Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Dodge on April 07, 2007, 18:22:01

Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on April 07, 2007, 18:22:01
Datt í hug að deila með ykkur myndum af raminum mínum þar sem hann
er að verða tilbúinn eftir mykla vinnu.
Og helstu breytingar.

Allt kramið nýupptekið stafnanna á mylli.

Vél: 360 '92 ca 11:1 þjappa 292° Hydraulic roller
2.02 og 1.60 ventlar, portuð hedd og myllihedd
holley bensínkerfi og MSD

Skifting: 727 torqueflite

Millikassi: New Process

Framdrif: 4.56 nospin með bronco lokum.

Afturdrif: 4.56 Tregðulás.

Búið að skera úr fyrir 38" hjólum, riðbæta og græaj og gera.

Ég á engar myndir áður en var byrjað þar sem hann var hræðilega ljótur þá en byrja á "during" myndum.
ath. stundum þurfti nú að nota hann aðeins þó hann væri ekki klár.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on April 07, 2007, 18:25:01
og After..
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Heddportun on April 07, 2007, 18:49:44
Helvíti flottur hjá þér

Hvað er hann Léttur?
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: edsel on April 07, 2007, 19:09:20
flottur bíll og litur líka
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Ingvar Gissurar on April 07, 2007, 19:13:00
Thumps up fyrir þessu. Alltaf þótt þessir flottir og gaman að sjá svona trukk vel uppgerðan. :wink:
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on April 07, 2007, 19:13:01
ég er ekki alveg með það á hreinu hvað hann er léttur en hann verður
vigtaður fljótlega fyrir breytingaskoðun.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Jói ÖK on April 07, 2007, 19:54:39
virkilega töff... ekki slæmur bifreiðakassi, Cuda og Ram 8)
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on April 07, 2007, 20:17:07
takk fyrir það.. nú fer maður  fljótlega að geta byrjað á cudunni, sem ég
verð að segja að er búið að vera erfitt að halda sig frá til að geta klárað
þennan.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: 1965 Chevy II on April 07, 2007, 21:38:34
Flottur Jeppi 8)
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Valli Djöfull on April 07, 2007, 21:39:35
Quote from: "BadBoy Racing"
Helvíti flottur hjá þér

Hvað er hann Léttur?

orðið "léttur" er kannski ekki fyrsta orðið sem ég hefði látið mér detta í hug þegar ég horfi á þetta flykki...:lol:  en svalur er hann!  8)
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: KiddiJeep on April 08, 2007, 02:25:21
Alltof lítil dekk undir annars eitursvölum trukk :twisted:
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: bjoggi87 on April 08, 2007, 19:10:38
flottur bill og liturinn fer honum bara mjög vel en eina sem vantar er hrutinn á huddið....
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on April 09, 2007, 01:45:24
já hrútnum var stolið þegar hann stóð uppvið klúbb í den..

en hvað dekkjamál varðar þá er bara 38" stærsta bíldekkið sem boðið er uppá, ef maður kemst það ekki á 38" með afl og læsingar þá þarf maður ekkert að fara þangað.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: KiddiJeep on April 09, 2007, 02:29:00
stærsta bíldekkið??? hefur þú verið lokaður inní þessum skúr síðustu áratugina eða er ég bara ekki að kveikja eins og vanalega :lol:
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Olli on April 09, 2007, 12:48:57
Ætli hann stefán eigi ekki við að 38" eru í raun stærstu dekkinn sem maður setur undir án þess að tapa gjörsamlega öllum þægindum og aksturseiginleikum bílsins.

Allavega er ég á þeirri skoðun, keyri minn nú á 38 á veturna og 35-36 á sumrin :D   svona þegar að hann er á annaðborð eitthvað keyrður :D
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on April 09, 2007, 23:42:14
það er nákvæmlega það sem ég meina..

svo ef ég hefði breytt honum á 44" þá hefði ég þurft að hækka hann.
og svo hefði hann verið svo ljótur.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Kristján Stefánsson on April 10, 2007, 00:12:21
glæsilegt en á ekkert að koma með mynd af þessum eðal 360cid mótor.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on April 10, 2007, 09:44:30
það er nú ekki mykið að sjá þar.. stálhedd, allt svartmálað nema grá
ventlalok og álmillihedd.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: KiddiJeep on April 10, 2007, 10:39:26
Quote from: "Dodge"
það er nákvæmlega það sem ég meina..

svo ef ég hefði breytt honum á 44" þá hefði ég þurft að hækka hann.
og svo hefði hann verið svo ljótur.

já mér datt í hug að það væri einhver svona ástæða. svo er líka orðinn svo mikill rekstur á þessum flekum þegar þetta er komið uppfyrir 38 tommuna, ég bíð spenntur eftir að sjá hvað þessi bíll vigtar :P
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Ingvar Gissurar on April 10, 2007, 13:24:40
Raminn samsvarar sér mjög vel á þessum dekkjum og er alls ekki að bera öllu stærri.
Þessir trukkar voru ótrúlega seigir orginal eða lítið breyttir og bráðskemmtilegir í akstri ef það var ekki búið að breyta þeim of mikið.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on June 27, 2007, 23:40:38
Hann er 2190 kílóa léttur.

Burnoutið fór heldur illa í hann,
Reif ofan af vélinni í kvöld og þá kom þetta í ljós.

Reyndar betra en ég átti von á, síðast fór hann á 6 götum ekki 2 :D
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: íbbiM on June 28, 2007, 00:41:49
ég var alveg handviss um að það væri einmitt farin pakning hjá þér, hélt þu´værir að burna af burnoutinu líka en sá svo að þetta kom úr pústinu
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on June 28, 2007, 09:56:45
hehe :) ég vissi það líka, en ég var handviss um að hann væri farinn á 6 - 8 stymplum, fannst hann reykja meira og jafnar en þegar hann fór á 6 í den.
Title: Raminn minn og breytingarnar
Post by: Dodge on July 17, 2007, 23:39:53
Þá er búið að herða saman, fá skoðun og fara í útilegu á vagninum.
en þá tekur bara annað við :)