Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Rednex on May 16, 2007, 15:55:43

Title: Þjöppun á turbo bílum ?
Post by: Rednex on May 16, 2007, 15:55:43
Sælir.
Þar sem að ég er nú frekar nýr í þessum mótor heimi langar mig að spyrja að einu.

Það er þannig að ég keypti mér AE86 corollu með 1600cc twincam motor. Það er búið að port heddið en annað er stock. Hversu mikið má ég láta túrbínu blása inn á vélina án þess að valda skemmdum, 7psi ? Að Wikipedia að dæma virðist þjappan vera 9,4:1 http://en.wikipedia.org/wiki/AE86
Myndi eitthvað hjálpa til að keyra dolluna á V-Poweri ?

Ég veit að til að boosta mikið þarf ég að fá mér nýja stimpla með minni þjöppun en ætla að reyna að sleppa við það  :wink:
Title: Þjöppun á turbo bílum ?
Post by: Bannaður on May 16, 2007, 20:37:30
settu 10psi inná þetta þá allaveganna brosirðu eftir að þetta er sprungið,  setur svo nokkra peninga í að gera þetta turbovænt
Title: Þjöppun á turbo bílum ?
Post by: Jónas Karl on May 16, 2007, 20:43:09
heldur ekkert svo dýrt að versla aðra stimpla
Title: Þjöppun á turbo bílum ?
Post by: Belair on May 16, 2007, 21:10:42
eða eyðir í eina svons

(http://www.jspecauto.com/images/prod/1jzbig%20copy.jpg)
Price: $1799.00
http://www.jspecauto.com/catalog_product.aspx?prod_id=712

 :D
Title: Þjöppun á turbo bílum ?
Post by: gstuning on May 17, 2007, 12:53:21
Hversu mikið má boosta fer eftir nokkrum hlutum,

1. Hvernig stillirri bensín og kveikju
2. Hvernig túrbínu ætlarru að nota,
3. Hversu stórt púst
4. Hvaða bensín þú ætlar að nota.

Á svona vél með einhverju til að seinka kveikju undir boost, 98okt bensíni, temmilegri T3 stærðar túrbínu , "3 púst þá er 1bar ekkert mál