Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on February 13, 2007, 23:11:39
-
Hvað getiði sagt mér um þessa bíla. Voru/eru svona tæki hér á skerinu.
1964 Ford Galaxy 500 Z-Code 2dtht Fastback 390cid
-
Ég er ekki frá því að hinn umtalaði Gvendur Ford eigi eitt stk. svona... En þori reyndar ekki að veðja á akkúrat rétta árgerð en hann var allavega með eina 2 galaxy 500 síðast þegar ég vissi.. og annar líkist þessum mjög nema blæja..
(http://www.brandonclassics.com/www/images/1964_ford_galaxie/1964-Ford-Galaxie-500-XL_med.jpg)
-
Veit um einn 1964 sem þarf uppgerð frá a til ö 390 big block.
-
valli á hann ekki 3 ?
1 blæju og 2 hardtop
-
valli á hann ekki 3 ?
1 blæju og 2 hardtop
Jú ég var meira að spá í árgerðina sem gæti passað.. en jú.. held að þeir séu 3.. og svo gerði hann upp Malibu.. gulan.. Held að það hafi samt verið fyrir einhvern annan :)
-
valli á hann ekki 3 ?
1 blæju og 2 hardtop
Nei haffi hann á bara 2.. Rauði með blæjunni og annar rauður hardtop nýsprautaður og svo á hann bara Econoline :wink:
-
valli á hann ekki 3 ?
1 blæju og 2 hardtop
Nei haffi hann á bara 2.. Rauði með blæjunni og annar rauður hardtop nýsprautaður og svo á hann bara Econoline :wink:
ok, var ekki viss.. þegar ég bjó við hliðina á honum var hann með 4 fleka og svo vaninn :)
-
hann gerði upp malibuin fyrir geira á goldfinger, og hina tvo á hann
-
Gvendur Ford á tvo Galaxie bíla,´62 hardtop og ´62 conv.Sá hvíti sem þráðurinn byrjaði á er ´64 árg. og eru til hér á landi tveir svoleiðis bílar mér vitandi.Annan á Ingibergur Bjarnason og er sá ljósbrúnn/grár með hvítan topp.Hinn bíllinn hefur ekki sést að mér vitandi í um 20 ár en hann var kónga blár með svörtum topp,gríðarlega fallegur bíll .Af ´63 árg. voru til nokkrir þ.á.m. voru 2 hvítir hardtop bílar.
-
Takk kærlega Sigtryggur.
MOTORS ertu til í að senda á mig upplysingum um þennan bíl sem þarfnast uppgerðar.
-
Þetta eru Ford Galaxie hans Gvendar pabba míns :D
Blæjan
(http://pic18.picturetrail.com/VOL911/4312509/9951726/142150383.jpg)
Hard toppinn, þessi er með 390 super hp formas með 3 holley
2 hólfa blöndungum kallast sixpack er yfir 400 hoho
(http://pic20.picturetrail.com/VOL1426/6169188/15014971/226677620.jpg)
svo á hann þennan líka
(http://pic18.picturetrail.com/VOL911/4312509/9951726/142150397.jpg)
Svo er einn niðri í tolli það er ´63 Ford Galaxie 500 XL
Er einhver að pæla í að flytja inn svona bíl? Ef að svo er pælið þá að
hafa þá XL því þeir eru fallegri að innan