Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: CAM71 on April 27, 2007, 23:36:14
-
Veit einhver hvernig gömul polyhúðun er fjarlægð?
-
Sandpappír, sandblástur, og/eða bara almennt puð.
En ef það er til að láta pólýhúða upp á nýtt þá er það vel þess virði 8)
Ég lét HK sandblástur taka slatta fyrir mig og Hagstál húða það svo, og ég er bara sáttur :D
-
Langar að spurja Hvað er svona polyhúð að endast á felgum t.d??
-
Ég held að flestar felgur séu pólýhúðaðar frá framleiðanda, ekki nema þá þessar sem eru póleraðar eða krómaðar
Það er ekkert af þessu sprautulakkað orginal, það endist ekki rassgat.
-
Hvernig er með pólýhúðun á öxlum og öðru undir bílum, hvernig endist það ef bíll er ekki mikið notaður á veturnar til dæmis. Er ekki alveg hörku ending í því ?
-
Þú getur líka hringt í pólýhúðun í kópavogi þeir hafa verið mjög almennilegir í öllum svörum geta líklega gefið þér upp endingu.
Ég lét þá taka fyrir mig felgur, grind, afturgaffal og kúpugrind á hjólinu mínu, þeir lokuðu öllum götum og frágangur 100% :D
ps: ég er td með pólýhúðuð vatnsbretti á húsinu mínu :wink:
-
Polýhúðun endist mjög lengi
Með að mála hásingar,grind og slíkt er ágætt að nota trukkalakk,það er mjög sterkt