Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: bjoggi87 on March 12, 2007, 17:03:05

Title: hvort er ódýrara
Post by: bjoggi87 on March 12, 2007, 17:03:05
hvort er ódyrara að panta beint af ebay eða gegnum einhver fyrirtæki eins shopusa.is eða svoleiðis??
Title: hvort er ódýrara
Post by: Moli on March 12, 2007, 18:47:04
ShopUSA sér aðeins um flutning á vörunni til Íslands. Þú getur ekki pantað hluti í gegn um þá. Þú pantar hana og lætur senda hana til ShopUSA í Virginiu

Það margborgar sig, ef þig liggur mjög á að fá vöruna, að panta sem mest í einu og panta þá sjálfur, t.d. í gegn um eBay, þó að eBay sé ekkert endilega ódýrasti kosturinn!

Einnig er Eggert nokkur Kristjánsson duglegur að koma pöntunum til Íslands frá USA, hann sér um að setja margar pantanir í einn pakka og senda það síðan allt í einu til Íslands, þannig minnkarðu flutningsgjald ofl. En biðtíminn gæti samt orðið lengri. Það væri ekki óviturlegt fyrir þig að hafa samband við hann, hann heitir 72 MACH 1 hérna á spjallinu.
Title: hvort er ódýrara
Post by: bjoggi87 on March 12, 2007, 21:42:01
takk fyrir það moli var nu bara að spá með blöndunga og svoleiðis
Title: hvort er ódýrara
Post by: moparforever on March 12, 2007, 23:02:18
Málið með Ebay er nátturlega að það er uppboðsvefur og þar geturðu fundið sama hlutinn á 100 stöðum á jafnmörgum verðum og svo geturðu nátturlega líka skoðað þá sem eru með ebay "verslanir" og þar geta verðin líka verið misjöfn
mér hefur reynst best að gefa mér tíma í það sem ég versla á ebay og fylgjast með í smá tíma
Title: hvort er ódýrara
Post by: bjoggi87 on March 13, 2007, 11:18:58
já hef reyndar verið að skoða þetta í soldinn tima og nuna fer að koma þörf á að fá allavega blöndung og eitthvað svoleiðis