Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: jkh on February 03, 2007, 23:04:28
-
Hver er á þessum camaro þarna
-
flott celica þarna bakvið
-
Einar Einarsson?
Þessi Kammi átti eitt sinn spólmetið í Gilinu á Akureyri. Frá Hótel KEA upp að Sjöfn og þaðan til vinstri fram hjá Kirkjunni og upp í brekkuna þar sem Rósenborg stóð eitt sinn. Menn voru svo kátir með þetta að þeir máluðu förin til að þeir sem vildu slá metið hefðu einhver viðmið. Gilið var sem segull fyrir spól. Menn læddust vestur Hafnarstrætið og til móts við Bókval var fjölin stigin og spólað út úr beygjunni og upp Gilið. Væru menn á mótorhjóli þá prjónuðu þeir þarna upp. Einn var að prjóna þarna með farþega sem rispaði á sér rassgatið þegar hjólið hóf sig til himna. Einhverjir vilja halda því fram að hjólið hafi jafnvel verið að fara NIÐUR Gilið þegar þetta gerðist. Þetta voru skuldlausir menn.
Því miður er búið að eyðileggja þennan rúnt með steingeldum blómakerjaskúlptúr og hellulagningarhörmungum til þess að rauðþrútnar rauðvínsötrandi mannlífspælingapíkur geti setið andartak á bekkjum götunnar á sumardögum.
-
Er þessi til enþá var hann vínrauður með svörtum vynil?454 vél?
-
Er þessi til enþá var hann vínrauður með svörtum vynil?454 vél?
Já, hann er enn til..
Já, hann var vínrauður með svörtum vinyltopp og 454 LS6..
Ingólfur Arnarsson á hann í dag.. Blár með hvítum röndum, sömu vélinni og fjagra gíra beinskiptur.
-
Einar Einarsson?
Því miður er búið að eyðileggja þennan rúnt með steingeldum blómakerjaskúlptúr og hellulagningarhörmungum til þess að rauðþrútnar rauðvínsötrandi mannlífspælingapíkur geti setið andartak á bekkjum götunnar á sumardögum.
ef þetta er ekki bara með betri línum sem ég hef heyrt :lol:
-
Þetta er besta lýsing á miðbænum á Akureyri sem ég hef heyrt, og hún er rétt.
-
Hver er á þessum camaro þarna
það eru tveir menn sem koma til greina, annað hvort Rúdólf eða blikksmiðurinn sem átti hann á undan honum.
Kveðja, Jonni.
-
Einar Einarsson?
Einar Egilsson... Blikksmiður úr Kópavoginum, sem situr undir stýri :!: