Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Heddportun on February 15, 2007, 00:09:24

Title: Trackbite
Post by: Heddportun on February 15, 2007, 00:09:24
Hvernig er það má nota trackbite á brautinni eða öllu heldur í keppnum?
Title: Trackbite
Post by: Einar K. Möller on February 15, 2007, 01:52:14
Trackbite er notað á brautinni, en bara KOLVITLAUST notað....
Title: Trackbite
Post by: Bc3 on February 15, 2007, 01:57:04
hvernig á að nota það?
Title: Trackbite
Post by: Einar K. Möller on February 15, 2007, 02:07:59
Trackbita á að setja á ALLA brautina, ekki bara startið. Ég og Krissi Hafliða sáum þetta ansi vel í Orlando í haust, brautin sem þetta gerðist á verður seint talinn merkileg braut sem slíka miðað við flóruna í USA en þar var meðferðin uppá 10+ og við eigum þetta til á videoi eða myndum, man ekki hvort.
Title: Trackbite
Post by: Bc3 on February 15, 2007, 02:25:58
ef það verður gert panta ég að vera á bílnum (http://www.srif.se/images/banan/Banan%2022%20Maj%202004/DSC04269.jpg)
Title: Trackbite
Post by: Valli Djöfull on February 15, 2007, 13:19:09
Þessar græjur eru til er það ekki?  Í gámnum?
Title: Trackbite
Post by: baldur on February 15, 2007, 13:57:17
Jújú, það var Þórður Tómasson sem skaffaði þær var það ekki?
Title: Trackbite
Post by: íbbiM on February 15, 2007, 14:30:20
ég væri til í að prufa að taka rönn á þessu sona, ég hef aldrei átt í jafn miklu veseni með að koma bílnum af stað og brautini, sem sést líka á 60f hjá mér sem voru aldrei undir 2.5
Title: Trackbite
Post by: Heddportun on February 15, 2007, 20:00:56
Já,ég veit að það er trackbite á brautinni en má ég koma með mitt eigið,blanda það eins og ég vill hafa það sulla því á jörðuna og spóla í t.d. í keppnum?

Ég hef bara séð Kidda vera með þetta
Title: Trackbite
Post by: Kristján Skjóldal on February 15, 2007, 20:21:22
það hefur alltaf verið leift sé ekki að það sé eitthvað verra 8)
Title: Trackbite
Post by: Kristján F on February 15, 2007, 20:21:55
Quote from: "baldur"
Jújú, það var Þórður Tómasson sem skaffaði þær var það ekki?
 Nei þessi græja var smíðuð af meðlimum Kvartmíluklúbbsins
Title: Trackbite
Post by: Kristján Skjóldal on February 15, 2007, 20:44:01
það er mjög gott að nota það svo lengi sem það er gert rétt og svo finnst mér að ef keppnistjóri áhveður að nota það rétt fyrir keppni að hann eigi að tala við keppendur hvað þeim finnst  :!: man vel eftir dæmi í annari keppni sumars  þar sem var ákveðið á síðustu stundu að nota það og árangurin leyndi sér ekki, allir bilar á verri tima heldur en í þeirri fystu sem meira að segja snjóaði hreinlega á meðan á keppni stóð  :roll:  þannig að það er ekki spurnig að reyna að gera þetta einu sinni rétt :wink:  með von um að þessi græja verði notuð sem mest næsta sumar  :!:  svo væri ekki verra að banna radial dekk he he :lol:
Title: Trackbite
Post by: firebird400 on February 16, 2007, 16:08:32
Einar

Það er ekkert verið að nota þetta KOLVITLAUST eins og þú segir

Það er verið að nota þetta eins og fjárhagurinn leyfir, það er ekki gerandi að setja tracbita á alla brautina vegna þess að það kostar bunka og það er auðvitað miklu nær að gera brautina góða áður en það verður farið í að klístra hana alla leið.

Það var sett bit á brautina í fyrra og einhverjir kvörtuðu en aðrir prjónuðu af stað í fyrsta sinn

Það verður seint svo að það verði öllum gert til geðs

Þetta verður notað !

Hvernig það verður sett niður kemur bara í ljós, með þessari græju eða með úðakönnu skiptir kannski ekki máli.

En það þarf að setja það niður einhverjum dögum fyrir keppni, þetta þarf að fá að bakast einhvað niður ef ég skil það rétt.
Title: Trackbite
Post by: Heddportun on February 16, 2007, 16:42:19
þarf að blanda það rétt og hita
Title: Trackbite
Post by: Valli Djöfull on February 16, 2007, 16:44:46
Það eru flugvélar að æfa snertilendingar þarna á hverjum degi... hvernig væri að festa svona á eina þeirra? :lol:
(http://www.ruralair.com/images/10.jpg)
Title: Trackbite
Post by: Valli Djöfull on February 16, 2007, 17:03:05
Trackbite er eitt af því fáa sem ég hef googlað eins og vitleysingur en ekki fundið neinar leiðbeiningar um...
Title: Trackbite
Post by: Kiddi on February 16, 2007, 17:16:19
Það er í lagi að setja á brautina ca klukkustund áður en hún er opnuð fyrir bíla.... (Við ca 15°C +). En það verður að vera við góð skilirði þ.e.a.s. ekki þegar rakastig er farið að stíga upp.
Blanda til helminga með methanoli...

Get ekki tekið undir það að þetta hafi verið vitlaust sett á brautina.. Það er engin ein leið sem er réttust....
Auðvitað er best að fá góða filmu yfir alla brautina en það tekur mikin tíma og þá aðallega undirbúninsvinnu + manskap..... Einar þú átt að vita betur :wink:

Trackbætið er samt bara sáralítill partur af öllu þ.e.a.s. undirbúningsferlinu fyrir brautina... Yfirborðið þarf að vera slétt (helst vélslípuð steypa), svo er það traktor eða einhverskonar vinnuvél sem pressar gúmmí í brautina áður en efni eru sett á brautina.

Svo verður að passa að það sé ekki of mikið gúmmí eða of mikið af gömlu gúmmíi sem er farið að harna.. þá verður að koma með gas og súr, stóran spíss og skafa gúmmí af og byrja ferlið upp á nýtt.

Hörð radial dekk (venjuleg akstursdekk) eyðileggja svona undirbúningsvinnu btw. og það með örfáum ferðum

En svo klikkar það ekki að það komi einhverjir gæjar og byrja að setja út á og segja mönnum til hvernig þetta á að vera.. Það eru oft menn sem gera meira af því að tala en að gera eitthvað og byggja upp bíla.. þessa menn má oftast nær finna á hliðarlínunni :!:
Title: Trackbite
Post by: Einar K. Möller on February 16, 2007, 18:13:35
Ég hef nú spurt fleiri en einn brautarstarfsmannninn í Vesturhreppi um þetta og nokkra þeirra in person þegar ég hef verið úti. Allir segja þeir sömu söguna um notkunina.

Það sem við gerum er vitlaust, það er voða flott að sjá bílana prjóna af stað en verra að horfa uppá þá spinnspóla þegar þeir koma útúr track bite-inu... í sömu ferðinni. Það eru all nokkrir sem geta vottað fyrir það að hafa lent í þessu, til að mynda Leifur og Stígur.

En auðvitað er það rétt að þetta má ekki fara útúr budget-inu og ég hef fullan skilning á því.

Svo er satt sem Kiddi segir, brautin þarf að vera slétt og góð o.sv.frv. Þetta er heilmikill undirbúningur og heilmikil vinna sem þarfnast auðvitað nægs mannskaps. Allir þeir sem vinna að þessu fá stórt prik hjá mér og ef ég væri með hatt myndi ég taka ofan fyrir ykkur.
Title: Trackbite
Post by: Nóni on February 16, 2007, 22:24:22
Það var gott að þú komst með þetta svar Kiddi, það er nefnilega eiginlega allt rétt sem þú sagðir. Veit bara ekki með hörðu dekkin, þetta er heldur ekki braut sem er til þess að keyra professional bíla eins og þarna í vesturhreppi þar sem Einar hefur verið á ferð. Þessi braut er fyrir alla sem eru félagar í KK, ekki einungis 7-10 manna með svona svakabíla og stjórn félagsins vinnur eftir markmiðum þess sem eru að fá hraðaksturinn af götunum og inn á lokuð svæði.

Kv. Nóni
Title: Trackbite
Post by: Einar K. Möller on February 16, 2007, 22:31:37
Svarið hans Kidda var gott og gilt. set ekkert útá það. Ég er ekki bara búinn að hanga á Professional brautum í Vesturhreppi og sagði aldrei neitt um að þetta væri bara fyrir 7-10 kalla með svakabíla. Benti bara á ákveðin hlut og þannig var það.

Það er hinsvegar staðreynd með Radial barðana, þeir skemma þetta rosalega.

Þið standið ykkur vel og vona ég að þið haldið áfram á sömu braut.

Bara mínar 2 krónur.

EKM
Title: Trackbite
Post by: Valli Djöfull on February 18, 2007, 23:41:13
Erum við þá að tala um að það þyrfti í raun að leggja sér braut fyrir OF?
Title: Trackbite
Post by: 1965 Chevy II on February 18, 2007, 23:43:20
1/8 mile fyrir OF flokk,my 2 cents.
Title: Trackbite
Post by: Kiddi on February 19, 2007, 01:29:01
Fyrir nokkrum árum gerðum við (ég, Siggi Jak. og pabbi gamli) tilraun út á Kvartmílubraut...

Það var sett trackbite vel yfir startið og eitthvað lengra (bara gert með úðabrúsa og var þetta gert í góðu veðri)..

Svarti Tempestinn var látinn spóla nokkuð margar umferðir yfir startið til að leggja gúmmí á "trackbite-ið", svo var bílnum stillt í spólförin og þrýst á transbrake takkann og snúið upp í 4500 og látið vaða...
Bíllinn fór vel á loft báðu megin að framan (eithvað í kringum 5" undir bæði hjól) og segir sá gamli enn í dag að þetta hafi verið besta start sem við höfum nokkurn tíman fengið á bílinn.
Sjálfur hef ég horft og stúderað þennan bíl í startinu og er sammála því að þetta hafi verið dúndur start. (60 ft. í 1.3 skala)....

Þessi tilraun kennir okkur það að það er hægt að gera gott úr litlu þ.e.a.s. t.d. að trackbite úða brautina leggja gúmmí á hana (þá með vinnuvél) og keyra bíla eingöngu á soft compound dekkjum eða láta bílana á radial dekkjunum keyra síðast!

Held að Haukur Sveins. eigi að geta tekið undir þetta með startið á bílnum.. Hann var allavegana á svæðinu með okkur.
Title: Trackbite
Post by: Racer on February 19, 2007, 12:10:53
Quote from: "BadBoy Racing"
Já,ég veit að það er trackbite á brautinni en má ég koma með mitt eigið,blanda það eins og ég vill hafa það sulla því á jörðuna og spóla í t.d. í keppnum?

Ég hef bara séð Kidda vera með þetta


kiddi er með sama trackbite og klúbburinn á... hans faðir fær bara smá snaffs fyrir kidda frá klúbbnum
Title: Trackbite
Post by: Kiddi on February 19, 2007, 12:31:24
Quote from: "Racer"
Quote from: "BadBoy Racing"
Já,ég veit að það er trackbite á brautinni en má ég koma með mitt eigið,blanda það eins og ég vill hafa það sulla því á jörðuna og spóla í t.d. í keppnum?

Ég hef bara séð Kidda vera með þetta


kiddi er með sama trackbite og klúbburinn á... hans faðir fær bara smá snaffs fyrir kidda frá klúbbnum


Nei drengur :!:  :!:  og hættu svo þessu óþolandi bulli alltaf hreint :x  :x Get lofað þér því að þetta er ekki frá Klúbbnum :shock:
Title: Trackbite
Post by: Dohc on February 22, 2007, 02:25:28
hvernig er það...er eitthvað gáfulegt að nota trackbite á götudekk?
eru þetta ekki yfirleitt bara slikkar sem þetta er notað á? :oops:
Title: Trackbite
Post by: Heddportun on February 22, 2007, 17:41:43
Quote from: "Dohc"
hvernig er það...er eitthvað gáfulegt að nota trackbite á götudekk?
eru þetta ekki yfirleitt bara slikkar sem þetta er notað á? :oops:


Nei,virkar á öll dekk og er must fyrir alla street racera :lol:

en svona í alvöru að þá er þetta notað af öllum alvöru street racerum í BNA
Title: Trackbite
Post by: Dohc on February 23, 2007, 14:13:06
Quote from: "BadBoy Racing"
Quote from: "Dohc"
hvernig er það...er eitthvað gáfulegt að nota trackbite á götudekk?
eru þetta ekki yfirleitt bara slikkar sem þetta er notað á? :oops:


Nei,virkar á öll dekk og er must fyrir alla street racera :lol:

en svona í alvöru að þá er þetta notað af öllum alvöru street racerum í BNA


Ok vissi ekki að þetta myndi virka á dekk sem eru vel mynstruð :lol:  :oops:

en ég veit það þá núna :wink:

ps. spurning um að fá sér trackbite í sumar 8)
Title: Trackbite
Post by: firebird400 on February 26, 2007, 15:30:12
Teitur minn þú ert með fjórhjóladrif og hefur ekkert með trackbite að gera.

Bara fá þér einhver mjúk vetrardekk svo að hann spóli passlega og missi ekki niður boost  :wink:
Title: Trackbite
Post by: Dohc on February 26, 2007, 16:46:21
Quote from: "firebird400"
Teitur minn þú ert með fjórhjóladrif og hefur ekkert með trackbite að gera.

Bara fá þér einhver mjúk vetrardekk svo að hann spóli passlega og missi ekki niður boost  :wink:



jamm ég kommentaði þetta áður en ég ræddi við þig um daginn um þetta :D