Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: valurcaprice on May 08, 2007, 22:42:15

Title: númeralausir bílar
Post by: valurcaprice on May 08, 2007, 22:42:15
var svona að spá hvort að það er ólöglegt að vera með númerslausa bíla á einkalóð, fékk nefnilega miða á bílinn hjá mér um að hann yrði fjarlæguðr eftir x tíma
Title: númeralausir bílar
Post by: Racer on May 08, 2007, 22:47:33
er þetta ekki allt leiguland , bændurnir eru heppnari hefur maður heyrt þar sem þeir flestir eru ekki að leigja landið undir húsunum.

ég hélt því fram að bíl inní innkeyrslu væri safe en nei nei , nágrannar eru sniðugir að kvarta í yfirvöld
Title: númeralausir bílar
Post by: cv 327 on May 08, 2007, 23:03:57
Það er ekki ólöglegt á einkalóð. Með leigulóð veit ég ekki alveg.
Title: númeralausir bílar
Post by: Gustur RS on May 08, 2007, 23:25:28
Ef þetta er ekki innkeyrsla að fjölbýlishúsi þá mundi ég nú bara mæta lögreglunni og segja þeim að hypja sig þeim kemur ekki við hvað stendur á planinu við mitt hús
Title: númeralausir bílar
Post by: valurcaprice on May 08, 2007, 23:28:00
það var ekki löggan með þessa hótun heldur heilbrigðiseftirlitið  :evil:
Title: númeralausir bílar
Post by: Racer on May 08, 2007, 23:44:01
ég reifst einhvern tímann við mann í bæjarfélagi Voga á vatnsleysuströnd sem sá um láta fjarlægja bílana í bænum sem voru sjónmengun og hann gafst upp þegar ég var að leika mér að færa bílinn frá ströndum þarna og í vogum í hvert sinn sem nýr miði kom og ég reif um leið.

gerði þetta oft í bænum að færa bílinn bara um götu í hvert sinn og svo kom bílinn alltaf í upprunnalega stæðið.

sjaldan sem þeir gáfust upp á eltingaleiknum og kipptu bílnum strax í burtu
Title: númeralausir bílar
Post by: Valli Djöfull on May 09, 2007, 00:38:24
Quote from: "valurcaprice"
það var ekki löggan með þessa hótun heldur heilbrigðiseftirlitið  :evil:

Kaupa yfirbreiðsludúk..?  Þá getur heilbrigðiseftirlitið ekkert sagt...:)
Title: Bílar
Post by: TONI on May 09, 2007, 22:45:07
Þá var bíll frá mér dreginn í burtu að einkalóð fyrir nokkrum árum og þeir urðu að skila honum aftur á sinn stað, voru komnir út fyrir sitt svið, það þurfti bara að ámynna þá um að þeir voru að gera mistök. Hvað varðar fjölbýli þá er það að ég held húsfélagið sem verður að taka afstöðu um að láta fjarlægja bíl af lóðinni, það er ekki einstaklings framtak enda eru bílastæðin fyrir ábúendur hússins og verður að hafa samráð um að fjarlægja þá. Heilbrigðisyfirvöld geta gert athugasemd út af bílum og verða þá að útskýra af hverju þeir telji veru bílsins stangast á við reglur sem gilda. Hringdu í þá og kannaðu hvað veldur, húsráðandi/húsfélag verður að biðja um þetta á einkalóð.