Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: steinivill on May 21, 2007, 01:41:17

Title: Trans-am 94
Post by: steinivill on May 21, 2007, 01:41:17
Vantar að vita hvar gamli transinn minn er núna hann var með númerið PU-225 og var seinast þegar ég vissi í sandgerði.
Title: Trans-am 94
Post by: JHP on May 21, 2007, 10:27:56
Svartur kannski?

(http://barnaland.is/album/img/11240/20061122211014_2.jpg)
Title: Trans-am 94
Post by: GonZi on May 21, 2007, 15:21:16
Sælir... ég átti þennan. Seldi hann í Hafnarfjörðinn síðasta haust.
Af hverju ertu að leita að honum ef ég má spyrja?
Title: Trans-am 94
Post by: sJaguar on May 21, 2007, 16:57:03
Nonni, þetta er KG 025 eða KRÚSER

Hvernig er þessi bíll á litin?
Title: Trans-am 94
Post by: GonZi on May 21, 2007, 19:10:58
Quote from: "sJaguar"
Nonni, þetta er KG 025 eða KRÚSER

Hvernig er þessi bíll á litin?


 Nei þetta er pu-225... gamli bílinn minn. Tók þessa mynd sjálfur...
Title: Trans-am 94
Post by: steinivill on May 22, 2007, 00:44:40
þetta er hann  :D langaði bara að vita hvernig fyrir honum er komið og jafnvel hvort hann er til sölu... þegar ég seldi hann var hann með ónýta skiptingu og ónýtar undirlyftur..
Title: Trans-am 94
Post by: JHP on May 22, 2007, 00:52:46
Hann hefur það mjög fínt í dag.
Title: Trans-am 94
Post by: steinivill on May 22, 2007, 01:04:06
Gott að heyra... ekki til sölu?  :)
Title: Trans-am 94
Post by: steinivill on May 22, 2007, 01:36:27
átt þú hann nonni??
Title: Trans-am 94
Post by: Siggi H on May 22, 2007, 01:51:39
nei, Nonni á hann ekki.. það er einhver vinur/kunningi hans sem á þennan bíl í dag.
Title: Trans-am 94
Post by: GonZi on May 22, 2007, 12:28:39
Quote from: "nonnivett"
Hann hefur það mjög fínt í dag.


 Er hann ekki að taka hann allan í gegn? Væri gaman að fá fréttir af greyjinu...
Title: Trans-am 94
Post by: JHP on May 22, 2007, 15:52:02
Quote from: "GonZi"
Quote from: "nonnivett"
Hann hefur það mjög fínt í dag.


 Er hann ekki að taka hann allan í gegn? Væri gaman að fá fréttir af greyjinu...
Jú jú...Það er búið að fara í mótorinn og hressa hann aðeins,Lækka og setja boraða/renda diska og ýmislegt fleira á dagskrá.

Eigandinn er nú hér einhverstaðar og ég leyfi honum að sjá um rest.
Title: Trans-am 94
Post by: Spratz on May 22, 2007, 18:16:07
Ég á þennan bíl í dag. Hann hefur það barasta þrælfínt. búið að lækka hann, setja nýja boraða og rákaða diska alla hringin, vélin er komin í toppstand með heitum ás ofl. Flækjur, Y pípa og pústkerfi fer í hann á næstu dögum.Komin vít stefnuljós.

Þessi verður flottur á rúntinum í sumar  8)

Það er allt til sölu  :wink:

Steinivill sendu mér póst, skal senda þér meira info um molann.

Kv.
Kalli