarhæft, veit að þetta er einn klúbbur en mikið af þessum bílum eru einnig í öðrum klúbbum en því fleir því betra. Svo er bara að vona að það verði ekkert lát á innfluttningnum svo að þetta verði enn og meiri áskorun og mun flottari sýning en hún gæti orðið í dag. Ég meina, stærðin getur skipt máli, sama hvað dominos segir :wink:
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Belair on June 10, 2007, 00:41:18
t.d hér

(http://v2.nepal.is/images/Mynd_0196602.jpg)

 :D
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Moli on June 10, 2007, 01:18:51
Krúser vill þakka fyrir frábærar viðtökur, og einn dagur eftir. :D

Við hefðum leikandi getað farið yfir 100 bíla, en tíminn var naumur þar sem sýningin var aðeins skipulögð á 10 dögum. Það voru einir 30 bílar sem ég var með á lista sem átti eftir að hringja í, en húsið bar hreinlega ekki þann fjölda.

Quote from: "Nonni_Z28"
Moli það væri virkilega gaman að geta fengið einhverja tímasetningu hvenar lowrider er að sýna. Sá hann ekki í dag þegar ég var þarna. :D


sæll Nonni, það var engin ákveðin tímasetning, eigandinn vildi frekar sýna fyrir utan en að hafa hann inni. 8)

Muna svo hóprúntinn frá sýningunni kl. 18:00 í miðbæinn á morgun ef veður leyfir!
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Leon on June 10, 2007, 12:23:40
Lowrider verður í dag 10.06.07 á sýninguni milli kl 15:00 og 18:00 og mun hann leika listir sýnar fyrir nærstædda.
Title: Bílasýning hjá Krúser nk. helgi!!
Post by: Jói ÖK on June 10, 2007, 17:21:35
Tjekkaði aftur á sýningunni áðan og sá Lowriderinn leika sér, djöfull er þetta töff 8)