Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: mustang67 on March 30, 2007, 01:49:28
-
Er þetta einhvað rosa mál ? Að koma þessu í verk ef maður hefur rétta peninginn :P
-
það fer svolítið eftir því um hvað þú ert að spyrja
-
lítið dæmi hér.. http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=28&BILAR_ID=203315&FRAMLEIDANDI=FORD&GERD=MUSTANG&ARGERD_FRA=1965&ARGERD_TIL=1967&VERD_FRA=700&VERD_TIL=1300&EXCLUDE_BILAR_ID=203315 .. er að pæla í að bjóða í þennann eftir sumarið en langar eignilega ekki í bíl með vínil topp... Einhver sjéns á þessu?
-
Er þetta einhvað rosa mál ? Að koma þessu í verk ef maður hefur rétta peninginn :P
Eins og reyndar með flest allt frá ameríku, þá vill svo skemmtilega til að það er hægt að kaupa sér "kit" sem nefnist "turn your coupe to convertible in 24 hours"
Þannig að að það er allt hægt 8)
-
með verðhugmynd á þetta og aðferð? Jafnvel betra ef þú ert með link á síðu sem er að selja svona :lol: Takk by the way :D
-
með verðhugmynd á þetta og aðferð? Jafnvel betra ef þú ert með link á síðu sem er að selja svona :lol: Takk by the way :D
google.com ættir að finna þetta 8)
-
gaur af hverju kaupiru þá ekki bara frekar blæjubíl
-
Hérna eru helstu verkfærin í svoleiðis kitti, fæst líka í Múskó.
(http://www.idsa.org/idea/idea2005/images/72-G-FatMaxHacksaw.jpg)
(http://www.defusco.com/images/9564CV.jpg)
(http://wickedstageact2.typepad.com/life_on_the_wicked_stage_/WindowsLiveWriter/AncientCathedralHeldTogetherWithDuctTape_12787/duct-tape%5B3%5D.jpg)
(http://img.alibaba.com/photo/50255740/Machinists_Hammer_with_Fiber_Glass_Handle.jpg)
(http://www.dryeyepain.com/Safety-goggle.jpg)
(http://securehost.arealink.com/landstar/prodimages/lsc164.jpg)
(http://www.hatsinthebelfry.com/Merchant2/graphics/00000001/geekpropeller-300.jpg)
-
he he
-
gaur af hverju kaupiru þá ekki bara frekar blæjubíl
bara búinn að leita að blæjubíl en þeir eru víst ekki til allavega ekki til sölu hér á landi og alltof dýrt að flytja þetta inn..
-
pabbi á einn 73 mustang blæju til sölu ásett um 1,6 flottur bíll og alveg ryðlaus 351 auto rauður tilbúinn á rúntinn :wink:
-
haha 1.6 ? milljón er nú eiginlega hæsta sem ég fer :)
-
Bíddu vá,
http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=28&BILAR_ID=203315&FRAMLEIDANDI=FORD&GERD=MUSTANG&ARGERD_FRA=1965&ARGERD_TIL=1967&VERD_FRA=700&VERD_TIL=1300&EXCLUDE_BILAR_ID=203315
+
turn your coupe to convertible
= Undir milljón :?: :oops:
Sennilega ódýrar að kaupa 73 bíllinn og ég tala nú ekki um að hann er bara turn key, runs and drives og race ready :?
Bara hugmynd.
-
ég hef ekki efni á að kaupa 1,6 milljón krónu bíl.. En ég á kannski efni á að kaupa þennann silvur (bjóða aðeins lægra en milljón í hann) og safna svo lengur til að skipta yfir í blæju.. skiluru ef hann myndi selja mér hann á 800 þúsund í ár og svo 800 næsta ár gæti ég það en efast um að hann vilji það :)
-
að breyta bíl sem er ekki blæju í blæju er eins sú mesta fásinna sem ég hef heyrt í langan tíma.. þetta er ekkert sem þú gerir með lágmarksverkfærum 1 2 og gjúgg í borg og allt smellur saman..
finndu þér blæjubil
-
Eða barað safna aðeins lengur og kaupa blæju bíl, ekki verað heimasmíða einhvað shit.
Eða barað kaupa þennan silvraða og selja hann svo þegar þú ert búin að safna fyrir drauma bílnum.
-
hjálpaðu mér þá að finna blæjubíl sem virkar og er í ágætu standi .. 1965-67 ... Ég get helst ekki eytt meiru í hann en 800 þúsund - milljón kall.. Hann þarf að vera sjálfskiptur.. fínt á honum lakkið, langar helst (ekki skilyrði) í bíl með pony innréttingu.. nýlega uppgerður og þarf að virka ágætlega/vel..
Ég er búinn að reyna að finna svoleiðis bíl í þónokkurn tíma.. Ekki rekist á nokkurn á þessu verði.. Og ég veit, ég veit. Ef manni langar í svona bíl þá á maður að safna sér lengur og kaupa eitthvern rándýrann.. En ég vill helst frekar kaupa ódýrari og gera hann betur upp..
Og btw.. Þarf helst að vera bíll með ágætu plássi fyrir farþega aftan í þar sem við munum ferðast á honum vinirnir þvert yfir evrópu árið 2009 :)
-
það segir sig sjálft að þú færð ekki nýlega uppgerðan eða stráheilan bíl á þessu verði,
að taka orginal toopbíl og eyðileggja hann með því að reyna að breyta honum í blæjubíl er bara ekki málið,
mín skoðun er sú að þú verðir einfaldlega að bíða þangað til þú getur keypt þér blæjumustang eða kaupa bíl í verra ástandi,
-
Sælir félagar. :)
Ég er nú búinn að vera að skoða þennan þráð og það er eitt sem mig langar að spyrja þann sem kallar sig "mustang67":
Gerir þú þér grein fyrir því sem þú ert að tala um :?: :idea: :shock:
Það er ekki á færi allra að breyta bíl sem er ekki ætlaður fyrir blæju í blæjubíl :!:
Ef það er á annað borð hægt (sem ég tel ekki vera) :idea:
Plús það að það yrði tíu sinnum dýrara en að kaupa tilbúinn uppgerðann blæjubíl. :!: :shock:
Verðið á þeim er frá ca 15000$(ódýr).
Ég held líka að þú gerir þér enga grein fyrir þeirri vinnu og þeim fjármunum sem liggja í því að gera upp svona bíl :!:
Það er því miður allt of algengt að menn taki gamla og jafnvel illa farna bíla og ætli að gera þá upp, spað rífi þá síðan og sjái þá að þetta var meira en þeir héldu.
Þá er farið að skoða hversu mikið varahlutir kosta, og þeir eru ekki gefnir :!:
Og þá gerist þetta sem er svo allt of algengt.
Öllu draslinu er fyrst ýtt út í horn, eftir nokkrun tíma þá fer það síðan í geymslu, síðan er það sett út, og eftir það er bílnum sem kannski var uppgerðarhæfur í upphafi hent.
Að gera upp bíl frá grunni kostar ómælda vinnu og mikinn pening. :!:
Það er alltaf mikið meira sem þarf að gera en er sýnilegt.
Ég er alls ekki að reyna að fá þig ofan af því að gera upp bíl, langt í frá.
Ég er bara að segja þér hverjar staðreyndirnar eru, án þess að vera að fegra neitt. :!:
Ég hef sjálfur reynsluna:
-
Toppurinn er stór hluti af styrknum í boddýinu og sumir bílar hreinlega síga niður í miðjunni ef toppurinn er tekinn. Í ákveðnum bílategundum má ekki einu sinni skera framrúðuna úr nema þeir standi á réttu gólfi og ekki hreifa þá fyrr en límingin á nýju rúðunni er orðið þurr.
Sumir eru meira að segja svo linir að hurðarnar sitja fastar ef þeir standa á tveggja pósta lyftu. :roll:
Þó svo að blæjubílar séu að mestu leiti mjög svipaðir að sjá og sama gerð með harðtopp þá er byggingin á gólfi og sýlsum yfirleitt allt önnur og sterkari, þannig að það er í margt annað að líta en bara að skera toppinn af.
-
Mikið er ég sammála ykkur, að saga toppinn af er hrikalegt rugl.
Flestir blæjubílar eru þyngri en hús útgáfurnar vegna auka styrkinga um allan bíl til að vega á móti þeima styrk sem tapast með því að fjarlægja toppinn. Þetta getur líka varla verið löglegt ofan á allt annað.
Hættu að hugsa um þetta, leigðu þér frekar feitan blæjubíl þarna í útlandinu ef að blæjan er stóra málið í ferðinni. Ég get lofað þér því að það verður mun ódýrara þegar upp er staðið.
Þá þarft þú bara að taka upp símann til að fá nýjan ef einhver mafían nappar honum eina nóttina. :wink:
-
jæja.. var nú bara að spyrja haha :) frétti af því að þetta væri hægt en jæja hlusta frekar á ykkur snillingana :) Takk fyrir góð og skjót svör.