Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Doctor-Mopar on March 01, 2007, 21:52:55

Title: Pink Panther
Post by: Doctor-Mopar on March 01, 2007, 21:52:55
Eiríkur í Blíka er snillingur að mála
Title: Pink Panther
Post by: Leon on March 01, 2007, 22:44:16
Vá hvað þetta er flott hjá ykkur, magnaður litur :smt007
Kemur hann á götuna í sumar :?:
Title: Pink Panther
Post by: Doctor-Mopar on March 01, 2007, 23:27:14
Ég efast nú um að hann klárist í sumar. Mundi frekar halda að hann klárist á næsta ári. Þetta skröltir bara svona áfram í rólegheitunum.
Title: Pink Panther
Post by: Gummari on March 02, 2007, 00:13:16
Maður bíður spenntur eftir þessum liturinn er geggjaður flott vinna 8)
Title: Pink Panther
Post by: 72 MACH 1 on March 02, 2007, 00:44:53
Eiríkur er snillingur með könnuna.

Kveðja,
Eggert Kristjánsson.
Title: Pink Panther
Post by: íbbiM on March 02, 2007, 00:56:37
þeir eru góðir á þessu verkstæði, kíkti þarna um daginn og þá var verið að pússa þessa og challenger í klefanum..   manni langaði ekkert út
Title: Pink Panther
Post by: cv 327 on March 02, 2007, 01:17:56
Bara glæsilegt.
Title: Pink Panther
Post by: Leon on March 02, 2007, 13:01:54
Quote from: "íbbiM"
þeir eru góðir á þessu verkstæði, kíkti þarna um daginn og þá var verið að pússa þessa og challenger í klefanum..   manni langaði ekkert út

Hvaða Challenger var þetta :?:  :?:
Title: Pink Panther
Post by: villijonss on March 02, 2007, 13:39:03
ekkert smá gæjalegur litur!!! verður ekkert smá góður
Title: Pink Panther
Post by: ÁmK Racing on March 02, 2007, 15:41:17
Þetta er cuda strákar.kv Árni
Title: Pink Panther
Post by: Leon on March 02, 2007, 16:06:32
Quote from: "ÁmK Racing"
Þetta er cuda strákar.kv Árni

Ég veit að þetta er Cuda, ÍbbIM var að tala um Challenger sem væri lika þarna hjá Blika, ekki nema að þar séu tvær Cudur þar :shock:
Title: Pink Panther
Post by: íbbiM on March 02, 2007, 17:00:32
nei það var challenger, blár með hvítum topp, gott ef hann var ekki gerður upp á met tíma hérna fyrir 1-2 árum,  sýndist þeir bara hafa verið að mála vélasalin núna,
Title: Pink Panther
Post by: Leon on March 02, 2007, 17:11:50
Það er bíllinn hanns Svenna, er að taka 318 vélina úr og setja xxx í staðinn 8)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/bildshofdi/29_06_06/normal_DSC00856.JPG)
Title: Pink Panther
Post by: íbbiM on March 02, 2007, 17:14:33
þetta er bíllin já, XXXsegir orðið á götuni :)
Title: Pink Panther
Post by: villijonss on March 02, 2007, 18:07:34
fallegur þessi !!
Title: Pink Panther
Post by: challenger70 on March 02, 2007, 22:12:56
Hann er flottur liturinn á Cudunni.  Verst að sjá hana ekki á götunni í sumar.  Til hamingju með verkið bræður.

sr
Title: Challenger 1970
Post by: 429Cobra on March 04, 2007, 15:34:43
Sælir félagar. :)

Þar sem Þórhallur (Doctor-Mopar) var að setja hér inn mynd af Barracuda bíl þeirra bræðra.
Þá fannst mér alveg tilvalið að setja inn mynd af Challenger 1970 með 440cid vél sem þeir bræður gerðu upp  1982-4 að mig mynnir (þórhallur endilega leiðréttu mig ef þú ert með árin á hreinu).
Á þessari mynd er bíllinn nýkominn úr skoðun eftir uppgerðina. 8)
Title: Re: Challenger 1970
Post by: Moli on March 04, 2007, 15:45:52
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :)

Þar sem Þórhallur (Doctor-Mopar) var að setja hér inn mynd af Barracuda bíl þeirra bræðra.
Þá fannst mér alveg tilvalið að setja inn mynd af Challenger 1970 með 440cid vél sem þeir bræður gerðu upp  1982-4 að mig mynnir (þórhallur endilega leiðréttu mig ef þú ert með árin á hreinu).
Á þessari mynd er bíllinn nýkominn úr skoðun eftir uppgerðina. 8)


Flottur! 8) Þetta er þá væntanlega bíllinn sem var í Eyjum og síðan í eigu Kidda J, og er víst hjá Gulla á Flúðum núna. En var þessi bíll original með Shaker?
Title: Challenger
Post by: 429Cobra on March 04, 2007, 15:51:45
Sælir félagar. :)

Sæll Maggi.

Það er rétt hjá þér með þá sem hafa síðan átt bílinn, að því er ég best veit svona án þess að ég hafi verið að fylgjast með þessum bíl neitt sérstaklega.

Eftir því sem að ég best veit var þessi bíll ekki original með "Shaker".
En þetta "Shaker scoop" sem er á honum þarna er original.
Title: Pink Panther
Post by: Doctor-Mopar on March 04, 2007, 17:20:30
Takk fyrir þessa myndina af gamla bílnum Hálfdán

Mér sýnist þessi mynd hafa verið tekin áður en bíllin fór í klessu og var gerður upp.

Við settum á hann járnhúdd og centerline felgur eftir uppgerðina.
Annars er orðið svo langt síðan og minninu farið að förlast
Title: Pink Panther
Post by: Doctor-Mopar on March 04, 2007, 17:24:45
Ég er bara að bulla.

Bíllinn er komin með víniltopp og það var sett á eftir að hann var gerður upp.

Þannig að þessi mynd var tekin eftir uppgerð. Seinna settum við hann svo á aðrar felgur og annað húdd á hann. Gaman að sjá mynd af gömlu Volgunni þarna sem endaði sýna daga eftir að Jói gerði við bensínleka.

Viðgerðin tókst ekki betur en svo að það kviknaði í Volgunni skömmu síðar og hún brann til kaldra kola.
Title: Shakerhúddið
Post by: 440sixpack on March 04, 2007, 18:48:46
Shakerhúddið er núna hér á henni Fjólu minni :D
Title: Pink Panther
Post by: Bc3 on March 04, 2007, 19:59:10
Djöfull er þetta JDM  8)   :lol:
Title: Pink Panther
Post by: Moli on March 04, 2007, 20:29:58
Alveg hrikalega fallegur bíll hjá þér Tóti!

En kom Shakerinn og húddið ekki original á ´71 Challengernum sem seinna varð frægur sem HEMI Challengerinn? Fór það síðan seinna á þennan ´70 bíl hjá Þórhalli, og þaðan á bílinn hjá þér Tóti?
Title: Pink Panther
Post by: 440sixpack on March 04, 2007, 20:35:32
Mikið rétt, og það sem er einnig athyglivert er að Shakerhúdd á Challenger er miklu sjaldgæfara en á Barracudu, mig minnir að 237 stk hafi verið framleidd 1970-1 en eitthvað um 1000 stk. á Cuduna.
Title: Pink Panther
Post by: Jón Geir Eysteinsson on March 04, 2007, 21:10:39
Já , þetta er alveg gullfallegur bíll hjá þér Tóti minn...........

 vantar bara Hemi vélina í hann ......og þá er hann orðin fullkominn :lol: