Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: ingvarp on April 12, 2007, 08:31:07

Title: Rallýkross Porsche
Post by: ingvarp on April 12, 2007, 08:31:07
veit einhver hvar guli Pizza 67 porsche-inn er í dag hann var í keppni allaveganna 94 og 95. Ég fékk lánaða mótorsport spólu hjá félaga mínum í gær og mig langar að vita hvar þessi porsche er í dag og í hvaða ástandi eða hvort það sé búið að pressa hann  :(

  :)
Title: Rallýkross Porsche
Post by: íbbiM on April 12, 2007, 09:36:23
kom ekki í ljós að þetta var einhvern stórmekilegur bíll e-h
Title: Rallýkross Porsche
Post by: HK RACING2 on April 12, 2007, 10:06:51
Var seldur út og þá kom í ljós að þetta var einhver reiger útgáfa eða eitthvað álíka,er í uppgerð úti að mér skilst.
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Maverick70 on April 12, 2007, 13:32:50
á einvher myndir?
Title: Rallýkross Porsche
Post by: ingvarp on April 12, 2007, 15:40:42
já ég er sammála síðasta ræðumanni  8)
Title: .
Post by: Björgvin Ólafsson on April 12, 2007, 17:16:23
...
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Bannaður on April 12, 2007, 19:59:59
Er ekki eðlilegra að menn kynni sér rallycross síðuna :)

http://www.aik-rallycross.com
Title: Rallýkross Porsche
Post by: edsel on April 12, 2007, 21:55:40
hvaða Ford er þetta fyrir aftan Porsche-inn ?
Title: Rallýkross Porsche
Post by: HK RACING2 on April 12, 2007, 22:52:38
Quote from: "edsel"
hvaða Ford er þetta fyrir aftan Porsche-inn ?
Escort mark 2 með rs 500 cosworth mótor,búið að rífa hann og henda honum en þetta var fyrrverandi Ari Vatanen bíll.
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Dodge on April 13, 2007, 00:09:37
eitthvað segir mér að Björgvin hafi átt þarna fyrst og fremst mynd af escortinum en ekki bjöllunni :)
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Brynjar Nova on April 13, 2007, 14:44:19
varðandi þennan porsche sem var verið að spyrja um, þá var hann í eigu Guðbergs Guðbergssonar logafold 152 Gravarvogi, gsm.893 6001 :wink:
Title: Rallýkross Porsche
Post by: F2 on April 13, 2007, 15:28:24
Quote from: "HK RACING2"
Var seldur út og þá kom í ljós að þetta var einhver reiger útgáfa eða eitthvað álíka,er í uppgerð úti að mér skilst.


Þetta var einn af 2 kremer porsche bílum og var upprunalega rallýkross bíll.... 700 hp og læti..

Ennjá.. bílinn var seldur út og rifinn!!!!
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Kristján Skjóldal on April 13, 2007, 18:43:29
700 hö  :roll:
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Kiddicamaro on April 13, 2007, 19:36:31
Quote from: "Kristján Skjóldal"
700 hö  :roll:

Já þetta voru allt meira og minna 600-700 hestafla græur í krossinu 8)
Title: Rallýkross Porsche
Post by: KiddiJeep on April 13, 2007, 19:37:48
Var það ekki þannig að orginal vélin var 700 hö... en hún var ekki í lengur?
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Kristján Skjóldal on April 13, 2007, 20:00:23
já já og svín fljúga líka :roll:
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Valli Djöfull on April 13, 2007, 20:51:45
Quote from: "Kiddicamaro"
Quote from: "Kristján Skjóldal"
700 hö  :roll:

Já þetta voru allt meira og minna 600-700 hestafla græur í krossinu 8)

Er það ekki svona eins og hefur verið rætt hér áður...  menn hlusta á vélina og segja svo "tjahh.. jú þessi er svona 450 hö" án þess að hafa nokkra einustu sönnun fyrir því  :lol:

Mjög oft á þessu landi sem hestaflatölur eru byggðar á mati eiganda er það ekki..?

17 ára stráka fílingurinn..  Jáhh.. hann er 110 hö orginal, svo er hann kominn með kraftpús og kraftloftsíu, núna er hann svona 140 hö  :lol:
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Bannaður on April 13, 2007, 21:03:43
Quote from: "Kristján Skjóldal"
700 hö  :roll:


Porka hefur alltaf ýktar tölur en mjög algengar tölur öflugustu rallycross bíla úti 450 - 600hö

gæti giskað á 250 - 300hö sem þessi bíll hafiverið að skila hér heima.
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Porsche-Ísland on April 13, 2007, 23:40:27
Quote from: "Bannaður"
Quote from: "Kristján Skjóldal"
700 hö  :roll:


Porka hefur alltaf ýktar tölur en mjög algengar tölur öflugustu rallycross bíla úti 450 - 600hö

gæti giskað á 250 - 300hö sem þessi bíll hafiverið að skila hér heima.


Þessi bíll skilaði 210-220 hestöflum hérna heima,, síðan var smá nítró,, 50-80 hö í viðbót.

En hvort sem menn trúa því eður ekki var upprunalega vélin verulega spræk.

Það þarf ekki að heita V eitthvað og vera framleitt í ameríkuhreppi til að það komi eitthvað afl út úr þessu.  :)
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Gulag on April 13, 2007, 23:45:40
mig minnir að þessi bíll hafi komið vélarlaus hingað..
var svokallaður "Rothmans" porsche með slantnose framenda..
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Porsche-Ísland on April 13, 2007, 23:54:04
Quote from: "AMJ"
mig minnir að þessi bíll hafi komið vélarlaus hingað..
var svokallaður "Rothmans" porsche með slantnose framenda..


Bíllinn og vélin komu frá Bretlandi. Þegar hann var keyptur þá hafði þáverandi kaupandi ekki efni á að borga allt kaupverðið svo vélin var seld frá bílnum. Þannig að þegar bíllinn kom loksins heim var hann með annari vél sem var mun aflminni.

En eins og áður hefur komið fram þá er þetta einn af tveimur bílum sem Porsche framleiddi fyrir Kremer racing til götuaksturs en lenti í tjóni og var í framhaldi af því breytt í rallykross bíl.  Rétt er það að hann var með Slantnose þegar hann kom en við breyttum því eftir fyrsta árið. Hann var svo ljótur með það.
Title: Rallýkross Porsche
Post by: Gulag on April 14, 2007, 00:22:17
sko !.. maður er ekki alveg búinn að drepa allar heilasellurnar.. maður man sumt ennþá   :D