Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Skari™ on April 13, 2007, 03:15:09
-
Sælir félagar.
Er í smá vandræðum með mælaborðið í bílnum mínum... Ég var að setja álplötu í mælaborðið (þurfti að skrúfa allt í sundur) og núna er hitamælirinn fastur mjög ovarlega og bensínmælirinn er alveg í botni... þeir eru báðir fastir mjög ofarlega.
Allir aðrir mælar virka eðlilega.
Hvernig get ég stillt þetta eða lagað?
Einhver sem kannast við þetta? :?
-
Eru þetta rafmagnsmælar eða mechanískir
Ef þetta eru rafmagnsmælar gætu þeir annaðhvort verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga ekki að fá, eða ekki verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga að fá.
Endilega láttu okkur í té nánari upplýsingar, myndir eru alltaf góðar líka, svo við getum kannski hjálpað þér meira
Kveðja
Atli F.
-
Eru þetta rafmagnsmælar eða mechanískir
Ef þetta eru rafmagnsmælar gætu þeir annaðhvort verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga ekki að fá, eða ekki verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga að fá.
Endilega láttu okkur í té nánari upplýsingar, myndir eru alltaf góðar líka, svo við getum kannski hjálpað þér meira
Kveðja
Atli F.
Þetta eru allt rafmagnsmælar, málið er það að bensínmælirinn og hitamælirinn hreyfðust þegar ég var að rífa þetta allt í sundur svo tengdi ég þetta til að sjá hvort allt myndi virka rétt en þá fór hitamælirinn beint upp og bensínmælirinn smátt og smátt alveg í botn.
Get reynt að redda mynd af þessu á eftir :)
En þetta er verulega að bögga mig :?
-
Fá jörð,ég er með svona járnbezel,skil ekki hvar þú átt að geta fengið jörð af plötunni
Hreyfðiru við e-h öðru en bara mælaborðinu?
-
Fá jörð,ég er með svona járnbezel,skil ekki hvar þú átt að geta fengið jörð af plötunni
Hreyfðiru við e-h öðru en bara mælaborðinu?
Allir mælarnir hreyfðust þegar ég reif þetta í sundur en þessir 2 eru einu sem ekki virka :?
Satt að segja botna ég ekkert í þessu... ætli það sé ekki best að reyna að finna nýtt mælaborð bara og færa teljarann yfir.
-
Taktu þetta aftur í sundir og skoðaðu þetta betur
-
Þar sem þetta eru rafmagnsmælar gæti ég trúað því að það séu bara tengingarnar sem eru að trufla þig, er mælaborðinu öllu plöggað í í einum stórum plögg eða eru þetta nokkrir litlir?
Ég er sammála BB-racing hérna að ofan, ekki fara að leita þér að öðru mælaborði, farðu bara yfir þetta sem þú ert með, ef mælarnir virkuðu þegar þú byrjaðir að rífa þetta í sundur þá er líklegt að það hafi e-ð misfarist þegar þetta var sett saman aftur.
Fá jörð,ég er með svona járnbezel,skil ekki hvar þú átt að geta fengið jörð af plötunni
Sumir mælar eru ekki tengdir beint í jörð heldur taka jörð í gegnum festingarnar sínar, þess vegna datt mér í hug jörð í gegnum plötuna :)
-
þetta er bara eitt stórt tengi og boltað ,ég myndi bara taka plötuna úr og setja aftur saman og gá hvort að þetta sé enþá fucked þá geturðu séð hvort að platan sé vandamálið eða ekki
-
Ég er búinn að prófa allt held ég, mér var sagt að einhver mótstaða í mælunum hafi sennilega farið í sundur þegar mælarnir hreyfðust.
Held að það sé málið að verða sér útum nýtt(notað) mælaborð og færa teljarann á milli :?