Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on May 09, 2007, 11:25:14
-
Ef einhver er í fríi og vill aðstoða uppá braut að þá verð ég þar í dag frá 12:00 til 16:30 Þarf að sópa tilbakabrautina og almennt rusl úr klúbbhúsinu.
-
Hvenar verður byrjað á lengingu bremsukaflans nú þegar 3 vikur eru í fyrstu keppni ?
-
Bara þegar það verður hægt að koma því við, verðum að fá til þess stórtækar vinnuvélar og mannskap
Hvort tveggja ekki svo auðfengið
-
Ef einhver er í fríi og vill aðstoða uppá braut að þá verð ég þar í dag frá 12:00 til 16:30 Þarf að sópa tilbakabrautina og almennt rusl úr klúbbhúsinu.
Ég mætti kl 15:00 þá var allt lokað og læst :cry:
-
Bara þegar það verður hægt að koma því við, verðum að fá til þess stórtækar vinnuvélar og mannskap
Hvort tveggja ekki svo auðfengið
En verður það klárt fyrir 2 Júní ?
-
Þetta er allt í vinnslu og er ekki hægt að svo stöddu að segja til um hvenar þetta verður klárt. Góðir hlutir gerast hægt. Svo vil ég endilega biðja félagsmenn eina ferðina enn að senda mér einkapóst ef þið getið hjálpað klúbbnum eitthvað. :smt021
-
Hvenar verður byrjað á lengingu bremsukaflans nú þegar 3 vikur eru í fyrstu keppni ?
Fundur með verktakanum á fimmtudag 10. maí.
Kv. Nóni
-
Gott mál.
-
en hvenær er planið að æfingar byrji ? búið að vera fínasta veður
-
Hvenar verður byrjað á lengingu bremsukaflans nú þegar 3 vikur eru í fyrstu keppni ?
Fundur með verktakanum á fimmtudag 10. maí.
Kv. Nóni
Hvernig gekk fundurinn ?
-
nú styttist óðum í fyrstu keppni, 2 júní, stendur ekki sú dagsettning ennþá?
og hvernig gengur með lengingu brautar, eða bremsukafla?
-
Hvað er þetta er ekki aukaatriði að STOPA :smt081
-
Þið eigið bara að vera með góðar bremsur #-o
-
Hvað er þetta er ekki aukaatriði að STOPA :smt081
stopa ja mikið
-
voðalega er þetta viðkvæmt mál ef maður nefnir þetta með hvernig gangi með bremsukaflan, annaðhvort fást engin svör, ef þau eru einhver þá beinast þau að bílnum hjá viðkomandi að bremsurnar skulu vera í lagi, auðvitað eru þær í lagi, vita ekki flestir hér að þú færð ekki að keppa í OF nema vera með vottorð úr bremsutesti frá bifreiðaskoðun og bílar sem eru á numerum vera með fulla skoðun og þar að leiðandi með bremsurnar í lagi. ekki það að ég mæti hvort sem þetta verður klárt eða ekki, var bara forvitnast og....forvitnilegt að sjá hversu hægt gengur að fá svör við þessu...
með kveðju úr snjónum að norðan og bið spenntur eftir fyrstu keppni
-
heir heir já það er ekki spurnig um að það er komin timi á að leingja bremsu legnd :evil: við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa að hirða upp einhvern hálf dauðan ef ekki dauða :evil: bara að því að það er sparað í bremsu legnd :evil: það er ekki verið að tala um að það þurfi að malbika :? heldur bara að slétta úr svo að ef eitthvað gerist :? t,d bila bremsur eða festist í botni að það sé hægt að redda sér frá stórslysi ekki satt :wink:
-
Það er verið að díla við verktaka og þetta er high priority hjá okkur. We are working on it! :)
-
glæsilegt, takk fyrir svörin :)
-
Ég verð þarna í dag kl 13:00 og eitthvað fram eftir degi að setja nagla í sólpallinn. Ef einhver hefur áhuga að koma í þessu skíta veðri þá er það sjálfsagt. Skrifið bara niður símanúmerið mitt fyrst ef hliðið skyldi vera lokað. Það er jafnvel hugmynd að hafa annan vinnudag upp á braut á laugardag fyrir þá sem vilja koma. Okkur vantar langan stiga ef einhver á svoleiðis, það þarf að koma málningu á stjórnstöðina ef veðrið verður gott, klára negla sólpallinn og klára að sópa tilbaka brautina en ég er búinn að sópa megnið af henni. 8) 8) 8)
-
voðalega er þetta viðkvæmt mál ef maður nefnir þetta með hvernig gangi með bremsukaflan, annaðhvort fást engin svör, ef þau eru einhver þá beinast þau að bílnum hjá viðkomandi að bremsurnar skulu vera í lagi, auðvitað eru þær í lagi, vita ekki flestir hér að þú færð ekki að keppa í OF nema vera með vottorð úr bremsutesti frá bifreiðaskoðun og bílar sem eru á numerum vera með fulla skoðun og þar að leiðandi með bremsurnar í lagi. ekki það að ég mæti hvort sem þetta verður klárt eða ekki, var bara forvitnast og....forvitnilegt að sjá hversu hægt gengur að fá svör við þessu...
með kveðju úr snjónum að norðan og bið spenntur eftir fyrstu keppni
Ég er nú farinn að hallast að því að það hefði verið skynsamlegast að keyra 1/8 mílu miðað við hvað menn eru hræddir við brautina. Ég er búinn að hitta 2 verktaka og þeir segja báðir að það þurfi stóra vél til að fleyga í burtu klettinn sem er þarna nú eða sprengja. Þær vélar eru bæði umsetnar og dýrar þannig að það er milljón sinnum ódýrara í bókstaflegri merkingu að láta ykkur aka áttung. Verkið er ekki hægt að framkvæma fyrr en eftir í fyrsta lagi 3 til 4 vikur.
Kv. Nóni
-
Hvaða Hvaða.. eru þessi Gömlu jálkar í klúbbnum ekki vel kunnugir Dínamíti frá því í gamla dagana?
einn borar og annar þjappar túpunni ofan í og 3 tengir og 4 sprengir hina 3 í burtu hehe
-
Nóni skrifar
"skynsamlegast að keyra 1/8 mílu miðað við hvað menn eru hræddir við brautina"
Það er bara verið að benda á staðreyndir en ekki hvort menn eru "hræddir" eður ei.
-
Nóni skrifar
"skynsamlegast að keyra 1/8 mílu miðað við hvað menn eru hræddir við brautina"
Það er bara verið að benda á staðreyndir en ekki hvort menn eru "hræddir" eður ei.
Æ þú veist hvað ég meina, en þetta var að sjálfsögðu ekki rétt orðað hjá mér því að það er áreiðanlega vandfundinn sá maður sem er "hræddur" við brautina sjálfa, það er jú svæðið sem tekur við af henni þar sem hún endar.
Það er líka marg búið að benda á þessa staðreynd og við vitum manna best af þessu og erum manna hræddastir við þetta sjálfir. Það að verkinu sé ekki þegar lokið er kannski gagnrýni vert en við forðumst auðvitað að svara allri gagnrýni málefnalega :lol: Við kjósum frekar að beita smjörklípuaðferðinni margfrægu og fara að tala um lía eða eitthvað sem allir stökkva upp á nef sér út af :lol:
Einar, Óli, Kristján, það er nokkuð ljóst að af þessu verður varla fyrir fyrstu keppni og það eru nokkrar ástæður fyrir því sem ekki verður farið út í hér. Eins fljótt og við, eða frekar verktakarnir geta hins vegar.
Kv. Nóni
-
Ok.
-
þið hafið séð netið sem lagt er fyrir orustuþotur á flugmóðuskipum ?
-
Á flugmóðuskipum er krókur niður úr flugvélinni sem grípur í lykkju á skipinu sem bremsar vélina af. Um leið og hjólin á vélinni snerta skipið þá gefur flugmaðurinn fullt afl til að hafa möguleika á að koma sér í loftið aftur ef krókurinn hittir ekki.
Þegar þeir aftur á móti leggja upp í flug þá eru aðfarirnar á suman hátt svipaðar, krækt er í vélina og gufubúnaður er í dekki skipsins dregur hana af miklu afli upp á nægjanlega ferð til að hún hafi byr undir báða vængi :)
Þannig að ég efast um að við við notum sambærilegar aðferðir og þeir í flughernum :)
-
Elli, talandi um þetta... þá er þetta ekki svo alsæmt sjáðu til...
Ef við sameinum take-off og landing í eitt kvartmílu-rönn, þá værum við með vír/teygju sem dregur okkur frá upphafslínu að endalínu, og þar myndi hún einnig þjóna þeim tilgangi að stoppa okkur aftur. :D
Þá erum við búnir að spara okkur mikið... svosem eldsneytiskostnað, kostnað við bremsur og fallhlífar.... og eflaust fullt fleira....
Svo borga menn bara eitthvað klink við hliðið, og ef þeir vilja hafa teygjuna almennilega strekkta í upphafi, þá kostar það bara pínu meira :D
Svo bara að hafa einhvern áttagata-kettling í húddinu sem gefur flott sánd.... þá er þetta allt komið, sándið, lúkkið og hraðinn :D
Og þá mætti með sanni segja að togið hafi allt að segja framyfir hestöflin :p
Ekki svo vitlaust :p
Pössum okkur nú samt að segja ekki frá því þegar að þetta verður tekið upp... þá gæti fólk hugsanlega endanlega hætt að koma og fylgjast með keppnum.....
... tja svo má auðvitað bara lengja brautina örlítið, fyrir aðeins brotabrot af þeim monnípeningum sem færu í þetta :)
En jæja nóg komið af rugli í bili!
-
Ég meinti nú bara eitthvað í líkingu við þetta: EBAY item. 130123725707