Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: ulli4444 on April 30, 2007, 09:34:34
-
daginn ég var að velta fyrir mér hvot þið vissuð eitthvað um fox 1982 mustanginn minn sem ég keypti mér 25. október 2006 sem ég er að gera upp.
ég tel mig vita að þessi bíll hafi verið í vestmanneyjum árið 1986, sirka, þegar amma mín og afi fóru þangað og fengu hann lánaðann í viku. þá var bíllinn vínrauður með hvítum víniltopp, V6 vél og sömu rauðu tau sætunum og eru í honum í dag.
þegar ég keypti bílinn var hann orðinn svartur að lit með topplúgu, 302 vél og audio límiða í afturrúðunni. hann er með 5 gata deilingu.
númerið á bílnum er KA-378
bíllinn var illa fúinn að innann eftir að tooplúgan hafði míg-lekið, svolítið var um rið. Hann var með endurskoðun útaf bremsum og olíuleka í vélinni. en vélin var og er samt mjög spræk og sámdar ekkert smá vél og flýgur í gang. Fyrrum eigandinn, Sigurður, sagðist hafa keypt hann rétt hjá Selffossi þar sem hann stóð fyrir utan Ljónstaði með ónýta skiptingu. Hann setti því nýlega uppgerða c4 skiptingu í hann og nýjan converter. Svo kaupi ég bílinn af honum.
- Ég var að spá hvort þetta væri eini svona bíllinn á landinu með skotti eða eru fleirri ?
- einnig hvort þið vissuð hverjir væru búnir að eiga þennan bíl í gegnum tíðina og sögu bílsins (t.d hvort það sé búið að gera hann oft upp eða bara einu sinni)?
- Ef þið eigið myndir af honum þá eru þær vel þegnar og flott væri ef þið gætuð sett þær hér inná eða sent mér á gvendur4444@hotmail.com
-
Þessi bíll hafði stutta viðkomu hér á Akureyri, en er öruggulega þekkastur sem V79
-
Thjaa mér dettur bara einn í hug sem gæti mögulega ennþá verið til hér á landi, sá stóð lengi uppá höfða rauður v6 ssk minnir mig og svona vægast sagt sjúskaður :o sá hann svo einu sinni eða tvisvar á ferðinni seinasta sumar eða haust.... það er/var aðeins yngri bíll en þinn reynar 87'-93' :wink:
Bíddu heyrðu jú datt einn í kollinn á mér núna :D
Þessi stóð í smá tíma á Ásbrautinni í Kópavoginum seinasta vor að mig minnir .....
Smellti tveim myndum af honum þá :)
(http://img.photobucket.com/albums/v303/Giggs113/DSCN0657.jpg)
(http://img.photobucket.com/albums/v303/Giggs113/DSCN0658.jpg)
-
V79 var kallaður jólatréð í mínum vinahóp allur í ljósum og mælum allstaðar og einn RECARO stóll f. bílstjórann :D ég fór á mjög eftirminnilegan rúnt á honum sem driver árið 94 og voru orðin passaðu spoiler kittið og felgurnar sem voru BBS með gull miðjum mikið notuð :) Góðir tímar en hvað um það þá eru enn til nokkrir svona skottbílar en ekkert í líkingu við hvað var mikið af þessu þessi svarti með rauða toppin er í uppgerð núna inní skúr og er enn í eigu sömu fjölskyldu og keypti hann nýjann hann er 2,8 V6
-
Sælir. Þetta er sorglegt ! Þegar ég var í skólaferðalagi í 10. bekk ( verð 31 árs í jún ) Þá fórum við til vestmannaeyja. Við félagarnir vorum á röltinu um eyjuna og löbbuðum fram að bílskúr með opna hurð , þar stóð V79 og 2 mótorhjól inni og einhverjir að dunda .. Við röltum og fengum að skoða þennan mustang og reyndar var okkur boðinn rúntur sem við þáðum með bros útað eyrum. Þessi bíll var stórglæsilegur í alla staði og sá ekki á honum. Allt stífpússað og vægast sagt ógleymanlegur vagn.
Þar sem maður ólst nánast upp í bílskúrnum hjá Pabba þá sá maður alveg að það var búið að dunda og ditta endalaust að þessum bíl og mér finnst reyndar alveg stórfurðulegt hvernig hann gat orðið svona ónýtur á svona "stuttum" tíma.
Ég á myndir af honum einhversstaðar sem við tókum þá ( ekki í tölvunni )
En gæti orðið snúið að finna þær enda ekki alveg nýjar.
Vonandi gengur vel með uppgerðina og væri nú gaman að sjá hann kláraðan :) Alltof mikið um að menn byrji á bílum , vinni þá niðrí járn og rífi allt utan og innan úr þeim. Og gugni svo .. þá eiga þessir vagnar sér litla von :(
Baráttu kveðjur !
Karl Hermann
-
hvernig gengur uppgerðin? :D pabbinn er spenntur s.s fyrrverandi eigandui
-
V79 billinn var svakalega flottur þegar hann var uppa sitt besta allavega fanst mer hann vera það i sinum flokki og ef maður er að tala umm bila af þessari argerð. frænka min sem er með mikla biladellu atti þennan bil i held eg 2 ar sirka held að það hafi verið einkverstaðar a milli 97-99 (minnir mig) þa var hann svakalega flottur með sjonvarpsloftnetinu ollum ljosum og mælum. hun hugsaði rosa vel umm hann alltaf stifbonaður og flottur minnir samt að motorin hafi brætt urser og nyr var settur i staðin sem bræður hennar sau umm að framkvæma. eg held eg hafi verið 15 ara gamall þegar eg fekk að prufann hja henni og mikið djö var maður montin með það a sinum tima 8-) billin var staðsettur a vestfjorðum a þeim tima. en eftir að hun seldann misti eg sjonar af honum og lyst mer MJOG VEL a að pælingar seu umm að gera hann i svipaða mynd og hann var þa. það er samt sens að eg eiji eittkverjar myndir af honum siðan hann var fyrir vestan þarf bara að grafa það upp. en allavega vona að hann komist a gotuna aftur :)
-
Jæja hann er víst kominn í mínar hendur í dag þessi forláti mustang þó langt frá sýnu besta lagi en hann er eins og er í uppgerðar ástandi eins og ég fékk hann frá fyrri eiganda eða Úlla en annars verður hann geymdur inni í bráð meðan fjármagn og tími er að skornum skammti en þegar seðlarnir fara að safnast saman þá fer maður að baksa í tækinu......
En ég er eins og er að safna saman hlutum í bílinn til að hafa varahlutalager og annað og er búinn að ná mér í 351windsor með C6 sem ég ætla að breyta og setja ofaní húddið á honum en annars ef menn sitja um hluti af þessum skemmtilegu tækjum þá myndi ég þiggja það með þökkum að komast yfir auka parta hvort sem það er fyrir innvols eða ytrabyrði...
kv Ómar K.