Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: mx125cc on April 10, 2007, 11:51:42

Title: Drif í Mustang
Post by: mx125cc on April 10, 2007, 11:51:42
veit einhver hvort að það passi drif úr fleiri bílum í Ford Mustang 1983 ?.
Title: Drif í Mustang
Post by: Olli on April 10, 2007, 14:46:02
Ef að þetta er 83 mustang, og með 8gata... er það ekki upplagt bara að setja í hann 9"fordara.....
ætti nú ekki að vera mikið mál að finna svoleiðis hérna heima.
Title: Drif í Mustang
Post by: Heddportun on April 10, 2007, 17:17:15
Drif úr 9" Hásingu passar í alla 9" hásingar þ.e. Ford,sama er með 8,8" Ford
Title: Drif í Mustang
Post by: Ronni on April 10, 2007, 17:22:34
Líkast til á ég einhversstaðar hásingu undan 84 Thunderbird.
Title: Drif
Post by: TONI on April 11, 2007, 22:26:24
Getur passað úr Ford Ranger, litla Bronco ef það er 7,9 eða hvað hún nú hét og sumum stóru Bronco bílunum ef það er 8,8. Það er einhversstaðar á netinu listi/leiðbeiningar til að þekkja hásinguna, þá er hægt að aðstoða þig betur þegar við vitum um hvaða hásingu er rætt. Ég átti heila hásingu sem þú mættir hirða ef það er ekki búið að henda henni, var undan svona bíl. Einar K Möller gæti einnig vitað um svona grams, hann átti eitt og annað í svona, seldi sumt eða allt, veit ekki hvort en sá sem keypti að honum á það þá tryggilega.
Title: hásing
Post by: TONI on April 11, 2007, 22:32:26
Það var einver á Stokkreyri sem er með gramsið sem Einar átti. Svo voru einhverjir í rallycrossinu á svona bílum, það var alltaf slatti að hræjum í kringum þá.
Title: Drif í Mustang
Post by: Dodge on April 12, 2007, 09:45:51
er þetta ekki sama drif og í ford fairmoth og mercury zephyr
Title: drif
Post by: TONI on April 12, 2007, 22:13:59
Á að vera sama drifið, passar raunar allt flest á milli sem tengist vélbúnaði. Ég reif einn fairmoth til að nota í varahluti í Mustang sem ég átti. Þori ekki að fara með hvort hásingin passaði beint, of mörg ár síðan :wink:
Title: Drif í Mustang
Post by: Gummari on April 13, 2007, 04:35:35
auðveldast að þekkja muninn á 7,5 og 8,8 ef horft er aftan á hásinguna lokið er bogið til hliðanna og slétt uppi og niðri á 7,5 en á 8,8 eru 4 sléttar hliðar,ef bíllinn er 83 og orginal er hann með 7,5 því 8,8 kemur fyrst í 85-6 lookið 7,5 hásing í fairmont t-bird bronco 2 zephir ranger mustang eldri en 86 :wink: