Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Moli on April 16, 2007, 23:26:17

Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: Moli on April 16, 2007, 23:26:17
Í tilefni af því að sumarið er senn að ganga í garð ætlar Krúser menn að starta sumrinu
og rúnta í fyrsta skipti nk. fimmtudag, Sumardaginn fyrsta eða þann 19. Apríl.



Dagskráinn er eftirfarandi:

Milli kl. 15:00 og 18:00 ætlar klúbburinn að hittast við hamborgarastaðinn Eika Feita (http://www.eikifeiti.is) við Barðastaði 1-5 sem er í hjarta Grafarvogs. Þar verða á boðstólnum gljáfægðar glæsikerrur sem spenntar hafa beðið eftir sumrinu eftir langa dvöl í skúrnum í vetur.

Hljómsveit verður á staðnum og hægt verður að skella í sig sveittum borgurum og ísköldu CocaCola við gljáfægða bílana.

Fyrir þá sem ekki vita hvar Eiki Feiti er til húsa þá er hann rétt norðan við Korpúlfsstaði eða í Staðarhverfinu þar.

(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/hvar.jpg)


KL. 18:00 VERÐUR STOPPAÐ VIÐ TANGARHÖFÐA 8-12 ÞAR SEM BÍLASÝNINGIN BÍLADELLA 2007 FER FRAM


Síðan verður haldið að Bíldshöfða 18 og verður það sýndur nýinnfluttur bíll af gerðinni,
Plymouth Barracuda árgerð 1972 að Bíldshöfða 18.

(http://spjall.kruser.is/files/1972_cuda_178.jpg)


Fljótlega upp úr 21:00 verður síðan farinn fyrsti rúntur sumarsins áleiðis í miðbæ Reykjavíkur.

Að sjálfsögðu vonum við eftir að sjá sem flesta, en hafa skal í huga að Kvartmíluklúbburinn verður með sína sýningu (http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=20852) sama dag og fram yfir helgi, og hvetjum við sem flesta að kíkja þangað, en í senn þá er um að gera að skipuleggja sig nk. fimmtudag og nota tímann til hins ýtrasta!


ÞÓ BER AÐ MINNA Á AÐ DAGSKRÁ GÆTI BREYST VERÐI VEÐUR LÉLEGT!

Með kveðju um gott sumar.
Krúser! 8)
Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: 72 MACH 1 on April 17, 2007, 00:37:36
Nú er um að gera að mæta á Bíladellu 2007 hjá Kvartmíluklúbbnum og líta við hjá Kruser á Bíldshöfða 18.
Gleðilegt sumar.

Kveðja,
Eggert Kristjánsson.
Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: Marteinn on April 17, 2007, 01:43:09
ég mæti, ef það er okei

(http://www.98oct.com/gallery/albums/mjpart1/picture3.jpg)
Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: Hera on April 17, 2007, 09:08:01
Sumardagurinn fyrsti  :P

1 Hópkeyrsla Snigla kl:13:00 frá Esso/N1 á ártúnshöfða
2 Krúserar kl:15:00 í Gravarvogi
3 Kvartmíluklúbburinn með bílasýningu

Öll flottustu hjólin og bílarnir að ógleymdu allt skemtilegasta fólkið samankomið  

Ég elska sumardaginn fyrsta  :lol:  :lol:  :lol:
Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: einarak on April 17, 2007, 10:30:17
Quote from: "Marteinn"
ég mæti, ef það er okei

(http://www.98oct.com/gallery/albums/mjpart1/picture3.jpg)


klikkaður?
Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: Birkir R. Guðjónsson on April 17, 2007, 18:54:08
Töff númer :D VE :D
Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: Marteinn on April 17, 2007, 21:12:46
sorry :/
Title: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
Post by: Moli on April 18, 2007, 19:19:03
Matti alltaf velkomin!! 8)

KL. 18:00 VERÐUR STOPPAÐ VIÐ TANGARHÖFÐA 8-12 ÞAR SEM BÍLASÝNINGIN BÍLADELLA 2007 FER FRAM