Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Dart 68 on May 03, 2007, 21:28:24
-
Sæl veriði.
Ég er með ´98 Volvo V70XC og það kviknaði ljós í mælaborðinu sem segir til um það að kælivatnið sé að minnka. Ég snaraðist út og sá þá að forðabúrið var fullt :?:
Ég hringdi í Brimborg og eftir nokkuð langt samtal þá fór ég að prófa mig áfram (i samráði við verkstæðisformanninn) Bíllinn hitar sig ekkert meira en venjulega, miðstöðin blæs funheitu, viftan fer í gang og allt virðist vera fullkomlega eðlilegt. Ég tók svo forðabúrið og ath með tengið (fyrir ljósið) og það virðist vera í lagi.
Mín spurning er þessi. Hefur einhver ykkar hér inni orðið var við þetta í sínum XC og ef já, hvað var þá málið???
Með fyrirfram þökk
kv
Ottó P.
-
Þessi skynjari virkar held ég þannig að hann gefur í gegnum sig
þegar hann fer undir vatn, eða öfugt.
Prufaðu að aftengja hann og sjáðu hvort ljósið slökknar.
ef ekki, prufaðu þá að leiða á milli pólanna í tenginu og sjáðu hvort ljósið slokknar.
ef annaðhvort þetta virkar þá er skynjarinn ónýtur.
ef ekki þá leiðir saman eða leiðir út í lögnunum, eða rugl í tölvunni.
-
Ég var reyndar bara búinn að prófa að taka plöggið úr sambandi og þá logaði ljósið ennþá. Prófa hitt á morgun
takk
-
Ég á svona xc og það virkar bara fínt að skella einni bréfaklemmu þarna á milli :?