Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: co-caine on March 05, 2007, 18:50:29
-
sælir... er það e-h þekkt dæmi að kveikjurnar verða slappar í LT1 mótorum þegar þær fara e-h yfir 100þ.km ??
er neflega með 95´ firebird og maður þarf stundum að starta honum 2-3 sinnum ef hann er heitur... var að pæla hvort þetta væri kveikjan...
heirði neflega e-h tíman að kveikjan og vatnsdælan yrðu slappar í þessum bílum þegar þeir færu yfir 100þ.km???
kv.Palli
-
Já þessar kveikjur hafa verið til vandræða.
Það er núna loksins hægt að fá MSD kveikjur í þetta.
Ég mund splæsa í eina svoleiðis.
-
okey... veit ekki hvað kveikja heitir á ensku :D er þetta boxið sem kertaþræðirnir tengjast í ?
-
optispark
-
http://store.summitracing.com/partdetail.asp?autofilter=1&part=MSD%2D83811&N=700+115&autoview=sku
-
Optispark er kveikju unitið, svo er lok og hamar, vanalega er opti sparkið í lagi en lokið og hamarinn þarf að skipta um eins og í öðrum bílum.
MSD selur lokið og hamarinn í pakka, fyrir sirka 150 dollara, og svo er hægt að kaupa allt unitið fyrir rúma 500 dollara ef ég man rétt.
Kv, Jonni
-
okey... þetta er þá semsagt bara kveikjuhamarinn og lokið sem er að fara ?
-
Kveikjan í Lt1 er kölluð opti eða optispark en annars er kveikja á ensku ignition
Ef þú ert ekki með loftræsta kveikju þá á raki til með að safnast fyrir í lokinu og þá leiðir hún út en 95-97 er með loftræst(vented) lok,þá er það þéttingin sem er orðinn hörð og lekur,sérstalega hjá skynjaranum
optical skynjarinn(mistubishi drasl) eyðilegst ef kveikt er á vélinni með raka kveikju
Msd kveikjan er já betri en hún kostar líka frá 4-500$ og er meira fyrir þá sem eru að snúa vélunum hátt en oem er á 2-300$
Þær eru óútreiknanlegar hvernær þær byrja,byrjaðu á þvi að skoða hvort það sé raki í hettunni á háspennukeflinu,svo geturu mælt kveikjuna
Vantsdælan á það til að safna drullu og bryrja að leka í um 90þús.m og lekur þá beint á kveikjuna,margir taka ekki eftir lekanum og skipta um kveikjuna og þurfa svo að laga dæluna og kveikjuna aftur
-
takk fyrir þetta... búinn að panta bæði dælu og kveikju..