Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: C-code on January 30, 2007, 16:09:01
-
Hér er byrjunin á næstu kvöldsögu. Þetta er glæsilegasti fulltrúi GM - Chevrolet Division sem eftir er í heilu lagi á landinu og tekur aftursætið aðeins fyrir Corvettu JAK, sem ég hef áður minnst á. Myndirnar tók Sverrir Vilhelmsson fyrir utan Hólatorg 4, sennilega í september 1977, skömmu áður en ég seldi gripinn. Sverrir færði mér myndirnar einhverntíma um 1980 og hef ég geymt þær ásamt ýmsum frumgögnum um Kvartmíluklúbbinn frá stjórnarsetu minni þar í sn. skólastjóratösku sem ég mætti gjarnan með á fundi. Þar er eiginlega allt eins og ég gekk frá því 1981 ..... Segi ykkur betur frá bílnum og með fleiri myndum, m.a frá New Jersey Turnpike og Interstate 95 á leið til Washington DC og Norfolk.
(http://pic40.picturetrail.com/VOL377/7944176/14938790/226192687.jpg)
(http://pic40.picturetrail.com/VOL377/7944176/14938790/226192677.jpg)
Takið eftir hjólabúnaðinum: Mid-70s street race look. Það var svona: Helst original felgur að framan og rétt dekkjastærð. Að aftan áttu að vera öðruvísi felgur, sem litu út fyrir að vera breikkaðar og krómaðar fólksbílafelgur, með eins stórum dekkjum og hægt var að koma undir. Þarna var ég búinn að slíta út M/T Indy Profile S/S dekkjunum, sem voru miklu stærri og breiðari.
-
er bíllinn til enþá :?:
-
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=9290&highlight=chevelle
-
frábær lesning :!:
-
GK
Næst er að hringja í Jón Ársæll og þú ferð í næsta þátt hjá honum .Ég ætla nú að biðja Stjórnendur þessa vefborðs að savea þessa lesningu svo að klúbburinn eigi þetta til svona heimildir eru ómetanlegar og ennþá frekar þegar myndir eru komnar með . Ég veit ekki hvort ég sé sá eini sem er svona en þetta er bara snild .
Palli
Just reading
-
GK
Eins og ég segi þessi skrif eru snild og ég veit að þetta er bara fyrir okkur fýklana í þessu sporti við eigum Gunna miklar þakkir . Hættum þessum mæringum og sestu niður og fáðu blöðrur á puttana VIÐ ERUM AÐ BÍÐA .
Palli
just waiting
-
geggjuð lesning... ég væri svo game í að fara svona ferð hellst til USA eða eithvað til Svíjaríkis að krúsa um á Volvonum mínum 8)
Get alveg vel trúað því að þetta hafi verið svakalegt ævintýri :lol:
-
Ef lesendur vilja magna áhrif þessara fínu skrifa enn frekar þá legg ég til að þeir spili á góðum styrk "State Trooper" með Steve Earl þar sem m.a. er minnst á þann langa og sviplausa gjaldveg N.J. Turnpike.
Textinn er hér að neðan:
New jersey turnpike ridin' on a wet night
'neath the refinery's glow, out where the great black rivers flow
License, registration, i ain't got none, but i got a clear conscience
'bout the things that i done
Mister state trooper please don't stop me...
Maybe you got a kid maybe you got a pretty wife, the only thing that i got's been botherin' me my whole life
Mister state trooper please don't stop me
In the wee, wee hours your mind get hazy, radio relay towers lead me to my baby
Radio's jammed up with talk show stations
It's just talk, talk till you lose your patience
Mister state trooper please don't stop me
Hey somebody out there, listen to my last prayer
Hi ho silver-o deliver me from nowhere
-
Guðmundur,ég ætla ekki að losna við gæsahúðuna!
Kveðja
Þröstur núverandi eigandi bifreiðarinar.
-
Guðmundur þetta er vægast sagt STÓRKOSTLEGT að fá að lesa og stúdera þessi ævintýri.
Lost og Prison Break eru bara látin sita á hakanum á meðan maður bíður spenntur eftir næsta kafla og það hlakkar í manni þegar maður sér nafnið Guðmundur Kjartansson á lista innskráðra.
-
ég segi það sama og frikki, þegar maður sér Guðmundur Kjartansson á lista innskráðra þá frískast maður allur upp.
-
Guðmundur þetta er vægast sagt STÓRKOSTLEGT að fá að lesa og stúdera þessi ævintýri.
Lost og Prison Break eru bara látin sita á hakanum á meðan maður bíður spenntur eftir næsta kafla og það hlakkar í manni þegar maður sér nafnið Guðmundur Kjartansson á lista innskráðra.
Sammála :roll:
Guðmundur þú ert meistari 8)
-
Veturinn 1976-77 var sá óvenjulegasti sem hér hefur komið um áratuga skeið. Laufið fraus á Birkinu í óktóber og það hélst þannig alveg til vors. Það snjóaði lítillega á gamlársdag en þann snjó tók upp stuttu seinna. Sviðið var því tilbúið fyrir hasarinn sem varð á götum og vegum þennan ógleymanlega vetur .....
Búið var að græja bílinn til keppni eins og þær voru stundaðar á þeim tíma... Kem að því öllu síðar en nú er staðan þannig að það verður að stinga aðeins innan úr ..... Hleyp því yfir söguna eftir að bíllinn kom heim og hlífi ykkur við sögum úr tollinum ......í bili.
General Motors hafði hætt framleiðslu á Z-28 bílnum eins og hann VAR á árinu 1973 c.a og hafði Hot Rod Magazine skrifað um hann minningargrein: REQUIEM FOR THE Z28, sennilega sumarið 73. Andi þessarar greinar sat í mér. Eitt atriði þessarar tilfinningaþrungnu greinar var sagan af því þegar tveir starfsmenn blaðsins óku nánast nýjum 1969 Z-28 bíl þvert yfir Dauðadal sumarið 1970 á 145 mílna hraða. Á akstrinum höfðu þeir numið staðar austan megin í dalnum; vélin kæld; hljóðkútar skrúfaðir undan: kveikjutíma breytt og tékkað á ýmsu sem þurfti. Svo var sett í gang og tekið af stað eins og þeir væru á
Bonneville Salt Flats, skipt upp .... ferðin yfir dalinn í 40 stiga hita .... tók ekki nema nokkrar mínútur. Það var ægilegasti akstur sem þessi ungu menn höfðu reynt. I got the picture!
----
Það er föstudagskvöld í lok febrúar 1977. Við Captain 396 erum tveir í bænum að þvælast. Tankurinn er fullur af turbo blue frá vini vorum JH og ég leita eftir einhverjum hasar fyrir okkur félagana. Helgina áður vorum við á Geithálsi að gera upp sakirnar og það var so so, en við vorum klárir í slaginn. Opnar flækjur, allt toppstillt af félögum í bransanum og ég með David Bowie á 8-trakkinu. Hljómburður langt umfram það sem í boði var annarsstaðar á þeim tíma.
Miðbærinn .... læðst og reynt að komast hjá því að sprengja hljóðmúrinn með opnar flækjurnar ... kúpplað frá þegar Sheriff Buford T. Justice á leið hjá. OK, kíkjum í fjörðinn. Þar er alltaf eitthvað af bílastrumpum á ferð. Svo við rennum suður úr, aðeins látið fjúka í. Á stöðina og Strandgötuna ... Bowie tónar Fame undir drunurnar í vel reiðum 396... frostið gerir sitt. Vélin sónar alveg skært uppúr ......
Eftiir stuttan rúnt og nokkur flaut og ljósablikk er lagt í átt til Reykjavíkur. En af einhverjum ástæðum leggjum við ég og Kaptain 396 til hægri við Glerborg í staðinn fyrir að halda áfram inn í bæ og ... heim. Skipt upp og snúið svona 4500 til 4800 út í áttina að Hvaleyrarholtinu. Ég renni við í Klettinum hjá strákunum en þar er allt myrkvað. Þeir eru einhversstaðar á djamminu enda á diskó aldrinum 8)
Við stoppum á stöðinni kapteinninn og ég og athugum aðstæður aðeins. Svo er það upp á veg og þá vaknar þessi mynd: Death Valley at 6500.
Það er þægilegur smellurinn þegar lásarnir á öryggisbeltunum grípa!
Við tökum strauið upp á Keflavíkurveg og nú heyrist ekki lengur í græjunum, nóg er að fást við big blokkina og snúa upp, en gæta sín ... við erum enn þannig staðsettir að hávaðinn heyrist inn í bæ. Í brekkunni uppúr bænum er skipt í 4ða á c.a. 4500 og aukið við hraðann jafnt og þétt. Mr. Smokey Unick er mættur og nú verður ekki hlustað á neitt væl.
Við álverið er hraðinn að nálgast 110 mílur og þó haldið aftur af. Ég lít til vinstri og það er tunglskin yfir Reykjanesskaganum. Talsvert frost en alveg þurrt og engin ísing. Eftir að ljósin í álverinu taka að dofna tekur alvaran við. We are in NASCAR territory! Allir mælar AOK, vacuum mælirinn er þó heldur lár, en ég veit að það er vegna þess að nú er allt wide open. Olíuþrýstingur steady at 70psi og snúarinn er að nálgast 7000 ... hraðinn eftir mælinum er um 120mph þegar hallar undan ofan í Hvassahraunsland. Hljóðið þegar knývendinum er beitt á þessum hraða þekkja aðeins þeir sem hafa ekið svona vél að efri mörkum:
Neyðist til að hægja ferðina niður í 80mph í Kúagerði ... bílar á móti og einn eða tveir á undan. Svo, 3. gír á 5000, botngjöf og inntakið opnast um leið og big blokkin tekur andann upp í 6800 svo click .... 4 gír og afturendinn slæst til við átakið á skiptingunni. Hraðinn er að nálgast borð ... Strandarheiðin blasir við og ég sé undarlegan hlut .... hraðinn skapar turbulence þannig að grjót og ryk þyrlast upp úr vegkantinum hægra megin. Þetta er alveg nýtt. Hljóðið í þessari risavél jafnast á við þrumugný Wagners. Fyrir tvítugan gaur er þetta það sem gildir....
Efir c.a. 12 - 14 mín akstur neyðist ég til að lækka flugið. Njarðvík blasir við. Ég tek stutt cruise inn í Keflavík. Fer á Aðalstöðina og stoppa. Kæla, en það tekur stutta stund, enda 5 eða 6 stiga frost. Tek ekki sénsinn á að drepa á. All systems go!
Þegar ég tek beygjuna inn á Reykjanesbrautina frá vegamótunum í Njarðvík tek ég eftir tveim bílum sem fylgja stíft á eftir neðan úr bæ. "Captain 396, we have customers!", hugsa ég. Út úr beygjunni er málað á báðum út fyrsta. og annan og merkt í 3ja, það er auðvelt enda kalt, 1 gír 6900 ... 2 ... 6000 ..... 3. .... 6900 .... Þetta er wide ratio kassi og snúningurinn dettur 600 snún við 4ða. Þegar fjórði er búinn stöndum við með mælinn í borði og Grindavíkurafleggjarinn birtist eins og leiftur. 100 mph og aðeins slakað ... þeir eru horfnir. Ljósin Í Reykjavík færast nær alltof hratt. Þangað til erum við á Daytona ........
Mín skoðun er og verður sú að þið hafið ekki lifað fyrr en þið hafið stigið ofan á sæmilega reiðan 7 lítra mótor ..... með opnar pústflækjur ....
-
jesús, frábær lesning, bara nákvæmlega einsog draumurinn hjá manni, fara út og sækja svona tæki
-
meira svona GK! svakalegar sögur 8)
-
híhí.. ég tók nú álíka þeysireið til keflavíkur fyrir ekki svo löngu, að vísu bara með mín 346cid í gegnum 6 gíra kassa, en gaman þó. munurinn er hinsvegar sá að í dag er maður bara kallaur hryðjuverkamaður í staðin
-
Ég bíð spenntur
-
Veturinn 1976-77 var sá óvenjulegasti sem hér hefur komið um áratuga skeið. Laufið fraus á Birkinu í óktóber og það hélst þannig alveg til vors. Það snjóaði lítillega á gamlársdag en þann snjó tók upp stuttu seinna. Sviðið var því tilbúið fyrir hasarinn sem varð á götum og vegum þennan ógleymanlega vetur .....
Búið var að græja bílinn til keppni eins og þær voru stundaðar á þeim tíma... Kem að því öllu síðar en nú er staðan þannig að það verður að stinga aðeins innan úr ..... Hleyp því yfir söguna eftir að bíllinn kom heim og hlífi ykkur við sögum úr tollinum ......í bili.
General Motors hafði hætt framleiðslu á Z-28 bílnum eins og hann VAR á árinu 1973 c.a og hafði Hot Rod Magazine skrifað um hann minningargrein: REQUIEM FOR THE Z28, sennilega sumarið 73. Andi þessarar greinar sat í mér. Eitt atriði þessarar tilfinningaþrungnu greinar var sagan af því þegar tveir starfsmenn blaðsins óku nánast nýjum 1969 Z-28 bíl þvert yfir Dauðadal sumarið 1970 á 145 mílna hraða. Á akstrinum höfðu þeir numið staðar austan megin í dalnum; vélin kæld; hljóðkútar skrúfaðir undan: kveikjutíma breytt og tékkað á ýmsu sem þurfti. Svo var sett í gang og tekið af stað eins og þeir væru á
Bonneville Salt Flats, skipt upp .... ferðin yfir dalinn í 40 stiga hita .... tók ekki nema nokkrar mínútur. Það var ægilegasti akstur sem þessi ungu menn höfðu reynt. I got the picture!
----
Það er föstudagskvöld í lok febrúar 1977. Við Captain 396 erum tveir í bænum að þvælast. Tankurinn er fullur af turbo blue frá vini vorum JH og ég leita eftir einhverjum hasar fyrir okkur félagana. Helgina áður vorum við á Geithálsi að gera upp sakirnar og það var so so, en við vorum klárir í slaginn. Opnar flækjur, allt toppstillt af félögum í bransanum og ég með David Bowie á 8-trakkinu. Hljómburður langt umfram það sem í boði var annarsstaðar á þeim tíma.
Miðbærinn .... læðst og reynt að komast hjá því að sprengja hljóðmúrinn með opnar flækjurnar ... kúpplað frá þegar Sheriff Buford T. Justice á leið hjá. OK, kíkjum í fjörðinn. Þar er alltaf eitthvað af bílastrumpum á ferð. Svo við rennum suður úr, aðeins látið fjúka í. Á stöðina og Strandgötuna ... Bowie tónar Fame undir drunurnar í vel reiðum 396... frostið gerir sitt. Vélin sónar alveg skært uppúr ......
Eftiir stuttan rúnt og nokkur flaut og ljósablikk er lagt í átt til Reykjavíkur. En af einhverjum ástæðum leggjum við ég og Kaptain 396 til hægri við Glerborg. Skipt upp og snúið svona 4500 til 4800 út í áttina að Hvaleyrarholtinu. Ég renni við í Klettinum hjá strákunum en þar er allt myrkvað. Þeir eru einhversstaðar á djamminu enda á diskó aldrinum 8)
Við stoppum á stöðinni kapteinninn og ég og athugum aðstæður aðeins. Svo er það upp á veg og þá vaknar þessi mynd: Death Valley at 6500.
Nú læsum við beltunum!
Við tökum strauið upp á Keflavíkurveg og nú heyrist ekki lengur í græjunum, nóg er að fást við big blokkina og snúa upp, en gæta sín ... við erum enn þannig staðsettir að hávaðinn heyrist inn í bæ. Í brekkunni uppúr bænum er skipt í 4ða á c.a. 4500 og aukið við hraðann jafnt og þétt. Mr. Smokey Unick er mættur og nú verður ekki hlustað á neitt væl.
Við álverið er hraðinn að nálgast 110 mílur og haldið aftur af. Ég lít til vinstri og það er tunglskin yfir Reykjanesskaganum. Talsvert frost en alveg þurrt og engin ísing. Eftir að ljósin í álverinu taka að dofna tekur alvaran við. We are in NASCAR territory! Allir mælar AOK, vacuum mælirinn er þó heldur lár, en ég veit að það er vegna þess að nú er allt wide open. Olíuþrýstingur steady at 70psi og snúarinn er að nálgast 7000 ... hraðinn eftir mælinum er um 120mph þegar hallar undan ofan í Hvassahraunsland.
Neyðist til að hægja ferðina niður í 80mph í Kúagerði ... bílar á móti og einn eða tveir á undan. Svo, 3. gír og inntakið opnast um leið og big blokkin tekur andann upp í 6800 svo click .... 4 gír og afturendinn slæst til við átakið á skiptingunni. Hraðinn er að nálgast borð ... Strandarheiðin blasir við og ég sé undarlegan hlut .... hraðinn skapar turbulence þannig að grjót og ryk þyrlast upp úr vegkantinum hægra megin. Þetta er alveg nýtt. Hljóðið í þessari risavél jafnast á við þrumugný Wagners. Fyrir tvítugan gaur er þetta það sem gildir....
Efir c.a. 12 - 14 mín akstur neyðist ég til að lækka flugið. Njarðvík blasir við. Ég tek stutt cruise inn í Keflavík. Fer á Aðalstöðina og stoppa. Kæla, en það tekur stutta stund, enda 5 eða 6 stiga frost. Tek ekki sénsinn á að drepa á. All systems go!
Þegar ég tek beygjuna inn á Reykjanesbrautina frá vegamótunum í Njarðvík tek ég eftir tveim bílum sem fylgja stíft á eftir neðan úr bæ. "Captain 396, we have customers!", hugsa ég. Út úr beygjunni er málað á báðum út fyrsta. og annan og merkt í 3ja, það er auðvelt enda kalt, 1 gír 6900 ... 2 ... 6000 ..... 3. .... 6900 .... Þetta er wide ratio kassi og snúningurinn dettur 600 snún við 4ða. Þegar fjórði er búinn stöndum við með mælinn í borði og Grindavíkurafleggjarinn birtist eins og leiftur. 100 mph og aðeins slakað ... þeir eru horfnir. Ljósin Í Reykjavík færast nær alltof hratt. Þangað til erum við á Daytona ........
Mín skoðun er og verður sú að þið hafið ekki lifað fyrr en þið hafið stigið ofan á sæmilega reiðan 7 lítra mótor ..... með opnar pústflækjur ....
Nei hættu nú alveg Guðmundur, þetta 396 jumm vinnur nú ekki það mikið, allavega ekki nánast stock :lol: :shock:
-
Hey, frásögnin er alger snilld
og það er það sem allir sækjast eftir 8) .
Meiri svona sögur GK.
-
Hvar er kvöld sagan,, :cry:
Maður er orðinn háður því að lesa um þessa gömlu góðu bíla.
Vinsamlegast haltu áfram að skrifa um þá.
-
Sæll Guðmundur. Þetta er frábær lesning,þú varst hetja okkar litlu strákana.
Þessi bíll á besta tíma bone stock bíla á Íslandi.
Þið hinir sem ekki hafið keyrt bb skiljið þetta ekki.
kv Harry Þór
-
Er það rétt að Guðmundur Kjartans hafi BARA... átt big block bíla? 8)
-
Þessi mótor og þessi bíll hafa ekki verið í nokkrum vandræðum með að framkvæma það sem Guðmundur er að lýsa og ekki síst að skapa þá stemningu sem ríkt hefur í bifreiðinni þetta kvöld á leið suður með sjó á 120mílum,7000 snúningum og með opið púst.Hljóðin í BBC á þessum snúning eru eins og ...........ja ég á ekki lýsingarorð en eins og góður maður sagði: það er ekki jarðneskt.
Annað sem menn verða að hafa í huga er að Chevelle SS 1970 með F41 fjöðruninni hafði mjög góða aksturseiginleika,betri en flestir USA bílar á þessum tíma þannig að þeir félagarnir hafa setið þarna á 120 mílum og notið ferðarinnar til fulls án þess að "liftast af tilfinning; eða "fljúga út í hraun tilfinning: væri að skemma momentið,eins og Guðmundur sagði: það verður að horfa á allt dæmið.
Varðandi mælana þá fylgdi bílnum annað borð sem ég notaði vegna þess að gamla var brotið en gamla borðið er til og gott ef mælarnir eru ekki enn á sínum stað.
Kveðja
Einn sem bíður og bíður og bíður eftir famhaldinu.
-
Það má ekki gleyma árangrinum í rallýsprett BÍKR uppúr 80
við flugvöllinn í Rvk. Þar sem keppinautarnir voru niðurlægðir.
joi
-
Þetta er nátturulega eðal tónar,
Lagið sjálft er nú smat helvíti líkt hinu stórgóða lagi Hot Rod Lincoln
http://www.radioblogclub.com/open/38106/hot_rod_lincoln/Hot%20Rod%20Lincoln
-
Hvernig virkar Cowl Induction plötur.. eða sko hvað opnar þær? Er ekki bæði til tengt inngjöf og snúningshraða? Hvernig virkar þetta eiginlega? :oops: Spyr sá sem ekkert veit :oops:
-
Alveg Geggjuð lesning ,flott meira svona 8) en ég er búin að heyra margar sögunar frá águsti sem keyfti bíllin af þér og honnum óla óskars frá þessum tíma og þessum geggjaða bíll
-
Sæll Guðmundur. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur 8)
Jón Sigurðsson Tollvörður í Keflvík er steyptur í sama mótið og þínir tollarar.
kv Harry :D sem hefur alltaf verið hrifinn af bb chevy.
-
Harry .... það eru 460km. ca. til Húsavíkur og á þessum árstima er kominn leysingablámi í fjöllin ef vel er að gáð.
Það sem ég hef sagt ykkur hér og mun segja, er bara efni í Stundina Okkar, Sunday Edition m.v. ýmislegt sem við stóðum í á þessum árum. Sumt af því er svo lygilegt að ég reyni ekki að tala um það hér ...
En varðandi Mr. SS þá minni ég á eitt tiltekið kvöld þegar allt gengið í
klettinum labbaði upp á veg til að sjá þennan glæsilegasta Chevrolet sem hingað hefur komið fara yfir öll leyfileg hraðatakmörk c.a þrefalt þar sem nú er skristofa sýslumanns í Hafnarfirði. Hraðinn var svo mikill að ég gat ekki tekið myndir og varð að flýja áður en yfirvöld gerðu eitthvað í málinu ... U of all people should know. U were there!:)
Margar sögurnar hefur faðir minn sagt mér af sér og félögum sínum. Hann er einmitt að norðan :lol:
Snarvitlaust lið þarna fyrir norðan :lol:
Manni finnst maður vera mesta englabarn eftir þessar sögur! :lol:
-
shitt hvað er gaman að lesa þessar sögur =D EKKI hætta að posta þær hér..maður bíður alltaf eftir næsta kafla!
Djöfull verður gaman þegar verður tekið á Mustangnum..og það á ekki að vera of langt í það?! haha :P little red devil
-
Hér er mynd sem tekin var í keppni sem Jói Sæm talar um hér fyrr, þ.e. Rallýsprettur sem haldin var við Reykjarvíkurflugvöll.Eigandi og ökumaður á þessum tíma Ágúst Þórólfsson.
Kveðja
Þröstur
-
neðar
-
Og Rally strumparni voru rækilega flengdir og héldu sig innan dyra lengi vel á eftir vel framm yfir áætlað mynni landans
-
Ætlar einhver að koma með þessa Rallý sögu?
-
Það þyrfti að fara að safna saman þessum sögum í góða bók 8)
-
Gott kvöld, flott mynd Þröstur og gaman að sjá hana. Það rifjar upp margar góðar minningar frá þessum tíma. Þetta voru frekar skemmtilegar keppnir þarna út á flugvelli, en meira um það seinna. Ég er að rifja upp þennan tíma að ætla að setja saman smá frásögn um þann tíma sem ég og Chevellan áttum samleið, húm kemur fljótlega. Ég vill þakka Guðmundi Kjartansyni sérstaklega fyrir að upplýsa okkur um tilurð þessa frábæra bíls hér á landi.
Ágúst Magni
-
ég á gamalt eintak af bílablaðinu ökuþór þar sem það er lýsing á þessari kepni og mynd af chevelluni, þar talar eflaust leó sjálfur um að hún hafi sýnt algjöra yfirburði á beinu köflunum en tekið sér sinn tíoma í gegnum beygjurnar
-
Jæja, þetta er skemmtileg saga, frábær Chevella og gaman að hún hefur varðveist. Hinsvegar hefur þetta aldrei flengt nokkurn skapaðan hlut sem skiptir máli í Rallý special eins og þið sjáið hér að neðan. Hins vegar var alveg hrikalega gaman að sjá þennan hval í brautinni enda var þetta smíðað til að fara beint áfram 402 metra í einu en ekki beygja!
Staðreyndir um þessa keppni sem bíllinn tók þátt í:
Reykjavíkurflugvöllur 25. apríl 1981
Úrslit og tími:
1. sæti Ford Escort, 6.19,75
2. sæti Datsun 1600, 6.23,44
3. sæti Chevelle 327, 6.29,81
4. sæti Toyota Celica, 6.39,00
5. sæti Ford Cortina 2000, 6.49,48
6. sæti Ford Cortina 1600, 7.10,42
7. sæti Saab 96, 7.43,04
8. sæti Ford Escort 1300, 8.54,51
Í umfjöllun um þessa keppni á sínum tíma var sagt að 327 væri í húddinu og á myndum sést að skráningarnúmerið var G-13106.
Einhver virðist hafa photoshoppað annað númer á myndinni hér að framan.
Góðar stundir...
-
Hæ Öll. Hélt við værum laus við þessa LÍA strumpa .
kv Harry
-
Hæ þú Harrý, ertu ekki hættur að éta sand? Ég bið þig afsökunar ef ég hef stigið í sandkassann þinn. Hef reyndar aldrei komið nálægt LÍA ef þér líður betur með það, þetta eru bara úrslitin í keppni síðan 1981!
-
jam hann gústi (ágúst magni) sem átti bíllin á þessum tíma og keppti í þessari keppni var með 327 stundum í henni
-
Jæja þá kemur smá saga af SS 396 Chevelle 1970 árgerð
Ég keypti bílinn í byrjum desember 1980 af Magga Óla (Magnúsi Óla Ólafssini) í skiptum fyrir Chevý van 1974 sem ég hafði gert upp .Þá var í bílnum 427 BB sem var ættuð frá Bjarna Bjarna mótor sem var búið að vinna þó nokkuð í td var 850 Holly Edelbrock millihedd. Ég er því miður búin að gleyma nafninu á því knastás upp á 392 gráður og 572 í lift, ef ég man rétt. Það eru jú liðin 27 ár. Á henni var 10,5”svinghjól úr áli og 2ja platínu kveikja frá Malorí án vakúm flíters. Hægagangurinn var ekki undir 1750 rpm og lítið tog upp í 4-5000 rpm. Hann startaði helst ekki í gang þegar hann var orðinn heitur .
Ég man vel eftir fyrstu ferðinni sem ég fór á bílnum inn í Reykjavík, sennilega kvöldið eftir að ég fékk gripinn. Ég var ekki jafn heppin og Guðmundur Kjartans með fyrsta veturinn sem ég átti bílinn, allavega fannst mér alltaf vera snjór og hálka og ekkert hægt að nota bílinn. En áfram með smjörið. Lagt var af stað til Borgarinnar frá Stöðinni (í Hafnarfirði) eftir að hafa fyllt tankinn af eldsneyti, sem voru liðlega 120 lítrar. Allir bestu vinirnir voru um borð og ég ekkert smá stoltur. Ferðin gekk tiðindalaust fyrir sig í Borgina. Það var komið við í Háskólabíói og eftir það farinn einn rúntur niður í bæ (hring á Halló) og svo aftur í Hafnarfjörðinn. Á miðri leið var mér litið á bensínmælinn og fékk heldur mikið sjokk því hann var kominn á ¼ og ekkert búið að reisa neitt að ráði.
Við þetta var ekki hægt að búa, svo ég fór af spá hvað hægt væri að gera til að tækið yrði brúkfært til aksturs. Eftir að hafa fengið ráð hér og þar (maður var bara 19 og hélt að maður vissi allt en komst að því að maður vissi ekkert) ákvað ég að setja í hann 11”svinghjól úr stáli og samsvarandi kúplingu. Einnig setti ég HEI kveikju úr 305 Malibú 1978 og vá, vá, torkið og aflið úr kvikindinu varð ólýsanlegt!!! Hann malaði á 800 rpm í hægagangi og datt í gang á fyrsta snúningi, tóm hamingja.
Þá voru komin jól á Fróni og þá um jólin var farið í skólaferðalag (Flensborg og ég ásamt nokkrum öðrum fengum að fljóta með) og ferðinni heitið til Flórída. Ég lenti í sömu hremmingum og aðrir við að fá dollara en tókst svo að ná slatta á svörtu. Fljótlega eftir að út var komið leitaðaði ég uppi GM díler og tók til við að versla alls kyns dót sem vantaði. Ekki fékkst nú allt sem hugurinn stóð til, nokkur stykki voru pöntuð en ekki komu þau öll áður en haldið var heim.
Þá var haldið áfram við að laga fullt af smáatriðum sem voru ekki alveg eins og ég vildi hafa þau. Í einhverjum þurra og hálkulausa kaflanum sennilega í mars var ég að koma ofan af braut þar sem verið var að þrófa eithvað. þegar ég var nýkominn inn á Reykjanesbrautina og í rólegheitum að ná upp hraða, rennir upp að hliðinni Mústang með JO númeri. Það þurti ekki meira til að missa allt jafnvægi svo það var gírðað niður um 2 og botnað, svo 3 og 4 og þá átti Mustangin ekki roð í hann. Þegar ég var komin upp á hæðina sunnan við kirkjugarðinn og mælirinn í meira en 120 mph þá kom frekar leiðinlegt hljóð úr húddinu (KLÆNG KLÆNG). Þá drap ég á og lét renna, en ekki þorði Fordinn aftur upp að hliðinni. Mér tókst að láta renna að skúrnum sem var það sem Hrói Höttur pizza er núna og strax var hafist handa við að hífa mótorin upp úr, til að skoða hvað olli hljóðunum og það reyndist vera kolúrbræddur sveifarás.
Þá setti ég í hann ný uppgerða 327 SB sem ég átt til og hafði ætlað í annan bíl. Við það breyttist margt. Ég hafði á tilfinningunni að ég hefði sett sexu í staðin svo mikill var munurinn. Þessi mótor var í bílnum mest af tímanum sem ég notaði bílinn eða þar til að ég fékk orginal 396 mótorinn aftur en ég kem að því síðar.
Þá setti ég ný dekk(radíal) og felgur á bílinn um vorið. Það voru Applaians felgur 7” að framan og 10” að aftan. Ég setti G78-15 að framan og KELLY N50-15 að aftan. Ég var einn af mjög fáum sem tókst að fá svoleiðis, allir hinir voru á Maxima 60 og þótti nokkuð gott.
Þetta sumar var mikið spyrnt út um allt og einnig á brautinni. Það voru þónokkrar keppnir og var mikið lagt á sig til að geta bætt tímann á milli keppna. Það var skipt um millihed og blöndunga, knastása, settur rúlluás, fengin turbo hedd og allt hvað eina en ekkert kom í staðin fyrir BB. Það vantaði alltaf tork enda bíllin nærri 1700 kg ef ég man rétt. Þetta sumar leið frekar hratt.
Seinnipartin í ágúst fékk ég símtal í vinnuna frá sjónvarpskonunni Sigrúnu Stefánsdóttur. Hún sagði að sér hefði verið bent á að tala við mig til að fá að komast á rúntinn og spurði hvort að ég væri til í að leyfa sér að koma með og hvort hún mætti taka myndatökumann með í túrinn. Mér brá frekar við þetta erindi en jánkaðu auðvitað strax. Það var Hálfdán Jónsson, þáverandi formaður klúbbsins, sem hafði komið henni í samband við mig. Var ákveðið að næst þegar veðurútlit yrði gott um helgi yrði látið til skara skríða.
Fimmtudagskvöld tveim vikum síðar hringdi hún og sagði að spáin væri mjög góð og vildi vita hvort það hentaði mér og hvort ég gæti komið um hádeigi, hana langaði til að taka nokkur skot í björtu. Ég mætti upp í sjónvarp um hádegi dagin eftir með kaggann stíf bónaðan og fægðan allan hringin. Farið var um allan bæ og tekið upp fullt af efni frá alskonar sjónarhornum.
Á laugardeginum kom Sigrún í heimsókn í skúrinn og tók viðtal mig og Guðmund Örn Guðmundsson (hann átti Hemi Challancer og marga fleiri). Eftir það var farið inn í Reykjavík, niður Laugarveginn og gerðar allskonar æfingar og reykspólað á ljósunum við Laugaveg/ Bankastræti/ Ingólfsstræti. Það var gert nokkrum sinnum til öryggis. Í þá daga var Austurstrætið lokuð gata og farið út fyrir Kirkjustræti og Pósthússtræti og inn á Austurstræti og að lokum inn á Halló. Þar fylgdu nokkrir góðir félagar, t.d. nafni minn Ágúst Hinriksson á Camaró 1967 350, Karl Ólafsson á Duster 340, Óli Böbb á Mustang Mack 429, svo einhverjir séu nefndir. Þar lauk þessum rúnti með Sigrúnu Stefánsdóttur en efnið sem var tekið upp var sýnt í sjónvarpinu um haustið. Mig minnir að allavegana 15 mín af þessum rúnti hafi verið sýndar, sennilega sá eini sem hef fengið greitt fyrir að fara og bensínið að auki.
Stuttu seinna sá ég, alveg hreint fyrir tilviljun, auglýst í einhverju blaði (lá ekki mikið yfir því að lesa auglýsinga í Mogganum) að BÍKR ætlaða aðhalda Rally spésjal út á Reykjavíkurflugvelli, minnir mig í lok september. Eftir smá umhugsum ákvað ég að kíkja á rallí gengið sem hafði þá aðstöðu niður í Hafnarstræti. Ég dreif mig við annan mann á tilteknu kvöldi og þegar inn kom spurði ég hvar ætti að skrá sig í þetta rallý spésjal. Það hefði mátt heyra saumnál detta þarna inni. Þarna var kominn einhver sláni sem engin þarna inni hafði séð haus né sporð af og eyrun stækuðu á öllum viðstöddum. Mér var vísað inn í næsta herbergi, að borði sem einhverjir sátu við, man ekki lengur hverjir það voru, boðið sæti, spurður að nafni og svo „HVERNIG BÍL ERTU MEÐ??“ Chevrolett Chevelle og kliður fór um salinn. Mér leist ekkert á blikuna, en spurði samt hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að mega taka þátt. Mér var sagt að það væri ekkert meira en þegar var til staðar fyrir utan við veltigrind.
Þetta var lítið mál. Það var gengið frá skráningunni, ég spurði margra spurninga, fékk lýsingu á hvernig veltigrindim ætti að vera og úr hvernig efni. Þá gáfu sig fram tveir úr hópnum og buðu fram aðstoð við að koma grind í bílinn til að hægt væri að keppa. Þetta voru þeir Sigurjón og Matti kenndir við bílaverkstæðið Topp. Í staðin fyrir aðstoðina átti ég að hafa auglýsingu frá þeim á húddinu í keppninni og fram yfir næstu keppni sem var nokkrum vikum síðar. Þetta gekk vel og allt var tilbúið tímanlega fyrir keppnina.
Þegar ég mætti á keppnisstaðinn, með vinnufélaga minn Magnús Haldórson sem aðstoðarökumann, vorum við leiddir í gegnum brautina fótgangandi og útskýrt hvernig ætti að keyra. Það var fullt af keilum til að sikk-sakka í kring um og svo kom þraut sem var að taka 360° hring og svo beint inn á langan beinan kafla. Við enda hans var u-beygja þar sem löggan var tilbúin með radarinn til að hægt yrði að skrá hraðann sem næðist á beina kaflanum, eftir það voru nokkrar keilur og svo beint í mark.
Ég ræsti einhvers staðar í miðjum hópi á eftir Eskortum og öðrum álíka græjum. Fljótlega eftir að ég lagði af stað var ljóst að þrautirnar voru ekki hannaðar fyrir bíl sem var tæpum 2 metrum lengri en hinir og ég veit ekki hvað mikið breiðari. Það voru margar keilur sem skiptu um stað og ekki batnaði það þegar komið var í hringinn. Ég held að nærri helmingurin af keilunum hafi farið en svo kom beini kaflinn. Hann var með þokkalegri steypu og við endan á honum beið svartamarían tilbúin með radar til að mæla hraðann. Þegar þangað var komið var ferðin orðin það mikil að þeir misstu kjarkinn og bökkuðu í burtu til verða örugglega ekki fyrir þessum brjálaða manni.
Allt heppnaðist þetta, u-beygjan var ekkert mál enda bílinn með F41 fjöðrunar pakkann eins og áður hefur komið fram og beygði eins og hann væri á járnbrautarteinum. Hann var aftur kominn á full ferð til baka, ekki minni en áður, kominn í fjórða gír á talsverðum snúning. Tíminn var frábær og örugglega ekki gaman fyrir hina sem á eftir komu á 1600cc og 2000cc.
Seinni ferðin var svipuð nema að á seinni beina kaflanum var mótornum snúið helst til mikið, allavega yfirgáfu reimarnar vélarsalinn og vökvastýrið var þar með úti. Það slapp og tíminn nokkuð betri, en mig minnir að ég hafi átt flest refsistig fyrir keilur en langbesta tíman. Ég endaði í þriðja sæti.
Seinni keppnin var svipuð. Mér tókst ekki að fá stjórnendur til að taka tillit til stærðarmunarins á mínum bíl og hinum. Ég held að það hafi ekki verið haldin önnur svona keppni.
Næsta vor, eða nánar tiltekið um páskana var haldin vegleg bílasýning í Laugardalshöllinni og ég mætti að sjálfsögðu þar með tækið. Þar voru margir fallegir bílar.
Þetta sumar var jafn viðburðarríkt og sumarið ´81. Einhvern tíman um vorið eða sumarið var auglýst til sölu 70 Chevella sem Jói Þorfinns átti. Það var búið að setja í hann 396 vélina og gírkassann eins og var upprunalega í mínum bíl. Það var auðvitað ekki spurning að í þetta kram varð ég að ná, svo að það var sett saman plan. Kristján Eyfjörð vin minn langaði í bílinn en hann var ekkert spenntur fyrir 396 eða fjögurra gíra. Hafsteinn Valgarðsson átti 71 Chevellu, gráa með svörtum víneltoppi og hann var spenntur fyrir 327 mótornum sem ég var með svo að þetta var soðið saman. Ég fékk 396 vélina og gírkassan, Stjáni 307 vél og sjálfskiptingu og Hafsteitn fékk 327 vélina.
Hafist var handa við að skipta um vélar sem gekk snurðulaust (enda verið að tala um chevy ekkert bras með K bita eða ótal gerðir af kúplingshúsum eða annað því um líkt). Allir fórum við út að keyra með bros á vör. Ég var næstum búinn að gleyma hvernig var að keyra BB. Það var ÆÐI!!
En sælan entist ekki lengi. Ég vissi ekki fyrr en eftir á að Jói hafði brætt úr og ásinn hafði verið renndur og sennilega hefur ekki verið skoðað hvort blokkin hafi hitnað og breitt sér. Ég komst að því eftir mjög stuttan tíma að sú var raunin. Eftir nákvæma skoðun og mælingu var niðurstaðan að blokkin var komin úr sentrúmi og ekkert annað að gera en láta línubora og í leiðinni voru settir fjögurra bolta höfuðlegu klossar sem ég komst yfir úr trukka blokk ættaða af Vellinum. Þetta gerðu heiðursmennirnir hjá Vélaverkstæði Egils og þeir vönduði sig sérstaklega vel, enda hefur ekkert borið á þessu síðan. Nýr stál sveifarás og nýjar stangir voru settar í ásamt stimplum, hedd yfirfarin og sett saman af mestu kostgæfni Ég held að hún hafi ekki verið opnuð síðan, en er þó ekki viss. Þetta tók það sem eftir var sumars og á meðan var ég með 350 úr pikup.
Næsta sumar var allt rólegra vegna heðbundinar þróunnar hjá ungum mönnum; íbúðarkaup og það allt. Um mitt sumar ákvað ég að það þyrti að sprauta gripin og inn í skúr með hann og byrjað að skrúfa í sundur og gera klárt til þess. En lífið er breytingum háð ég flutti til Hornafjarðar og bíllinn varð eftir í Hafnarfirði í nokkur ár. Svo varð að tæma húsnæðið þar sem hann var geymdur og þá var ákveðið að taka hann austur og var Ríkisskip eini raunhæfi flutningsmátinn á þeim tíma.
Um veturinn bíllinn settur í lest og lagt af stað og viti menn á leiðinni hreppti skipið aftaka veður og spottarnir sem settir voru á gripinn slitnuðu. Hann náði að skemma einn gám sem var að vísu úr timbri en sem betur fer skemmdist ekki mikið á bílnum. Það var búið að taka hann talsvert mikið í sundur og mesta tjónið var á húddinu en það sést ekki á því að það hafi verið lagað.
Eftir að bíllinn kom austur var ætlunin að klára að mála og gera upp en af því varð ekki. Hann fór suður aftur og lenti höndunum á Þresti og hann á heiður skilinn fyrir hversu vel hann gerði bílinn upp, enda mjög gott eintak.
Þetta eru bara smá glefsur að minni samferð með bílnum. Ég setti nokkrar myndir með sem búið var að skanna af papír, svona til gamans .
Með fyrirfram þökk,
Ágúst Magni
PS.bara svona til upplýsinga fyrir þá sem eru að efast um hvort þetta eða hitt númerið hafi verið á bílnum og eru með vangaveltur um að menn séu að fotosjoppa ,þá er hér listi yfir númerin sem hafa verið á bílnum frá upphafi:
M686 frá 04.02.1977
G1207 frá 30.09.1977
R63480 frá 10.04.1979
G13106 frá 23.07.1979
G4288 frá 27.03.1981
SS1970 frá 30.12.1998
-
Ég lenti í smá basli við að setja myndirnar inn svo hér kemur önnur og svo meira síðar.
Ágúst Magni
-
Hæ Öll. Hélt við værum laus við þessa LÍA strumpa .
kv Harry
Það er gaman að sjá hvað það er tekið vel á móti fólki sem keppir ekki bara í kvartmílu :roll: Gaman hvað sögur magnast,fyrst átti þessi Chevella að hafa rsasað allt og alla en svo kemur í ljós að hún 10 sekúndum hægari en 150 hestafla escort,en að sjálfsögðu er ekkert að marka þetta þar sem chevellan getur varla talist sem rallýbíll,en ég fór eitt sinn í rallýsprett með kunningja mínum á Trans Am 75 og var nú mesta furða hvað var hægt að keyra hann,en að vísu var búið að vinna í fjöðrun,lækka hann að aftan og halla framhjólum.